Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MEINTUR höfuðpaur í smygli á um
sex kílóum af amfetamíni til landsins
var handtekinn af lögreglunni í Amst-
erdam í febrúar í fyrra, daginn eftir
að fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavík fékk upplýsingar um ferðir
hans.
Maðurinn var lengst af búsettur á
Íslandi en er þýskur ríkisborgari og
hafði lögregla lengi reynt að hafa
hendur í hári hans. En þar sem þýsk
stjórnvöld framselja ekki þýska rík-
isborgara var tilgangslaust að óska
eftir framsali hans þaðan. Öðru máli
gegnir um Holland og því var lögð
mikil áhersla á að maðurinn yrði
handtekinn þar.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildarinnar, segir að lögreglunni
hafi borist upplýsingar um að mað-
urinn færi frá Þýskalandi hinn 13.
febrúar og myndi dvelja á ákveðnu
hóteli við Schippol-flugvöll. Um leið
og upplýsingarnar bárust um ferðir
mannsins hafi lögregla unnið í því
með aðstoð alþjóðadeildar ríkislög-
reglustjóra að fá hollensku lögregl-
una til að handsama hann. Hollend-
ingar voru fúsir til samstarfs og var
maðurinn handtekinn á hótelinu dag-
inn eftir. Hann hafnaði því að fara
sjálfviljugur til Íslands og barðist
gegn framsali á neðra og efra dóms-
stigi í Holland. Dómstólarnir höfnuðu
kröfum mannsins og kom hann til Ís-
lands hinn 3. janúar sl. og situr nú í
gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.
Í úrskurði Hérðasdóms Reykjavík-
ur, þar sem gæsluvarðhald yfir mann-
inum er framlengt til 7. mars, kemur
fram að lögreglan í Reykjavík telur að
maðurinn hafi átt frumkvæði og
skipulagt innflutning á tæplega sex
kílóum af amfetamíni til Íslands
ásamt talsverðu magni af kókaíni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var efnið flutt inn í niður-
suðudósum fyrir kjötvörur.
Lagt var hald á fíkniefnin í um-
fangsmikilli aðgerð í lok janúar í
fyrra. Í greinargerð lögreglustjórans
í Reykavík segir að málið sé sérstakt
að því leyti að amfetamínið er óvenju-
lega hreint. Styrkleiki þess er um 97–
99% en þetta er sterkasta efnið sem
lagt hefur verið hald á hér á landi.
Lögregla telur nánast öruggt að efnið
komi beint frá verksmiðju eða eins og
ákærði segi sjálfur – „þetta kemur
beint af kúnni“. Fyrir götusölu er
hægt að margfalda efnið þannig að
það hefði orðið 15–20 kíló. Miðað við
verðkönnun SÁÁ hefði verðmæti efn-
anna í götusölu verið að lágmarki um
60 milljónir króna.
Þáttur ákærða í brotastarfseminni
er talinn mikill, hann sé frumkvöðull
og skipuleggjandi, hann hafi útvegað
amfetamínið ytra, séð um að senda
það hingað, gefið fyrirmæli til ann-
arra í málinu um vörslu þess, sölu og
annað og jafnframt tekið við andvirði
efnanna ytra. Það hafi verið atvinna
mannsins að flytja fíkniefni til Íslands
og selja þau hér á landi.
Lögreglan fór fram á áframhald-
andi gæsluvarðhald yfir manninum á
grundvelli almannahagsmuna og
benti á að maðurinn væri grunaður
um brot sem varðaði allt að 12 ára
fangelsi. Gangi hann laus, strax að
rannsókn lokinni og áður en dómur
falli, valdi það hneykslun í samfélag-
inu og særi réttarvitund almennings.
Þá sé maðurinn þýskur ríkisborgari
og hafi verið búsettur ytra og því sé
meiri hætta en ella á að hann reyni að
flýja land. Komist hann til Þýska-
lands verði hann ekki framseldur það-
an enda banni þýsk lög framsal. Far-
bann sé ekki nægjanleg trygging.
Héraðsdómur féllst á þessa kröfu og
Hæstiréttur hefur staðfest hana.
„Þetta kemur
beint af kúnni“
Rótsterkt amfeta-
mín flutt inn í nið-
ursuðudósum
SAUTJÁN erfingjar
sómahjónanna Björns
Bjarnarsonar og
Guðnýjar Jónsdóttur
gáfu sig fram eftir að
auglýst var eftir kröf-
um í dánarbú þeirra í
mars 2002, þar sem
búið hefði verið tekið
aftur til opinberra
skipta. Þetta var í
sjálfu sér ósköp
venjuleg auglýsing,
nema fyrir þá sök að
hún birtist 72 árum
eftir andlát Guðnýjar
og 84 árum eftir and-
lát Björns.
Eignir búsins sem eftir var að
ráðstafa voru reyndar ekki miklar,
rúmlega 22 hektara mýri í Flóanum
sem metin er á 746.000 krónur.
Ástæðan fyrir þessari 72 ára töf er
sú að það hafði hreinlega gleymst að
Björn og Guðný ættu þessa mýri.
Ekki var rifjað upp hverjir væru
eigendur hennar fyrr en nýlega
þegar sveitarfélagið Árborg óskaði
eftir landaskiptum í Flóagafli.
Ástæðan var sú að sveitarfélagið
hafði áhuga á að mokað yrði ofan í
skurði á svæðinu og það gert að
betra búsvæði fyrir fugla. Flóagafl
sem er um 600–700 hektarar að
stærð yrði síðan gerður að fugla-
friðlandi en svæðið er vinsælt til
fuglaskoðunar.
Oft erfitt að rýna
í gamlar skrár
Freyr Bjartmarz, dóttursonur
Björns og Guðnýjar, hefur sinnt
málinu fyrir ættingjahópinn. „Ég sá
nú bara mynd af afa blasa við mér í
Mogganum og hugsaði með mér
hvurn fjárann hann hefði verið að
gera af sér núna. Bráðum 100 ár frá
því að hann dó,“ sagði hann kankvís
þegar hann var spurður hvernig
hann hefði frétt af því að hann ætti
landspildu fyrir austan fjall. Síðan
hefur hann gruflað í málinu, ekki
síst sér til gamans enda segir hann
forvitnilegt að grúska í gömlum
landamerkjamálum.
Stefán Bjarnarson, langafi Freys,
átti mýrina þegar hann bjó í Gerð-
iskoti í Flóagafli. Björn sonur hans
erfði mýrina en þegar dánarbú Guð-
nýjar ekkju hans var tekið til op-
inberra skipta, láðist að ráðstafa
landinu. Eignarhluti þeirra kom síð-
an ekki í ljós fyrr en sveitarfélagið
Árborg óskaði eftir landaskiptum
nýlega. Freyr segir reyndar að ekki
séu öll kurl komin til grafar um
hvort þau Björn og Guðný hafi átt
meira land í Flóagafli en það komi í
ljós síðar. Athuganir vegna landa-
merkjamála geti verið tímafrekar
enda sé oft og tíðum erfitt að ráða í
gamlar skrár; færslurnar hand-
skrifaðar og lýsingar studdar ör-
nefnum sem enginn kannist við í
dag.
Morgunblaðið birti frétt um dán-
arbússkiptin í mars 2002 en þá hafði
auglýsing birst í Lögbirtinga-
blaðinu. Þar var getið um að dán-
arbúið ætti um 40 hektara lands en
Freyr segir að þegar betur hafi ver-
ið rýnt í skjöl og skrár hafi komið í
ljós að Stefán Bjarnarson hafði selt
kaupmanninum á Eyrarbakka
helminginn árið 1891. Kaupmað-
urinn notaði mýrina sem beitarhólf
fyrir hross viðskiptavina sinna sem
komu ríðandi til að stunda kaup-
skap, kannski ekki ólíkt bílastæðum
nútímans nema hvað blikkbeljur eru
komnar í stað reiðhesta.
Kaupfélagið Hekla eignaðist síð-
ar hlut kaupmannsins og er sú mýri
kennd við kaupfélagið, kölluð
Heklumýri. Eftir standa um 22 hekt-
arar sem bera nafnið Bjarnarmýri
og þá landspildu eiga erfingjarnir
17 í sameiningu. Þau skiptu líka
með sér greiðslu á erfðafjárskatti
sem nam samtals 14.901 krónu.
Freyr segir mýrina varla nýtilega
til annars en hrossabeitar en segir
að erfingjarnir hafi enga ákvörðun
tekið um hvernig henni verði ráð-
stafað, hvort þeir muni selja eða
nota mýrina sjálfir. Í ættinni séu
nokkrir hestamenn sem vilji hugs-
anlega beita hrossum sínum á land-
inu. Einnig sé hugsanlegt að leggja
landið undir fuglafriðland. Freyr
bendir þó á að mýrin sé aðeins lítill
hluti af fyrirhuguðu friðlandi og þar
að auki í útjaðri þess.
En hvernig verður borgar-
búanum við þegar hann kemst að
því að hann hefur erft landspildu
eftir löngu látna ömmu sína og afa?
„Mér fannst þetta nú bara hálf-
hlægilegt og fannst eiginlega að
þetta gæti ekki staðist,“ sagði hann.
„Síðan fannst mér þetta bara svo
sniðugt að ég ákvað að taka þetta að
mér og pota málinu í gegn. Og ég
hafði voðalega gaman af því,“ segir
Freyr Bjartmarz, sölufulltrúi og
landeigandi í Flóanum.
Sautján erfingjar að 22
hektara mýri í Flóanum
Dánarbúið fór ekki í opinber skipti
fyrr en 84 árum eftir andlát bóndans
Freyr Bjartmarz Björn Bjarnarson
VÆNTA má þess að hertar reglur
um áhættumat útlána og afskrifta-
framlög lánastofnana á afskrifta-
reikning verði innleiddar hér á
landi á næstu árum. Að sögn Páls
Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins, hefur Evrópusam-
bandið ákveðið að innleiða staðla
Alþjóðareikningsskilaráðsins fyrir
samstæðureikningsskil skráðra fé-
laga, árið 2005. Þeir munu þá jafn-
framt taka gildi hér á landi.
„Í reikningsskilastöðunum er
m.a. að finna ítarlegar reglur um
mat á útlánum, sem munu hafa
áhrif hér og gerir að verkum að
breyta þarf verklagi lánastofnana
hér á landi,“ segir hann.
Að sögn Páls Gunnars er einnig
unnið að endurbótum á gildandi
reglum um eiginfjárhlutföll lána-
stofnana á vegum svonefndrar
Basel-nefndar um bankaeftirlit.
Í reikningsskilastöðlunum er
m.a. að finna ítarleg ákvæði um
hvaða lán beri að taka til sér-
stakrar skoðunar við mat á fram-
lögum á afskriftareikning. Að sögn
Páls Gunnars er þó óvíst að sá
hluti reglnanna muni hafa einhver
áhrif í minni bönkum líkt og stafa
hér á landi.
„Hins vegar er ýmislegt í þess-
um reglum sem mun gera að verk-
um að við þurfum engu að síður að
breyta okkar verklagi. Til dæmis
mun þurfa að núvirða þær eignir
sem eru á sérstökum afskrifta-
reikningi og kann það að hafa
áhrif á matið, hugsanlega í þá átt
að lánastofnanir þurfi að leggja
meira til hliðar á afskriftareikning
en hingað til hefur verið gert. Það
er þó eftir að leggja mat á þetta
hér,“ segir hann.
„Við höfum reyndar verið að
styrkja reglur um mat á afskrift-
um útlána og við munum halda
áfram þeirri umræðu á næstu
misserum. Munum við á þessu ári
kynna fyrir lánastofnunum hvern-
ig við sjáum fyrir okkur að þessi
þáttur alþjóðlegu reikningsskila-
staðlanna verði innleiddur fyrir
lánastofnanir hér á landi,“ segir
Páll Gunnar.
Hertar reglur um
áhættumat út-
lána og afskriftir
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
skrifað Flugleiðum og óskað eftir
upplýsingum um svonefndan vor-
smell félagsins. Tekur stofnunin
málið upp að eigin frumkvæði til að
kanna hvort tilboðið brjóti hugsan-
lega í bága við 11. grein samkeppn-
islaga um markaðsráðandi stöðu.
Guðmundur Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs Samkeppn-
isstofnunar, segir að fyrirtækið Ice-
land Express hafi fyrir nokkru
kynnt ferðir milli Íslands og Kaup-
mannahafnar og London og boðið
sætið á 14.900 króna lágmarksverði.
Það hafi vakið athygli stofnunarinn-
ar að nokkru síðar hafi Flugleiðir
auglýst áðurnefndan vorsmell til
sömu borga á sama verði og greint
að í boði væru nokkur þúsund sæti.
Hafi verið ákveðið að skrifa Flug-
leiðum eða Icelandair og óska upp-
lýsinga um hversu mörg sæti væru í
boði og hvernig háttað væri kostnaði
og tekjuuppbyggingu vegna þessara
sæta. Gefinn verður hálfs mánaðar
frestur til að veita upplýsingarnar og
sagði Guðmundur málið metið að
þeim fengnum.
Guðmundur sagði stofnunina ein-
staka sinnum taka upp mál að eigin
frumkvæði.
Samkeppnisstofnun skrifar Flugleiðum
Óskað upplýsinga um
ferðatilboðið vorsmell