Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 13
Lagastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við umhverfisráðuneytið stendur fyrir opnum
fræðafundi um þátttöku almennings í ákvörðunum um umhverfismál. Markmið fundarins
er að varpa ljósi á gildandi lög og alþjóðasamninga á sviði umhverfisréttar sem fjalla um
rétt almennings til að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda varðandi einstaka framkvæmdir
sem hafa áhrif á umhverfið.
Fundarstjóri verður Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
Jonas Ebbesson, dósent við Háskólann í Stokkhólmi
Public participation and access to justice in the light of the Aarhus Convention
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lögfræðingur
Þátttaka almennings í ákvarðanatöku sem lýtur að einstaka framkvæmd
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands
Réttur til að bera ákvarðanir stjórnvalda um umhverfismál undir dómstóla
Almennar umræður og fyrirspurnir.
FRÆÐAFUNDUR
Almenningur og umhverfismál
Lagastofnun
Háskóla Íslands
Lagastofnun Háskóla Íslands
Lögbergi
Sími 525 4386
www.hi.is/stofn/lagast
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
8
5
4
1
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 7. febrúar, kl. 12.15
í hátíðasal Háskóla Íslands, aðalbyggingu.
Stefnt er að því að honum ljúki kl. 14.00.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast.
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Í einkasölu ca 135 fm neðri sér-
hæð ásamt 27,2 fm bílskúr í
góðu steinhúsi. Íbúðin er
skemmtilega innréttuð. 3 rúm-
góð svefnherb., 2 saml. stofur.
Skemmtilegt skipulag. Eiguleg
eign. Sérinng. Verð 17,5 millj.
Blönduhlíð - sérhæð
sími 588 4477
MIÐAÐ við nýjustu tilkynningar
um afkomu og farþegafjölda írska
lággjaldaflugfélagsins Ryanair
bendir allt til þess að það hirði
bronsið af Air France í keppninni
um stærsta flugfélag Evrópu.
Hagnaður Ryanair á síðasta fjórð-
ungi ársins 2002 nam tæpum 50
milljónum evra en um 33 milljónum
evra á sama tíma ári áður. Þá flutti
félagið 46% fleiri farþega á síðustu
þremur mánuðum 2002 en það
gerði 2001, alls um 2,7 milljónir far-
þega. Frá þessu greinir í frétt BBC.
Forsvarsmenn Ryanair hafa nú
þegar gert spár um áframhaldandi
velgengni á næsta uppgjörsári, sem
hefst í lok mars nk. Í spám er gert
ráð fyrir að 24 milljónir farþega
verði þá fluttar milli Evrópulanda
með þotum félagsins. Í fréttinni er
þó haft eftir fjámálaspekúlant hjá
NCB Stockbrokers í Dublin, hvar
höfuðstöðvar Ryanair eru, að spár
félagsins séu þó umfram væntingar.
Ryanair er nú að ganga frá kaup-
um á öðru lággjaldaflugfélagi,
Buzz, sem áður var í eigu hollenska
KLM.
Eftir þau kaup verður Ryanair
orðið þriðja stærsta flugfélag Evr-
ópu, en félagið er nú þegar það arð-
samasta í álfunni.
Ryanair hyggst segja upp a.m.k.
fimmtungi starfsmanna Buzz og
hefur hótað að segja upp fleirum
samþykki starfsmenn ekki vinnu-
reglur Ryanair. Þá mun ekki verða
hikað við að stokka upp leiðakerfi
Buzz og fella niður áætlunarleiðir,
fái félagið ekki vilja sínum fram
varðandi lækkun lendingargjalda.
Reuters
Ryanair stækkar
KRÖFU Samkeppnisstofnunar um
frávísun máls Hf. Eimskipafélags Ís-
lands gegn stofnuninni var hafnað í
Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fimmtu-
dag. Málið, sem Samkeppnisstofnun
vildi fá vísað frá, snerist um kæru
Eimskipafélagsins á úrskurði áfrýj-
unarnefndar samkeppnismála frá
því í nóvember sl., að því er fram
kemur í tilkynningu frá Eimskipi
ehf. Þar kvað áfrýjunarnefndin á um
aðild Samskipa hf. og þar með hugs-
anlegan aðgang þess fyrirtækis að
gögnum í því máli sem nú er til með-
ferðar hjá samkeppnisyfirvöldum og
beinist að Eimskipafélaginu.
Framkvæmdastjóri Eimskips
ehf., Erlendur Hjaltason, segir úr-
skurð héraðsdóms vera jákvæðan
áfanga í málinu. „Samskip kærðu
okkur til samkeppnisyfirvalda fyrir
að hafa misnotað markaðsráðandi
stöðu. Okkur fannst hins vegar óeðli-
legt að Samskip væru beinn aðili að
málinu þar sem félagið gæti hugs-
anlega fengið aðgang að gögnum
málsins,“ segir Erlendur. Málið var
tekið fyrir efnislega hjá héraðsdómi í
gærmorgun og er dóms að vænta
fljótlega.
Frávísunarkrafa Samkeppnis-
stofnunar, sem nú hefur verið synj-
að, var á því byggð að Eimskipa-
félagið hefði ekki lögvarða hagsmuni
af niðurstöðu málsins. Eimskipa-
félagið taldi sig þvert á móti hafa
ríka hagsmuni af úrlausn þess og er
sá skilningur staðfestur með úr-
skurði héraðsdóms.
Máli Eimskips ekki
vísað frá í héraðsdómi
HÚSASMIÐJAN hefur sagt
upp átta starfsmönnum í versl-
un sinni í Skútuvogi. Starfs-
mönnunum var boðinn starfs-
lokasamningur en meirihluti
þeirra sem sagt var upp hafði
ekki unnið lengur en eitt og
hálft ár hjá fyrirtækinu að sögn
Steinars Árnasonar, rekstrar-
stjóra verslunarinnar.
„Við tókum búðina í gegn í
ágúst sl. og fórum í mikla end-
urskipulagningarvinnu og
bættum við okkur 15 manns til
að bæta þjónustustigið í búð-
inni. Síðan kom það í ljós að við
þurftum að segja upp 8 starfs-
mönnum og við buðum þeim
starfsmönnum öllum sérstaka
starfslokasamninga,“ sagði
Steinar Árnason.
Uppsagnir
hjá Húsa-
smiðjunni í
Skútuvogi
LOÐNUSKIPIÐ Huginn VE land-
aði um 1.500 tonnum af loðnu í
Bodö í Noregi í gær og fékk um
13.500 íslenskar krónur fyrir tonn-
ið. Aflaverðmæti var því um 20,3
milljónir íslenskra króna en hefði
verið um 10,5 milljónir króna ef
skipið hefði komið með aflann að
landi hér. Verð fyrir tonn af loðnu
á Íslandi hefur verið í kring um
7.000 krónur að undanförnu. Haft
er eftir Helga Einarssyni, skip-
stjóra á Hugin VE, á Skip.is að
ferðin til Noregs hafi tekið um tvo
sólarhringa.
Norska pressan fjallaði um málið
í gær og sagði í Fiskeribladet að
skortur á loðnu í Noregi gerði það
að verkum að meira væri greitt
fyrir kílóið. Segir að norski loðnu-
kvótinn hafi verið lækkaður veru-
lega að undanförnu og sé nú ein-
ungis 183.000 tonn. Íslensk loðnu-
skip hafa hins vegar kvóta upp á
660.000 tonn fyrir vertíðina og
jafnvel útlit fyrir að sá kvóti verði
aukinn.
Í Fiskeribladet segir að talið sé
ólíklegt að hið háa verð fyrir
loðnuna í Noregi haldi sér. Líklegt
þykir að um stutt tímabil sé að
ræða. Haft er eftir skipverja á
Hugin VE að búast megi við að
skipið landi aftur í Noregi í næstu
viku ef verðið helst jafnhátt.
Fleiri en íslenskir sjómenn sjá
hag í því að landa loðnu fjarri
heimahögum því Fiskeribladet
greinir einnig frá því að norska
loðnuskipið Vikar-1 hafi landað 500
tonnum í Múrmansk í byrjun vik-
unnar. Fengust um 16.800 íslensk-
ar krónur fyrir tonnið og aflaverð-
mæti því um 8,4 milljónir króna í
stað 6,8 milljóna sem fengist hefðu
í Noregi.
Tvöfalt verð fyrir
loðnuna í Noregi
HAGNAÐUR fasteignafélagsins
Stoða hf. og dótturfélaga fyrir árið
2002 var 763 milljónir króna saman-
borið við 76 milljónir króna árið 2001
og tífaldaðist því milli ára.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
kemur fram að jákvæð afkoma skýr-
ist meðal annars af gengishagnaði
vegna styrkingar íslensku krónunnar.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.587
milljónir króna. Veltufé frá rekstri
var 588 milljónir króna og handbært
fé frá rekstri var 662 milljónir króna.
Í tilkynningu félagsins segir einnig
að rekstrartekjur samstæðunnar á
tímabilinu námu 2.122 milljónum
króna og jukust um 1.714 milljónir frá
fyrra ári. Rekstrargjöld að meðtöld-
um afskriftum námu 1.089 milljónum
króna og jukust um 945 milljónir
króna frá fyrra ári.
Heildareignir félagsins námu tæp-
um 24,2 milljörðum króna í lok síðasta
árs. Eigið fé nam um 4,7 milljörðum
króna eða sem svarar 19,4% niður-
stöðutölu efnahagsreiknings. Eigið fé
ásamt víkjandi láni að fjárhæð 1,5
milljarðar króna er alls um 6,2 millj-
arðar króna eða 25,5% af niðurstöðu-
tölu efnahagsreiknings.
Á árinu sameinaðist félagið Þyrp-
ingu hf. og miðast samruninn við 1.
janúar 2002. Við samrunann myndað-
ist viðskiptavild að fjárhæð 690 millj-
ónir króna og er hún eignfærð meðal
óefnislegra eigna og afskrifuð á 20 ár-
um.
Hagnaður Stoða
tífaldast milli ára
● ALCATEL hefur varað við því að
sala gæti minnkað allt að 30%
snemma á árinu. Nýlega birti félagið
afkomutölur sem sýna tap upp á
1,1 milljarð evra eða yfir 90 millj-
arða íslenskra króna á síðasta fjórð-
ungi ársins 2002. Í frétt BBC um
málið segir að þó sé það huggun
harmi gegn fyrir fyrirtækið að tapið
sé um 40% minna en á sama tíma
ári áður.
Engu að síður tapaði fyrirtækið
alls 4,8 milljörðum evra á öllu síð-
asta ári, um 400 milljörðum króna,
sem er svipað og fyrir árið 2001.
Fyrirtækið, sem er franskt og
framleiðir hátæknibúnað, hyggst nú
skera kostnað verulega niður og
segja upp um 40% starfsfólks.
Fleiri hátæknifyrirtæki eru í vanda
því sænska Ericsson tilkynnti einnig
um tap fyrir fjórða ársfjórðung 2002.
Sala fyrirtækisins dróst saman um
36% frá sama tíma 2001. Ericsson
hefur þó ekki gefið út viðvörun um
að sala muni dragast saman heldur
gerir þvert á móti ráð fyrir að hún
aukist á næstu mánuðum. Segir í
frétt BBC að bæði fyrirtæki séu talin
á sérlega viðkvæmu stigi þar sem
þau byggja afkomu sína á að selja
tæknibúnað til símafyrirtækja, en
þau hafa verulega dregið úr fjárfest-
ingum að undanförnu.
Hátæknifyrirtæki í vanda