Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fljótir strákar, felum okkur, Agnes er að koma. AUÐAR-hátíðin í dag Hallaði mjög á kvenfólkið Verkefnið AUÐUR íkrafti kvenna end-ar formlega í dag með hátíðarhöldum í Borgarleikhúsinu þar sem allt áhugafólk um nýsköp- un er boðið velkomið á meðan húsrúm leyfir. Upp á ýmsu hefur verið fitjað þessi þrjú ár, en til þessa verkefnis var stofnað til þess að auka veg kvenna í íslensku atvinnulífi og þótt víðar væri. Átakið þykir hafa gengið vonum fram- ar. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Halla Tómasdóttir sem svaraði góðfúslega nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Rifjum fyrst aðeins upp tilurð þessa verkefnis, áherslur þess og tilganginn og fyrirmyndirnar... „Þegar Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins hafði starfað í rúmt ár var ljóst að mikill munur var á bæði fjölda og stærð umsókna karla og kvenna í sjóðinn, og hall- aði þar mjög á kvenfólkið. Guð- rúnu Pétursdóttur stjórnarmanni í Nýsköpunarsjóði var falið að gera tillögur að verkefni til að virkja konur til atvinnusköpunar. Hún leitaði til Guðfinnu S. Bjarnadóttur í Háskólanum í Reykjavík, sem fékk mig í liðið. Við þrjár höfðum ekki þekkst áð- ur, en vorum frá fyrsta degi sam- mála um að besta leiðin til að virkja konur væri að styrkja sjálfstraust þeirra með því að veita þeim þekkingu. Einnig vor- um við staðráðnar í að verkefnið skyldi skila raunverulegum og mælanlegum árangri. Við sóttum í smiðju Bandaríkjamanna og Íra og löguðum þeirra hugmyndir og reynslu að íslenskum aðstæðum. Við lögðum svo til þriggja ára verkefni, margþætt fræðslu- og hvatningarátak fyrir alla aldurs- hópa kvenna, frá litlum stelpum til reyndra stjórnenda.“ Hvernig finnst þér hafa tekist til... skilur verkefnið eitthvað áþreifanlegt eftir sig? „Nú þegar hefur verkefnið skil- að stórkostlegum árangri. Alls tóku 1.480 konur beinan þátt í námskeiðum AUÐAR, auk þús- unda stelpna sem tóku þátt í deg- inum Dæturnar með í vinnuna. 163 konur sóttu fjögurra mánaða námskeið fyrir þær sem vildu stofna og reka eigið fyrirtæki. Segja má að þessi þáttur, sem kallaður var frumkvöðlaAUÐUR, hafi verið hjarta verkefnisins. Haldin voru sex slík námskeið og komust færri að en vildu. Af þess- um 163 konum hafa 35% þegar hafið rekstur og 25% til viðbótar eru að ganga frá undirbúningi nýs fyrirtækis. Þegar hefur 51 fyrir- tæki verið stofnað og 217 ný störf verið sköpuð! Þessar tölur sýna svart á hvítu að fjárfesting í menntun frumkvöðla skilar mark- tækum árangri. Ég er sannfærð um að þetta er bara upphafið, því auk þeirra fyrirtækja sem væntanleg eru á næst- unni, eiga ungu AUÐ- AR-stúlkurnar eftir að skapa fjölda starfa í framtíðinni.“ – Var þessu verkefni alls staðar vel tekið í þjóðfélaginu? „Það er óhætt að segja að við- tökur við verkefninu hafi verið já- kvæðar, hvert sem litið er. Í upp- hafi leituðum við til helstu fyrirtækja landsins um samstarf og fengum þannig Íslandsbanka, Deloitte&Touche og Morgunblað- ið til að standa að verkefninu með Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Ég tel að þessi góðu fyrirtæki og þjóðfélagið almennt hafi áttað sig á mikilvægi þess að virkja sem best krafta allra okkar þjóðfélags- þegna, öllum til hagsældar.“ – Nú lýkur AUÐAR-verkefn- inu í dag, hvað verður gert í tilefni dagsins? „Í dag verður lokahátíð AUÐ- AR haldin í Borgarleikhúsinu. Við eigum von á húsfylli AUÐAR- kvenna, samstarfsaðila og ann- arra velunnara verkefnisins. Þar munum við líta yfir farinn veg, horfa fram á veginn og eiga sam- an glaða stund. Allt áhugafólk um nýsköpun er velkomið.“ – Áttu von á því að eitthvert framhald verði á þessu starfi... og þá í hvaða mynd? „AUÐAR-verkefnið hefur verið valið „fyrirmyndarverkefni“ (best practice) af framkvæmdastjóra Evrópusambandsins og okkur hefur verið boðið til Brussel til að kynna verkefnið. Það er því aldrei að vita nema AUÐUR láti að sér kveða í einhverri mynd á alþjóð- legum vettvangi. Hér heima vona ég að stjórnvöld átti sig enn betur á þeim krafti sem býr í fólki og setji nú allt kapp á að virkja ný- sköpunarkraft þjóðarinnar, karla og kvenna. Þá er einnig afar mik- ilvægt að búa frumkvöðlum það umhverfi sem þarf til að fyrirtæki þeirra vaxi og dafni og geti þann- ig skapað ný störf.“ – Finnst þér þjóðfé- lagið hafa orðið á ein- hvern hátt kvenna- vænna á þessum þremur árum? „Ég held að öllum sé ljóst mikilvægi þess að auka fjöl- breytni í atvinnulífinu. Árangur AUÐAR sýnir að konur eru full- færar um að taka þátt í nýsköpun, og samfélagið er kannski orðið kvennavænna að því leyti, að kon- ur treysta sjálfum sér betur til að nýta hæfileika sína en þær gerðu áður.“ Halla Tómasdóttir  Halla Tómasdóttir fæddist í Reykjavík 11. október 1968. Hún lauk BS-prófi í viðskiptafræði frá Auburn University og MBA- prófi frá Thunderbird University í Bandaríkjunum. Hún starfaði sem starfsmannastjóri hjá fyrir- tækjum bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi áður en hún hóf störf við Háskólann í Reykjavík. Hefur þar m.a. gegnt starfi fram- kvæmdastjóra AUÐAR í krafti kvenna sl. 3 ár. Sambýlismaður Höllu er Björn Skúlason og eiga þau 16 mánaða dreng, Tómas Bjart. ...eru full- færar um að taka þátt í nýsköpun Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is f a s t la n d - 8 6 1 6 HÚSGAGNAHÖLLIN ASPEN 47.820 Loksins er komin ný sending af La-Z-Boy. Vegna hagstæðrar gengisþróunar og góðra samninga eru stólarnir á frábæru verði. Ef þú ætlar að setjast niður sestu þá í alvöru stól. Það verður enginn þreyttur á að sitja í La-Z-Boy! B85 x D85 x H45/102 sm Áklæði: Nælon eða leður Litir: Vínrautt, grænt, blátt og beige Stillingar: Skemill og bak í einu handfangi Stór skammtur af róandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.