Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 9
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
15%
aukaafsláttur af
samkvæmisfatnaði
Peysutilboð
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Útsala 30-70% afsláttur
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Nýjar vörur
Peysur og gallafatnaður
frá Micha Danmörku
Útsala
Viðbótarafsláttur
undirfataverslun
Síðumúla 3-5, s. 553 7355
Opið virka daga kl. 11-18 • laugardag kl. 11-15
Útsala
Lokadagar
40-50%
afsláttur
af mjúkum gæðavörum
Handklæði, sloppar, náttföt,
sængurver, rúmteppi
og margt fleira.
Tilboð á RB-rúmum
Bæjarlind 12 - Sími 565 4300
Boswell skyrtur
Ný sending
Laugavegi 34, sími 551 4301
TVÍTUGUR piltur hefur verið
dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir
að stela hljóðfærum, hljómflutnings-
og hljóðblöndunartækjum úr hús-
næði við Brautarholt í september sl.
Haldi pilturinn skilorð í þrjú ár falla
15 mánuðir af refsingunni niður.
Pilturinn var ákærður fyrir að
stela búnaði að andvirði rúmlega 1,7
milljónum króna. Hann játaði, að því
undanskildu að hann kannaðist
hvorki við að hafa stolið tveimur
Boss stage tuner, snúrum og söng-
kerfi né Fender Telecaster gítar.
Með þessu broti rauf hann skilorð
dóms sem hann hlaut í upphafi árs-
ins 2002 en þá var hann dæmdur í 15
mánaða fangelsi, skilorðsbundið í
þrjú ár. Á hann að baki skrautlegan
sakarferil og m.a. verið dæmdur fyr-
ir hótanir, þjófnað og skemmdar-
verk. Við ákvörðun refsingar leit
Arnfríður Einarsdóttir, skipaður
héraðsdómari, til sakarferils hans
en einnig til þess að hann er ungur
að árum, hefur leitað sér aðstoðar
við áfengis- og vímuefnavanda sín-
um og farið í meðferð auk þess sem
hann stundar vinnu. Þótti refsingin
hæfileg 18 mánuðir og skildu 15
mánuðir af refsingunni vera skil-
orðsbundnir.
Kannaðist
ekki við stuld
á gítar
Í FRAMHALDI af ákvörðun Lög-
regluskóla ríkisins að afturkalla
skólavist Svavars Vignissonar
íþróttamanns hefur Landssamband
lögreglumanna óskað eftir upplýs-
ingum um hvaða reglur gilda varð-
andi brottvikningu nemenda úr skól-
anum. Óskar Bjartmarz, formaður
sambandsins, staðfesti þetta í sam-
tali við Morgunblaðið.
Svavar handarbrotnaði í íþrótta-
leik. Skólastjóri Lögregluskólans,
Arnar Guðmundsson, taldi Svavar
ekki í ástandi til að taka þátt í skól-
anum þar sem nemendur þurfa dag-
lega að að leysa verkefni sem krefj-
ast góðs líkamlegs ástands.
Nemendur á fyrsta ári Lögreglu-
skólans eru ólaunaðir og samkvæmt
lögum Landssambands lögreglu-
manna ekki meðlimir í sambandinu.
Skortir reglu-
gerð um brott-
vikningu
FJÖLSKYLDA á Sauðárkróki
vaknaði upp um hálffimmleytið í að
morgni miðvikudags við það að verið
var að stela bíl úr innkeyrslu þeirra.
Bílnum, sem var vinnubíll, var ekið á
brott. Húseigandinn hringdi strax í
lögreglu og elti svo þjófana. Engin
lögregluvakt er á þessum tíma sólar-
hrings á Sauðárkróki.
Stolni bíllinn fannst skömmu síð-
ar, óskemmdur, sunnan við bæinn.
Tveir menn, annar tæplega fertugur
og hinn tæplega þrítugur, voru
handteknir í öðrum bíl skammt frá
og settir í hald. Þeir eru grunaðir um
að hafa stolið bílnum ásamt því að
hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Tveir menn
stálu bíl á
Sauðárkróki
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveð-
ið að gefa sér lengri tíma en mánuð
til að fara yfir öll gögn flugslyssins í
Skerjafirði í ágúst árið 2000, en að-
standendur fórnarlamba slyssins
áfrýjuðu í desember sl. þeirri
ákvörðun lögreglunnar í Reykjavík
að aðhafast ekki frekar í málinu.
Á vefsíðu aðstandenda, flugslys.is,
er vitnað í bréf til þeirra frá ríkissak-
sóknara sem telur að gögnin séu
„mikil vöxtum“ og því óhjákvæmi-
legt að fá lengri tíma en einn mánuð
til að skoða þau, en það er sá frestur
samkvæmt lagaákvæðum sem ríkis-
saksóknari hefur til að taka afstöðu
til ákvarðana lögreglustjóra þegar
þær eru kærðar.
Síðan segir á vefnum: „Lögreglan
ákvað ekki einasta að aðhafast ekk-
ert frekar í málinu eftir liðlega
tveggja ára rannsókn, heldur hafn-
aði lögreglan í kjölfarið kröfu okkar
um rökstuðning fyrir þessari
ákvörðun og um aðgang að öllum
rannsóknargögnum. Í bréfi til ríkis-
saksóknara nú fyrir áramót var mál-
flutningur lögreglunnar harðlega
gagnrýndur og þess vænst að rík-
issaksóknari fallist á kröfugerð okk-
ar í heild sinni svo ekki þurfi að
leggja öll álitaefnin fyrir dóm til úr-
lausnar.“
Lögreglurannsókn á flugslysinu í Skerjafirði
Saksóknari gefur sér lengri tíma