Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 22. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 mbl.is Reynsla kvenna Ginusögur á þremur tungumálum í Borgarleikhúsinu Listir 24 Skapandi fatahönnuðir Hugmyndaflug og sköpunargleði í íslenzkri fatahönnun Daglegt líf 4 Súrt sælgæti Súrt rengi í boði á bóndadaginn eftir langt hlé Höfuðborg 19 HINDÚAPRESTAR sem tóku þátt í sex vikna bænasamkomu á Indlandi kveiktu í gær í tjaldbúðum, þar sem þeir höfðu beðið fyrir friði í heim- inum, og lentu síðan í áflogum við lög- reglumenn og nágranna á svæðinu. Um 200 prestar tóku þátt í bæna- samkomunni sem var á vegum ind- verskra stjórnmálaflokka. Þegar lokaathöfn samkomunnar nálgaðist var mikill urgur í prestunum vegna þess að þeir höfðu ekki fengið nein laun fyrir þjónustuna. Upp úr sauð þegar nokkrir helgu mannanna kveiktu í tjöldunum. Íbúar í grennd- inni, sem höfðu fengið sig fullsadda af því að heyra bænakvak úr hátölurum allan sólarhringinn í 42 daga, réðust þá inn á samkomustaðinn og lögðu til atlögu við prestana. Friðarbæn endaði með óeirðum Bhopal. AFP. KJELL Magne Bondevik, forsætisráð- herra Noregs, er nú í Aþenu til að verjast fjárkröfum Evrópusambandsins í samningaviðræðunum um aðlögun EES-samningsins að stækkun ESB, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Grikkir gegna formennsku í ESB þetta misserið og heimsókn Bondeviks er í samræmi við áralanga hefð fyrir því að norskir ráðamenn fái fund með háttsettum fulltrúum ESB tvisvar á ári. Bondevik ræðir í dag við Kostas Simitis, forsætisráðherra Grikklands, og hyggst útskýra hvers vegna norska stjórnin telur það fráleita kröfu að fjár- framlög Noregs til þróunar- og upp- byggingarsjóða ESB verði jafnmikil og ef landið væri aðili að sambandinu. Bondevik verst fjár- kröfum ESB COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fullyrti í gær að margar þjóðir myndu fylkja sér með hersveitum Bandaríkjahers ef svo færi að Banda- ríkjamenn ákvæðu að beita hervaldi til að þvinga fram af- vopnun Saddams Husseins Íraksfor- seta, jafnvel þótt öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkti enga nýja ályktun þar að lútandi. Ekki yrði undan því skor- ast að tryggja að Íraksstjórn réði ekki yfir neinum gereyðingarvopn- um. „Ég held ekki að við þurfum að hafa áhyggjur af því að þurfa að sjá um þetta einir,“ sagði Powell, eftir að leiðtogar Frakklands og Þýska- lands, lykilbandamenn Bandaríkja- manna í Atlantshafsbandalaginu, hertu á andstöðu sinni við hernað í Írak. „Ég er þess fullviss að það verði sterkt bandalag [ríkja sem fylkja sér með Bandaríkjamönnum gegn Írak],“ sagði Powell. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að enn væru „leiðir til að leysa þetta með friðsamlegum hætti“. Hann bætti við að fulltrúar allra ríkjanna fimmtán, sem ættu sæti í öryggisráði SÞ og samþykktu í nóvember sl. ályktun um vopnaeft- irlit í Írak, „vissu hvað þeir voru að segja“ þegar þeir vöruðu við alvar- legum afleiðingum, hlíttu írösk stjórnvöld ekki skilyrðum um að losa sig við ólöglegar vopnabirgðir. Evrópa hlýði kallinu Vaxandi ágreiningur milli Banda- ríkjamanna og sumra hefðbundinna bandamanna þeirra gæti hindrað að samstaða næðist í öryggisráði SÞ um viðbrögð við því sem fram kem- ur í áfangaskýrslu vopnaeftirlits- sveitar SÞ, en hún verður kynnt fyrir ráðinu á mánudaginn kemur. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, reyndi í gær að gera sem minnst úr ágrein- ingnum. Hann sagði að forsetinn væri „viss um að Evrópa hlýði kall- inu“. Fleischer tók hins vegar fram, að vel gæti svo farið að „Frakkar myndu skerast úr leik“. Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, full- yrti í gærkvöldi að Saddam Hussein hefði fyrirskipað að íraskir vísinda- menn, sem veittu eftirlitsmönnum SÞ upplýsingar um vopn Íraka, yrðu líflátnir og fjölskyldur þeirra einnig. Powell viss um stuðning Ágreiningur Bandaríkjamanna við Þjóðverja og Frakka ágerist Washington, París, Aþenu. AP, AFP.  Klofningur/16 Colin Powell ÍSLAND sigraði Portúgal með eins marks mun, 29:28, í æsi- spennandi leik á HM í hand- knattleik í Viseu í Portúgal í gærkvöld. Mikill fögnuður braust út á meðal þeirra sem horfðu á leikinn á stóra tjald- inu í Smáralind þegar sigurinn var í höfn. Portúgalir jöfnuðu 28:28 þegar tvær mínútur lifðu af leiknum en Sigfús Sigurðsson kom Íslandi yfir 90 sekúndum fyrir leikslok. Portúgalir fengu aukakast í blálokin en Roland Eradze, sem stóð sig frábærlega í íslenska mark- inu, náði að verja og tryggja sigurinn. Morgunblaðið/Sverrir Hann varði! Áhorfendur í Smáralind fögnuðu þegar Roland Eradze varði og innsiglaði sigur íslenska liðsins.  Mikilvægur/44–45 HM í Portúgal Sætur sig- ur á gest- gjöfunum ÖNNUR lota samningaviðræðna EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins vegna stækkunar Evr- ópska efnahagssvæðisins verður haldin í Brussel í dag. ESB mun á samningafundinum halda fjárkröf- um sínum á hendur EFTA-ríkjun- um til streitu; að þau borgi í þróun- ar- og uppbyggingarsjóði sam- bandsins eins og þau væru aðildarríki þess. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun íslenzka samninga- nefndin færa rök fyrir því að ef Ís- land væri aðildarríki, fengi það meira greitt úr uppbyggingarsjóð- unum en það greiddi í þá og því sé tómt mál að tala um háar nettó- greiðslur. Hins vegar setja íslenzku samningamennirnir einnig fram þá skoðun, að með því að leggjast í út- reikninga á því hvað Ísland ætti að fá til baka sem aðildarríki, sé í raun verið að draga Ísland inn í viðræð- ur, sem að öllu eðlilegu ættu að vera hluti af viðræðum um aðild að ESB. Samanburður við Finnland Í útreikningum sínum hefur framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins talið eðlilegt að Ísland greiddi tæplega fertugfalt núver- andi framlag sitt til fátækari ríkja ESB, eða um 3,8 milljarða króna. Frá því hefur framkvæmdastjórnin talið eðlilegt að draga um þriðjung, sem kæmi til baka úr sjóðum ESB til Íslands ef það væri aðildarríki og þá kemur út tala, sem er u.þ.b. 25- föld núverandi framlög Íslands, eða rúmlega 2,5 milljarðar. Þetta telja íslenzku samninga- mennirnir fásinnu og benda á að Finnland, sem Ísland eigi einna mest sameiginlegt með af aðildar- ríkjum ESB hvað varðar landfræði- lega staðsetningu, dreifbýli og at- vinnuvegi, hafi árið 2000 fengið til baka úr uppbyggingarsjóðum ESB 1,33 evrur fyrir hverja evru sem það leggi í sjóðina. Af hálfu samningamanna Íslands hefur jafnframt komið fram í við- ræðunum að það sé óviðunandi með öllu að leggjast í útreikninga á því hvað væri hæfilegt endurgjald til Íslands úr sjóðum ESB ef Ísland væri aðildarríki. Þetta hafi einmitt verið einhver erfiðasti og tímafrek- asti þáttur aðildarviðræðna flestra ríkja, sem sótt hafi um aðild að ESB. Ísland hafi í fyrsta lagi ekki sótt um slíka aðild og í öðru lagi sé frá- leitt að ætla sér aðeins tæpa fjóra mánuði til slíks verks. ESB sé í raun að reyna að þvinga EFTA- ríkin til ótímabærra aðildarvið- ræðna. Segja reynt að þvinga Ísland til ótímabærra aðildarviðræðna Önnur samningalota EFTA og ESB í Brussel í dag ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.