Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 29

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 29 Í MORGUNBLAÐINU sl. laugardag birtist frétt um, að dómsmálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, hefði kynnt í rík- isstjórninni frumvarp, sem hún hygðist flytja sem stjórnar- frumvarp á Alþingi um breyt- ingu á lögum um lögmenn. Samkvæmt þeim lögum er það nú eitt af skilyrðum þess að geta öðlast málflutningsrétt- indi hér á landi, að „hafa lokið embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands“. Síðan er heimilað að leggja að jöfnu próf frá öðrum háskóla, ef sér- stök prófnefnd telur sýnt að umsækjandi hafi næga þekk- ingu á íslenskum lögum. Er nefndinni heimilað að láta um- sækjanda gangast undir sér- stakt próf á sínum vegum í einni eða fleiri lögfræðigrein- um. Ráðherrann leggur til að þessu verði breytt þannig, að þeir geti öðlast þessi réttindi, sem hafa lokið „fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild há- skóla, sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneytinu sam- kvæmt lögum um háskóla“. Í athugasemdum með frumvarp- inu kemur fram, að breytingin sé lögð til, þar sem Háskóli Ís- lands sé ekki lengur eini há- skólinn á Íslandi sem kenni lögfræði. Frumvarpið lýtur að því að gera hin almennu menntunarskilyrði þannig úr garði, að íslenskum háskólum skuli ekki mismunað. Sjálfsögð breyting Allir venjulegir menn sjá, að breytingin sem ráðherra vill gera er sjálfsögð. Það kemur auðvitað ekki til greina að mis- muna íslenskum háskólum í þessu efni. Ákvæðið um að leggja megi að jöfnu próf frá öðrum háskóla en HÍ ef próf- nefnd fellst á það er að sjálf- sögðu ófullnægjandi. Slíka und- anþágu verður að taka til afgreiðslu um hvern umsækj- anda sérstaklega og það yrði lagt í hendur þessarar sérstöku nefndar að meta hvern og einn þeirra, efir atvikum með því að leggja fyrir hann sérstakt próf. Að óbreyttum lögum yrði það þá námið við lagadeild HÍ sem yrði haft til viðmiðunar í starfi nefndarinnar. Þannig væri þeirri deild fengið vald til að ákveða almennt fyrirkomulag náms í lögfræði, líka við aðra skóla en HÍ. Svona mismunun í lögum fer vafalítið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. Nemendur frá öðrum skólum en HÍ gætu því sótt réttindi sín til dómstólanna ef á þyrfti að halda. Ekki er nein ástæða til að draga breytinguna á lög- unum á langinn, enda hlýtur löggjafinn að leggja metnað sinn í að ákvæði almennra laga uppfylli kröfur stjórnarskrár- innar. Í orðalagi þeirra má því ekki felast neinn vafi á, að nemendur annarra skóla en HÍ muni við námslok uppfylla þær menntunarkröfur sem lög gera ráð fyrir, þegar um lögfræð- inga ræðir. Raunar er nauð- synlegt að huga sem fyrst líka að breytingum á orðalagi dóm- stólalaga um menntunarskil- yrði þess að geta orðið dómari, þó að núverandi orðalag sé sjálfsagt efnislega fullnægjandi fyrir laganema í öðrum skólum en HÍ. Sama gildir um önnur lagaákvæði, þar sem að þessu kann að vera vikið. Svo augljóst sem þessi sjón- armið ættu að vera, virðist Jakob Möller hæstaréttarlög- maður ekki koma auga á þau. Hann skrifar grein í Morgun- blaðið í gær og telur þar frum- varp ráðherrans ónauðsynlegt „sé fyrirætlan ráðherrans ekki sú að draga verulega úr þeim kröfum sem lögmenn og dóm- arar þurfa að uppfylla“, eins og hann kemst að orði. Ég hef líka fyrir því heim- ildir, að forseti lagadeildar HÍ, prófessor Eiríkur Tómasson, freisti þess nú að koma í veg fyrir þessa sjálfsögðu laga- breytingu með því að hafa áhrif á alþingismenn í stjórnarflokk- unum. Eiríkur skrifaði reyndar sérkennilega grein í Morgun- blaðið sl. mánudag, þar sem hann segist yfirleitt telja sam- keppni af hinu góða, en það gildi ekki á því sviði sem hann starfar á, í lagakennslu. Það bíður betri tíma að fjalla um þau sjónarmið prófessorsins. Almennar reglur eða forréttindi Prófessorar í lögfræði og hæstaréttarlögmenn ættu öðr- um mönnum fremur að bera skynbragð á þýðingu þess að reglur samfélagsins séu al- mennar en ekki hannaðar fyrir mismunun og forréttindi. Lög- mætið ættu þeir að þekkja bet- ur en aðrir. Það er því með ólíkindum, að slíkir menn skuli í þessu málefni krefjast for- réttinda til handa tilteknum háskóla. Það er eins og allur fróðleikur og vísindaleg hlut- lægni hverfi þeim úr augsýn, þegar þeir taka til við að vernda hagsmuni, sem hugnast þeim. Ráðagerð Jakobs um að það sé til þess fallið að draga úr kröfum um menntun, að við- urkenna nám úr öðrum skólum en HÍ, eru í besta falli ósmekk- legar. Þær eru örugglega rang- ar. Kannski telur hann líka, að menntun við lagadeild HÍ hafi í gegnum tíðina uppfyllt þær gæðakröfur sem hann vill gera til almennrar menntunar hjá lögfræðingum. Sumir telja það orka tvímælis. Sjálfur tel ég, að stofnun lagadeildar við Há- skólann í Reykjavík hafi nú þegar haft jákvæð áhrif á laga- kennsluna við HÍ. Því fagna ég af heilum hug. Við lagadeild HR eru gerðar miklar kröfur til nemenda. Sá hópur, sem hóf námið við deildina sl. haust á fyrsta starfsári hennar hefur það sem af er lagt hart að sér og staðið sig með afbrigðum vel. Við kennararnir við deild- ina höfum reynt að leggja okk- ur fram við að efla áhuga þeirra á lögfræðinni og hvetja þá til dáða. Við teljum okkur ná góðum árangri, þegar nem- endur okkar standast þær ríku kröfur sem til þeirra eru gerð- ar. Ég hvet alla alþingismenn, hvort sem þeir styðja ríkis- stjórnina eða ekki, til að veita þessari sjálfsögðu lagabreyt- ingu brautargengi. Kröfur um forréttindi Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson „Reglur sam- félagsins þurfa að vera al- mennar en ekki hann- aðar fyrir mismunun og forréttindi.“ Höfundur er prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. vegna mikils fjölda fólks sem þangað sækir aðstoð. Í janúar hafi verið haldnir allt upp undir fjórir fundir á dag með fólki sem hefur skráð sig atvinnulaust. Mikið hafi verið að gera við að uppfræða fólk um þá kosti sem séu í stöðinni. Verktakar stundum réttlausir Fólk sem skráir sig atvinnulaust er í mismunandi stöðu samkvæmt fulltrúum vinnumiðlananna. Ketill segir verktaka og sjálfstæða at- vinnurekendur ekki hafa rétt á at- vinnuleysisbótum hafi þeir ekki greitt tryggingagjald síðustu tólf mánuði. Einnig þurfi að leggja fram staðfestingu á lokun virðis- aukaskattsnúmers og sýna þannig fram á að starfsemi sé hætt. Þetta verði að vera á hreinu. Hann segir koma fyrir að einstaklingar, sem ekki uppfylli þessi skilyrði, komi á vinnumiðlunina og sæki um at- vinnuleysisbætur en ekki sé annað hægt en að vísa þeim til fé- lagsþjónustu viðkomandi sveitar- félags. Alltaf sé ákveðin áhætta að fara út í verktakavinnu. Svæðisvinnumiðlanirnar eru líka þjónustustofnanir fyrir at- vinnurekendur. Þar geta þeir aug- lýst eftir starfsfólki til vinnu. Hel- ena Karlsdóttir segir misjafnt hve mikið atvinnurekendur nýti sér þessa þjónustu og þegar illa árar berist fáar fyrirspurnir. Undir þetta tekur Erla Hrönn og segir hreyfinguna í dag vera litla. Mikil- vægast sé að fólkið sjálft sæki um vinnu og gefi upplýsingar um framgang atvinnuleitar til svæð- ismiðlunar viðkomandi svæðis. Verða að þiggja vinnu Ketill segir reynt að verða við óskum atvinnurekandans eins og mögulegt sé. Jafnvel býður skrif- stofan upp á að taka fólk í at- vinnuviðtöl fyrir atvinnurekendur þótt það sé lítið notað. Hann segir að ef einstaklingi á atvinnuleysisskrá sé boðið starf verði hann í rauninni að þiggja það. Hann hefur ekkert val um að afþakka starf einu sinni eða tvisv- ar. Ef starf er afþakkað þarf að gefa skriflega skýringu á ástæðum þess og hún er lögð fyrir úthlut- unarnefnd atvinnuleysisbóta. Þar getur verið tekið á málinu þannig að viðkomandi er tekinn af bótum. Aðspurður segir Ketill reynt að taka tillit til bakgrunns viðkom- andi og ekki sé leikið með það að bjóða fólki starf sem sé gjörólíkt því sem það vann áður. Reynt sé að hafa þetta sem manneskjuleg- ast þó aldrei sé hægt að uppfylla óskir allra. Styrkja fólk á námskeið Ýmis úrræði eru til staðar til að halda fólki virku í leit sinni að at- vinnu og reynt að styðja við bakið á því. Allar svæðismiðlanirnar eru sjálfar með námskeið fyrir at- vinnulausa. Erla Hrönn segir Vinnumiðlun höfuðborgarsvæðis- ins borga allt að 25% af verði nám- skeiða sem fólk sækir utan svæð- isskrifstofunnar á meðan það leitar að vinnu. Það geta þá verið námskeið til endurmenntunar eða starfsþjálfunar og hjálpað fólki að nýta tímann. Helena segir erfiðara að halda námskeið fyrir fólk í fámennum bæjum þar sem færri einstakling- ar séu atvinnulausir en t.d. á Ak- ureyri. Einnig sé erfiðara að fá að- ila til að halda þar námskeið. Hún segir það þó gert af og til og nú er í undirbúningi námskeið fyrir utan Akureyri. Oftast er miðað við að einstak- lingur sem hefur verið í atvinnu- leit í þrjá mánuði eigi rétt á að sækja þessi námskeið; bæði á veg- um vinnumiðlunar og eins nám- skeið sem haldin eru annars stað- ar. Ketill segir vinnumiðlun Suðurnesja greiða allt að fjórð- ungi námskeiðsgjaldsins en sú upphæð má ekki vera hærri en 50.000 krónur. Hann segir stétt- arfélög greiða allt að helming af gjaldi námskeiðsins og þá greiði þátttakandinn sjálfur fjórðung. Þetta skiptist því á milli vinnu- miðlana, stéttarfélaga og bóta- þega. Einnig eru haldin sérstök nám- skeið fyrir ákveðna hópa, t.d. ungt fólk. Ketill segir að þá verði þeir sem lengst hafa verið atvinnulaus- ir, og lengur en þrjá mánuði, að sækja það námskeið og taka þátt í því sem þar fer fram. Ekki sé hægt að afþakka það nema stað- fest sé að viðkomandi hafi fengið starf og sé á leið út á vinnumark- aðinn aftur. Kvarta yfir skriffinnsku Þeir sem aðstoða fólk í atvinnu- leit segja það kannski erfiðast fyr- ir flesta að stíga það skref að skrá sig atvinnulaust. Ketill segir einn- ig að mörgum finnist þetta mikil skriffinnska og mörg skilyrði sem þurfi að uppfylla. Hann segir sem betur fer í endurskoðun að ein- falda umsóknareyðublöð sem geri þetta ferli einfaldara. Mikill tími fari í að aðstoða fólk með útfyll- ingu skjala og því geti þetta virk- að fráhrindandi. Mikill fjöldi umsókna um at- vinnu og atvinnuleysisbætur hefur borist á skrifstofur vinnumiðlan- anna nú í janúar. Að mati við- mælenda Morgunblaðsins er skýr- inganna að leita bæði í árstíðabundinni sveiflu, sem alltaf er í janúar, og samdrætti í at- vinnulífinu. Þeirra markmið sé fyrst og fremst að aðstoða þá ein- staklinga sem þurfi að leita sér að- stoðar við þessar aðstæður. Ekk- ert kerfi sé fullkomið en allt sé reynt til að gera fólki kleift að bjarga sér meðan enga vinnu sé að fá. Morgunblaðið/Kristinn höfuðborgarsvæðisins leiðbeinir fólki hvernig það sækir um atvinnuleysisbætur og ikill fjöldi leitar þangað dag hvern. Myndin var tekin á vinnumiðluninni í gær. tján segir ekki hafa óun íbúa- ölda hafa iti aðstoð- fjöður yfir sem á um meginhlut- hefur frá ast fram- r, deildar- hjá Akur- treng. „Í i enn séð vinnuleysi. janúar og sbending- ysi. Þetta m við höf- Fyrst og árhagsleg- ayfirvalda ur vanda- Þegar fólk artsýnt til Karólína segir að fólk leiti oft að- stoðar of seint en bætir við, að þeir sem séu vanir að vinna búist jafnan við því að fá fljótt nýja atvinnu. Hún segir grundvallaratriði fyrir at- vinnulausa að skrá sig strax til þess að þeir fái sem besta aðstoð. Helgi Helgason, bæjarritari í Ár- borg, segir aukið atvinnuleysi ekki hafa verið sérstaklega tekið fyrir á fundum. Hins vegar sé málið mikið rætt. Hann segir venjuna á svæðinu þá að atvinnuleysi sé meira yfir há- vetur en á sumrin. Hann segir framhaldið þó ekki alslæmt. „Það eru heilmiklar framkvæmdir á döf- inni hjá sveitarfélaginu.“ Til stend- ur að byggja við sjúkrahúsið, byggja nýtt íþróttahús við Fjöl- brautaskólann ásamt því að byggja nýja skólabyggingu á svæðinu. Félagsþjónustan á Selfossi finn- ur greinilega fyrir auknu atvinnu- leysi milli ára. Aukning á fjölda mála hjá Félagsmálastofnun milli áranna 2001 og 2002 er 60%. Árið 2001 komu 79 mál fyrir en þeim fjölgaði í 126 árið 2002. Aukning fjárhagsaðstoðar jókst um 95% á milli ára, fór úr 13 milljónum í rúm- ar 25 milljónir. „Við finnum mikinn mun. Það er mjög mikil aðsókn í fé- lagsþjónustuna af þeim sem eru at- vinnulausir,“ segir María Braga- dóttir, framkvæmdastjóri félags- og fræðslusviðs Árborgar. „Það er að aukast að fólk komi og óski eftir aðstoð því það á ekki fyrir mjólk og brauði og það er nýtt líka.“ María segir jafnframt að neyðarfjárhags- aðstoð hafi aukist stórlega og býst við áframhaldandi aukningu. Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri Reykjanesbæjar, segist greinilega finna fyrir aukningu at- vinnuleysis. Í ágúst á síðasta ári voru 152 atvinnulausir í Reykja- nesbæ en í desember töldu þeir 325. „Það er alveg ljóst að það er ein- hver aukning. Við erum reyndar alltaf svolítið á undan hér suður með sjó. Viðbrigðin voru meiri hjá okkur fyrir jól en við finnum ennþá fyrir aukningu,“ segir Hjördís. lög finna fyrir atvinnuleysi bæði arfandi atvinnu- m m at- tvinnu ví um- urinn býr u. dinn á í stærri stærri di að undi í ttorði frá um fulla ði til að um. ðir at- að hafa síðustu étt á at- ra búið tts- a að yfir um- isbætur miðlun. ri upplýs- a hafnar isbóta miðast við fyrsta dag sem ein- staklingur er skráður atvinnu- laus hjá vinnumiðlun. Greitt er út á hálfs mánaðar fresti. 7. Einstaklingar þurfa að skrá sig atvinnulausa á hálfsmánaðar fresti séu þeir virkir í atvinnu- leit. Annars vikulega. Þá halda þeir rétti til atvinnuleysisbóta. 8. Sá sem er án vinnu þarf að þiggja það starf sem honum er boðið. Ef ekki þá er óskað eftir skriflegum skýringum og met- ur úthlutunarnefnd hvort þær eru teknar gildar. Ef ekki miss- ir viðkomandi bótarétt. 9. Þeir sem eru á atvinnuleys- isbótum geta nýtt tímann til endurmenntunar og starfs- þjálfunar með því að sækja námskeið. Þátttakendur eru styrktir til þess af vinnumiðlun og e.t.v. stéttarfélagi. 10. Hægt er að skylda þá sem hafa verið atvinnulausir lengur en þrjá mánuði til að sækja nám- skeið sem miðast af þeirra þörfum, t.d. ungt fólk. Þurfa þeir að taka virkan þátt í því nema ef staðfest er að viðkom- andi hafi fengið vinnu. 11. Svæðisvinnumiðlanir út um allt land hafa það hlutverk að að- stoða fólk með vandamál sem snúa að atvinnuleit og atvinnu- leysisbótum. atvinnuleysisbóta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.