Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 41
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 41 AFMÆLI HINNI alþjóðlegu bænaviku um einingu kristinna manna sem hald- in er þessa daga út um allan heim lýkur hér á landi með sam- kirkjulegri bænasamkomu annað kvöld laugardaginn 25. janúar kl. 20 í St Jósefskirkju á Jófríð- arstöðum, Hafnarfirði. Að þessari samkomu standa Þjóðkirkjan, Kaþólska kirkjan, Aðventistar, Hvítasunnusöfnuðurinn, Íslenska Kristskirkjan, Hjálpræðisherinn Óháði söfnuðurinn, Vegurinn, og KFUM. Öllum sem þykir vænt um boð- skap Jesú Krists og um að kristnir menn sameinist í bæn og lofgjörð Drottins eru velkomnir. Ensk messa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 26. janúar nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng og syngja einsöng. Messukaffi að athöfn lok- inni. Annað árið í röð verður boðið upp á enska messu í Hallgríms- kirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Service in English Service in English at the Church of Hall- grímur (Hallgrímskirkja). Sunday 26th of January at 2 pm. Holy Communion. The Third Sunday of Epiphany. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Org- anist: Hördur Áskelsson. Leading Singer and Soloist: Gudrún Finn- bjarnardóttir. Refreshments after the Service. Málþing um líftækni og siðfræði BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg og Kristilegt félag heilbrigðisstétta standa í sameiningu fyrir málþingi um líftækni og siðfræði miðviku- daginn 29. janúar kl. 17–21.30 í húsi KFUM og KFUK, á horni Holtavegar og Sunnuvegar. Yfirskrift málþingsins er Líf og tækni, trú og Guð. Fjallað verður um álitamál er varða rannsóknir og nýtingu tækni við myndun og varðveislu lífs á frumstigi þess og í líffæraflutningum. Leifur Þorsteinsson líffræðingur hefur málþingið með yfirliti yfir þróun tækni og möguleika á sviði líf- tækninnar. Ekki er nauðsynlegt að þekkja fræðin að hafa gagn af fyr- irlestrinum. Trausti Óskarsson læknanemi og Flóki Guðmundsson heimspekinemi munu gera grein fyrir rannsókn sinni á viðhorfum lækna, presta og lögfræðinga til þessara mála, einkum nýtingu stofnfruma og fósturvísa. Har- aldur Jóhannsson læknir fjallar um kristinn mannsskilning og gildi hans í þessu sambandi. Ragn- ar Gunnarsson kristniboði mun leitast við að svara spurningunum hvort kristin siðfræði gefi einhver svör, hvaða sjónarmið ættu að liggja til grundvallar og hvar ætti að setja mörkin og hvers vegna. Ragnheiður Sigurðardóttir deild- arstjóri svarar spurningunni hvernig þetta snertir hana í henn- ar starfi. Málþingið er öllum opið. Þátttökugjald á málþinginu er 500 kr. og skráning í síma 588 8899 eða með tölvupósti á skrifstofa- @krist.is. Skráningu lýkur þriðju- daginn 28. janúar. Matur verður seldur á staðnum og þarf að panta hann fyrirfram. Kostar máltíðin 1.000 kr. en 800 kr. ef pantað er fyrir 25. janúar. Barnastarf í Selfosskirkju BARNASAMKOMA er í Selfoss- kirkju á hverjum sunnudegi kl. 11. Börnin fá að heyra guðspjall dagsins, sem skýrt er með mynd- um; þau læra bænir og sálmvers og syngja söngva með fram. Auk þessa fá þau í hendur efni til þess að hafa með sér heim. Áreiðanlegt er að stund á borð við þessa getur orðið börnunum til aukins þroska, að ógleymdri þeirri uppistöðu í hlýjar minningar síðar á ævi, sem hér verður til í hugum þeirra. Það er margsannað mál, að fátt er börnum hollara en ánægjulegar samvistir við foreldra eða aðra fullorðna ættingja eða velunnara. Jafnvíst er, að umgengni við börn veitir hinum eldri ósvikna gleði og er það því æði þakklát iðja að hlynna að hinum ungu. Fyrirkomulag þessarar barna- samkomu í Selfosskirkju er með þeim hætti að fyrst koma börnin til kirkjunnar í fylgd forráða- manna sinna. Messa hefst kl. 11 og stuttu eftir það halda börnin í fylgd leiðbeinenda sinna inn í Safnaðarheimili Selfosskirkju. Þar fer barnasamkoman fram. Þeir fullorðnir, sem börnunum fylgja til kirkjunnar, geta þá valið um það, hvort þeir standa upp úr sætum sínum í kirkjubekknum og fylgja börnunum inn í Safnaðarheimilið að vera þar við barnasamkomuna, eða að öðrum kosti sitja kyrrir og hlýða messu í kirkjunni. Skömmu áður en messunni lýkur, venjulega um eða rétt fyrir kl. 12 á hádegi, koma svo börnin og kennarar þeirra aftur inn í kirkjuna. Ég vona innilega að sem flestir forráðamenn barna hugsi vel til kirkjunnar og athugi, hvort ekki væri nú tilvalið að koma með börn- in í þessar barnasamkomur á sunnudögum. Gunnar Björnsson, sóknarprestur. Samkirkjuleg bænasamkoma í St. Jósefskirkju, Hafnarfirði Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. STUNDUM – þegar ég horfi um farinn veg, flökrar það að mér að þó ég í lífinu hafi ekki alla tíð farið að settum reglum samfélagsins, þá sé ég, án þess að hafa til þess unnið, einskonar gæfumaður. Blessuð forsjónin hefur einhvernveginn séð til þess. Nú þegar ég á gam- alsaldri vil öðru fremur fara að settum reglum verð ég þess stundum var að reglurnar vant- ar. Af hverju eru ekki til reglur um það hvenær og um hverja maður á að skrifa afmælisgreinar eða minning- argreinar? Alveg óbærilegt að vera alltaf að drepast úr móral þegar ein- hver geispar golunni. – Hann hefði nú átt nokkur orð skilið þessi o.s.frv. Í dag er Gísli Alfreðsson, stórvin- ur minn, sjötugur og það er svo sannarlega ekki af neinni annarlegri kvöð, lagaboðum eða reglum sem ég drep niður penna af því tilefni. Sann- leikurinn er sá að Gísli skrifaði um mig afmælisgrein í Moggann þegar ég varð sjötugur fyrir nokkrum ár- um – grein sem varð til þess að ég sté á stokk og strengdi þess heit að skrifa um Gísla minningargrein þeg- ar hann yrði jarðsunginn. Ég reikn- aði semsagt með því að hann geisp- aði golunni á undan mér. Ég hef undanfarin ár fylgst grannt með heilsu okkar beggja og fæ ekki betur séð en ég sé allur úr lagi genginn en ennþá bara þó nokk- uð eftir af Gísla. Af þessu dreg ég þá ályktun að ég fari á undan Gísla, svo líklega fellur það í hans hlut að skrifa eftirmæli eftir mig. Margir hafa, einsog vænta má, í gegnum tíðina orðið til þess að mynda sér skoðun á Gísla og störfum hans, enda hefur hann víða komið við, en hræddur er ég um að fáir geri sér fyllilega ljóst hve mikill heillakall hann hefur verið fyrir þróun leiklist- ar í landinu. Gísla er nefnilega afar ósýnt um að halda eigin hróðri á loft, eða einsog kellingin sagði þegar það kom á baksíðu í Dagblaðinu að ís- lensk stúlka hefði leikið stofustúlku í gagnfræðaskólaleikriti í Arisona. Þá sagði kellingin: „Það þarf nú ekki að setja það í alla fjölmiðla þó maður leysi vind í Lofoten.“ En Gísli er semsagt sjötugur í dag og ég get ekki annað en sent þessum aldavini mínum kveðju mína. Efst er mér í huga löng vinátta og afar náin kynni. Við vorum áratug- um saman vinnufélagar í Þjóðleik- húsinu og deildum búningsherbergi allan tíman, bjuggum hlið við hlið niðurvið Tjörn lungann af blóma- skeiði beggja, unnum að fjölmörgum verkefnum saman, deildum geði, gleði og sorgum, skemmtum okkur saman, drukkum sam- an og riðum út saman og brölluðum allan fjár- ann. Ég lít svo á, að hafi ég nokkurn tímann eignast það sem kallað hefur verið aldavinur, þá sé það Gisli Alfreðs- son. Ég ætti þessvegna að vita hvað ég er að tala um þegar ég drep niður penna um þennan góða vin minn. Öndvert við flesta aðra úr leikarastétt er Gísli með óframfærnari mönnum. Hann hefur alla tíð gefið lítið fyrir potthlemmaslátt útaf eigin afrekum og þessvegna vita allt of fáir hve miklu þessi atorkumaður kom í verk á annasamri starfsævi. Þeir sem ekki þekkja Gísla, nema í mesta lagi af afspurn, hafa stundum freistast til að halda að honum þyki notalegt að taka það rólega. En við sem þekkjum hann vitum að hann er ofvirki en, nóta bene – hann fer að vísu mjög vel með það. Leikarar ættu að vera þess minnugir að í hart- nær tuttugu ár var hann í stjórn leik- arafélagsins og lengstaf formaður, eða frá 1967 til 1983. Allan þennan tíma barðist hann einsog ljón fyrir kjörum leikara og ég tel óhætt að fullyrða að hafi atvinnuleikarar á Ís- landi nokkurntímann búið við mann- sæmandi kjör þá megi reikna með því að það hafi verið fyrir harðfylgi Gísla. Árið 1983 gerðist hann hinsvegar Þjóðleikhússtjóri og sinnti því starfi í átta ár. Gísli hafði starfað sem leikari og leikstjóri við Þjóðleikhúsið í tvo ára- tugi áður en hann varð Þjóðleikhús- stjóri og þessvegna vissi hann fullvel hvar umbóta var þörf svo leikhúsið gæti svarað nútímakröfum um tækni og aðbúnað í leikhúsi. Í tíð Gísla var hljóðkerfi og ljósakerfi hússins full- komnað, húsið var tölvuvætt, tvö ný leiksvið litu dagsins ljós – smíða- verkstæðið og litla sviðið í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar – Jónshúsi, sem tekist hafði að fá undir Þjóðleik- húsið í stjórnartíð Gunnars Thor- oddsen. Af þeirri stjórn tók við önnur rík- isstjórn og virtist efst á óskalista fjármálaráðherra þeirrar ríkis- stjórnar að ná Jónshúsi aftur af Þjóðleikhúsinu. Gísla tókst eftir mikla orrahríð að koma í veg fyrir það, en höfuðand- stæðingur hans í þeirri rimmu var Albert heitinn Guðmundsson. Gísli fór með sigur af hólmi í þess- um átökum og svo eftirminnilega að nú er það til skjalfest, að ekki megi svifta Þjóðleikhúsið Jónshúsi nema stofnuninni sé búin sambærileg að- staða eða betri í staðinn. Þá var sýningarsalnum, að frum- kvæði Gísla, gerbreytt í stjórnartíð hans og vakti það mikla kátínu áhorfenda að geta nú loks farið að njóta til fullnustu þess sem fram fór á sviðinu. Ég vona að ekki sé á neinn hallað þótt ég fullyrði að Þjóðleikhúsið væri ekki nema svipur hjá sjón í dag ef ekki hefði komið til skerfur Gísla Al- freðssonar. Gísli tók við skólastjórn í Leiklist- arskóla Íslands eftir að hann lét af störfum við Þjóðleikhúsið og stýrði þeim skóla í átta ár og hefur svosem verið til þess tekið hve gjörvilegt fólk og hæfileikaríkt hefur úr þessum skóla komið. Og fallegar telpur, hvort sem það er nú Gísla að þakka eða ekki. Því má ekki gleyma að Gísli var á sjöunda, áttunda og níunda áratugn- um einn mikilvirkasti leikstjóri okk- ar við sjónvarp, útvarp og víðar og vann brautryðjendastarf í sjónvarpi með athyglisverðum uppfærslum. Auðvitað gæti ég haldið svona áfram endalaust, en nú er mál að linni. Ég verð þó að geta þess að Gísli er tæknifrík og tölvugúrú og væru sum- ir okkar góðvina hans illa á vegi staddir í lífinu, tæknilega, hefði hans ekki notið við þegar allt var komið í steik í tölvunni hjá okkur. Eini veikleiki Gísla sem ég veit um er sá að hann fær það yfirleitt á heil- ann sem hann er að fást við hverju sinni. Og ef til vill er það einmitt styrkur hans. Ég gleymi því ekki þegar hann þóttist hafa komist uppá lagið með að járna hest. Hann fékk járningar gersamlega á heilann og er þetta í eina skiptið sem hann var við það að ganga gersamlega framaf mér. Og eitt má ekki gleymast. Gísli er söngmaður góður, og er þyngra en tárum taki hve margir hafa farið á mis við túlkun Gísla í söng. Því hefur verið haldið fram að enginn verði samur eftir að hafa heyrt Gísla Al- freðsson flytja „Piparkökusönginn“ úr Dýrunum í Hálsaskógi og „Ol man river“. Ég vil svo að lokum þakka forsjón- inni það örlæti að hafa lagt blessun sína yfir vináttu okkar Gísla sem varað hefur um áratuga skeið í gegn- um þykkt og þunnt og óska Gísla hjartanlega til hamingju með daginn og íslensku þjóðinni til hamingju með Gísla. Hann er nú, með Guðnýju sinni staddur í Mexíkó hjá Ernu og Bene- dikt Árnasyni. Til hamingju með daginn. Flosi Ólafsson. GÍSLI ALFREÐSSON Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leifimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður. Góð upp- lifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi). Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15. LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsöl- um 3. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl- íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. KEFAS. Föstudaginn 24. janúar er starf fyrir 11–13 ára kl.19.30. Allir á aldr- inum 11–13 ára eru hjartanlega vel- komnir. Fríkirkjan Vegurinn: Ráðstefna með Ashley Schmierer ásamt Robert Maas- bach í Veginum helgina 24. til 26. jan- úar. Föstudagur: Samkoma kl. 20, Ashley Schmierer predikar, lofgjörð og fyrir- bænir. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa- markaður frá kl. 10–18 í dag. Kirkjuskólinn í Mýrdal. Næsta sam- vera kirkjuskólans í Mýrdal verður í Vík- urskóla laugardaginn 25. janúar, frá kl. 11.15 til kl. 12. Nýjar bækur og nýjar myndir komnar. Brúðurnar eru komnar úr jólaleyfinu. Þorrablót Víkurbúa verð- ur um kvöldið. Fjölmennið, takið með ykkur gesti. Safnaðarstarf C vítamín 400 mg með sólberjabragði Bragðgóðar tuggutöflur. Eflir varnir. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.