Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 13 S M Á R A L I N D komdu og ger›u ótrúleg kaup - á›ur en allt klárast Afsláttur af öllum útsöluvörum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 1 83 50 07 /2 00 2 bláa bomban í Debenhams er sprungin! 50-70% Opi› virka daga frá 11-19 • laugardögum 11-18 • sunnudögum 13 - 18 Með blaðinu á morgun fylgir 32 síðna tímarit um heilsu BROSLEGAR tilraunir tveggja ungra manna til að sannfæra er- lendan bargest um yfirburði Ís- lendinga í auglýsingum sem Gott fólk gerði fyrir Thule, hafa vakið athygli víða um heim. Auglýs- ingin „Beautiful Women“ (Íslensk fegurð) hefur farið þar fremst í flokki en í henni freista menn- irnir þess að sannfæra bargestinn um að íslenskar konur séu þær fegurstu í heimi og telja upp ófáa titla íslenskra fegurðardísa máli sínu til stuðnings. „Beautiful Wo- men“ varð nýlega fyrsta íslenska auglýsingin til að birtast í ritinu Shots, sem hefur að geyma úrval þeirra sjónvarpsauglýsinga sem mesta athygli vekja í heiminum á hverjum tíma. Shots er að sögn kunnugra nokkurs konar biblía í auglýsingabransanum. Þá komst hún í úrslit í hinni virtu Epica- keppni. Auka hlutdeild Thule verulega Auglýsingin er ein af 11 sjón- varpsauglýsingum úr herferðinni „Bezt í heimi“ en sú herferð var óbeint framhald af auglýsingum þar sem tveir Danir voru jafnan sýndir á spjalli og birtust á skján- um fyrir nokkrum árum. Að sögn Helga Helgasonar hjá Góðu fólki hafa herferðirnar skil- að sér í stóraukinni sölu á Thule. „Þetta má sjá á sölutölum ÁTVR. Markaðshlutdeild Thule í ÁTVR jókst um nærri fjórðung á síðasta ári. Þegar við fórum af stað með dönsku auglýsingarnar þá var markaðshlutdeild Thule einungis nokkur prósent. Í dag er þetta næstsöluhæsti bjórinn hjá ÁTVR,“ segir Helgi. Hann segir hróður „Íslenskrar fegurðar“ hafa borist hinum megin á hnött- inn, alla leið til Nýja-Sjálands. „Auglýsingin hefur vakið það mikla athygli að hún hefur verið sýnd víða um heim í sérstökum skemmtiþáttum í sjónvarpi. Hún var nýlega sýnd í nýsjálenska sjónvarpinu sem dæmi um óvenjulega og skemmtilega aug- lýsingu,“ segir Helgi. „Íslensk fegurð“ hin- um megin á hnettinum Sannfæringarkraftur þessara tveggja virðist slíkur að jafnt nýsjálenskir sjónvarpsáhorfendur sem íslenskir neytendur taka við sér. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 112,0 stig (1996=100) í desember sl. og hafði þar með hækkað um 0,2% frá nóv- ember. Á sama tíma var samræmda vísitalan fyrir Ísland óbreytt, 124,1 stig, segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Frá desember 2001 til jafnlengdar árið 2002 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,2% að meðaltali í ríkjum EES, 2,3% á evrusvæðinu en lægri, eða 1,9% á Íslandi. Mesta verðbólga á evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi 4,6% og í Portúgal og á Spáni 4,0%. Minnst var verðbólgan 1,1% í Þýska- landi og 1,3% í Belgíu. Minni verð- bólga hér en að meðaltali í EES RICHARD Parsons, aðal- framkvæmdastjóri AOL Time Warner, stærsta fjöl- miðlafyrirtækis í heimi, hef- ur verið skipaður stjórnar- formaður fyrirtækisins. Hann tekur við af Steve Case sem tilkynnti fyrir nokkru að hann myndi láta af starfi stjórnarformanns í kjölfar hluthafafundar í fé- laginu í maí næstkomandi. Frá þessu var greint í frétt á BBC. Gengi hlutabréfa AOL Time Warner hefur fallið um 70% frá því netþjónustufyrirtækið America On- line og fjölmiðlarisinn Time Warner sameinuðust fyrir tveimur árum. BBC segir að sumir stórir hluthafar kenni Case um þessar ófarir og að þeir hafi lagt að honum að hætta. Hann kom frá AOL en flestir af æðstu stjórnendum AOL Time Warner, sem komu þaðan, hafa hætt störfum hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Parsons var einn af stjór- nenum Time Warner og hefur verið aðalframkvæmdastjóri hins samein- aða fyrirtækis í tæpt ár. BBC segir að hann muni halda áfram í því starfi þegar hann verður stjórnarformað- ur. Parsons stjórnarformaður AOL Time Warner Richard Parsons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.