Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 27

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 27 Það hefur aldrei verið hagstæðara að ferðast en núna í sumar, því Heimsferðir lækka verðið til vinsælasta áfangastaðar Íslend- inga í sólinni og bjóða nú vikulegt flug til Costa del Sol á betra verði en nokkru sinni fyrr. Þeir, sem bóka fyrir 15. mars, geta tryggt sér allt að 32.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brott- farir, eða kr. 8.000 á manninn. Á Costa del Sol bjóðum við þér vinsælustu gististaðina á ströndinni, spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Verðlækkun til Costa del Sol og að auki 32.000*kr. afsláttur af ferðinni Vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 45.762 M.v hjón með 2 börn, 2–11 ára, 25. júní í 2 vikur, El Pinar, með 8.000 kr. afslætti. * Verð kr. 49.950 M.v. 2 í stúdíói, Santa Clara, 25. júní, vikuferð, með 8.000 kr. afslætti. * Við lækkum verðið Verð kr. 36.962 M.v. hjón með 2 börn, 21. maí í viku, Santa Clara, m. 8.000 kr. afslætti * Aldrei meiri afsláttur 8.000 kr. afsláttur fyrir maninn af ferðum í eftirtaldar brottfarir: 21. maí • 11. júní • 25. júní 11. júlí • 23. júlí 27. ágúst • 3. sept • 10. sept. Gildir af fyrstu 300 sætunum ef bókað er fyrir 15. mars. *32.000 kr. afsláttur, m.v. hámark 4 í bókun. Þeir fyrstu tryggja sér lægsta verðið og bestu gististaðina Í NÝJASTA hefti Vísbendingar er grein eftir Arnar Bjarnason um tolla á matvöru. Þar segir, að slíkir tollar nemi árlega um 1,5 til 2 millj- örðum króna. Í greininni kemur fram, að þessir matartollar valdi álögum á íslenska neytendur upp á 2,7–3,7 milljarða króna, sem þeir greiða í formi hærra matvöruverðs. Þetta samsvarar 39–52 þús. kr. á hvert heimili í landinu. Í stóru úr- taki á vörum er margföldunarstuð- ull vegna tolla talinn vera frá 1,83– 1,89, en þá er átt við að tollar valdi almennri hækkun á matvöru, sem ekki er flutt inn til landsins þar sem tollarnir eru svo háir, að þeir koma í veg fyrir innflutning. Þessi vernd- arstefna eða „verðvernd“ ríkisvalds- ins veldur hærra verði á innlendri framleiðslu en ella væri. Að mati greinarhöfundar eru þessi áhrif til hækkunar matarverðsins mun meiri en almenningur og ráðamenn þjóð- arinnar gera sér grein fyrir. Hver fjölskylda í landinu greiðir mun hærra verð fyrir mjólk og kjötvör- ur, mörgum tugum prósentna hærra verð en fengist ef innflutn- ingur væri frjáls og samkeppni fengi að þrífast. Matartollar ríkisvaldsins hafa áhrif á vöruflokka sem eru líkast til hátt í 60% af innkaupakörfu flestra fjölskyldna í landinu. Ákveðnir stjórnmálamenn hafa á undanförnum misserum ekki linnt látum í árásum sínum á Baug og hafa sumir þeirra meira að segja haft í hótunum við fyrirtækið. Þess- um árásum hefur verið haldið áfram þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á, að fyrir tilverknað fyrirtækja Baugs hefur matvöruverð lækkað á þeim vörum þar sem samkeppni hefur fengið að njóta sín og inn- flutningur verið frjáls. Hefur mikill undirróður og rógur verið notaður með markvissum hætti til að sverta Baug í augum almennings. Með þessum hætti hefur ráðamönnum tekist að beina athyglinni frá eigin ákvörðunum. Þeir umgangast mat- artollinn sinn eins og óumdeilanlegt lögmál. En hátt matarverð á Íslandi er skattur en ekki lögmál. Ef stjórnvöld vilja lægra verð á nauð- synjum á Íslandi, þá er þeirra að taka ákvörðun og afnema matartoll- inn. Orsakir hins háa matvælaverðs í landinu felast ekki í hagræðingunni, sem orðið hefur í versluninni, m.a. með tilkomu verslanakeðja Baugs. Sýnt hefur verið fram á með stað- reyndum um afleiðingar matartoll- anna hver sé hinn raunverulegi sökudólgur í þessu efni. Það eru sjálfir ráðamenn þjóðarinnar, þeir sem eiga ekki til eitt aukatekið orð yfir „okurverðinu“ á matvælum í landinu. Stjórnmálamennirnir, sem taka ákvarðanir fyrir okkur borg- arana, virðast telja, að með því að leggja álögurnar á almenning verði byrðarnar svo tiltölulega léttar fyr- ir hvern og einn, að þeir geti komist upp með verndarstefnu sína. Al- menningur er látinn blæða en versl- anafyrirtækjum eins og Baugi er kennt um allt saman. Þetta er vita- skuld gamalkunnug aðferð, en hún er eigi að síður ósæmileg og röng. Hátt matarverð er skatt- ur – ekki náttúrulögmál Eftir Hrein Loftsson „Ákveðnir stjórn- málamenn hafa á und- anförnum misserum ekki linnt lát- um í árásum sínum á Baug …“ Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og stjórnarformaður Baugs Group hf. EKKI veit ég hve margir lásu grein sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag eftir Hjálmar Árnason al- þingismann. Ég las þessa grein og að öllum líkindum hafa margir starfs- menn Barnaspítala Hringsins lesið greinina því hún bar yfirskriftina Ögmundur og barnaspítalinn. Ekki verður beinlínis sagt að mér séu vandaðar kveðjurnar í þessari grein. Tildrögin eru þau að ég vék lítillega að opnun barnaspítalans á heimasíðu minni ogmundur.is daginn eftir að hann var opnaður. Hjálmari Árna- syni fannst ég gera það á svo sví- virðilegan hátt að ég „skuldi Hrings- konum afsökunarbeiðni fyrir að gera önuga tilraun að ræna þær þessum mikilvæga degi. Og viti hann það ekki þá skal hann upplýstur um að án Hringsins væri BSP ekki orðinn að veruleika.“ Ekki nægir að mati Hjálmars að ég biðji Hringskonur afsökunar heldur einnig alla sem komið hafa að því að barnaspítalinn varð að veru- leika. Það er best að gefa höfundi orðið um þetta efni: „framsetning Ögmundar er skammarleg gagnvart öllu því frábæra fólki sem lagt hefur á sig mikla vinnu á síðustu misserum til að láta drauminn rætast. Þar hafa menn einungis hugsað um þetta eina markmið: Að búa veikum börnum sem best skilyrði. Framsetning Ög- mundar gagnvart þessu fólki er hon- um til minnkunar.“ En víkjum nú nánar að meintum glæp mínum. Þannig var að daginn fyrir vígsluna birtust miklar myndir af Hjálmari Árnasyni í fjölmiðlum og varð mér þá hugsað til samsvarandi athafna fyrir kosningar eins langt aftur og mig rekur minni til. Á heimasíðu minni er lítill dálkur sem ber yfirskriftina Í Brennidepli. Þar birtust eftirfarandi línur af þessu til- efni: „Hjálmar Árnason alþingismaður tók sig einstaklega vel út við opnun Barnaspítala Hringsins í gær og var Framsóknarflokknum til mikils sóma. Hjálmar var formaður bygg- ingarnefndar og því eðlilegt að hann kæmi fram við þessi tímamót fyrir hönd skattborgaranna. Einstaklega vel var til fundið að draga opnun- arhátíðina á langinn. Þannig var á laugardegi eins konar forsýning fyr- ir fjölmiðla þar sem Hjálmar sýndi starfsmönnum lykla sjúkrahússins. Ljósmyndarar blaðanna náðu að fanga augnablikið þannig að þegar komið var á hina einu og sönnu opn- un daginn eftir vissu menn hvers mátti vænta. Það er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er að hefja kosningabaráttuna í hefðbundnum stíl ríkisstjórnarflokks og má vænta þess að mikið verði um dýrðir við opnanir og borðaklippingar þegar líður að vori.“ Svo mörg voru þau orð. Þetta þyk- ir Hjálmari Árnasyni skammarleg aðför að öllum sem komið hafa að Barnaspítala Hringsins og eiga sér það eitt markmið að búa veikum börnum sem best skilyrði. Nú eigi ég að biðja allt þetta fólk afsökunar. En nú er mér spurn, hvers vegna á ég að biðja þetta fólk afsökunar? Ég halla hvergi á það orði. Ég hef reyndar alltaf talið það vera mikil- vægasta hagsmunamál samfélagsins að hafa sem allra besta heilbrigðis- þjónustu og því jafnan verið andvíg- ur niðurskurði en stutt uppbygging- arstarf – hver sem í hlut á. Sérstaklega mikilvægt hefur mér þótt að búa betur að langveikum börnum og aðstandendum þeirra. Opnun þessa nýja spítala er því ekki síður mér en öðrum landsmönnum fagnaðarefni. Ekki efast ég heldur um góðan hug Hjálmars Árnasonar hvað þetta snertir. En þegar kemur að frekari útleggingum hans gegnir öðru máli. Hjálmar segir að ég megi „agnú- ast“ út í sig og flokksfélaga sína en heldur „langt sé seilst í pólitískum ákafa að draga BSP inn í samsær- iskenningar sem enga stoð eiga í raunveruleikanum.“ Mér muni hins vegar „ekki takast að svipta þá er vilja BSP allt hið besta gleði yfir þessum skemmtilega áfanga.“ En má „agnúast“ út í framsókn- armenn eins og Hjálmar fullyrðir? Ef marka má reiði og rangtúlkanir hans bendir fátt til þess. Bent var á að Framsóknarflokkurinn væri nú að hefja kosningabaráttuna á venju- bundinn hátt stjórnarflokks og hefð- um við nú dæmi um slíkt hjá Hjálm- ari Árnasyni þingmanni flokksins; samkvæmt venju væri von á miklum dýrðum við opnanir og borðaklipp- ingar er nær drægi kosningum í vor. Ef þetta er rangt er sjálfsagt mál að að Hjálmar mótmæli – þess vegna harðlega og gagnrýni mig fyrir ómaklega aðför að Framsóknar- flokknum og eigin persónu. En þetta vakti hins vegar ekki fyr- ir þingmanninum þegar hann settist niður við skriftir. Í grein sinni snýr hann þvert á móti meðvitað út úr orðum mínum og gefur í skyn að ég sé sérstakur óvildarmaður sjúkra barna og Kvenfélagsins Hringsins. Dæmi nú hver fyrir sig. Þegar allt kemur til alls er engu líkara en Hjálmar Árnason gæti vel hugsað sér að draga hátíðahöldin á langinn enn um sinn. Ef sú er raunin finnst mér það ekki gert á sérlega smekk- legan hátt. Hjálmar og ogmundur.is Eftir Ögmund Jónasson „Þegar allt kemur til alls er engu líkara en Hjálmar Árnason gæti vel hugs- að sér að draga hátíða- höldin á langinn enn um sinn.“ Höfundur er alþingismaður. Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.