Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 25 Hinir fjölmennu árgangar eftir- stríðsáranna eru nú miðaldra og gott betur. Fólk þetta er frekar frískt og íþyngir heilbrigðisþjónustunni lítt enn sem komið er. Það eldist þó eins og aðrir og mun þurfa sína þjónustu. Þessir árgangar eru aldir upp við allsnægtir og mun kröfuharðari á þjónustu en fyrri kynslóðir. Þetta fólk mun ekki sætta sig við bið á list- um eftir þjónustu á sjúkrahúsum. Það mun heldur ekki láta sér lynda fjölbýli á sjúkrastofu, hvað þá að liggja á gangi. En verður heilbrigð- isþjónustan viðbúin vandanum þegar þar að kemur? Þörf fyrir skurðaðgerðir hefur síð- ur en svo minnkað undanfarna ára- tugi. Vegna endurskipulagningar í kjölfar sameiningar sjúkrahúsanna urðu aðgerðir á Landspítalanum nokkru færri árið 2001 en árin 2000 og 2002 enda lengdust biðlistar það ár. Sé aðgerðafjöldi ársins 2001 not- aður til að spá um framtíðina má því vænta að spáin verði fremur hógvær. Ýmsar aðgerðir munu að vísu úreld- ast á komandi árum en aðrar koma í staðinn. Ný tækni mun að öllum lík- indum stytta legutíma en jafnframt krefjast dýrari tækja og meiri menntunar heilbrigðisstarfsfólks. Því má með nokkurri vissu álykta að kostnaður við skurðaðgerðir muni ekki minnka. Árið 2001 voru framkvæmdar tæp- lega 10.000 aðgerðir á skurðsviði LSH. Aldurssamsetning þjóðarinnar þetta ár er þekkt og ef fólkinu er skipt í aldurstugi (0–9 ára, 10–19 … o.s.frv.) er mögulegt að reikna að- gerðatíðni fyrir hvert tíu ára aldurs- bil. Hagstofan gefur einnig út mann- fjöldaspár. Sé nú aðgerðatíðnin í tíu ára aldursbilum árið 2001 notuð og reiknað út hvernig aðgerðafjöldinn gæti orðið árið 2010, 2020, 2030 og 2040 kemur í ljós að fjöldi aðgerða verður 10.707 árið 2010, 12.359 árið 2020 og fer í 15.654 árið 2040. Mynd 1 sýnir að aukningin verður í aldurs- flokkunum 60 ára og eldri. Sé sama aðferð notuð og skoðað hvaða skurð- sérgreinar það eru sem auka þurfa framleiðsluna kemur í ljós að þetta gengur yfir þær allflestar. Hvergi er sjáanleg minnkandi þörf vegna breytinga í aldurssamsetningu þjóð- arinnar. Anna má að öllum líkindum aukn- ingunni fram til ársins 2010 með þeim skurðstofum sem nú þegar eru fyrir hendi en fljótlega eftir það verður torvelt að sinna þörfinni. Þrátt fyrir að sérgreinar hafi nú ver- ið sameinaðar er skurðsvið Land- spítalans enn rekið í tveimur húsum spítalans enda annað ógjörningur eins og málum er nú háttað. Veldur það umtalsverðu óhagræði auk slæmrar nýtingar mannafla og tækja, bæði í fjárhagslegu og fag- legu tilliti. Sameining spítalanna var tvímæla- laust framfaraspor og sameining sér- greina á einn stað hefur skilað bæði fjárhagslegum sparnaði og faglegum framförum. Þekking starfsfólks hefur aukist sem skilar sér í bættri og öruggari þjónustu við sjúklinga. Næsta rökrétta spor er að sameina spítalann á einum stað og ábyrgðar- hluti að takast ekki á við það. Hvað sem líður karpi um kaup og kjör í heil- brigðiskerfinu og sífelldum rekstrar- vanda – sem er fyrirsjáanlegur jafn- harðan og fjárlög hafa verið samþykkt – er nauðsynlegt að forráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir því að eftir tíu ár mun núverandi aðstaða til skurðaðgerða ekki lengur fullnægja þörfinni. Landspítalinn er fjölmennasti vinnustaður landsins og ef allt heil- brigðiskerfið er talið þá er það ein helsta þjónustugrein landsins. Allir starfsmenn þess og einnig tilvonandi sjúklingar eiga kröfu á að stjórnmála- menn geri sér þessar staðreyndir ljós- ar og móti sér stefnu um endurbygg- ingu spítalans. Einnig er nauðsynlegt að huga að nýjum fjármögnunarleið- um bygginga. Enn fremur verður að nást sátt um reksturinn sem fyrst svo að starfsfólki sé gert fært að starfa af alúð án þess að sífellt sé verið að opna eða loka deildum. Að því er skurðstof- ur varðar er vel menntað starfsfólk af mjög skornum skammti og lítil von til að unnt sé að laða heim fólk úr góðum stöðum erlendis til starfa við ótryggar aðstæður á Íslandi. Það kemur að okkur Eftir Jónas Magnússon „Þörf fyrir skurð- aðgerðir hef- ur síður en svo minnkað undanfarna áratugi.“ Höfundur er sviðsstjóri skurðsviðs LSH. Hlaðhömrum 1 • Grafarvogi sími 577 4949 Næs Glæsilegir árshátíðarkjólar skór - veski Opnunartími miðvikudag kl. 14-18 fimmtudag kl. 14-18 og 20-22 föstudag kl. 14-18 • laugardag kl. 11-14 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 44 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Baðinnréttingar Útlit: Perutré Breidd 65 sm Við látum verðið tala! Útlit: Perutré Breidd 110 sm Útlit: Kirsuber Breidd 110 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 90 sm Útlit: Eplatré Breidd 160 sm Útlit: Eplatré Breidd 105 sm Útlit: Ölur Breidd 130 sm Útlit: Hlynur Breidd 80 sm Útlit: Gegnheilt kirsuber Útlit: Hvít slétt Breidd 95 sm Útlit: Perutré Breidd 120 sm Útlit: Græn fulning Breidd 130 sm Útlit: Hvít slétt Breidd 80 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 120 sm Útlit: Kirsuber fulning Breidd 130 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Gegnheil hnota Breidd 120 sm Útlit: Hlynur Breidd 120 sm Útlit: Mahóní Breidd 80 sm Útlit: Kirsuber Breidd 110 sm Tauskápar f. baðherbergi • Nýtt útlit • Nýjar uppstillingar Uppgefnar stærðir miðast við breidd á neðri hluta, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgreiðslu af lager • 25-30% afsláttur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 17 18 19 20 21 22 16 Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 • www.velaland velaland@velaland.is VÉLA- VIÐGERÐIR d es ig n. is 2 00 3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.