Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 47 Heimamenn spiluðu kröftugapressuvörn í byrjun en jafnt var eftir fyrsta hlutann, 24:24. Í öðrum leikhluta hrökk Darrell í gang svo um mun- aði og sleit sig laus- an undir körfu ÍR en fram eftir þriðja hluta var leik- urinn í járnum. Þá steig Eugene Christopher inná sviðið og saxaði að mestu upp á eigin spýtur for- skot KR niður í þrjú stig. Fyrir vikið varð nokkur spenna og Darr- ell lét finna fyrir sér undir körf- unni enda pressa á honum um að skila drjúgum hluta stiganna. Það kunni Herbert vel að meta, hann kom sér hvað eftir annað í skot- færi og hitti vel. „Það snýst því mikið um að hefna fyrir ófarir – ekki tala um það heldur láta verða af því,“sagði Herbert eftir leikinn. „Leikurinn var svolítið daufur til að byrja með – ætli þetta sé ekki of seint fyrir þessa ungu stráka.“ Sem fyrr seg- ir gegndi Darrell lykilhlutverki því auk þess að skora nærri helming stiga liðsins tók hann 17 fráköst. Baldur Ólafsson tók 11 fráköst og I. Magni Hafsteinsson 4 en varði boltann þrívegis og átti 9 stoð- sendingar. „Ég átti ekkert sérstaklega að skjóta en fékk opin færi og tók þau. Boltinn fór ofan í en liðið þarf að vera með í leiknum, það gengur ekki að einn maður taki öll skotin – þó að það sé gaman,“ sagði Ei- ríkur úr ÍR sem var drjúgur í byrjun. „Við erum í vandræðum með Darrell inni í teignum og þá koma menn þangað svo að útslagið gerði að skilja skytturnar þeirra eftir í opnum færum.“ Hreggviður Magnússon tók 6 fráköst, Eiríkur 5 og Sigurður Þorvaldsson fjögur en sást varla að öðru leyti. Herbert hitti vel undir lokin HERBERT Arnarson tók til við uppáhaldsiðju sína í Vesturbænum í gærkvöldi og með fjórum þriggja stiga körfum í fjórða leikhluta slökkti hann vonir ÍR um að vinna þriðja sigurinn á KR í vetur – KR vann 96:80 eftir tap í fyrri viðureign liðanna auk þess að ÍR sló KR út úr Doritos-bikarkeppninni. Þangað til Herbert hóf sýningu sína hafði Darrell Flake nánast einsamall haldið KR í forystu. Stefán Stefánsson skrifar FÓLK  BANDARÍKIN sigruðu Noreg, 3:1, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu knattspyrnumóti kvenna í Kína í gær. Thori Bryan, Tiffeny Milbrett og Heather O’Reilly skoruðu fyrir bandaríska liðið en Dagny Mellgren fyrir það norska. Ísland mætir Bandaríkjunum í vináttulandsleik 16. febrúar, í Suður-Karólínu.  MICHAEL Jordan varð í fyrri- nótt þriðji stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik frá upphafi. Jordan skoraði 18 stig fyrir Washington Wizards, þar af 16 í fyrri hálfleik, en það dugði ekki liði hans sem tapaði fyrir New Or- leans Hornets, 103:94.  JORDAN hefur nú skorað 31.424 stig í deildinni, fimm stigum meira en Wilt Chamberlain, sem var í þriðja sætinu. Kareem Abdul-Jabb- ar er stigahæstur með 38.387 stig og Karl Malone er næstur – 35.487 stig.  MALONE, sem verður fertugur í ár eins og Jordan, var stigahæstur hjá Utah í fyrrinótt, með 23 stig, en lið hans tapaði samt í fyrsta skipti í 14 ár fyrir LA Clippers, 89:96 á heimavelli.  CAFU, 32 ára, fyrirliði heims- meistaraliðs Brasilíu í knattspyrnu á síðasta ári, hefur skrifað undir samning við japanska félagið Yoko- hama Mariners sem gildir út árið 2005. Cafu leikur með Roma á Ítalíu út þetta tímabil en þá verður samn- ingur hans þar útrunninn.  NEWCASTLE reiknar ekki með að fá brasilíska landsliðsmanninn Kleberson í sínar raðir eftir að samningaviðræður við félag hans, Atletico Paranaense, fóru út um þúfur í gær. Forráðamenn Paran- aense gátu ekki sætt sig við tilboð Newcastle og sögðu það skammar- lega lágt fyrir leikmann í heimsk- lassa.  MARIO Melchiot, hollenski varn- armaðurinn í liði Chelsea, spáir að Englandsmeistaratitillinn falli Ars- enal í skaut annað árið í röð. Melch- iot segir að Chelsea eigi ágæta möguleika á að ná öðru sætinu en liðið er í fjórða sæti deildarinnar á eftir Arsenal, United og Newcastle. „Mér finnst lið Manchester United ekki nálægt því eins sterkt og þegar ég kom til Englands fyrir þremur árum en lið Arsenal er feikisterkt og spilar eins og lið í tölvuleik.,“  WAYNE Bridges, bakvörður í liði Southampton, verður að hvíla næstu 3–4 vikurnar vegna meiðsla í kálfa sem hann hlaut í leiknum við Liverpool um síðustu helgi. Bridges náði að spila 113 leiki með South- ampton án þess að missa úr leik sem er met í ensku úrvalsdeildinni.  MAGNÚS S. Þorsteinsson skor- aði þrennu fyrir knattspyrnulið Keflvíkinga sem sigraði Selfoss, 6:1, í æfingaleik í Reykjaneshöll í fyrrakvöld. GUÐJÓN Valur Sigurðsson er í 6.–7. sæti yfir marka- hæstu leikmenn heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik eftir fyrstu þrjá leikdagana. Guðjón Valur hefur skorað 22 mörk, jafnmörg og Mustapha Taj, leik- maður Marokkó og þýska liðsins HSV Hamburg. Grænlendingurinn Jakob Larsen er áfram marka- hæstur. Hann gerði 8 mörk gegn Þjóðverjum í gær og hefur skorað 27 mörk alls. Hussein Zaky frá Egypta- landi og Ivan Simonovic frá Slóveníu eru næstir með 26 mörk. Simonovic skoraði 13 mörk gegn Egyptum í gær. Stefan Kretzschmar frá Þýskalandi er fjórði með 25 mörk og fimmti er Ahmed Al-Saad frá Katar sem skor- aði 13 mörk gegn Ástralíu í gær. Eric Gull frá Argentínu, Lars Christiansen frá Dan- mörku og Sasa Sestic frá Ástralíu eru í 8.–10. sæti með 20 mörk hver. Guðjón Valur í 6.–7. sæti „GUNNAR Sigurðsson er okkar markvörður númer eitt og þó að sá möguleiki að fá Ólaf til okkar hafi verið nefndur fyrr í vetur, stendur það ekki til,“ sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, við Morgunblaðið í gær. Ólafur Þór Gunnarsson, markvörður Skagamanna, hefur verið orðaður við bæði Fram og Val á und- anförnum vikum, eins og fram kom í blaðinu í gær. Brynjar sagði að efnilegur markvörður úr Fjölni, Ríkharð Snorrason, væri kominn í raðir Framara og myndi veita Gunnari keppni um stöðuna. Ríkharð, sem er 21 árs og hefur leikið með drengjalandslið- inu, var aðalmarkvörður Fjölnis í fyrra. Þá kom 19 ára markvörður, Björn Björnsson, á sína fyrstu æf- ingu hjá Fram í gær en hann hefur verið búsettur í Noregi undanfarin ár og verið í röðum Molde. Ólafur Þór fer ekki til Fram Í C-riðli er svipuð staða þar semDanir eru með fullt hús stiga, en Egyptar settu mikla spennu í riðilinn með því að leggja Slóvena, 27:26, og risu loks úr öskustónni eftir slaka frammistöðu í tveimur fyrstu leikj- um mótsins. Þeir geta öðrum fremur þakkað markverði sínum, El Nahib, bæði stigin því á síðustu sekúndum varði hann vítakast frá besta leik- manni Slóvena, Ivan Simonovic. Slóvenar voru marki yfir í hálfleik, 14:13, og jafnt var á nær öllum tölum í síðari hálfleik allt þar til Egyptar náðu þriggja marka forskoti, 25:22. Slóvenar gáfust ekki upp en barátta þeirra var dýr og tveimur mínútum fyrir leikslok misstu þeir mann af leikvelli og urðu að leika einum færri allt til enda. „Við lékum ágætlega að þessu sinni ef þrjár síðustu mínúturnar eru undanskildar,“ sagði Zoran Zivkovic, þjálfari Egypta. „Þá fóru leikmenn mínir á taugum og voru nærri því búnir að missa leikinn niður í jafn- tefli, en lukkudísirnar gengu í lið með okkur,“ sagði Zivkovic. Þeir gömlu lengi í gang Svíar lentu í nokkrum vandræðum með Brasilíumenn. Suður-Ameríku- mennirnir höfðu frumvæðið í fyrri hálfleik en Mathias Franzén tókst að jafna metin, 12:12, áður en gengið var til búningsherbergja. Eftir að hvort lið skoraði eitt mark í byrjun síðari hálfleiks komu fimm sænsk mörk í röð og eftir það var mesti vindurinn úr brasilíska liðinu sem gekk lítt gegn sænsku vörninni og Tomas Svensson, markverði. „Þeir gömlu eru svolítið seinir í gang,“ sagði Johansson, þjálfari Svía, með bros á vör í leikslok. Alsírbúar skutu Dönum skelk í bringu og virtist um tíma sem þeir ætluðu að endurtaka leikinn frá HM 1995 er þeir skelltu Dönum öllum að óvörum. Danir áttu engin svör við vörn Alsír í fyrri hálfleik og minnti leikurinn á tíðum fremur á elting- arleik en handknattleik. Sem fyrr fóru Danir á taugum og í hálfleik voru Alsírbúar fjórum mörkum yfir, 13:9, og var greinilegt að danska liðið hafði dregið takmarkaðan lærdóm af viðureigninni við Brasilíu á þriðju- dag. Í síðari hálfleik skiptu Danir yfir í 5/1 vörn úr 6/0. Þar með batnaði vörnin og um leið komu hraðaupp- hlaupin og Dönum tókst að snúa leiknum sér í vil er þeir skoruðu sjö mörk gegn einu frá andstæðingun- um á upphafskaflanum. Þar með var björninn unninn og Danir önduðu léttar, altjent í bili. „Ég hata þennan handknattleik sem Alsírbúar leika, það er ekkert flóknara,“ sagði Torb- en Winther, landsliðsþjálfari Dana eftir leikinn. Argentína brotlenti Morgunblaðið/Güncher Schröder Guðjón Valur Sigurðsson lék gegn Portúgal í gærkvöldi og skorar hér eitt af sjö mörkum sínum. MEST spenna ríkir í C- og D-riðlum heimsmeistaramótsins eftir leiki gærkvöldins. Frakkar eru reyndar með fullt hús í C-riðli eftir að Argentínumenn brotlentu gegn þeim í gærkvöldi, 35:18. Frakkar sigla því nokkuð lygnan sjó en síðan er alveg ljóst að fjórar þjóðir berjast hart um sætin þrjú sem gefa áframhaldandi þátttökurétt. Króatar koma næstir með 4 stig eftir góðan sigur á Rússum, sem virðast miður sín um þessar mundir. Argentína og Rússland hafa þrjú stig hvor þjóð og Ungverjar fylgja síðan fast á eftir með 2 stig eftir stórsigur á Sádi-Arabíu sem reka lestina og eru ekki líklegir til að blanda sér í baráttuna. ÍÞRÓTTIR ÍVAR Bjarklind, fyrrum leik- maður með KA, KR og ÍBV í knattspyrnunni, tekur líklega fram skóna að nýju og spilar í Danmörku fram á sumar. Hann er við nám í Árósum og hefur að undanförnu æft með 1. deildarliðunum FC Århus og Randers og úrvalsdeildarliði Silkeborg. „Það er líklegast að ég verði með FC Århus, sem er um miðja 1. deildina, en það fer þó eftir því hvort ég kem mér í góða æfingu á ný,“ sagði Ívar við Morgunblaðið í gær. Hann lék síðast með KA sum- arið 2001 en hann á að baki 100 leiki í efstu deild. Ívar með FC Århus? Reykjavíkurmótið í knattspyrnu A - riðill 19:00 Valur - KR A - riðill 21:00 Leiknir R. - Þróttur R. B - riðill 19:00 ÍR - Fram B - riðill 21:00 Víkingur R. - Fylkir Fös. 24. jan. Egilshöll Sun. 26. jan. Egilshöll Sá leikmaður sem sýnir bestu tilþrifin fær verðlaun frá Pepsi Aðgangseyrir 500 kr. fyrir 16 ára og eldri. KNATTSPYRNUSAMBAND Ís- lands hefur ákveðið að greiða 57 aðildarfélögum sínum samtals um 10 milljónir króna af rekstrarhagn- aði ársins 2002. Þau félög sem sendu lið til keppni í yngri flokkum beggja kynja fá 200 þúsund krónur hvert í sinn hlut en þau sem aðeins sendu lið til keppni í yngri flokkum annars kynsins fá 125 þúsund hvert. Félög sem aðeins áttu aðild að sam- eiginlegu liði með öðrum fá 62.500 krónur í sinn hlut. Knattspyrnu- sambandið hefur verið rekið með talsverðum hagnaði undanfarin ár. Félögin fá 10 milljónir frá KSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.