Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reidar afi okkar var fæddur í Tromsö í Norður-Noregi, þar sem hann ólst upp. Hann var sjómaður og veiðimaður, lá úti á Svalbarða og veiddi refi vikum saman og glímdi við ísbirni við selveiðar í Norður-Íshaf- inu. Árið 1941 lá leið hans til Ísland með skipi Rauða krossins. Hér í Reykjavík kynntist hann Siggu ömmu og eftir það varð ekki aftur snúið til Noregs, nema í heimsókn til ættingjanna en það gerði hann ár- lega. Lífsstíll afa var skemmtilegur. Hann stundaði Mullers-æfingar dag- lega og borðaði hráan lauk eins og epli – það var svo hollt. Hann spilaði á skeiðar og eldspýtustokka og sagði okkur brandara. Sýndi okkur skipin við höfnina, keypti skauta í Noregi og fór með okkur á Tjörnina. Eftir að starfsævinni lauk undi hann sér best í Fljótshlíðinni með ömmu, við að girða, höggva við og dytta að. Við kveðjum afa okkar í dag og þökkum honum fyrir samveruna. Það var alltaf gott að vera í návist hans. Elsku amma, þú varst lánsöm að eignast afa. Guð geymi hann. Sigríður, Guðmundur, Örn og Ómar. Hann Reidar er dáinn var svarið, þegar ég spyr Steina húsvörð um til- REIDAR WILHELM ÍSAKSEN ✝ Reidar WilhelmÍsaksen fæddist í Tromsö í Noregi hinn 20. maí 1915. Hann lést á Land- spítala, Landakoti, 15. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jensíne Wilhelmíne Ísaksen, d. 1949 og Ísak Ísak- sen, d. 1966. Reidar kvæntist 29. septem- ber 1944 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Fanný Ísaksen, f. 17. september 1912. Dætur Reidars og Sigríðar eru: Viktoría, f. 28. júlí 1945, gift Valdimari Steinþórssyni fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 1963 og Örn, f. 1965. Vilhelmína, f. 11. ágúst 1948, gift Erling Guðmundssyni fram- kvæmdastjóra. Börn þeirra eru: Guðmundur Reidar, f. 1968 og Ómar Rósenberg, f. 1970. Barna- barnabörnin eru níu. Útför Reidars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. efni þess að flaggað var í hálfa stöng við húsið okkar. Það að háaldrað- ur maður látist, geta ekki talist óvænt tíðindi og þá einkum með tilliti til að Reidar var búinn að dvelja á sjúkrahúsi mikið veikur. Mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Þau Reidar og Sigríður hafa með glað- væru viðmóti og tillits- semi átt virkan þátt í að gera samfélagið í hús- inu okkar notalegt. Þau voru virkir þátttakendur í því sem fram fór hér í húsinu hvort heldur það voru fundir eða áramótagleði á vegum húsfélagsins eða skemmtanir sem þjónustumiðstöðin stóð fyrir. Þrátt fyrir að aðeins séu nokkur skref á milli dyra á íbúðum okkar hefur samgangur verið lítill, aðeins komið inn fyrir þröskuldinn og þá af smálegu tilefni. Þegar við Reidar átt- um samleið í lyftunni eða í sameign- inni var skipst á kveðjum og hefð- bundnum setningum um veðrið o.s.frv. Íslenskan hans Reidars var mér torskilin sem kom í veg fyrir sam- ræður en frjálslegt viðmót og glett- inn svipbrigði vitnaði um húmor sem sagði mér hver maðurinn var. Reidar var með þeim fyrstu sem stigu út á dansgólfið þegar tónar frá nikkunni hljómuðu í salnum í þjónustumið- stöðinni. Sérstaka athygli vakti þegar kom- inn var snjóskafl við anddyrið okkar en þá mátti sjá þennan síunga öldung með skóflu í hönd við að auðvelda að- gengi að húsinu. Þegar Lödusport- jeppinn hvarf af bílastæðinu um tíma var það sönnun þess að hann Reidar var staddur í sumarbústaðnum í Fljótshlíðinni. Af eigin reynslu veit ég að þar hefur þurft að taka til hendi. Vegna veikinda hefur dvölin þar síðasta sumar verið stutt eða engin og nú er jeppinn alveg horfinn af bílastæðinu. Þótt samskipti á milli okkar á 4. hæðinni hafi verið lítil skal því ekki gleymt að einn daginn kallaði hún Sigríður í mig og gaf mér mynd af Reykjavík frá gamalli tíð. Þessi mynd mun eiga eftir að prýða sum- arbústaðinn okkar á næsta sumri. Við sendum Sigríði og dætrum hennar og fjölskyldum hlýjar samúð- arkveðjur, undir þær kveðjur munu fleiri taka sem búa í þessu húsi. Hjálmar og Stefanía. ✝ Óli Þorsteinssonfæddist í Reykja- vík 23. júní 1926. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 15. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorsteinn Kristjánsson vöru- bifreiðastjóri, f. 27 september 1901, d. 19 desember 1991, og Emma Guðjóns- dóttir, húsmóðir og verkakona í Reykja- vík, f. á Borðeyri 12. desember 1903, d. 10. september 1987. Systur Óla eru: Rannveig, f. 22 júní 1925, gift Guðjóni Eiríks- syni, þau eiga þrjá syni, Sævar, Úlfar og Guðjón Þór og Erla, f. 22. desember 1928, var gift Elliða Norðdahl, sem er látinn. Þau eiga fimm börn, Trausta, Garðar, Við- ar, Sigríði og Kristínu. Hálfbróðir Óla samfeðra er Einar, f. 19. ágúst nema á tölvubraut í Iðnskólanum í Reykjavík, f. 5. september 1981. b) Haukur vélstjóri, f. 5. janúar 1958, d. 20 júni 1983. Unnusta hans er Ingveldur Gísladóttir, leikskóla- kennari í Reykjavík, f. 28. nóvem- ber 1958, sonur þeirra er Ívar, nemi á málmiðnaðarbraut í Iðn- skólanum í Hafnarfirði, f. 7 sept- ember 1982. Ingveldur er gifti Ómari Dabney, meindýraeyði í Reykjavík, f. 30. mars 1955, dóttir þeirra er Anna María, f. 16. júlí 1990. Óli ólst upp á Laugarnesvegi 42 í Reykjavík þar til hann var 9 ára en þá skildu foreldrar hans. Eftir það bjó móðir hans með börnin þrjú á ýmsum stöðum í Reykjavík. Óli gekk í Austurbæjarskóla, hann lauk prófi í pípulagningum frá Iðnskólanum í Reykjavík 1951 og var meistari hans Haraldur Salom- onsson. Hann keyrði leigubíl hjá Litla bíl sem þá var á Hlemmi. Seinna eignaðist hann vörubíl og keyrði hjá Reykjavíkurborg og var síðan á vörubílastöðinni Þrótti. Síðastliðin 20 ár hefur hann unnið hjá Múlalundi. Útför Óla Þorsteinssonar verð- ur gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1921, d. 4. april 1978, var giftur Hennýju Dagnýju Sigurjóns- son, þau eiga tvö börn Arnfríði og Pál Heimi. Árið 1950 kynntist Óli Jónínu Björnsdótt- ir iðjuþjálfa, f. 21. maí 1929, þau giftust 1953. Hún er dóttir Björns Konráðs Sigurbjörns- sonar verkamanns og Guðnýjar Þórðardótt- ur húsmóður og verkakonu. Jónína ólst upp í Oddgeirs- hólum í Flóa. Óli og Jónína slitu samvistum 1969. Börn þeirra eru: a) Sigrún arkitekt, f. 11 júlí 1953, gift Hafsteini Stefáns- syni skipstjóra í Hafnarfirði, f. 31. janúar 1954, börn þeirra eru Katr- ín Tinna, f. 28. maí 1991, og Stefán Haukur, f. 11. október 2000. Sig- rún var í sambúð með Jan GK Ol- sen, forstjóra í Kaupmannahöfn, og eiga þau soninn Óla Hrafn, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Er ég kveð nú föður minn er margs að minnast. Hann var ekki bara ein- stakur faðir, heldur líka besti vinur minn. Frá 9 ára aldri ólst hann upp með móður sinni og tveim systrum. Þar voru ekki auðæfi svo hann lærði snemma nýtni og að bjarga sér. Ég var óskaplega hænd að honum og sannkölluð pabbastelpa og vildi helst hvergi annars staðar vera en með honum, bæði í vinnu sem utan. Þegar hann keyrði vörubílinn hjá Reykjarvíkurborg sat ég oft og iðu- lega heilu dagana með honum og þekkti ég alla „bæjarvinnukallana“ og átti marga góða vini þar. Ég fékk líka „innsýn“ í pípulagnir því alltaf þurfti ég að fara með og ræða við „kallana“. Árið 1950 kynntist hann Jónínu Björnsdóttur og giftust þau 1953. Það var ekki um neina peninga að ræða þegar þau festu sér lóð í Ak- urgerði 4 í Smáíbúðarhverfinu en mikil bjartsýni og dugnaður. Svo var hafist handa við að byggja því pabbi gat ekki hugsað sér að fara í bragga með litlu fjöskylduna sína. Það var mikið unnið, sandur sóttur upp í Kollafjörð, mokað á bílinn með handafli og allt unnið með berum höndum. Þannig komst Akurgerðið upp og þar áttum við yndislegt heim- ili. Seinna fæddist Haukur, tápmikill og fjörlegur drengur en systir hans var aðeins rólegri. Pabbi og mamma höfðu yndi af ferðalögum og ferðuð- umst við mikið um landið oftast í tjaldi. Pabbi var hafsjór af fróðleik um landið sitt, þekkti öll nöfn á fjöll- um og fjörðum. Seinna slitu þau sam- vistum en við börnin þeirra vorum alltaf númer eitt og stóðu þau alla tíð saman við hlið okkar eins og klettar. Pabbi var sannkallaður þúsund- þjalasmiður, hann var snillingur að gera við bíla, rétta þá og smíða þá hluti sem vantaði. Nýtni var honum í blóð borin og honum fannst óþarfi að kaupa nýtt, ef hægt væri að gera við og þá auðvitað að betrumbæta! Haukur fylgdi í fótspor föður síns og erfði þessa útsjónarsemi og hand- lagni. Áttu þeir sameiginleg áhuga- mál, tækni og vísindi, finna upp hluti, smíða og lagfæra. Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni, þegar Haukur fórst 20. júní 1983 í eldsvoða á rækjuskipinu Gunnjóni GK 506, en þar fórust þrír ungir menn. Haukur var þá ný útskrifaður vél- stjóri og átti unnustu og níu mánaða gamlan son. Pabbi missti ekki aðeins son sinn en heldur mikinn félaga. Ég bjó í Kaupmannahöfn við nám og störf og heimsótti pabbi mig oft þangað og voru það yndislegar stundir. Við ferðuðumst mikið um Danmörku, einnig fór hann oft að heimsækja æskuvin sinn Pétur Kristjónsson og konu hans Erlu sem bjuggu í Svíþjóð og naut hann þess- ara ferðalaga. Síðustu 20 ár vann hann í Múla- lundi – vinnan var hans líf. Faðir minn var ekki mikið fyrir að safna veraldlegum hlutum í kringum sig, en þegar fjölskyldan átti í hlut þá var hann bæði bóngóður og örlátur. Hann var hógvær maður og ekki mikið fyrir að tala frá sér allt vit. Hann skipti sjaldan skapi og aldrei fengum við börn hans og barnabörn skammaryrði, heldur var talað við okkur og við hvött til náms og starfa. Hann sagði aldrei illt orð um nokk- urn mann, nema þá helst stjórnvöld sem honum fannst skipta kökunni óréttlátlega og fara illa með þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Faðir minn var íslensk alþýðuhetja af gamla skólanum. Starfaði á meðan stætt var eða þangað til hann veiktist í október síðastliðinn, traustur, blíð- ur og sannkallaður heiðursmaður. Við komum til með að sakna hans en trúum því að það hafi verið tekið vel á móti honum á landinu bjarta, þar fái hann að njóta sín, fullfrískur og fullur af starfsorku og sköpunar- gáfu. Blessuð sé minning hans Sigrún. Elsku afi, ég hefði kosið að hafa þig hjá mér miklu lengur því ég átti eftir að læra svo margt af þér, en því miður fékk ég engu um það ráðið en ég veit að þú átt eftir að leiðbeina mér í framtíðinni og segja við mig blíðum tóni eins og svo oft áður „þol- inmæði, Ívar minn, annað gengur ekki í bílaviðgerðum“. En nú ertu hjá pabba og þið hafið eflaust margt að ræða um eftir svo langan aðskilnað. Ég er þakklátur fyrir það að hafa verið hjá þér fram að síðustu mínútu, en með þessum orðum þakka ég fyrir mig og samveruna síðastliðin 20 ár sem hafa verið yndisleg. Ívar Hauksson. „Sæl Inga mín.“ Með þessum orð- um heilsaði Óli mér alltaf. Ég kynnt- ist honum fyrir 26 árum, þegar ég fór að vera með Hauki syni hans. Seinna bjó ég hjá þeim feðgum í Akurgerð- inu, þar var mikið brallað – feðgarnir saman í bílskúrnum að laga vélar og spekulera. Eftir að Haukur dó hafði ég alltaf gott samband við Óla, Ívar sonur okkar Hauks kynntist afa sínum mjög vel og þeir voru miklir vinir. Þær voru ófáar ferðirnar sem Ívar fór með afa sínum í vörubílnum að ná í grús. Að fara með Óla afa í vörubíl var toppurinn. Eftir að ég fór að búa og giftist Ómari kom Óli oft í mat til okkar og oftast kom hann með poka sem inni- hélt eftirréttinn, ís og ávexti í dós. Í byrjun sumars fórum við alltaf og gróðursettum blóm á leiði Hauks og hjá foreldrum Óla. Óli afi hefur tekið Önnu Maríu, dóttur okkar Ómars, sem sínu eigin barnabarni og var mjög kært með þeim. Óli var mjög góður og traustur maður, hann vildi allt fyrir okkur gera. Það hefur myndast tómarúm í huga mínum eftir fráfall hans og ég er afar þakklát fyrir hvað hann sýndi okkur alltaf mikinn áhuga og hlýju. Ingveldur. Okkur langar til að minnast Óla Þorsteinssonar sem hefur verið bæði félagi okkar og vinnufélagi. Hann hefur unnið hjá Múlalundi í fjölda ára. Fyrstu árin vann hann einugis yfir vetrartímann þar sem hann vann sem vörubílstjóri yfir sumartímann. Hann ók um á fínum bílum og gerði við þá sjálfur ef eitthvað bjátaði á. Eins var það í vinnunni hjá Múla- lundi að þar var hann mjög liðtækur og átti auðvelt með að lagfæra vélar ef eitthvað kom upp á. Hann var ábyrgur fyrir vél sem mátti helst aldrei stoppa og reyndist hann þar vel að öllu leyti. Við þessa vél þurfti mikla ná- kvæmni og natni og átti það vel við hann. Óli var hæglátur en hann skil- aði sínu verki vel af hendi og ríflega það. Hann starfaði hjá Múlalundi eins lengi og heilsan leyfði. Hann var mjög vel liðinn af sínum vinnufélög- um og allra vinur. Hans er sárt sakn- að í Múlalundi. Við vinnufélagar vott- um ættingjum Óla innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Starfsfólk Múlalundar. ÓLI ÞORSTEINSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef- ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks- entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRÐAR HALLDÓRSSONAR frá Dagverðará. Innilegar þakkir til starfsfólks í Kjarnalundi og Hlíð fyrir umhyggju og alúð. Halldór Hallgrímsson, Lucinda Gígja Möller, Stefán Hallgrímsson, Jórunn Bernódusdóttir, Inga Rósa Hallgrímsdóttir, Jónas Jökull Hallgrímsson, Elín B. Hallgrímsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Guðmundur Bergsveinsson, Ásgerður Ágústsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur vináttu, samúð og styrk við andlát og útför eiginmanns míns, HJÁLMARS JÚLÍUSSONAR, Fellsmúla 12, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.