Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 39 ✝ Arndís Ragnars-dóttir var fædd í Súðavík 16. apríl 1948. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Ragnar Þorbergsson, f. 15. mars 1928, og Guð- rún Jónasdóttir, f. 2. nóvember 1929. d. 30. júní 1990. Arndís var elst sex systkina en þau eru: 1) Rann- veig Jóna, maki Samúel Kristjánsson og eiga þau þrjá syni. 2) Jónas Þór, maki Laura Hildur Jakobs- dóttir og eiga þau þrjár dætur, fyrir átti Jónas tvær dætur. 3) Elvar, lést árið 2001, maki Anna Sigurðardóttir og eignuðust þau tvö börn, fyrir átti Elvar einn son. 4) Eiríkur Bjarkar og á hann fjögur börn. 5) Anna Lind, maki Garðar Sigurgeirs- son og eiga þau þrjú börn. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Guðlaugur Þór Þor- steinsson, f. 25. september 1950. Foreldrar hans eru Þorsteinn G. Páls- son vélvirki, f. 4. júní 1916, d. 10. júlí 1989, og Ingibjörg Guðlaugsdóttir húsmóðir, f. 6. október 1917. Adda og Gulli giftu sig 7. ágúst 1976, þau voru barnlaus. Útför Arndísar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Adda mín, þá er þinni orr- ustu lokið. Mikið held ég að það sé gaman hjá þér núna, komin í þitt sjálf. Það sem ég set á blað er ekki annað en þakklæti fyrir að fylgja mér, þessum aulans frænda þínum í gegnum prófin. Þú varst eins og klettur þegar ég var að taka þessi árans próf, ekki fékk ég mikið að sleppa við lesturinn eða kunnátt- una. Þú hlýddir mér yfir og hvattir mig áfram, beinlínis leiddir mig gegnum þennan mikilvægasta áfanga lífsins. Ekki veit ég hvort ég hefði orðið það sem ég er í dag, nema fyrir þinn stuðning. Ég sendi þér Stjörnur Steins Steinars í þakkarskyni: Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar á hnattanna eilífa söng. Þú er veikur og einn og vitund þín svífur um svimandi víddir hins óræða geims, í örvænum flótta á undan sér sjálfri. Langt úti í myrkrinu liggurðu og hlustar á hnattanna eilífa söng. Og annarleg rödd mun í eyra þér segja: þú sjálfur ert einn af þeim. Gulli og Raggi, ykkur votta ég mína samúð, svo og systkinum öll- um. Ebeneser. Hún Adda er dáin. Minningarn- ar hrannast upp, svo hratt, svo margar og miklar, sem eðlilegt má vera eftir meira en hálfrar aldar stöðuga og góða vináttu. Stundum hefur læðst að okkur æskuvinkon- um hennar sá sterki grunur að hún sem minnsta getu hafði, hafi átt stærstan þátt í því að alltaf höfum við haldið saman og verið í góðu sambandi. Ung að árum, um ferm- ingaraldur, fór hún að kenna þess sjúkdóms sem hægt og bítandi gerði henni allt mjög erfitt svo lít- ils gat hún notið sem lífið hafði upp á að bjóða. En Adda var einstök manneskja. Aldrei nokkru sinni í allan þennan tíma vottaði fyrir öf- und í okkar garð né annarra sem höfum átt gott líf og getað gert það sem hugurinn stóð til, valið og hafnað. Öðru nær, hún gladdist yf- ir því sem vel gekk var öllum okk- ar börnum góð og hlý, ómælt er allt það sem hún hefur gaukað að þeim í gegnum tíðinna. Í uppvexti þeirra var alltaf jafn spennandi að koma með í heimsókn til Öddu. Ef þannig stóð á að ekki var hægt að koma með þá var það öruggt að eitthvað beið þeirra frá henni þeg- ar heim var komið. Æðruleysi hennar var einstakt. Ekki var hún gömul þegar þessi umhyggja fyrir öðrum kom í ljós. Minnisstætt er okkur þegar hún sat löngum uppi í fjárhúsi hjá kindum afa síns og tal- aði við þær sem jafningja. Eitt sinn hafði hún grun um að farga ætti einni kindinni. Tók hún þá það ráð að strjúka með kindina og freista þess að bjarga henni frá dauða. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. ( Ingibj. Sig.) Í byrjun árs 1998 var hún orðin mjög vanmáttug vegna sinna veik- inda og flyst þá alfarið á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ og dvaldi þar uns yfir lauk. En alltaf var kollurinn skýr og vonin og bjart- sýnin höfð að leiðarljósi. Oft hefur okkur undrað hvað endalaust er hægt að leggja á eina manneskju í gegnum allt hennar líf, en undr- unin er ennþá stærri yfir því hvernig henni tókst alltaf að taka þessu öllu og brosa í gegnum tárin. Að lokum langar okkur að flytja sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 14G, nú B7 Landspítalans fyrir frábæra umönnun og velvild í hennar garð, en þar dvaldi hún oft síðustu þrjá áratugina. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær, ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá, er öllum reynist kær. (G. Ö ) Brynja, Elín (Ella), Halla, Sigurbjörg (Sirrý) og fjöl- skyldur. Við Adda vorum herbergis- félagar fyrsta veturinn okkar á Héraðsskólanum í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp árið 1963. Sam- búðin var afar ljúf og áfallalaus, enda vandfundin jafn þægileg og tilgerðarlaus stúlka og Adda. Mér er minnisstætt er við skólasyst- urnar lágum í hrúgu uppi í kojum og Adda sagði sögur úr daglega lífinu í Súðavík sem urðu að æv- intýrum í frásögnum hennar af fjölskyldu, vinum, störfum hennar í æskulýðsfélaginu, en þar var hún formaður, eða einhverjum at- burðum. Mér fannst ég farin að þekkja fjölda fólks í Súðavík, frá- sagnargleðin var slík. Þá strax var farið að bera á sjúkdómnum sem lék hana svo grátt. Leiðir skildi í mörg ár. En þá átti ég leið framhjá sjúkrastof- unni hennar og hún kallaði á mig. Athygli hennar hafði ekkert dofn- að, en sjúkdómurinn hafði sett sitt mark á hana, hún var búin að vera langdvölum á sjúkrahúsi. Síðan þá höfum við alltaf haft samband. Ef hún var spurð hvernig hún hefði það var svarið oftast: „Bara fínt.“ Þó að hún ætti erfitt með að tjá sig gafst hún aldrei upp að leita að réttum orð- um, – uppgjöf var ekki til í henn- ar orðabók. Hún hafði óþrjótandi áhuga á því sem var að gerast hjá fjöl- skyldu og vinum og alltaf að búa til eitthvað til að gefa. En hún kunni líka svo vel að þiggja. Mikill lærdómur felst í því að kynnast manneskju eins og Öddu. Enginn kunni að meta hlutina eins vel og hún. Maður sér hlut- ina í nýju ljósi - þakklátur fyrir það sem lífið hefur gefið manni og þakklátur henni fyrir að hafa með æðruleysi yfir hlutskipti sínu bent manni á það. Minningin um Öddu verður í heiðri höfð hjá mínu fólki. Fáum hef ég kynnst sem er eins vert og hollt að minnast. Guðlaugi og fjölskyldu hennar allri sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ég bið Guð að umvefja hana með gæsku sinni þar sem hún er nú. Matthildur G. Sverr- isdóttir og fjölskylda. ARNDÍS RAGNARSDÓTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Baadermaður Baadermaður óskast á frystitogara frá Hafnarfirði. Upplýsingar í símum 555 2605 og 892 2222. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Síðumúla 21, s. 588 9090 Atvinnuhúsnæði óskast - traustir kaupendur Skrifstofubygging óskast 3500—4500 fm skrifstofubygging í Reykjavík óskast nú þegar. Atvinnuhúsnæði í Kópavogi óskast 1000—2000 fm atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, t.d. skemmu- bygging, óskast nú þegar. Allar nánari upplýsingar veita: Sverrir, Stefán Hrafn og Kjartan. HÚSNÆÐI ERLENDIS Barcelóna — Menorca Íbúð til leigu í Barcelóna og á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Enska fyrir börn  10 vikna námskeið fyrir börn fædd 1987-'97.  Nemendur flokkaðir eftir aldri og kunnáttu.  Sérmenntaðir enskumælandi kennarar.  Hefst 1. febrúar og kostar 12.900 kr.  Ennþá eru nokkur sæti laus. Opið hús 25. janúar frá kl. 11-15. Sími 588 0303 Faxafen 8 LANDBÚNAÐUR Góðursnautt land óskast á mjög góðum kjörum eða gefins. Landið mun verða notað til uppgræðslu og skógræktar — helst í Rangárþingi eða Árnes- sýslu — aðrir staðir koma til greina. Upplýsingar í síma 551 5594 eða 898 2487. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum veður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Freyvangur 22, Hellu, eignarhl., gerðarþola, þingl. eig. Árni Kristjáns- son og Iða Brá Árnadóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf., Hellu og Gúmmívinnslan hf., fimmtudaginn 30. janúar 2003 kl. 10.00. Hraukur, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Ágúst Karl Sigmundsson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Kaupfélag Árnesinga, Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumaðurinn á Hvolsvelli, föstudaginn 31. janúar 2003 kl. 12.00. Lækjarbraut 7, Rangárþingi ytra, þingl. eig. Unnur Hróbjartsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., útibú, fimmtudaginn 30. janúar 2003 kl. 9.30. Nýbýlavegur 20, Hvolsvelli, eignarhl. gerðarþola, þingl. eig. Benóný Jónsson, gerðarbeiðandi Guðbrandur Óli ehf., föstudaginn 31. janúar 2003 kl. 10.00. Suðurlandsvegur 2, 56,42%, Hellu, þingl. eig. Árni Kristjánsson, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 30. janúar 2003 kl. 10.30. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 22. janúar 2003, Þórhallur Haukur Þorvaldsson, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA Myndsköpun—leikur Viltu auka kærleikann í lífi þínu? Hugleiðsla. Þjálfun í teikningu og litameðferð. Að miðla af sér og deila með öðrum. Sjálfsþekking. Að setja sér raunhæf markmið. Finndu það fegursta í sjálfum þér. Innritun og nánari uppl. í síma 865 5592 eða 568 4930 frá 16— 18. Ásta Kristbergsdóttir, arkitekt FAI., Landslagsarkitekt og myndþerapist MAA FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  1831248½  9.0. I.O.O.F. 1  1831248  Þb. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Ashley Schmierer ásamt Robert Maasbach í Veginum helgina 24. til 26. janúar. Föstudagur Samkoma kl. 20.00. Ashley Schmierer predikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Laugardagur Kennsla kl. 10 til 16 um efnið Leiðtogi í söfnuðinum...hvar ert þú? Ashley Schmiere og Robert Maasbach kenna. Opið öllum. Sunnudagur Samkoma kl. 16:30. Ashley Schmierer predikar. Lofgjörð, fyrirbænir, krakka- kirkja, ungbarnakirkja og sam- félag. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 21 heldur Pétur Halld- órsson erindi „Hlutföll í fornum heimsmyndum“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Önna S. Bjarn- adóttur sem fjallar um „Svæðameðferð á fótum (reflexology)“ Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 30. janúar kl. 20.30 í umsjá Jóns L. Arnalds „Hugur er heimur III“. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.