Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 28

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STARFSFÓLK á svæðis-vinnumiðlunum telurmjög mikilvægt að fólkskrái sig strax atvinnu- laust þegar það missir vinnuna. Frá þeim degi á það rétt á at- vinnuleysisbótum eftir að hafa uppfyllt viss skilyrði sem Vinnu- málastofnun, sem svæðisvinnu- miðlanirnar starfa undir, setur. Ketill G. Jósefsson, forstöðu- maður svæðisvinnumiðlunar Suð- urnesja, segist leggja áherslu á gott viðmót starfsmanna til að auðvelda fólki að mæta á vinnu- miðlunina og skrá sig atvinnu- laust, sem oft getur verið erfitt skref. Á þessum skrifstofum sé hægt að nálgast allar hagnýtar upplýsingar og skila þurfi inn tveimur umsóknum; annars vegar umsókn um atvinnu og hins vegar atvinnuleysisbætur. Eftir að um- sóknum hefur verið skilað þarf að fá staðfestingu frá atvinnurekanda að viðkomandi hafi unnið í 12 mánuði áður en kom til atvinnu- missis. Erla Hrönn Sveinsdóttir, deild- arstjóri hjá Vinnumiðlun höfuð- borgarsvæðisins, segir það ganga venjulega vel fyrir sig að fá vott- orð frá atvinnurekanda. Oftast hafi launþeginn einungis starfað hjá einum vinnuveitanda. Ketill segir það koma fyrir að erfitt sé að ná í fyrrum vinnuveitanda, sér- staklega ef rekstrinum sé hætt, og þá sé gripið til þess ráðs að leggja fram launaseðla til staðfestingar. Það er þó undantekning. Til þess að komast á fullar atvinnuleysis- bætur, rúmar 77 þúsund krónur, er miðað við að fólk hafi unnið í 12 mánuði. Úthlutunarnefnd samþykkir umsókn um bætur Bætur eru greiddar út hálfs- mánaðarlega og eru um 3.500 krónur fyrir hvern virkan dag mánaðarins. Því er greitt fyrir 10 daga í hvert skipti. Til þess að þessar greiðslur haldi áfram þarf fólk að skrá sig atvinnulaust á vinnumiðlunum á tveggja vikna fresti en vikufresti á höfuðborg- arsvæðinu sé það ekki búið að gera áætlun um starfsleit. Annars er hætt við að fólk missi bæt- urnar. Eftir að fólk hefur sótt um at- vinnuleysisbætur fer umsóknin fyrir úthlutunarnefnd atvinnuleys- isbóta sem starfar í hverju um- dæmi. Hún tekur afstöðu til um- sóknarinnar, óskar eftir frekari upplýsingum, hafnar eða sam- þykkir umsókn. Þessar nefndir funda að jafnaði á hálfsmánaðar fresti en atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem ein- staklingur skráði sig atvinnulaus- an. Ketill segir mikilvægt að fólk skrái sig strax í stað þess að byrja að leita að vinnu. Komið hefur fyr- ir að einstaklingar hafi eytt tveim- ur vikum í atvinnuleit áður en þeir skráðu sig og síðan óskað eftir að fá greiddar bætur fyrir þann tíma. Það sé ekki mögulegt. Samningur um atvinnuleit Á Suðurnesjum er fólk boðað í einkaviðtöl ekki seinna en fjórum vikum eftir að það skráði sig fyrst atvinnulaust. Þá er gerður samn- ingur til tveggja mánaða sem nefnist Starfsleit 1 og í honum kemur fram áætlun um atvinnuleit og samskipti við vinnumiðlunina. Þetta stuðlar að því að sá sem missir vinnuna er virkur í atvinnu- leit á meðan hann þiggur atvinnu- leysisbætur. Ketill segir að hóp- fundir hafi verið aflagðir þar sem þeir skiluðu ekki nógu góðum ár- angri. Ávallt sé lögð áherslu á þjónustu við einstaklinginn. Helena Karlsdóttir, forstöðu- maður svæðisvinnumiðlunar Norð- urlands eystra, segir að á Akur- eyri séu haldnir kynningarfundir fyrir hópa þar sem reglur og úr- ræði séu kynnt. Í framhaldi af því sé fólk boðað í einstaklingsviðtal. Hún segir þetta ferli með öðrum hætti í dreifðari byggðum á þeirra svæði. Þar sé erfitt að halda kynn- ingarfundi en starfsmenn séu sendir reglulega í önnur byggð- arlög og einstaklingar teknir í einkaviðtöl sem sé þá skipulagt lengra fram í tímann. Erla Hrönn, sem heldur utan um skráningu á höfuðborgarsvæð- inu, segir meira unnið í hópum þar Atvinnulaus- um gert að leita skipu- lega að vinnu Svæðisvinnumiðlanir, sem taka við um- sóknum um atvinnu og atvinnuleysisbæt- ur, hafa haft í nógu að snúast í janúar. Þar stígur fólk sem missir vinnuna sín fyrstu skref í leit að aðstoð. Margt er í boði og er fólki leiðbeint í leit sinni að nýrri vinnu og hvernig staðið er við fjárhagslegar skuld- bindingar þangað til eygir í ný tækifæri. Starfsfólk á vinnumiðlun ber sig að í atvinnuleit. M Í ÁGÚST í fyrra voru 153skráðir atvinnulausir á Akur-eyri en í lok desember voruþeir orðnir 279. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir Akur- eyrarbæ gera sitt til að bregðast við þessum aðstæðum. „Það er alveg ljóst að framkvæmdir Akureyrar- bæjar árið 2003 verða verulega miklar. Að því leyti mun Akureyr- arbær leggja töluvert af mörkum til að mæta samdrætti,“ segir Krist- ján. „Hins vegar álít ég það megin- hlutverk sveitarfélaga að búa þann- ig að gerð samfélagsins, að við get- um sinnt okkar lögbundnu verkefnum og sveitarfélögin sem slík munu aldrei vinna bug á at- vinnuleysi í samfélaginu. Grund- vallaratriðið er að fyrirtækin í land- inu gangi og sveitarfélögin eiga að skapa fyrirtækjum og einstakling- um þann grunn að þau geti þrifist innan sinna vébanda. Við tökum auðvitað þátt í samfélaginu og reynum að leggja okkar af mörkum eins og við getum.“ Krist fjölgun atvinnulausra e verið í samræmi við þró fjölda. Hann segir íbúafj aukist umfram þá sem lei ar. „Ég er ekki að draga fj það að vissulega er fólk s sárt að binda. Eitt af m verkum sveitarfélaga h örófi alda verið að anna færslu fólks.“ Karólína Gunnarsdóttir stjóri fjölskyldudeildar h eyrarbæ, tók í sama st rauninni höfum við ekki mikil merki um aukið atv Við vorum að gera upp j þar eru kannski fyrstu vís ar um aukið atvinnuley styður þá tilfinningu sem um,“ segir Karólína. F fremst óskar fólk eftir fjá um stuðningi félagsmála að sögn Karólínu. „Önnu mál koma kannski síðar. Þ missir vinnuna er það bja að byrja með.“ Sveitarfél auknu a ÞEIR sem missa vinnuna, launafólk og sjálfstætt sta einstaklingar, eiga rétt á a leysisbótum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 1. Fyrst þarf að sækja um vinnuleysisbætur og at hjá vinnumiðlunum í þ dæmi sem einstaklingu í eða hefur fasta búsetu 2. Fræðslufundur er hald vegum vinnumiðlunar byggðum landsins. Á s stöðum er um hópfund ræða en einstaklingsfu smærri. 3. Skila þarf eftir það vot fyrri atvinnuveitanda u vinnu síðustu 12 mánu eiga rétt á fullum bótu 4. Verktakar og sjálfstæð vinnurekendur verða a greitt tryggingagjald s 12 mánuði til að eiga ré vinnuleysisbótum. Auk þess verður að ver að loka virðisaukaskat númeri til að staðfesta rekstri sé hætt. 5. Úthlutunarnefnd fer y sóknir um atvinnuleysi sem berast frá vinnum Hún óskar eftir frekar ingum, samþykkir eða umsókn. 6. Greiðslur atvinnuleysi Réttur til LÆKKUN FLUGVALLARSKATTS Halldór Ásgrímsson utanríkis-ráðherra hefur lýst þeirri af-stöðu á Alþingi að jafna beri flugvallarskatta í millilandaflugi og innanlandsflugi. Þetta vill ráð- herrann gera með því að lækka skatt á farþega í millilandaflugi til sam- ræmis við það sem tíðkast í innan- landsflugi, þ.e. úr 1.250 krónum í 165. Í svari ráðherrans við fyrirspurn Kristjáns Pálssonar alþingismanns kom fram að utanríkisráðuneytið væri í samstarfi við önnur ráðuneyti að leita leiða til að þetta mætti verða. Þessi afstaða utanríkisráðherra er fagnaðarefni og vonandi að þessari breytingu verði hrint í framkvæmd. Með því kæmust íslenzk stjórnvöld hjá málarekstri fyrir EFTA-dóm- stólnum, en eins og komið hefur fram hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kært íslenzka ríkið til dómstólsins vegna mismunandi gjaldtöku í innan- lands- og millilandaflugi. Að mati stofnunarinnar brýtur þessi munur gegn ákvæðum samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið um að engin höft skuli vera á frelsi borgara EES- ríkja til að veita þjónustu í öðru ríki en sínu eigin. Burtséð frá alþjóðlegum skuld- bindingum Íslands væri þessi breyt- ing líka jákvæð vegna þess að verð farseðla lækkaði, fleiri erlend flug- félög kynnu að sjá sér akk í að fljúga hingað og þannig ykist samkeppni í flugi, erlendum ferðamönnum fjölg- aði og tekjur samfélagsins af þeim ykjust. Þá þarf ekki að spyrja að því að lækkun flugvallarskattsins í milli- landaflugi yrði búbót fyrir íslenzka ferðalanga, að sjálfsögðu að því gefnu að flugfélög og ferðaskrifstof- ur reyndu ekki að hækka fargjöld sín á móti, sem stundum er ákveðin freisting þegar skattar á tiltekna vöru eru lækkaðir. Vaxandi sam- keppni í millilandafluginu kæmi þó væntanlega í veg fyrir slíkt. Tekjurnar af flugvallarskattinum renna til flugmálaáætlunar og hafa einkum verið nýttar til uppbygging- ar flugvalla fyrir innanlandsflug. Samkvæmt tölum frá Flugmála- stjórn skilaði flugvallarskattur sam- tals 670 milljóna króna tekjum árið 2001. Þar af komu 616 milljónir frá farþegum í millilandaflugi en 54 milljónir frá farþegum í innanlands- flugi. Hins vegar fékk Keflavíkur- flugvöllur einungis úthlutað 64 millj- ónum króna af flugmálaáætlun árið 2000 en meginhluti fjárins rann til framkvæmda á innanlandsflugvöll- um. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra orðaði það svo í samtali hér í blaðinu 28. janúar sl. að ekki veitti af þessum tekjum til að standa undir rekstri flugvalla í landinu. Sturla sagðist jafnframt telja réttlætanlegt að farþegar um Keflavíkurflugvöll greiddu fyrir uppbyggingu á innan- landsflugvöllum og fyrir bætt flug- öryggi, „enda noti þeir flugvellina talsvert á ferðum sínum um landið“. Síðastnefnda atriðið er hæpið hjá ráðherranum; ótalmargir, sem ferðast með millilandaflugi, nota inn- anlandsflugið ekki neitt. Með núver- andi kerfi eru farþegar í millilanda- flugi að niðurgreiða þjónustu fyrir farþega í innanlandsflugi, í stað þess að sá borgi fyrir þjónustuna, sem nýtur hennar. Samgönguráðherra virðist sömu- leiðis horfa framhjá því að það er nær að reyna að auka ferðamannastraum- inn og skapa þannig ríkinu nýja tekjustofna, t.d. af virðisaukaskatti sem allir greiða, en að leggja sér- stakar hömlur á millilandaflugið í formi skatta. ATVINNULEYSI ÁHYGGJUEFNI Vaxandi atvinnuleysi er áhyggju-efni. Það þarf hins vegar ekki að koma á óvart. Þeir sem fylgjast með framvindu atvinnu- og viðskiptalífs hafa lengi fundið að smátt og smátt væri að hægja á og fyrirsjáanlegt að aukning yrði á atvinnuleysi. En nú er það byrjað að koma óþyrmilega við fólk. Óneitanlega er nokkur þversögn í því, að á sama tíma og atvinnuleysi eykst verulega skuli harðar deilur standa um réttmæti virkjanafram- kvæmda á Austurlandi og byggingu álvers á Reyðarfirði. Ef þessar fram- kvæmdir væru ekki í sjónmáli væri ástandið ennþá verra. Hér er ekki um séríslenzkt fyrirbæri að ræða. Þvert á móti er ástandið betra hér en víðast annars staðar. Miklar vonir eru bundnar við að framkvæmdirnar fyrir austan hleypi nýju lífi í efnahagslíf þjóðarinnar. Þess er líka vænzt að sú niðurstaða, sem fengizt hefur varðandi Norð- lingaölduveitu, verði til þess að fram- kvæmdir geti hafizt við stækkun ál- vers á Grundartanga. En þessar framkvæmdir fara ekki í fullan gang á einni nóttu. Fleira þarf til að koma. Augljóst er að ákveðinn vilji er fyrir því hjá ríki og sveitarstjórnum að flýta opinberum framkvæmdum til þess að auka umsvif á vinnumarkaði. Tæpast leikur nokkur vafi á því, að slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar. Styrkleiki krónunnar er kominn á það stig, að sjávarútvegurinn og aðrar útflutningsgreinar eru að lenda í ákveðnum vandræðum. Margir spyrja hvenær Seðlabankinn bregðist við með umtalsverðum vaxtalækkunum. Atvinnuleysi kemur verst við ungt fólk og fólk með takmarkaða mennt- un. Fyrir unga fólkið, sem hefur ekki kynnzt öðru en velgengni, er atvinnu- leysi meiri háttar áfall. En atvinnu- leysið kemur við fleiri vegna þess, að einhverjir verða að hlaupa undir bagga. Nú á dögum eru skuldbinding- ar af margvíslegu tagi miklar og verði fólk tekjulaust í marga mánuði skap- ast vandamál, sem stundum eru ill- leysanleg. Að ekki sé talað um þau erfiðu tilfinningalegu og sálrænu áhrif, sem atvinnuleysi hefur á fólk. Við höfum ekki orðið fyrir neinum meiriháttar áföllum í sjávarútvegi, sem fyrr á tíð var ástæðan fyrir því, að atvinnuleysi jókst meir en þjóðin gat sætt sig við. Við eigum að geta stöðvað þá þróun, sem nú stendur yfir í átt til aukins at- vinnuleysis, í fæðingu. En til þess þarf samstillt átak opinberra aðila og at- vinnulífsins í heild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.