Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. DV RadíóX Sýnd kl. 5 og 8. B.i.12. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i FRÁ FRAMLEIÐENDUM LEON OG LE FEMME NIKITA Sýnd kl. 5.30 og 8. STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16 ára Sá góði. Sá vondi...og sá hæt- tulegi! Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Suma vini losnar þú ekki við...hvort sem þér líkar betur eða verr Frábær gamanmynd um tvær vinkonur sem hittast aftur eftir 20 ár.Með Óskarsverðlaunaleikkonunum Goldie Hawn og Susan Sarandon ásamt hinum frábæra Óskarsverðlaunahafa Geoffrey Rush. Sýnd kl. 8 og 10. B.i.14 ára YFIR 80.000 GESTIR „Turnarnir gnæfa yfir bestu myndir ársins“ SV. MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 1/2HK DV „Besta mynd ársins“ FBL kl. 5.30 og 9.30. FRUMSÝND FRUMSÝND GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Frábær mynd frá leikstjóra L.A.Confidential þar sem rapparinn EMINEM fer á kostum í sínu fyrsta hlutverki.  Kvikmyndir.com  HJ. MBL Kvikmyndir.is STEVEN SEGAL MORRIS CNESTNOT AND JA RULE Sá góði. Sá vondi...og sá hættule- gi! Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Brettabíó kl. 6. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára Í SLENSKU tónlistar- verðlaunin voru afhent með viðhöfn fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Verðlaun voru veitt í fjórtán formlegum flokkum og voru Guðrún Gunnarsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson kynnar á hátíðinni, sem var einnig í beinni útsendingu á Rás 2 og í Sjónvarp- inu. Tónlistarverðlaunin eru upp- skeru- og árshátíð tónlistarfólks og er það sem stóð uppúr í sígildri tónlist, djassi, poppi og rokki á síðasta ári verðlaunað. Sigur Rós með tvenn verðlaun Drengirnir hlédrægu en ákveðnu í Sigur Rós hrepptu tvenn verðlaun, fyrir hljómplötu ársins í poppinu, sem þykja ein stærstu verðlaunin og sem flytj- andi ársins. Samkeppnin var hörð en í báðum flokkunum kepptu þeir við m.a. rokkkónginn Bubba og sveitina Leaves, en þessir þrír flytjendur fengu flestar tilnefn- ingar, eða fjórar. Hljómsveitin er í Bandaríkj- unum og tóku fulltrúar Smekk- leysu við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Einar Örn Benedikts- son notaði tækifærið og minnti á tengsl tónlistar sveitarinnar við landið og baráttu hennar gegn Kárahnjúkavirkjun. Leaves hlutu hins vegar verð- laun í öðrum flokki því að söngv- ari sveitarinnar, Arnar Guð- jónsson, var valinn söngvari ársins. Hljómsveitin var einnig ein þeirra fjölmörgu sveita, sem fram komu á hátíðinni. Einokuninni lokið Björk Guðmundsdóttir og Emil- iana Torrini hafa einokað verð- launin fyrir söngkonu ársins frá því að hátíðin fór fyrst fram árið 1994. Í þetta sinn voru þær ekki tilnefndar og komu úrslitin eflaust einhverjum á óvart. Margir höfðu spáð Birgittu Haukdal, söngkonu Írafárs, verð- laununum en þau hreppti hin unga Hera Hjartardóttir. Hera var ekki viðstödd þar sem hún er á Nýja Sjálandi, þar sem hún hefur búið frá 12 ára aldri. Birgitta kom samt við sögu á hátíðinni því að hún var kosin poppstjarna ársins í netkosningu auk þess sem Írafár kom fram. Björk minnti einnig á sig þar sem vefsetrið Björk.com var kosið vef- ur ársins. Ungliðarnir í pönkrokksveitinni Búdrýgindum voru valdir bjart- asta vonin. Þeir hafa aldurinn með sér og eru líklegir til að draga frekari björg í tónlistarbú lands- ins. Lagið „Julietta 2“ með til- raunapoppsveitinni Ske var síðan valið lag ársins. Lagið hefur ekki síst vakið athygli fyrir að vera sungið á japönsku. Myndband rokksveitarinnar Singapore Sling við lagið „Listen“ var valið mynd- band ársins. Snúningssviðið í Borgarleikhús- inu var nýtt til hins ýtrasta við verðlaunaafhendinguna eins og mátti sjá þegar Hamrahlíðarkór- inn snerist á sviðið. Skömmu síðar tók Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins, við verðlaunum semflytjandi ársins í sígildri tón- list. Hún þakkaði fyrir að vakin væri athygli á þessari tegund list- sköpunar með ungu fólki. Enn minnt á tónlistarhús Platan Baldr með verkum eftir Jón Leifs í flutningi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands var valin hljómplata ársins í flokki sígildrar tónlistar. John Speight hlaut verð- laun fyrir tónverk ársins í þessum flokki fyrir „Barn er oss fætt“. Hann minnti á að hátíðin færi fram í „húsi talaðs orðs“ og hvort það „væri ekki gaman ef við vær- um í húsi tónlistarinnar“ og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2002 afhent í Borgarleikhúsinu Tónlistar- fólk fagnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Singapore Sling fékk ekki töffara- heldur myndbandsverðlaun fyrir myndbandið við lagið Listen. Ekki bara æskudýrkun á Íslandi, segir Ingibjörg Þorbergs heið- ursverðlaunahafi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgerður Ingólfsdóttir og Hamra- hlíðarkórinn fengu verðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.