Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórdís Elísa ErlaSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1916. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 16. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Elíasdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 25. febrúar 1986, d. 18. maí 1919, og Sveinn M. J. Jónsson skipstjóri frá Gauks- stöðum í Garði, f. 18. júlí 1893, drukknaði í janúar 1919. Bróðir Erlu var Jón Sveinsson verslunar- maður í Reykjavík, f. 17. júní 1918, d. 6. mars 1976, kvæntur Halldóru Hafliðadóttur, f. 20. nóvember 1920, d. 30. október 1992. Erla ólst upp hjá Nathanael Mós- essyni, kaupmanni á Þingeyri, f. 14. apríl 1878, d. 23. mars 1964, og sambýliskonu hans Björgu Jóns- dóttur, f. 6. september 1875, d. 11. október 1957. Fósturbræður Erlu voru Viggó Nathanaelsson, f. 11. október 1903, d. 9. október 1998, kvæntur Unni Kristinsdóttur, f. 17. ágúst 1906, d. 11. nóvember 1994, Guð- ráður J. G. Sigurðs- son, f. 4. júlí 1911, d. 18. apríl 1994, kvæntur Rannveigu Hjartardóttur, f. 9. júlí 1911, d. 8. októ- ber 1996, og Ágúst Nathanaelsson, f. 15. september 1917, d. 18. janúar sl., kvænt- ur Ástu Þorkelsdótt- ur. Erla var ógift og barnlaus. Hún stund- aði nám við Hús- mæðraskólann á Ísa- firði og síðar Verzlunarskóla Íslands útskrifaðist þaðan 1941. 1941 fór hún að vinna á skrifstofu hjá Agli Vilhjálmssyni, síðar kenndi hún við Barnaskólann á Þingeyri, starfaði hjá Pósti og síma og síðustu starfsárin á skrif- stofu sveitarstjóra Þingeyrar- hrepps. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Erla á Hrafnistu í Hafnar- firði. Útför Erlu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Látin er föðursystir mín Erla Sveinsdóttir, 86 ára að aldri. Edda, eins og hún var oft kölluð, fæddist í Reykjavík, dóttir hjónanna Sigríðar Elíasdóttur og Sveins Jónssonar skipstjóra. Í janúar 1919 hélt Sveinn til hafs á skipi sínu og átti ekki aft- urkvæmt. Sigríður lést í maímánuði sama ár úr spönsku veikinni sem svo var kölluð. Stóðu systkinin ungu þá uppi foreldralaus. Jón faðir minn fór ársgamall í fóstur til móðursystur sinnar Kristjönu Elíasdóttur og Edda, tæplega þriggja ára, var tekin í fóstur af Nathanael Mósessyni, kaup- manni á Þingeyri, miklum sóma- manni. Er óhætt að segja að þau hafi verið lánsöm að eignast svo góða fóst- urforeldra og bæði áttu þau góð og farsæl æsku- og unglingsár. Ólst Edda upp með fósturbræðrunum Viggó og Ágústi Nathanaelssonum og Guðráði Sigurðssyni, sem allir voru henni kærir. Í raun var það ekki fyrr en Edda hóf nám í Verslunarskólanum að Jón faðir minn og Edda náðu að kynnst að einhverju ráði, þótt alltaf hafi verið reynt að stuðla að sambandi þeirra á milli. Eftir að hafa lokið verslunar- skólaprófi hóf Edda störf á skrifstofu hjá Agli Vilhjálmssyni. Hún mun ekki hafa starfað þar lengi þegar hún var kölluð vestur vegna veikinda fóstur- móður sinnar Bjargar. Forlögin hög- uðu því þannig að það sem átti að vera stuttur tími varð nánast öll ævin og flutti hún ekki aftur til Reykjavíkur. Hún lifði og starfaði á Þingeyri allt sítt líf. Hún vann við verslunarstörf, kennslu í barnaskólanum, talsíma- vörður á símanum var hún lengi auk þess sem hún starfaði á skrifstofu hreppsins. Enda þótt Edda hafi komið í heim- sóknir til foreldra minna þegar hún kom til Reykjavíkur fannst mér ég ekki ná að kynnast henni vel fyrr en ég fór vestur að heimsækja hana, oft- ast með móður minni, og dvaldi hjá henni nokkra daga í senn. Mína fyrstu ferð fór ég þangað er ég var komin undir tvítugt og verður hún mér ætíð ógleymanleg. Fegurð Vestfjarðanna var mér opinberun. Að koma eftir langa rútuferð í litla hlýlega húsið hennar Eddu, ilmur af dásamlegum mat í loftinu og vera umvafin af gest- ristni hennar og gæsku, gleymist aldrei. Ferðirnar vestur urðu margar og nánast árlegur viðburður og ætíð tilhlökkunarefni. Þær voru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum með Eddu og góðum vinum hennar sem tóku okkur opnum örmum. Í Eddu eignaðist ég góðan og traustan vin og var samband okkar alltaf opið og ein- lægt. Edda hafði einstaklega góða nærveru og leið okkur vel saman. Hún var hæglát en með létta lund og spaugsöm og gat verið heilmikill prakkari í sér. Hún var einstaklega samviskusöm og gerði alla hluti af mikilli natni. Henni varð ekki barna auðið en einstaklega barngóð var hún og sóttu börn til hennar. Hún var lítið fyrir að trana sér fram, alltaf fremur hlédræg, en hún var félagslynd og naut sín vel í hópi vina. Hún tók virk- an þátt í starfi kvenfélagsins Vonar á Þingeyri og var formaður þess í 12 ár og var gerð að heiðursfélaga 1987. Hún hafði yndi af því að spila bridge og var félagi í spilaklúbbnum Gosa. Það er margs að minnast og margt að þakka fyrir. Með söknuð í hjarta bið ég elskulegri frænku minni guðs blessunar. Kristjana Jónsdóttir. 16. janúar lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði frænka okkar og vinkona, Þór- dís Elísa Erla Sveinsdóttir, kölluð Edda. Hún fæddist í Reykjavík 23.10. 1916. Þegar hún er 2ja ára og Jón bróðir hennar kornabarn misstu þau for- eldra sína með stuttu millibili. Krist- jana Elíasdóttir, móðursystir þeirra, tók Jón en treysti sér ekki til að taka þau bæði – var hún þá löngu orðin ekkja og farin að reskjast. Jón og Erla kynnust ekki fyrr en fullorðin. Mjög kært var með þeim þrátt fyrir það. Þau systkinin voru um margt lík, smávaxin, glettin og spaugsöm. Jón varð bráðkvaddur 1976. Jón og Hall- dóra kona hans eignuðust eina dóttur Kristjönu héraðsdómara. Fyrri maður Sigríðar, móður Erlu, var Sigurður Mósesson, bróðir Nath- anaels Mósessonar, kaupmanns á Þingeyri, en Sigurður hafði drukknað stuttu eftir giftingu þeirra Sigríðar. Sigurður átti einn son frá fyrra hjóna- bandi, Guðráð, sem Sigríður hafði gengið í móðurstað. Við lát Sigríðar 1918 var ákveðið að Nathanael tæki Guðráð að sér, þá sex ára. Kom hann til Reykjavíkur að sækja drenginn. En eftir að vita um vegaleysi Eddu ákvað hann, eftir að hafa haft samráð við Björgu, að taka hana einnig að sér. Edda var tveggja ára er hún fór í fóstrið til Nathanaels og Bjargar. Fannst henni hún hafa munað það og hvað hún hefði verið óhamingjusöm fyrst í stað en pabbi sinn haft ótrúlega mikla þolinmæði við hana og átt auð- velt með að létta lund hennar. Fyrir á heimilinu var Viggó íþróttakennari fæddur 1903 og Ágúst vélstjóri fædd- ur 1917. Þeir voru hálfbræður, synir Nathanaels. Með þeim fóstursystkin- unum urðu miklir kærleikar, sem um alsystkini væri að ræða. Samband Ágústar og hennar var einstaklega náið og nú hefur hann kvatt þennan heim tveimur dögum á eftir systur sinni. Erla var góðum námsgáfum gædd, minnug, fróð og fróðleiksfús. Á náms- árum sínum í VÍ. dvaldi hún hjá ein- stökum sæmdarhjónum, Elínu Hall- dórsdóttur, frænku sinni, dóttur Kris- tjönu Elíasdóttur, og manni hennar Páli Árnasyni á Bárugötu 21. Nær hverja helgi yfir vetrartímann fór hún á skíði og ævinlega tók hún okkur systur með og oft Kristjönu Pálsdótt- ur, frænku sína og vinkonu okkar, dóttur Elínar og Páls. Hún átti ein- staklega auðvelt með að umgangast börn og unglinga og talaði ævinlega við okkur sem jafningja. 1950 veiktist Björg fóstra hennar og varð rúmliggjandi. Edda sá sig þá knúna til að fara vestur og annast hana. Fyrst vonaði hún að þetta yrði aðeins tímabundið en Björg lifði ósjálfbjarga í mörg ár með mikla heilabilun og var erfiður sjúklingur. Hún annaðist hana af einstöku um- burðarlyndi, góðmennsku og fórnfýsi. Nú fóru í hönd erfið ár sem reyndu mjög á þrek hennar. Hún fékk til hjálpar góða konu, Helgu Þórðardótt- ur. Með þeim var einlæg vinátta alla tíð. Eftir lát móður sinnar 1955 fór Edda að hjálpa föður sínum við versl- unina allt þar til þau hættu verslunar- rekstri um 1962 og komu þau þá til Reykjavíkur. Nathanael var þá orð- inn heilsulaus og fljótlega lagðist hann inn á Landakotsspítala en þaðan fór hann á Elliheimilið Grund. Hann lést 1964. Eftir lát hans dvaldi hún nokkra mánuði í Reykjavík, en tók þá ákvörðun um að flytja aftur vestur. Réðst sem kennari við barnaskólann á Þingeyri, þá til Pósts og síma en síð- ast á skrifstofu sveitarstjóra og starf- aði þar fram yfir sjötugt. Edda bar mikla virðingu fyrir Guðmundi og Ólöfu hjá Pósti og síma og einnig Jón- asi Ólafssyni sveitarstjóra. Þetta fólk reyndist henni vel, sem og fjölmargir aðrir Þingeyringar. Hún var orðhepp- in, hreinskiptin, skemmtileg og vina- mörg. Spilaði bridge við félaga sína í Gosa, spilafélagi hreppsins, eða vin- irnir hver hjá öðrum. Í mörg ár var hún formaður Kvenfélagsins Vonar á Þingeyri. Hún var fordómalaus, mat hverja manneskju eftir eigin verðleik- um, þoldi ekki hroka og sjálfshól, hafði stundum yfir þessa vísu: „Orður og titlar úrelt þing/ eins og dæmin sanna/ notast oft sem uppfylling/ í eyður verðleikanna.“ Edda giftist ekki og var barnlaus. Er minnið fór að bresta óskaði hún eftir því að komast á elliheimili. 1995 fluttist hún á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar var mjög vel hugsað um hana og allt gert til að létta henni lífið. Öllu því góða fólki er- um við þakklát. Við systur og fjölskyldur okkar minnumst hennar með mikilli ást og virðingu. Guð blessi minningu mætr- ar konu. Rakel Viggósdóttir, Kristín Viggósdóttir. Elsku Edda, nú er komið að kveðjustund og er margs að minnast, ERLA SVEINSDÓTTIR ✝ Kristinn ÁgústNathanaelsson vélfræðingur fæddist í Reykjavík 15. sept. 1917. Hann lést á Landspítala, Landa- koti 18. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Nathanael Mósesson, kaupmað- ur og útgerðarmað- ur, f. á Ketilseyri í Þingeyrarhreppi í V.Ís., 14. apríl 1878, d. 23. mars 1964, og Bjarnfríður Guð- mundsdóttir, f. á Brekku í Þingeyrarhreppi 24. okt. 1890, d. 21. nóv. 1925. Fósturmóðir hans var Björg Jónsdóttir, f. 6. sept. 1875, d. 11. okt 1957. Ágúst kvæntist 19. október 1946 Ástu Guðrúnu Þorkelsdóttur kjóla- saumameistara, f. í Hafnarfirði 10. jan. 1926. Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmundsson, verkamað- Kristín Ágústa, f. 12. okt. 1970, maki Rúnar Guðmundsson, f. 26. jan. 1972, börn þeirra eru Anita Rós, f. 13. okt. 1993, og Hlynur Daði, f. 4. júlí 1995, b) Sighvatur Fannar, f. 25. okt. 1984, c) Ásta Björg, f. 22. mars 1989, og d) Ragn- ar Ágúst, f. 27. ágúst 1991. 3) Helgi Ingvar, f. 15. maí 1949, kvæntur Guðmundu Reynisdóttur, f. 3. mars 1952. Börn þeirra eru: a) Ágúst, f. 16. nóv. 1970, maki Lára Sigríður Örlygsdóttir, f. 15. des. 1971, synir þeirra eru Helgi Aron, f. 14. mars 1993, og Kristófer Thor, f. 22. sept. 2000, b) Jóhanna Bjargey, f. 10. apríl 1975, maki Einar Sturla Möinichen, f. 12. mars 1976, og c) Ingvar, f. 21. maí 1982, maki Eva Hlín Alfreðsdóttir, 23. okt. 1979. Ágúst lauk sveinspróf í vélsmíði frá Vélaverkstæði Guðmundar J. Sigurðssonar og Iðnskólanum á Þingeyri og fékk meistarabréf í vélvirkjun 1948. Hann var vélstjóri til sjós frá 1944–82, lengst af hjá Skipaútgerð ríkisins. Ágúst var sæmdur heiðursmerki sjómanna- dagsins 1987. Útför Ágústar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ur í Reykjavík, f. í Reykjavík 5. sept. 1897, d. 14. júní 1963, og kona hans Árný Ágústsdóttir, f. á Syðstu-Fossum í Andakílshreppi í Borgarfirði 3. sept. 1890, d. 4. okt. 1982. Þorkell og Árný skildu. Börn Ágústar og Ástu eru: 1) Kol- brún, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, f. 21. des. 1945, fyrri maður hennar er Sig- urður Ragnarsson sál- fræðingur í Reykjavík. Sonur þeirra er Ragnar Ágúst, f. 26. sept. 1966, d. 30. júlí 1989. Seinni maður Kolbrúnar er Sigþór B. Sigurðsson sölustjóri, f. 15. mars 1938. 2) Nat- hanael B. verkamaður í Hvera- gerði, f. 18. apríl 1947, kvæntur Margréti Kristínu Lárusdóttur, f. 5. mars 1953. Börn þeirra eru a) Elsku afi. Nú kom að því. Þú ert farinn frá okkur. Nú geturðu labbað um eins og þú vilt og haldið í hendina á Eddu þinni. Þið hafið alltaf fylgst að systkinin og þið fylgdust líka að til himna. Okkur fannst það einkennileg að þú skyldir fara tveimur dögum eft- ir Eddu en núna finnst okkur það gott að þú sért ekki einn á leiðinni upp í ljósið. Elsku afi, þegar við hugsum til þín er margs að minnast. Okkur hefur alltaf fundist að það væru forréttindi að fá að alast upp með afa og ömmu stóran hluta af lífi okkar. Við eigum ótal minningar um þig þegar við vor- um uppi í sumarbústað hjá þér og ömmu. Það voru ófá skiptin sem þú fórst með okkur út á bát og kenndir okkur helstu veiðihnútana, splæsing- ar og maðkaátroðslu. Þú kenndir Gústa fyrstu mótortökin þegar hann var ungur og þegar þú varst orðinn orkulaus þá dró Gústi hann alltaf í gang fyrir þig og þið siglduð hringinn um Meðalfellsvatn og létuð færin liggja fyrir silungi. Þegar vorið gekk í garð komum við og pabbi upp í bústað til að setja út bryggjuna, bátinn og vindmylluna, svo var tekin fyrsta vor- ferðin í silunginn. Laxinn sem koma átti á stöngina, kom ALDREI. Núna er það þitt að synda meðal laxanna og sjá til þess að þeir komi á krókmaðka- átroðsluna okkar og þá fær maríu- ugginn að fjúka. Mikið þótti okkur vænt um öll bréfin sem þú sendir okk- ur þegar við systkinin bjuggum er- lendis, þau voru alltaf fallega skrifuð og hugulsöm. Þú lagðir mikið upp úr því að við myndum mennta okkur og mikið varstu stoltur af okkur afi þeg- ar við fórum í framhaldsnám. Þín verður sárt saknað og minning- in um þig mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Við þökkum fyrir allt sem þú gerðir og gafst okkur. Ágúst, Jóhanna og Ingvar. 18. janúar sl. lést Ágúst Nathana- elsson föðurbróðir okkar eftir lang- varandi veikindi. Hann verður jarð- sunginn í dag ásamt fóstursystur sinni Erlu Sveinsdóttur. Þau létust með aðeins tveggja daga millibili. Einstaklega kært var með þeim. Síð- ustu mánuði var hann áhyggjufullur yfir að geta ekki litið til hennar eða hringt í hana eins og hann gerði dag- lega meðan heilsan leyfði, en nú geta þau fylgst hvort með öðru. Hann að skamma hana fyrir eyðslusemi, hún að skammast yfir afskiptasemi, þó allt í góðu. Ágúst fæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1917 sonur Bjarnfríðar Guð- mundsdóttur f. 1890 d. 1925 og Nat- hanaels Mósessonar, kaupmanns á Þingeyri, f. 1878 d. 1964. Ekki var neitt samband milli þeirra og stóð því Bjarnfríður ein uppi með drenginn. Hún tók það til ráðs að skrifa Björgu Jónsdóttur, sambýliskonu Nathana- els, og biðja hana að taka drenginn að sér. Það var auðsótt og Björg dáði og elskaði þennan dreng eins og hann væri sonur hennar og það var líka gagnkvæmt. Gústa þótti undurvænt um Björgu mömmu sína. Hann ólst því upp við mjög gott atlæti hjá föður sínum og fósturmóður og mat þau bæði mikils. Þegar Guðmundur móð- urafi hans var orðinn aldraður og átti hvergi athvarf þá tóku þau Björg og Nathanael hann einnig að sér og var hann hjá þeim þar til hann lést. Eftir að barnaskóla lauk var hann tvo vetur á Núpsskóla, var ágætur námsmaður, en ákvað að læra járn- smíði með það í huga að verða vél- stjóri. Ein af fyrstu minningum okkar systra um Gústa frænda er þegar við vorum á sumrin hjá ömmu og afa á Þingeyri og vorum sendar niður í smiðju, Smiðju Guðmundar Sigurðs- sonar, með nesti og kaffi á flösku sem stungið var í sokk. Þá var það til siðs færa köllunum kaffi fyrir og eftir há- degi. Það var alltaf gaman að koma þangað, karlarnir voru svo barngóðir, kátir og skemmtilegir. Gústi var mik- ill gleðimaður, glaðlyndur, stríðinn en afar viðkvæmur, einstaklega góðvilj- aður og mátti ekkert aumt sjá. Eftir að hann lauk járnsmíðanáminu fór hann í Vélskóla Íslands og útskrifað- ist sem vélstjóri. Fór hann þá að sigla á strandferðaskipunum og hélt því áfram þar til hann hætti vegna aldurs. Hann var systkinum sínum kær bróð- ir, nefndi þau aldrei öðruvísi en Viggó bróðir minn, Edda systir mín. Kom til þeirra eða hringdi eins oft og hann mögulega gat og ekki síst er aldurinn fór að færast yfir þau og þrekið að þverra. Voru þau hjónin foreldrum okkar einstaklega góð, Ásta stóð þar jafnfætis Gústa, boðin og búin til hvers sem var. Síðustu árin voru honum mjög erf- ið. Hann var haldinn lungnasjúkdómi og sykursýki sem hvort tveggja ágerðist. Ásta hjúkraði honum af mik- illi ósérhlífni. Við og fjölskyldur okkar þökkum honum fyrir allt og allt og biðjum Guð að blessa minningu hans. Rakel Viggósdóttir, Kristín Viggósdóttir. Það er með mikilli virðingu og söknuði sem Ágúst Nathanaelsson, vélstjóri, er í dag kvaddur hinstu kveðju. Eftir erfiða sjúkdómslegu hefur hann nú verið leystur frá þraut- um og hugur okkar, vina hans og fé- laga, fylgir honum á nýjum slóðum. Með okkur Ágústi tókust fyrst kynni fyrir nær fjórum áratugum í Oddfellowstúkunni nr. 11 Þorgeir sem hann átti þátt í að stofna árið 1964 og var félagi í til æviloka. Í þeim félagsskap, eins og alls staðar annars staðar, var Ágúst hvers manns hug- ljúfi. Hann var traustur og dreng- lundaður og vildi öllum vel. Hann naut mikillar virðingar okkar Oddfell- owbræðra, og hans mun ætíð minnst sem eins af okkar bestu félögum. Eiginkonu Ágústar, Ástu, og ætt- ingjum hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Ágústs Nat- hanaelssonar. Ingvi Þorsteinsson. ÁGÚST NATHANAELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.