Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 10

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra sagði á Alþingi í gær að í til- lögum að samgönguáætlunum fyrir árin 2003 til 2014 annars vegar og 2003 til 2006 hins vegar væri gert ráð fyrir fleiri og dýrari framkvæmdum í samgöngumálum en nokkru sinni fyrr. Ráðherra mælti fyrir þessum tillögum á Alþingi í gær, en í þeim er gert ráð fyrir að um 240 milljarðar fari til samgöngumála á tímabilinu, þ.e. frá 2003 til 2014. Tillögurnar taka til flugs, siglinga og landssamgangna og eru m.a. lagðar fram á grundvelli nýrra laga um samgönguáætlun. „Við gerum ráð fyrir því að í lok áætlunartímabilsins fullnægi sam- göngukerfi þjóðarinnar í öllum meg- inatriðum þessu landi,“ sagði ráð- herra. Í umræðunum um tillögurnar spurði Ásta R. Jóhannesdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, ráðherra m.a. að því hvaða framkvæmdum hann hygðist flýta til að bæta at- vinnuástandið. Vitnaði hún þar til ummæla Páls Péturssonar félags- málaráðherra í utandagskrárum- ræðu á Alþingi fyrir skömmu um að ríkisstjórnin vildi flýta útboðum á verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins, til að bregðast við ástandinu í atvinnumálum hér á landi. Ráðherra svaraði því m.a. til að hann hefði beint þeim tilmælum til stofnana samgönguráðuneytisins að hraða undirbúningi og framkvæmd- um innan ársins 2003 eins og kostur væri. „Stofnanir hafa að sjálfsögðu orðið vel við þessum óskum mínum,“ sagði ráðherra. Hann nefndi m.a. að flýta ætti útboði á framkvæmdum við mislæg gatnamót við Stekkjarbakka í Reykjavík. Það væri stórt verkefni og útboðið yrði á næstunni. Ráðherra nefndi einnig að verið væri að vinna að undirbúningi framkvæmda við Reykjanesbraut, en skipulagsvanda- mál gætu þó valdið töfum. Skipulags- vandamál gætu sömuleiðis tafir framkvæmdir í Mosfellsbænum. „En úti um allt land er verið að herða á framkvæmdum og útboðum og m.a. verður á næstu vikum, innan tveggja vikna, væntanlega boðin út brú yfir Kolgrafarfjörð. Þá eru jarðgangaút- boðin í undirbúningi,“ sagði ráð- herra. Mælt fyrir samgöngu- áætlun til ársins 2014 Morgunblaðið/Golli Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í gær. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði við upphaf þingfundar á Alþingi í gær að það væri með ólíkindum að fylgjast með upphlaupi þingmanna stjórnarandstöðunnar síðustu daga og árásum þeirra á forseta þingsins, Halldór Blöndal. Annað eins myndi hvergi gerast í hinum vestræna heimi. Tilefni þessara orða var gagn- rýni þingmanna stjórnarandstöðunn- ar, einkum þingmanna Samfylking- arinnar, á Halldór Blöndal fyrir að hafa hafnað beiðni þingflokks Sam- fylkingarinnar um að fela Ríkisend- urskoðun að taka saman skýrslu um fjárhagslegt uppgjör Landssíma Ís- lands hf. við fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins, Þórarin V. Þórarins- son, sem gert var í tengslum við starfslok hans hjá fyrirtækinu. „Það er gott að kosningamál, helsta kosn- ingamál Samfylkingarinnar er komið fram,“ sagði Davíð Oddsson. „Maður velti því lengi fyrir sér hvað yrði kosningamál hennar,“ bætti hann við. „En að því slepptu þá er með ólíkindum að fylgjast hér með þessu upphlaupi og þessum árásum sem menn gera hér að forseta þingsins. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta gæti ekki gerst í nokkru öðru þingi veraldar.“ Spurði ráðherra hvers vegna þingmenn gæfu sér það ekki að forseti þingsins væri með því að hafna fyrrgreindri beiðni að kveða upp málefnalegan úrskurð. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hóf reyndar þessa umræðu í upphafi þingfundar í gær, með því að spyrja hvort það væri við hæfi að Halldór Blöndal kvæði upp úrskurð um umrædda beiðni þingmanna Samfylkingarinn- ar í ljósi þess að Halldór hefði, þegar hann gegndi embætti samgönguráð- herra, staðið að ráðningu Þórarins í starf forstjóra Símans. Vísaði Össur máli sínu til stuðnings í viðtal sem birtist við Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra í Morgunblaðinu þar sem Sturla segir að þegar hann tók við embætti samgönguráðherra hefði Halldór verið búinn að gefa Þórarni, sem þá var stjórnarformað- ur Símans, fyrirheit um að hann tæki við starfi forstjóra. Verkefni Sturlu hefði verið að efna það samkomulag. Halldór Blöndal, sem var í forseta- stól, tók fram að forsætisnefnd hefði ekki borist nein beiðni um að Rík- isendurskoðun skilaði skýrslu um starfslokasamning forstjóra Símans. Ítrekaði Halldór þetta a.m.k. tvisvar síðar í umræðunni. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylking- arinnar, tók hins vegar fram að verið væri að gera einfalda hluti flókna. Las hann upp úr bréfi þingmanna Samfylkingarinnar frá nóvember sl. til forsætisnefndar þar sem farið væri fram á að forsætisnefndin fæli Ríkisendurskoðun að gefa Alþingi skýrslu um fjárhagslegt uppgjör Símans við Þórarin V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóra Símans, sem gert var í tengslum við starfslok hans hjá fyrirtækinu. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra kvaðst undrast þær árásir sem forseti þingsins sæti undir frá einum af varaforsetum þingsins, en Guð- mundur Árni er fyrsti varaforseti þingsins. Sturla sagði að það lægi ljóst fyrir að það væri ekki á valdi forseta þingsins að leggja fram skýrslu um uppgjör við fyrrverandi forstjóra Símans. Fyrirtækið væri hlutafélag og ekki væri hægt að kalla eftir endurskoðunarskýrslum frá slíkum félögum. „Þess vegna vil ég hvetja háttvirta þingmenn til að sýna forseta Alþingis þá virðingu sem hann á sannarlega skilið.“ Guðmundur Árni kom aftur í pontu og sagði að samgönguráð- herra væri ekki maður til að reyna að bera skjöld fyrir forseta þingsins. „Því sannleikurinn er sá að hæstvirt- ur samgönguráðherra gat sjálfur komið í veg fyrir allt þetta sem í hönd hefur farið með því að birta umbeðn- ar upplýsingar þegar eftir því var leitað.“ Ummælin vítaverð Fleiri þingmenn tóku til máls í um- ræðunni. Jóhann Ársælsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að það væri ekki bætandi ofan á önnur afglöp forseta þingsins ef hann ætlaði að koma í veg fyrir að þingmenn gætu beitt þinglegum ráð- um til að afla upplýsinga. Og Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, ítrekaði fyrrnefndar at- hugasemdir Össurar. Sagði hann að forseti hefði í engu svarað þeim og snúið út úr málinu. Eftir ræðu sína kallaði Lúðvík úr sal að forseti ætti ekki að misnota stöðu sína í forseta- stóli. Lýsti Halldór því yfir að þessi ummæli væru vítaverð. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra tók upp hanskann fyrir forseta þingsins og sagði að árásirnar á for- seta þingsins væru þær óvenjuleg- ustu sem hann hefði séð. Guðjón Guðmundsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði einnig að allar árásir á forseta þingsins væru ómak- legar, ódrengilegar og Samfylking- unni til skammar. Forseti þingsins hefði afgreitt umrætt mál eins og honum bæri og skv. niðurstöðum færustu lögmanna. Uppgjör við fyrrverandi forstjóra Símans aftur rætt á þingi Undrast gagnrýni þing- manna á þingforseta ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Á dagskrá verða fyrirspurnir til ráðherra. Kl. 15.30 fer fram utandagskrárumræða um úrskurð ráðherra um Norð- lingaölduveitu. Málshefjandi verður Steingrímur J. Sigfússon, VG, en Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra verður til and- svara. BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra á fundi borgarráðs í gær: „Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003 á fundi borgarstjórnar 2. janúar 2003 bókuðu borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna meðal annars eftirfarandi: „Við brotthvarf Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur úr stóli borgar- stjóra er eðlilegt að gerð sé úttekt á þróun fjármála Reykjavíkurborgar í hennar tíð. Slíkt er til þess fallið að auðvelda nýjum borgarstjóra að horfast í augu við hina ótrúlegu skuldasöfnun borgarinnar undir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, sem lofaði kjósendum árið 1994 að skuldir Reykjavíkurborgar yrðu lækkaðar undir hennar for- ystu.“ Á fyrsta borgarráðsfundi nýs borgarstjóra vilja borgarráðsfulltrú- ar sjálfstæðismanna vekja athygli á því, að hreinar skuldir Reykjavík- urborgar án lífeyrisskuldbindinga hafa aukist um 1100% síðan árið 1993, á sama tíma hafa sambæri- legar skuldir ríkissjóðs lækkað um 13%. Þá er staðfest, að heildarskuld- ir á hvern Reykvíking eru 733 þús- und krónur og þar með hærri en í nokkru öðru stóru sveitarfélagi í landinu eða á höfuðborgarsvæðinu. Með vísan til þessara staðreynda er spurt: Ætlar nýr borgarstjóri að óska eftir úttekt á því hvað veldur þessari miklu skuldaaukningu? Ætl- ar borgarstjóri að beita sér fyrir því að snúið sé af þessari braut? Samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2002 sem samþykkt var í borgarstjórn í desember 2001 var gert ráð fyrir því að hreinar skuldir borgarinnar í árs- lok 2002, án lífeyrisskuldbindinga, yrðu 33,2 milljarðar króna. Útkomu- spá fyrir árið 2002 gerir nú ráð fyrir því að niðurstaðan verði rúmir 43 milljarðar króna eða tæpum 10 milljörðum hærri. Frávikið er því 30% miðað við það sem áætlunin gerði ráð fyrir. Fjárhagsáætlun fyr- ir árið 2003 er reist á sama grunni og áætlunin fyrir árið 2002. Með vísan til þessa er spurt: Ætl- ar nýr borgarstjóri að grípa í taum- ana, svo að þróunin verði ekki hin sama í ár og árið 2002, að skuldir aukist 30% umfram áætlun?“ Sjálfstæðismenn á borgarráðsfundi Hvetja borg- arstjóra til að grípa inn í skuldasöfnun NOKKRIR sterkir jarðskjálftar, í kringum 5 stig á Richter, urðu á Reykjaneshrygg um helgina um 950 km suðvestur af landinu. Þrír skjálftar komu fram á mælum sl. laugardag, sá stærsti upp á 5,5 stig, og tveir daginn eftir af svip- uðum styrkleika. Skjálftahrinur á þessu svæði hafa verið nokkrar á síðustu þrem- ur árum. Í október sl. varð hrina um 100 km norðar á hryggnum, sú mesta í ein 40 ár þar sem stærsti skjálftinn var 5,5 stig á Richter líkt og nú. Gunnar B. Guðmundsson á jarð- eðlissviði Veðurstofunnar segir hrinuna hafa verið nálægt þver- gengi sem kennt sé við rannsóknar- skipin Charley og Gibbs. Erfitt sé að segja til um hvort þetta hafi ein- hver áhrif á skjálftavirkni hér á landi, en Ísland liggur sem kunn- ugt er á Reykjaneshryggnum. Áfram verði fylgst með þróun mála, ekki síst ef virknin færist norðar á hryggnum og nær landi. Enn skjálfta- hrina á Reykja- neshrygg ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.