Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 mbl.is
Ástríðuþjóf-
ur fyrir rétti
Stal 239 listaverkum og geymdi
í svefnherberginu Erlent 15
Uppbygging
á Hofsósi
Búist er við 12—15 þúsund gestum
í Vesturfarasetrið í ár 9
Í íþróttum í
yfir hálfa öld
Starfaði með 13 ráðherrum sem
íþróttafulltrúi Íþróttir 44
UM 10.000 manns tóku í gær þátt í
athöfn í Houston í Texas til minn-
ingar um geimfarana sjö, sem fór-
ust með geimferjunni Kólumbíu.
Vottaði George W. Bush, forseti
Bandaríkjanna, þeim virðingu sína
og er hann beindi orðum sínum til
fjölskyldna þeirra, sagði hann, að
„við erum öll sameinuð í sorginni,
þessum mikla missi ykkar og okkar
allra“.
Bush laut höfði og Laura, kona
hans, grét er geimfaranna sjö var
minnst við aðalstöðvar NASA,
bandarísku geimvísindastöðv-
arinnar, í Houston.
„Í dag er okkur ekki aðeins
harmleikurinn í huga, heldur einn-
ig metnaður og afrek geimfaranna
sjö, sem fórust í þessu skelfilega
slysi,“ sagði Bush og las upp nöfn
þeirra allra. Sagði hann einnig, að
Bandaríkjamenn myndu vinna
áfram að geimferðaáætlun sinni, þá
skuld ættu þeir meðal annars að
gjalda þeim, sem látið hefðu líf sitt
við þetta hættulega starf.
Athöfnin hófst með bæn, sem
flutt var á ensku og á hebresku í
virðingarskyni við einn geimfar-
anna, sem var ísraelskur. Sean
O’Keefe, yfirmaður NASA, sagði í
sinni ræðu, að stofnunin yrði meðal
annars að heiðra minningu hinna
látnu með því að komast að því
hvað fór úrskeiðis. Lauk athöfninni
með því, að skipsklukku var hringt
sjö sinnum.
Tveir kunnir geimfarar, þeir
John Glenn og Neil Armstrong,
voru viðstaddir athöfnina en Arm-
strong varð fyrstur manna til að
ganga á tunglinu.
Rannsóknin á slysinu heldur
áfram og grunsemdir um, að það
hnjask, sem ferjan varð fyrir í flug-
taki, hafi valdið því, hafa styrkst ef
eitthvað er. Kemur það meðal ann-
ars fram á minnisblaði hjá NASA,
sem skrifað var fáum dögum áður
en hún átti að lenda.
Brota úr Kólumbíu er nú leitað á
stóru svæði og meðal annars hefur
fundist hluti úr stjórnklefa ferj-
unnar.
„Sameinuð í sorginni“
AP
Bush forseti og nokkrir ættingjar geimfaranna, sem fórust með Kólumbíu, biðjast fyrir við athöfnina í gær. Um
10.000 manns voru viðstaddir hana, þar á meðal margir frammámenn í bandarísku þjóðlífi.
Houston. AP, AFP.
Hluti stjórnklefa/18
Minningarathöfn um þá sem fórust með Kólumbíu
SADDAM Hussein, forseti Íraks,
neitar því, að nokkur tengsl séu á milli
stjórnar hans og hryðjuverkasamtak-
anna al-Qaeda. Kemur það fram í við-
tali, sem breski stjórnmálamaðurinn
og vinstrimaðurinn Tony Benn átti
við Íraksforseta. Var það sýnt í
bresku sjónvarpi í gær en í dag mun
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, skýra öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna frá ýmsum upp-
lýsingum, sem Bandaríkjamenn hafa
um gereyðingarvopnasmíð Íraka.
Viðtalið var tekið á sunnudag og er
það fyrsta við Saddam frá því Íraks-
deilan hófst og að sögn Benns fyrsta
sjónvarpsviðtalið við hann í 12 ár. Í
því neitar Saddam ekki aðeins
tengslum við al-Qaeda, heldur einnig,
að Írakar eigi nokkur gereyðingar-
vopn. Sagði hann, að slík vopn yrðu
ekki falin og hélt því fram, að það,
sem fyrir Bandaríkjamönnum vekti,
væri að komast yfir írösku olíuna.
Gerði Saddam nokkuð menningu og
mannúð að umtalsefni og sagði, að
Írakar vildu frið. Þess vegna hefðu
þeir fullt samstarf við vopnaeftirlits-
mennina.
Viðtalið var sýnt á óháðri, breskri
sjónvarpsstöð, Channel 4. Varði tals-
maður hennar þá ákvörðun í gær og
sagði, að þótt Saddam væri í litlum
metum á Vesturlöndum, yrði rödd
hans einnig að fá að heyrast.
Powell í öryggisráðinu
Talsmaður Bandaríkjastjórnar
sagði í gær, að Powell myndi nota
hálfan annan klukkutíma til að kynna
öryggisráðinu ýmislegt, sem Banda-
ríkjamenn vita um tilraunir Íraka til
að koma sér upp gereyðingarvopnum.
Með honum verður George Tenet, yf-
irmaður CIA, bandarísku leyniþjón-
ustunnar. Ákveðið hefur verið, að
fulltrúi Íraka hjá SÞ fái að svara þótt
þeir eigi ekki sæti í öryggisráðinu.
Saddam neit-
ar tengslum
við al-Qaeda
Reuters
Saddam Hussein, forseti Íraks, ræðir við Tony Benn. Viðtalið var tekið upp
á sunnudag og er það fyrsta við Íraksforseta í langan tíma.
Powell ræðir gereyðingarvopn
Íraka í öryggisráðinu í dag
London, Washington. AP, AFP.
Blair/16
þótt hún sé ekki hliðstæð þeirri sem fólkið hafði
áður.
Hann segir einnig að fyrirsjáanlegar stóriðju-
framkvæmdir ýti undir jákvæðar væntingar
þótt ekki komi til þeirra strax. Ríkið áformi
einnig að flýta framkvæmdum á þessu ári sem
hafi þá margföldunaráhrif og bæti ástandið.
„Síðan er þessi tími, janúar og febrúar, sá harð-
asti þótt sveiflan sé dýpri núna. Ég tel því
öruggt að það muni draga úr þessu strax í apríl
og þegar líður á sumarmánuðina.“
Kemur harðar niður á fólki
Gissur neitar því ekki að atvinnuleysið hafi
komið hart niður á fólki. Hann segir vandamálið
að sumu leyti stafa af lágum atvinnuleysisbótum
og þess vegna sé áfallið við atvinnumissi mjög
mikið. „Það sem gerir þetta erfitt hérna á Ís-
GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn-
unar, segir útlit fyrir að greiða þurfi á fjórða
milljarð króna í atvinnuleysisbætur á þessu ári
gangi allar spár eftir. Í fyrra hafi útgjöld at-
vinnuleysistryggingasjóðs hins vegar verið 2,5
milljarðar króna.
Í gær voru 6.026 manns á atvinnuleysisskrá á
landinu. Þar af 3.230 karlar og 2.796 konur. Frá
áramótum hefur fólki á atvinnuleysisskrá fjölg-
að um 955 eða 18,8%. Gissur segir aukið at-
vinnuleysi birtast í annarri mynd í dag en þegar
það mældist hæst á árunum 1994 og 1995. Nú sé
meira um að menntað vinnuafl og fólk í betri
verslunar- og þjónustustörfum missi vinnuna en
áður. Hann segir þessu fólki ekki jafn hætt við
langtímaatvinnuleysi og ófaglærðu. Það búi yfir
ákveðinni hæfni og sveigjanleika sem geri það
að verkum að það grípi fyrr til vinnu sem bjóðist
landi er að bæturnar eru lágar. Þær eru miklu
lengra frá hinni raunverulegri framfærsluþörf
heldur en í flestum löndum í Vestur-Evrópu.“
Aðspurður segir hann einn skýringarþáttinn,
að atvinnuleysið bitni harðar á fólki nú en áður,
að tekjuhærra fólk missi vinnuna. Það sé búið að
laga sig að ákveðnum lífsstíl og mikið högg sé að
hrapa úr t.d. 300.000 krónum í mánaðarlaunum í
tæp 80.000 krónur. Slíkt ástand geti ekki varað
lengi. Hann segir umræðu um lágar atvinnu-
leysisbætur meiri nú en síðustu ár þar sem at-
vinnuleysi hefur verið lítið. Þó sé þetta ákveðinn
línudans á milli bótaupphæðarinnar og hins
innri hvata til að sýna fulla virkni í atvinnuleit.
Að sögn Gissurar er ástandið núna eitthvað sem
menn máttu búast við. „Ég held að allir séu sam-
mála um að það ástand sem var hérna í fyrra og
árið þar áður gat ekki staðið lengi. Ég er ekki
viss um að það sé eftirsóknarvert að ná því
ástandi aftur þar sem umframeftirspurn eftir
vinnuafli var það mikið að flytja þurfti inn þús-
undir manna til að mæta því.“ Það vinnuafl sé þó
ekki meginorsökin fyrir auknu atvinnuleysi nú.
Mælt fyrir/10
Atvinnulausum/28
Sveiflan dýpri nú en áður
Árstíðabundið atvinnuleysi hér á landi mest í janúar og febrúar