Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 21 METÞÁTTTAKA var á námskeiði í gerð viðskiptaáætlana sem Þjóðar- átak um nýsköpun efndi til í Kefla- vík í gær, í samvinnu við Reykja- nesbæ. Um sjötíu þátttakendur sátu undir þriggja tíma fyrirlestri sem G. Ágúst Pétursson verkefnisstjóri flutti. Ágúst sagði fyrir námskeiðið að þátttaka í námskeiðum verkefnisins í ár væri meiri en áður hefði þekkst en hann heldur tíu slík námskeið um land allt. Þó væri ljóst að þátt- takan á Suðurnesjum væri sú mesta á námskeið utan Reykjavíkur og meira að segja meiri en oft væri á námskeiðum á höfuðborgarsvæð- inu. Fyrirlesturinn var haldinn í fundarsal Reykjanesbæjar í Kjarna. Var með naumindum að salurinn rúmaði hópinn og þurfti að smala stólum af skrifstofum Reykjanes- bæjar á hæðinni til þess að allir þátttakendur fengju sæti. Á námskeiðinu fór G. Ágúst yfir helstu atriði sem þarf að hyggja að við gerð viðskiptaáætlunar. Hann fjallaði um lausnina og þörf fyrir hana, markaðsgreiningu og mark- aðssetningu og sölu. Síðan var tals- vert fjallað um undirbúning og verklag við gerð viðskiptaáætlana og að síðustu lítillega um ferli fjár- mögnunar og fjárfestaumhverfi. Námskeiðin eru liður í sam- keppni Þjóðarátaks um nýsköpun. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fundarsalur Reykjanesbæjar í Kjarna var þétt setinn í gærkvöldi af áhugasömu fólki um gerð viðskiptaáætlana. Metþátttaka á nýsköpunarnámskeiði Keflavík ALUR, álvinnsla ehf., kynnir í dag fyrirtækið og fyrirætlanir þess um að hefja framleiðslu í Helguvík. Kynn- ingarfundurinn verður á veitingahús- inu Ránni og hefst klukkan 11.30. Alur kynnir áform sín Reykjanesbær BÓNUS mun opna í verslunarhús- næði því sem Hagkaup hafa notað í Njarðvík, í mars eða ekki síðar en 1. apríl næstkomandi. Verslunin verð- ur með stærri Bónusbúðum. Hagkaup tilkynntu í síðasta mán- uði um lokun verslunar sinnar í Njarðvík og að öllu starfsfólki, um 35 manns, yrði sagt upp störfum. Þá kom fram að í athugun væri að Bón- us myndi opna í staðinn en bæði fyr- irtækin eru í eigu Baugs hf. sem einnig er stærsti hluthafinn í félag- inu sem á verslunarhúsnæðið. Skartar sínu fegursta Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, sagði í gær að eftir að Hagkaup var lokað, 1. mars, þyrfti að vinna að endurbótum á hús- næðinu. Bónus myndi opna þegar þeirri vinnu væri lokið sem hann taldi að yrði ekki síðar en 1. apríl. Bónusbúðin í Reykjanesbæ verð- ur með stærri verslunum keðjunnar, svipuð að stærð og Bónus í Holta- görðum. Og þar myndi fyrirtækið skarta sínu fegursta. „Bónus á stór- an hóp viðskiptavina á Suðurnesjum og þetta auðveldar þeim aðgengi að verslun hjá okkur. Þá er Baugur að bregðast við óskum neytenda sem vilja lægra vöruverð,“ segir Guð- mundur. Hann segir að ekki þurfi eins margt starfsfólk í Bónus og nú vinn- ur í Hagkaupum þar sem um sé að ræða allt öðruvísi búð. Telur hann að 8–9 starfsmenn verði ráðnir og segir Guðmundur að rætt verði við starfs- fólkið sem er að missa vinnuna í verslun Hagkaupa. Ljósmynd/Hilmar Bragi Ný verslun Bónuss verður í húsnæði sem losnar við lokun Hagkaupa. Bónus opnar stóra verslun eftir tvo mánuði Njarðvík FRÆÐSLURÁÐ Reykjanesbæjar hefur samþykkt breyttan gæslutíma leikskóla bæjarins. Öllum leikskól- um verður lokað klukkan 17.15 nema Garðasel og Gimli sem verða opnir klukkustund lengur. Fræðsluráð samþykkti tillögur að breyttum gæslutíma leikskólanna á fundi sínum í vikunni. Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi segir að eftirspurn hafi minnkað mjög eftir vistun eftir klukkan fimm á daginn. Hún segir að leikskólum í öðrum stórum bæjarfélögum sé yfirleitt lokað klukkan kortér yfir fimm eða hálfsex. Hún segist hafa lagt til að leikskólunum í Reykjanesbæ yrði lokað almennt klukkan 17.15 en tveir hafðir opnir lengur til þess að hægt verði að þjóna þeim örfáu sem þurfi lengri vistun. Staðfesti bæjarráð breytinguna tekur hún gildi 1. september í haust. Foreldrum gefst þá kostur á að sækja um flutning barna sinna milli leikskóla, telji þeir sig þurfa á lengri vistun að halda. Í samþykkt fræðsluráðs felst að tímagjald verður hærra eftir klukk- an 17.15 vegna aukins kostnaðar við starfsmannahald. Leikskólar Reykjanesbæjar hafa auglýst lokun vegna sumarleyfa og starfsdaga 2003. Leikskólarnir Holt og Tjarnarsel verða lokaðir frá 10. júní til 15. júlí. Leikskólarnir Gimli, Heiðarsel og Hjallatún verða lokaðir frá 23. júní til 25. júlí. Leikskólarnir Garðasel og Vesturberg verða lok- aðir frá 11. júlí til 15. ágúst. Tveir leikskólar opnir lengur Reykjanesbær SKÝRSLA um mat á umhverfis- áhrifum 220 kV háspennulínu frá fyrirhuguðu virkjanasvæði á Reykjanesi að aðveitustöð við Svartsengi hefur verið lögð fram til kynningar. Er þetta fyrsti áfangi í fyrirhugaðri endurnýjun Hitaveitu Suðurnesja á raflínukerfi svæðisins. Hitaveita Suðurnesja á og rekur 132 kV háspennulínu sem liggur frá Svartsengi að Fitjum í Njarðvík og aðra jafn öfluga línu frá Fitjum í Hafnarfjörð. Vegna fyrirhugaðs varmaorkuvers á háhitasvæðinu í Reykjanesi er nauðsynlegt að leggja háspennulínu frá virkjana- svæðinu inn á þjónustukerfi Hita- veitunnar. Og til að geta selt raf- orkuna út fyrir svæðið er talið nauðsynlegt að endurnýja há- spennulínuna til Hafnarfjarðar, hugsanlega með viðkomu á fyrir- huguðu virkjanasvæði við Trölla- dyngju. Í þeirri skýrslu sem Hitaveitan hefur nú lagt fram er eingöngu fjallað um háspennulínuna frá Reykjanesi að Svartsengi. Streng- urinn verður lagður í jörð á iðn- aðarsvæðinu á Reykjanesi, af tæknilegum ástæðum, en síðan í loftlínu frá Sýrfelli að Svartsengi. Háspennulínan er 14 km löng. Stefnt er að því að framkvæmdir við hana geti hafist á næsta ári og að þeim verði lokið á árinu 2005. Sjónræn áhrif af línunni Fram kemur í matsskýrslunni að helstu umhverfisáhrif línunnar séu sjónræn áhrif af línunni sjálfri og línuslóði. Athugaðar voru tvær línu- leiðir auk lagningar jarðstrengs. Hitaveitan valdi nyrðri loftlínuleið- ina sem aðalvalkost vegna minni sjónrænna áhrifa á svæðum sem fjölsótt eru af ferðamönnum. Jarð- streng var hafnað vegna kostnaðar og tæknilegra vandamála. Niðurstaða matsskýrslunnar sem unnin er af Línuhönnun er sú að umhverfisáhrif af lagningu línunnar eru talin viðunandi. Hún hafi lítil sjónræn áhrif á svæðum sem eru fjölsótt af ferðamönnum og lítil nei- kvæð áhrif á aðra þætti. Jákvæð áhrif af línulögninni ásamt óbeinum jákvæðum áhrifum af jarðgufu- verinu á Reykjanesi eru talin verða umtalsverð í samfélaginu. Skipulagsstofnun hefur auglýst að skýrslan liggi frammi til kynn- ingar, meðal annars á bæjarskrif- stofum og bókasöfnum Grindavíkur og Reykjanesbæjar til 12. mars næstkomandi en þá rennur jafn- framt út frestur til að skila athuga- semdum til Skipulagsstofnunar. Hitaveita Suðurnesja mun standa fyrir kynningu á framkvæmdinni fyrir almenning í Eldborg við Svartsengi næstkomandi fimmtu- dag á milli klukkan 14 og 17. Mat á áhrifum línulagnar frá fyrirhuguðu virkjanasvæði á Reykjanesi Umhverfisáhrif talin viðunandi Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Frá borun nýjustu holunnar á jarð- hitasvæðinu á Reykjanesi. Reykjanes/Svartsengi FASTANEFNDUM á vegum bæj- arstjórnar Grindavíkur fækkar um þrjár, samkvæmt tillögum að breyt- ingum á bæjarmálasamþykkt sem er til umfjöllunar í bæjarstjórn. Fulltrúar meirihlutans, Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks, hafa lagt fram nokkrar breytingar á sam- þykktum Grindavíkurkaupstaðar. Atvinnumálanefnd verður lögð niður og verkefni hennar falin skipulags- og byggingarnefnd. Skólanefnd tón- listarskóla verður lögð niður og verkefni hennar færð undir skóla- nefnd grunnskóla. Jafnframt verður nafni þeirrar nefndar breytt í fræðslu- og uppeldisnefnd. Þá verður bókasafnsnefnd lögð niður og verkefni hennar færð til menningarnefndar. Samþykkt var með fimm atkvæð- um meirihlutans að vísa þessum til- lögum til síðari umræðu í bæjar- stjórn, gegn tveimur atkvæðum Framsóknarflokksins. Nefndum fækkað Grindavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.