Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 37 ✝ Anna Soffía Jó-hannsdóttir fæddist í Reykjavík 20. nóvember 1952. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 17. janúar síðastlið- inn. Fósturforeldrar Önnu Soffíu voru Jó- hann Kristján Eyj- ólfsson og Jóhanna Kristín Einarsdóttir og kjörforeldrar Kári Gunnarsson og Friðrikka Pálsdóttir. Uppeldissystkini Önnu Soffíu: Hörður Jóhannsson, kvæntur Ragnheiði Ragnarsdóttur, Erla Jóhanns- dóttir, gift Maríusi Gunnarssyni, Jóhann Kristján Harðarson, kvæntur Sólrúnu Símonardóttur, og systkini: Þorgerður Þórhalls- dóttir (látin), Guðrún Edda Kára- dóttir, Einar Kárason, kvæntur Hildi Baldursdóttur, Anna Karen Káradóttir, Emelía Guðrún Harð- ardóttir og Gunnar Þór Gunnars- son. Anna Soffía var alin upp á Hæðarenda í Sandgerði þar sem hún gekk í skóla til 1967. Hún var við nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur frá 1969 til 1970. Anna Soffía útskrifaðist sem sjúkraliði og starfaði fyrst á Landspítalanum ár- ið 1972 og var svo við hlutastarf á Sjúkrahúsi Kefla- víkur. Árið 1973 giftist Anna Soffía Konráði Fjeldsted bifvéla- virkja, f. 14.12. 1943 og saman áttu þau börnin Jóhann Kristján, f. 22.6. 1973, kvæntur Hönnu Rósu Sæ- mundsdóttur; Frið- rik Þór, f. 15.8. 1976, unnusta Kol- brún Svala Júlíusdóttir og saman eiga þau Jóhann Þór og Alexand- er Þór; Sigfríður Pálína, f. 11.2. 1988. Börn Konráðs og fóstur- börn Önnu Soffíu eru: Agnes Hólmfríður, f. 2.5. 1967; Gunnar Hans, f. 19.4. 1970, kvæntur Sig- ríði Pálsdóttur og saman eiga þau Sunnu Ósk, Konráð Pál, Sigrúnu Hafdísi og Gunnar Stefán. Anna Soffía og Konráð stofnuðu fyrir- tækið Soffía. ehf. árið 1998 sem þvottahús eftir að hafa verið með rekstur Vinnufataþjónustunnar í bílskúr í um ellefu ár. Útför Önnu Soffíu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. Vegir almættisins eru að sönnu órannsakanlegir. Þau örlög sem okk- ur mönnum eru ráðin eru oft svo mis- kunnarlaus og óskiljanleg að undrum sætir. Mannlegur máttur stendur magnþrota og ósjálfbjarga gagnvart máttarvöldunum. Af hverju er sum- um mönnum ætlað að axla svo þung- ar byrðar í lífinu að þeir hljóta að kikna undan fyrr eða síðar? Byrðar sem eru svo miklar að allar okkar hvunndagsáhyggjur eru hjóm eitt í samanburði. Það er ekki oft á lífsleiðinni sem menn eiga því láni að fagna að kynn- ast eins heilsteyptum persónuleika og þeim sem Anna Fía hafði til að bera. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir um það bil 23 árum. Var það í gegnum móður hennar Friðrikku Pálsdóttur fangavörð. En við unnum saman um árabil. Samskipti okkar Friðrikku urðu þannig að hún tók mér fljótlega eins og dóttur sinni. Varð ekki hjá því komist að milli okk- ar Önnu Fíu mynduðust kærleiksrík vináttu- og systrabönd. Vorum við alltaf til staðar hvor fyrir aðra hvort sem var í sorg eða gleði. Gátum við talað um heima og geima og opnað sálir okkar hvor fyrir annarri. Fyrir um það bil níu árum greind- ist Anna Fía með krabbamein. Það var ekki auðvelt fyrir konu í blóma lífsins að fá vitneskju um að vera haldin alvarlegum sjúkdómi. En Anna Fía þessi annálaði dugnaðar- forkur lét ekki deigan síga. Þvert á móti hafði þetta þau áhrif að andleg orka hennar efldist stöðugt. Hún var ákveðin í því frá upphafi að láta ekki þennan vágest sigra lífið sem hún elskaði svo mjög. Gekk hún ótrauð fram í baráttunni við veikindin, hélt áfram uppbyggingu fyrirtækis síns og sýndi þá af sér yfirgengilega vinnuhörku og ósérhlífni, ásamt því að halda utan um fjölskyldu sína í kærleika. Allir vildu halda í Önnu Fíu. Eng- inn vildi missa hana. Og það var ekk- ert fararsnið á henni. En dauðinn snýr á alla, einnig þá sem elska lífið og eru ekki tilbúnir að kveðja. Hann svæfði Önnu Fíu svefninum langa að kvöldi 17. janúar. Var það dagur mik- ils missis. Fyrir fjölskyldu, vini og samferðamenn. En mestur er þó missir Konna og barnanna. Vil ég votta þeim og öllum sem syrgja elsku vinkonu mína Önnu Fíu mína dýpstu samúð. Megi góður Guð umvefja þau með kærleika sínum. Jónína Sigurðardóttir. Í fáum orðum viljum við systurnar minnast vinkonu okkar Önnu Fíu en hún var vinkona okkar úr sitthvorum vinahópnum. Esther kynntist henni á fæðingardeildinni árið 1973 þegar Jóhann og Axel fæddust. Þær bjuggu í sama húsinu á Hjallaveginum í Njarðvík í nokkur ár og varð vel til vina. Helga var í saumaklúbb með Önnu Fíu í 25 ár og Gústa var í „Verktakaklíkuhópnum“ sem ferðast hefur saman í fjöldamörg ár. Allar þekktum við eljuna og dugnaðinn í Önnu Fíu. Það var ekkert til sem hún virtist ekki geta gert. Anna Fía var búin að berjast við illvígan sjúkdóm í mörg ár. Oft héldum við að við vær- um að sjá hana í síðasta sinn. En lífs- viljinn, orkan og ákveðnin í að lifa kom henni alltaf á fætur á ný, þar til nú. Anna Fía var mikil hannyrðakona. Mikið er til af útsaumaðri handa- vinnu eftir hana. Skipulagið var gott á öllum hlutum og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Við þökkum fyrir samfylgdina og vottum Konna, börnunum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau í sorginni. Minningin um góða og trygga vin- konu lifir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Esther, Helga og Ágústa Guðmundsdætur. Það er svo erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um vinkonu okkar Önnu Fíu. Það er af svo mörgu að taka en í stuttri kveðju verður að stikla á stóru. Í heil tuttugu og sex ár vorum við saman í saumaklúbb sem stóð sann- arlega undir nafni. Þar var saumað, prjónað og heklað og Anna Fía af- kastamest okkar allra. Kvöld eitt kom hún með heklunál og stóra dokku af garni og bað eina okkar að kenna sér að hekla. Hún byrjaði ekki á einhverri prufu eins og maður hefði getað ímyndað sér heldur byrjaði hún að hekla gardínur með stjörnu- merkjunum fyrir sólstofuna hjá sér. Þannig var Anna Fía. Hún gat allt sem hún ætlaði sér að gera. Þær eru ófáar ferðirnar sem við höfum farið saman í sumarbústaði og þar var hún aðal driffjöðrin. Eftir að hún veiktist vissum við aldrei hver ferðin yrði sú síðasta. Alltaf var hún til í að fara og var manna hressust þrátt fyrir veik- indin og skemmtum við okkur alltaf mjög vel. Sem dæmi um léttleika hennar og hvernig hún tók á veikindum sínum var það eitt sinn á s.l. ári í sauma- klúbb að hún var að tala um hárkoll- una sína, að hún væri orðin eitthvað svo ómöguleg og hún þyrfti að fá sér nýja. Svo sagði hún: „Þeir hjá trygg- ingunum áttu örugglega ekki átt von á því að ég lifði svona lengi og þeir þyrftu að borga fyrir mig svona margar kollur.“ Í nóvember s.l. vorum við að búa til jólakort og þann daginn var hún í blóðgjöf. Hún mætti samt þó að hún þyrfti að ganga upp á þriðju hæð til að vera með okkur. Það stoppaði hana ekkert. Þar kom til tals fimm- tugsafmælið hennar 20. nóvember og að hún ætlaði að halda upp á það, sem hún og gerði og naut þess að hitta vini og kunningja. Hún stóð sig mjög vel þrátt fyrir veikindin en hún vissi að hverju stefndi. Við kveðjum þessa dugnaðarkonu og þökkum góðar samverustundir og vináttu í öll þessi ár. Elsku Konni, Sigfríður, Friðrik, Jóhann, Gunnar og Agnes, Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja frá saumaklúbbnum. Helga Guðmundsdóttir. Langri baráttu er lokið. Anna Fía hefir lotið í lægra haldi eftir áralanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Í því stríði sýndi hún ótrú- lega hetjulund og æðruleysi, sem fjölskylda hennar, vinir og félagar litu til með lotningu, en gerðu sér ef til vill ekki grein fyrir þrekinu og viljastyrknum sem var að baki. Skammt er að minnast þegar hún fagnaði fimmtugsafmæli sínu með stórveislu í stórum hópi fjölskyldu og vina hinn 20. nóv. sl., þótt ljóst væri að þrekið væri farið að bila. Anna Fía var ávallt boðin og búin til að leggja lið starfsemi félags okk- ar, og mátti þar til nefna vinnu henn- ar við búninga og merki F.H.U.S. á sl. sumri, auk þátttöku í landsmóti F.Í.H.U. á Ísafirði. Við minnumst einnig þeirrar aðstöðu sem hún og maður hennar sköpuðu félaginu til starfa um árabil. Við félagar í F.H.U.S. söknum mikilhæfrar konu sem nú hefir kvatt okkur. Við sendum ástvinum hennar sam- úðarkveðjur og biðjum þeim bless- unar á lífsleiðinni. Stephan G. Stephansson lauk einu kvæða sinna með þessum orðum: Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Með þeim orðum kveðjum við Önnu Soffíu Jóhannsdóttur. Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum. Í dag er til moldar borin Anna Soffía Jóhannsdóttir, sjúkraliði, fé- lagi okkar í Suðurnesjadeild sjúkra- liða. Hún var einn af stofnendum deild- arinnar og þrátt fyrir að hún hafi lát- ið af störfum sem sjúkraliði hélt hún ávallt tryggð við hana. Hún lét sig ekki vanta þegar við sjúkraliðar gerðum okkur dagamun, þó þjáð væri. Ekki var annað hægt en að dást að kjarki hennar og æðruleysi, fram á síðasta dag. Anna Fía vann á Sjúkrahúsi Keflavíkur til margra ára. Þar áttu margar okkar með henni gott samstarf. Hún var sér- staklega dugleg og góður starfsmað- ur. Við munum minnast hennar með hlýhug og virðingu. Fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félagar í Suðurnesjadeild sjúkraliða. Síminn hringdi sem var svo sem ekki óvenjulegt hjá mér en þetta var Hanna Stína að segja mér að hún Anna Fía væri dáinn. Það kom mér heldur ekki á óvart þar sem Anna Fía var búin að berjast í 10 ár við krabba- mein. Barátta hennar var mikil og hún ætlaði sér ekki að láta undan fyrr en í fulla hnefana og það gerði hún svo sannarlega. Anna Fía var alin upp hjá Jóhönnu og Jóhanni á Hæðarenda í Sand- gerði. En Anna Fía var dóttir hennar Frissu eins og Friðrika Pálsdóttir var ætíð kölluð en hún hélt mikið til á heimili móður sinnar og stjúpa, Þor- bjargar Einarsdóttiur og Axels Jóns- sonar á Borg í Sandgerði. En þar ólst undirritaður líka upp. Í uppeldi Önnu Fíu vissi maður ekki annað en að Jó- hanna og Hanni væru foreldrar hennar þó svo maður tengdi auðvitað Frissu við hana. Seinna fengum við að vita hver raunverulegur faðir hennar var, en hann hét Kári Gunnarsson og Anna Fía kynntist honum á seinni stigum ævi sinnar og naut ástar hans og fjöl- skyldu hans. Þrátt fyrir baráttu við illvígan sjúkdóm sagði Anna Fía sjálf að hún ætlaði ekki að deyja fyrr en hún hefði fermt Sigfríði dóttur sína. Og þegar því marki hafði verið náð var markið sett á fleiri merkisdaga í lífi þeirra. En lokamarkmiðið var 50 ára afmæli hennar núna í nóvember sl. sem var haldið í glæsilegum húsakynnum þeirra í Njarðvík sem þau höfðu ný- lega fest kaup á. Ég held ég gleymi aldrei þeirri stund þegar við Þórunn heimsóttum Önnu Fíu mikið veika á líknardeild- ina í Kópavogi þaðan sem fáir eiga afturkvæmt. En Anna Fía sagði allt- af: ég verð ekki lengi hérna. Og það stóðst. Elsku Konni og fjölskylda, við biðjum góðan Guð að blessa ykkur og sér í lagi hana Sigfríði sem missir svo mikið sem móðir hennar var henni. Guð blessi ykkur öll. Axel og Þórunn. Enn ein hetjan hefur orðið að gef- ast upp fyrir krabbameininu. Anna Fía barðist af öllum kröftum og reis oftar upp en nokkur hafði búist við. Hún þáði alla þá læknishjálp sem hún gat fengið og hún notaði öll þau nátt- úrulyf sem í boði voru. Viljinn til lífs- ins var sterkur alveg fram í andlátið. Anna Fía var ein af þessum sterku og ákveðnu konum sem landið okkar hefur alið af sér. Ósérhlífin, geysilega vinnusöm og óþreytandi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði afdráttarlausar skoðanir og var hreinskiptin og hreinskilin. Hún lifði lífinu hratt og afköstin hennar voru ótrúleg. Hún var líka vinur vina sinna. Þegar ég fluttist til Keflavíkur bauð hún mér samstundis þátttöku í saumaklúbbnum sem hún var í svo ég yrði ekki einmana. Ég var öllum ókunnug og allt mitt fólk bjó að mestu leyti á höfuðborgarsvæðinu. Anna Fía hafði verið svilkona manns- ins míns og mikil vinkona hans í 10 ár áður en við hjónin kynntumst en hún og Konni tóku mér strax eins og gamalli vinkonu og engin breyting varð á því í öll þessi ár. Anna Fía lést á dánardegi móður minnar sem lést árið 2000 og þótti mér það táknrænt vegna þess að þessar tvær konur voru geysilega lík- ar í skapgerð og persónu og miklar vinkonur mínar. Móðir mín var fædd í nóvember og hún hélt upp á sjötugs- afmælið sitt áður en sami sjúkdómur sigraði hana. Anna Fía átti afmæli í nóvember, hélt upp á fimmtugsaf- mælið sitt og varð svo að kveðja. Við Hjörleifur þökkum henni sam- fylgdina á þessari jörð. Við vottum Konna og fjölskyldu hans samúð okkar og biðjum góðan Guð að styrkja þau og hjálpa vegna hins mikla missis þeirra. Sigrún. ANNA SOFFÍA JÓHANNSDÓTTIR fyrst ber að nefna ótakmarkaða ást og umhyggju sem þú veittir okkur. Þú varst okkur sem amma, frænka, vinur og leikfélagi, allt í senn. Sumrin okkar byrjuðu eins og venjulega þegar við pökkuðum í bíl- inn og héldum af stað vestur á Þing- eyri til þín. Þú tókst okkur alltaf opn- um örmum hvað svo sem klukkan var, því að oft lentum við í hinum ótrúleg- ustu hrakningum og ævintýrum á leiðinni. Með nestisstoppum og sund- laugaferðum, vorum við kominn til þín tíu tímum seinna. Alltaf vaktir þú eftir okkur með matarkræsingar og uppbúin rúm. Í Vertshúsinu þínu var hlýlegt og yndislegt að vera. Að hafa fengið að vera sumartíma hjá þér á Þingeyri var ómetanlegt ævintýri, því þar vorum við frjáls. Bryggjan tældi en ekki máttum við fara þangað en fórum samt þegar enginn sá til, nema þú. Gömlu bækurnar í bókaherberg- inu voru mikilvægur þáttur í þroska okkar, þar gátum við gleymt okkur og engin truflaði. Undir gólfhleranum í kjallaranum gerðist ýmislegt sniðugt, þar urðu til hin ýmsu furðuverk sem þú passaðir uppá fyrir okkur þangað til við komum næst. Það voru ófá kvöldin sem enduðu í spilamennsku inn í stofu með þér og var spilað rommí, manna eða ólsen ólsen og þeg- ar best lét var spilað vist. Tekexið þitt kom sem mikilvægur þáttur í upp- byggingu beina okkar og gulu boxin þín höfðu alltaf einhver góðgæti að geyma fyrir okkur og voru aldrei læst. Það mikilvægasta var að verða eins stór og þú, því að þá vorum við orðin STÓR en náðum við því mark- miði furðu fljótt. Ingvar fékk að fara einn í flugvél til þín Edda mín og var hjá þér sumarlangt og öfunduðum við systkinin hann af því. Þolimæði og umhyggja þín var ótakmörkuð í garð okkar allra. Það var sorgarstund fyrir okkur þegar þú fluttir úr Vertshúsinu en samt sem áður sælustund því að þá fluttir þú nær okkur. Okkur hitnar um hjartað þegar við minnumst þess tíma sem við eyddum með þér. Við erum betri manneskjur vegna nærveru þinnar og við viljum þakka þér fyrir það Edda mín. Þín verður sárt saknað og minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Ágúst, Jóhanna og Ingvar. Ágúst Nathanaelsson var Vestfirð- ingur í húð og hár, alinn upp á Þing- eyri við Dýrafjörð við gömul gildi og traust. Hann var í lægra meðallagi á vöxt, breiðleitur með liðað hár, þrek- vaxinn og feitlaginn þegar aldur færð- ist yfir hann, þéttur í lund og enginn veifiskati í skoðunum; hvikaði hvergi og óhægt um vik að hnika honum ef því var að skipta. Hann var íhugull að eðlisfari, spar- samur í samræmi við uppeldi sitt og flanaði ekki að neinu, nýtinn á gamla hluti og laginn að gera við tæki og tól, minnugur þess að oft var gamalt dót betur geymt en grafið. „Ætlarðu virkilega að henda þessu, Sölvi minn?“ spurði hann oftar en einu sinni þegar ég ætlaði að fara með eitt- hvað úr bílskúrnum á haugana. Marg- sinnis lagfærði hann ýmislegt fyrir okkur á efri hæðinni sem naumast kunnum að beita skrúfjárni! Ágúst var samkvæmisprúður maður, þótti gott að fá sér í glas, en reykti framan af ævi í óhófi, og beið heilsa hans tjón af því. Þau Ásta reistu sér hús við Kambs- veg 2 ásamt öðrum og þar átti ég og mitt fólk sambýli við þau í meira en tvo áratugi og bar ekki skuggann á. Þau voru afskaplega þægilegt sam- býlisfólk og sýndu drengjum okkar sí- fellt þolinmæði þótt þeir væru uppá- tektasamir. Ágúst var vélfræðingur að mennt og um árabil vélstjóri á strandferða- skipum Skipaútgerðar ríkisins og lenti þá í margvíslegum ævintýrum og að vonum þegar siglt er á grunn- slóð í misjöfnum veðrum. Ágúst var fjallhraustur fram á efri ár, heitfeng- ur með afbrigðum, og víst þarf traust bein til þess standa vaktina svo lengi í vélarrúmi, hvort sem er í veltingi eða á sléttum sjó. Við sendum Ástu hlýjar kveðjur frá Kambsvegi 2 og börnum hennar. Blessuð sé minning Ágústs Nathana- elssonar. Sölvi Sveinsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.