Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 32
MINNINGAR
32 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Árni Einar Sig-urðsson fæddist í
Vestmannaeyjum 5.
september 1927.
Hann lést á Dvalar-
heimilinu Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli 27. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Margrét Jónsdóttir
frá Rauðsbakka í
Austur-Eyjafjalla-
hreppi og Sigurður
Einarsson frá Norð-
urgarði í Vestmanna-
eyjum.
Systir Árna var
Ásta Sigurðardóttir.
Árni missti báða foreldra sína
sem smábarn og fluttist þá að
Rauðsbakka til móðurforeldra
sinna og móðursyst-
ur, en hún ól hann að
mestu leyti upp.
Árið 1958 fluttist
hann að Steinum í
sömu sveit til
hjónanna Elínar Sig-
urjónsdóttur og Sig-
urbergs Magnússon-
ar. Dvaldist hann
síðan í skjóli þeirra,
fyrst að Steinum og
síðan á Selfossi frá
1993.
Í janúar 2001 flutt-
ist hann á Dvalar-
heimilið Kirkjuhvol,
þar sem hann dvaldi til dauðadags.
Útför Árna verður gerð frá Ey-
vindarhólakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Með örfáum orðum langar mig til
að minnast Árna frá Steinum, sem er
í huga mínum frá bernsku sem ráðs-
maður Bergs frænda míns. Hans
sem hirti um fjárhúsin hans austur á
túni og kom svo heim í morgunkaffi
þegar mamma veifaði könnunni nær
því á hverjum morgni og alltaf var
þar eitthvað sér til gamans gert, þar
sem Árni var sá sem allt snerist um
og hvernig tilsvör hans voru eftir-
minnileg og eftir á að hyggja með
meiri visku en ég skildi þá.
Hvernig jólin voru með sérstökum
hætti hátíð hans, gleði hans heima að
vera með okkur systkinunum og
gleðjast með okkur gagnvart því að
opna pakkana, já, hvernig við smit-
uðumst af einlægni hans og eftir-
væntingu.
Síðan liðu árin og eftir að ég tók
við búi Bergs 1984 varð hann sá sem
hjálpaði mér við búið. Þegar í fjósið
kom hélt hann öllu svo skínandi
hreinu, óbeðinn og alltaf á undan
öðrum. Þegar að slætti kom, var
hann á undan mér á túnið og beið í
Zetornum með tætluna. Þegar sauð-
burður hófst kom mikill annatími hjá
honum. Dag eftir dag um hánótt kom
hann á Zetornum og flautaði löngu
áður en hann kom að herberginu
mínu, kallaði og sagði að mikið lægi
við, hvíta einhyrnda rollan gæti ekki
borið – komdu strax, strax.
Þetta vil ég allt þakka og svo miklu
fleira, jafnframt því að skila þakk-
arkveðjum frá Gísla syni mínum fyr-
ir gjafir hans og væntumþykju.
Árni átti alla ævi hjartalag barns-
ins, sem engan vildi skaða og vildi
alltaf reynast trúr vinum sínum og
sérstaklega Bergi og Ellu húsbænd-
um sínum, sem hann mat mest allra
og sótti gleði lífs síns til. Ég trúi að
Bergur frændi minn hafi nú tekið vel
á móti Árna sínum. Blessuð sé minn-
ing þeirra beggja.
Sigurjón Pálsson.
Í dag kveðjum við góðan vin, Árna
í Steinum, hinstu kveðju og hef ég
ákveðið að gera það með eftirfarandi
hætti.
Kæri Árni þá er komið að leiðar-
lokum í þessum heimi og minning-
arnar um þig hafa hrannast upp sein-
ustu daga sem aldrei fyrr, þú varst
nefnilega ómældur gleðigjafi og lífs-
kúnstner. Líf þitt var samt ekki flók-
ið, þú lifðir fyrir húsbændur þína og
svo ekki síður sveitina, Eyjafjöllin,
sem var nafli alheimsins í þínum aug-
um sem aldrei breyttist, alltaf var
hugurinn austur undir Fjöllum og
hjá Fjallamönnum, þótt þú flyttir
tímabundið á Selfoss og svo nú að
síðustu á dvalarheimili á Hvolsvelli.
Þegar ég kynntist þér smádreng-
patti kynnti Bergur þig sem Árna
ráðsmann enda sinntir þú öllum
þeim störfum sem þér voru falin af
mikilli kostgæfni og vandvirkni og
ekki síst reglusemi og snyrti-
mennsku. Þú sást um þín fjárhús,
hirtir fjósið og sást um þrif á mjalta-
tækjum, aðstoðaðir við járningar og
svo ekki síst að sjá um að allir hlutir
færu á sinn stað að verki loknu og
þrífa allt og snurfusa eða eins og þú
sagðir stundum, það er ljótur ósiður
að henda öllu út um allt.
Á vorin þegar við sumarkrakkarn-
ir vorum að koma var gleði þín
fölskvalaus og þú sagðir gjarnan
þessu fleygu orð: Hermann grautur
austan úr Vík, fylgir honum flekkótt
tík og fimmtíu kettir að breima.
Á mínu heimili eru mörg orðatil-
tæki þín oft notuð og eru nánast orð-
in að orðtökum með sínum sérstöku
merkingum eins og t.d. „greyið éttu
grautinn þinn“ sem oft kom fyrir
þegar þig vantaði rök í orðasennum
við hana Gerðu heitna, og tilsvörin
þín vinur verða lengi í minnum höfð
því þau voru oft meinleg og úr
óvæntri átt eins og þegar Ella bauð
þér magnilið forðum við hettusótt-
arbólgunni og þú neitaðir en sagðir
svo að bragði: Jæja komdu með það,
ég er dauður hvort sem er.
Í seinustu ferðinni sem þú komst
með mér í sláturhúsið á Selfossi fyrir
skömmu varstu spurður hvort þú
hefðir verið á kvennafari í nótt, þú
værir svo þreytulegur. Stóð ekki á
svarinu frekar en vant var: Já, ég
var með tvær.“ Til hvers þarftu
tvær? „Ef önnur klikkar!“ Og svo
komu þínar óborganlegu hláturrok-
ur í kjölfarið sem smituðu alla sem
nærstaddir voru.
Þetta er nú aðeins smábrot af öll-
um þeim skondnu atvikum sem lifa
þig og verða lengi í minnum höfð.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast húsbóndahollustu þinni þegar þú
komst í sauðfjárslátrun á Selfossi
þegar ég hóf þar störf, upp frá því
varst þú einn af föstu punktunum í
réttinni og aðstoðarréttarstjóri. Á
þeim vettvangi verður þín sárt sakn-
að, ekki síst úr matsalnum sem þú
lífgaðir svo skemmtilega upp á með
þinni líflegu framkomu sem flestir
smituðust af.
En nú er komið að leiðarlokum
kæri vinur, þú heldur til nýrra heim-
kynna og hittir þar þá mörgu góðu
vini og húsbændur sem kvatt hafa á
undan þér og ég veit að ég mæli fyrir
munn margra vina okkar þegar ég
þakka þér fyrir einstök kynni, það
voru forréttindi að fá að kynnast þér
og minningin lifir um góðan dreng,
hvíldu í friði.
Hermann Árnason,
Stóru Heiði.
Þegar ég fékk símtalið frá Íslandi
sem færði mér þær fréttir að Árni í
Steinum væri látinn helltist yfir mig
söknuður en jafnframt ljúfar minn-
ingar um góðan vin.
Ég man það alltaf þegar við hitt-
umst fyrst. Ég var tólf ára borgar-
barn, nýkomin í sveitina í fyrsta
sinn. Árni kom inn í eldhúsið á Stein-
um, horfði íbygginn á þessa stelpu úr
Kópavoginum og velti því örugglega
fyrir sér hvort hún yrði nú almenni-
leg vinnukona. Ég lærði fljótt að
þarna var mjög sérstakur maður á
ferð, maður sem grét af hlátri og
sorg og bjó yfir hreinleika í hjartanu
sem ekki er öllum gefinn. Við urðum
fljótt góðir vinir og áttum saman
margar góðar stundir þar sem
brugðið var á leik og rætt var af al-
vöru um lífið og tilveruna. Það var
lærdómsríkt að skyggnast inn í hug-
arheim Árna þar sem tærleiki til-
finninga réð ferðinni.
Ég held að mesta gæfuspor í lífi
Árna hafi verið þegar hann fluttist
að Steinum. Þar eignaðist hann sína
húsbændur, þau Ellu og Berg, sem
með virðingu og alúð hjálpuðu hon-
um að nýta hæfileika sína til fulln-
ustu og gáfu honum heimili. Fjöl-
skylda þeirra varð einnig hans
fjölskylda. Sú vinátta og stuðningur
sem hann átti alla tíð hjá því fólki gaf
honum öryggi og mestu ánægju-
stundir lífsins. Það var stórt skref
fyrir Árna þegar hann flutti að dval-
arheimilinu Kirkjuhvoli. Þar mætti
honum hlýja og umhyggja starfs-
fólks og heimilismanna og þar leið
honum ávallt vel. Ég held að allir
sem fengu tækifæri til að umgangast
Árna hafi notið þess hversu hnyttinn
í tilsvörum og glaðvær hann var og
mitt í hinu daglega amstri var hress-
andi að heyra hláturrokurnar frá
Hvolsvelli.
Nú verða símhringingarnar frá
Hvolsvelli til Þýskalands ekki fleiri.
Ég mun sakna þeirra mikið, en er
þakklát og stolt yfir því að hafa notið
þess láns að hafa haft Árna í Steinum
að samferðamanni í mínu lífi.
Magnea Tómasdóttir.
Árni Sigurðsson var vinnumaður
hjá þeim hjónum Elínu Sigurjóns-
dóttur og Sigurbergi Magnússyni á
Steinum undir Austur-Eyjafjöllum.
Hann kom til þeirra ungur maður og
var heimilismaður á Steinum upp frá
því. Ég var svo heppinn að kynnast
heimilisfólkinu á Steinum og vera hjá
þeim í sveit í ein sex sumur. Árni var
aðalmaðurinn og við peyjarnir litum
upp til hans enda var hann okkar yf-
irmaður, auk þess að vera fjósamað-
ur og vélamaður. Árni hafði ekki
skólagöngu að baki og veraldlegir
hlutir vöfðust ekki fyrir honum.
Heimur hans var Eyjafjöllin þar sem
hann var einn af bændunum í augum
lítils peyja úr Eyjum. Þegar bændur
af næstu bæjum komu að Steinum
talaði hann við þá með svona skip-
stjórarödd að mér fannst. Að
minnsta kosti allt öðruvísi rödd en
við okkur peyjana sem hann tuktaði
stundum til þegar honum fannst til
þess ástæða. Einu sinni var hann að
tala við okkur og miðla af reynslu
sinni, við hlustuðum á andagtugir.
Árni sagði okkur m.a. annars að
hann hefði fengið hvolpavitið 12 ára
gamall. Þá gall við í einum okkar: Er
ég þá kominn með það?
Árni og Bergur kenndu okkur að
herma eftir öllum bændum í kring,
en það er sérlist undir Eyjafjöllum.
Við matborðið á Steinum var því oft
glatt á hjalla þegar orðatiltæki og
kækir stórbændanna voru viðhafðir,
en skemmtilegast þótti okkur að
herma eftir Árna og var það óspart
gert. Þá var mikið hlegið, en mest hló
þó Árni sjálfur, sem hafði óskaplega
gaman af slíku sprelli.
Árni hafði sérstakt fas, hann gekk
ávallt svolítið hokinn með hendur
fyrir aftan bak og sixpensara á höfði,
og þegar hann var að aka eftir hol-
óttum þjóðvegi 1 á gráu vélinni ábúð-
armikill á svip, einstaka sinnum með
vindil, þá dinglaði höfuðið á honum
alltaf svolítið sérstaklega, litlum
Eyjapeyja fannst það flott.
Árni gat endurgoldið vináttu
þeirra hjóna Bergs og Ellu með því
að reynast þeim traustur vinnumað-
ur í því sem hann sá um og á síðari
árum, þegar þau fóru að reskjast,
mikill vinur. Þegar Bergur var fall-
inn frá var Árni Ellu stoð og stytta.
Á síðari árum hef ég haft nokkuð
reglulegt samband við Árna og ekki
er svo langt síðan hann kom til Eyja
en þangað fannst honum alltaf gam-
an að koma. Síðast þegar hann kom
með félagi eldriborgara frá Hvols-
velli áttum við góðar stundir saman.
Einn morguninn fórum við saman í
langan bíltúr þegar hinir fóru í báts-
ferð, slíkt tilstand þótti honum
óþarft, enda stórhættulegt. Við fór-
um víða, heimsóttum Friðrik á Lönd-
um og Gauja frænda í Gíslholti, borð-
uðum síðan saman heima hjá mér í
hádeginu. Eftir matinn sagði ég:
Eigum við ekki að hafa þetta eins og í
Steinum og hlusta á fréttirnar hérna
í hornsófanum. Við lögðumst báðir út
af og sofnuðum yfir fréttunum. Það
skipti ekki svo miklu máli, okkar
heimur var svo lítið í fréttum.
Vertu sæll, væni.
Ásmundur Friðriksson.
ÁRNI
SIGURÐSSON
K
onur í Katar, ísl-
ömsku ríki sunn-
arlega á Arabíu-
skaganum, hafa
síðustu fimm til
sex árin öðlast réttindi sem við
konurnar hér á norðurhjara
teljum sjálfsögð. Þær hlutu t.d.
kosningarétt fyrir nokkrum ár-
um og réttinn til að keyra bíl
fengu þær fyrir um það bil
tveimur árum. Ekki er heldur
langt síðan þær fengu leyfi til
þess að fara í annað nám en
kennaranám. Þrátt fyrir þetta
eiga þær enn langt í land til að
ná þeim réttindum sem karl-
menn hafa í Katar og öðrum ísl-
ömskum ríkjum; bæði í orði og
á borði.
Það var því sannarlega und-
arleg reynsla að koma til Katar,
en þar dvaldi ég fyrir skömmu í
tvær vikur, og
kynnast menn-
ingu sem er
svo frábrugðin
því sem við
eigum að venj-
ast hér á
landi. Þar sem ég tel mig vera
mikla kvenréttindakonu vakti
sérstaka athygli mína munurinn
á réttindum karla og kvenna.
Sá munur fannst mér gegnsýra
allt þjóðfélagið og birtast í ýms-
um myndum; karlmenn voru
ráðandi. Alls staðar. Konur
héldu sig til hlés; undir kufl-
unum sínum, sem huldu gjarnan
allt – jafnvel augun.
En þrátt fyrir augljóst ójafn-
rétti, sem mér fannst einkenna
landið, virtist ýmislegt benda til
þess að konur ættu á næstu ár-
um eftir að ná lengra og hljóta
jafnvel enn meiri réttindi. Til
dæmis vakti það athygli mína
að mun fleiri konur útskrifuðust
frá Háskólanum í Katar á síð-
asta ári en karlar; um átta
hundruð konur útskrifuðust frá
háskólanum en innan við tvö
hundruð karlmenn. Varla er því
óvarlegt að álykta sem svo að
þessi aukna menntun eigi eftir
að skila sér í betri störfum og
betri launum fyrir konur. Þar
með verða þær væntanlega
sjálfstæðari. Eða er það bara
óskhyggja?
Þá vakti það athygli mína að
katarískar konur voru sumar
hverjar ekki allar þar sem þær
voru séðar varðandi klæðaburð-
inn. Þegar þær voru í Katar,
sínu heimalandi, gengu þær
strangtrúuðu í svörtum kuflum,
eins og áður sagði, sem hylja
þær frá hvirfli til ilja. En dæmi
eru um að þær „svipti af sér
hulunni“ þegar komið er til
annarra landa. Þannig sagði að-
komumaður mér frá því að
hann hefði eitt sinn flogið frá
Katar til Kaíró. Í flugvélinni
sátu þrjár ungar katarískar
konur fyrir framan hann; vel
huldar áður en vélin hóf sig á
loft. En um leið og flugvélin
hætti að snerta jörðina fjar-
lægðu þær andlitsblæjuna og
„settu upp“ varalitinn.
Á leiðinni fóru þær síðan úr
kuflunum og kom þá í ljós að
innanundir voru þær í gallabux-
um og bolum sem náðu rétt yfir
naflann. Úr vélinni í Kaíró
gengu því þrjár katarískar ung-
lingsstúlkur, íklæddar vestræn-
um fatnaði og farðaðar að hætti
vestrænna kvenna.
Þannig vildi til að sami mað-
urinn var samferða sömu stúlk-
unum á leið sinni frá Kaíró til
Katar. Sagði hann mér frá því
að á leiðinni til baka hefðu
stúlkurnar smám saman klætt
sig í svörtu kuflana og þegar
þær gengu út úr vélinni í Katar
var vart hægt að greina á milli
þeirra: þær voru allar eins;
svartklæddar með svartar and-
litsblæjur, sem huldu þær al-
veg.
Ég dreg þessa frásögn fram
vegna þess að mér finnst hún
gefa vísbendingar um að marg-
ar katarískar konur séu ekki
sáttar við svörtu kuflana; þær
klæðist þeim með öðrum orðum
ekki vegna þess að þær vilji það
heldur vegna þess að einhverjir
aðrir vilja það. Til að mynda
fjölskyldan eða jafnvel karlarnir
og um leið og þær komast burt
frá þessum kröfum eða skyld-
um, s.s. til útlanda, fara þær úr
kuflunum. Ég hlýt því að velta
því fyrir mér hvort þær muni
ekki gera slíkt hið sama og leið
og færi gefst í þeirra eigin
heimalandi. Hvenær það verður
skal hins vegar ósagt látið.
En hvað um það. Margt er
ólíkt með stöðu okkar íslensku
kvennanna og kynsystra okkar í
Katar. Við fengum t.d. þau rétt-
indi sem ég taldi hér upp að of-
an snemma á síðustu öld. Enn
fleiri réttindi höfum við fengið í
kjölfarið, a.m.k. á borði. Spurn-
ingin er sú hvort við höfum
fengið þau í orði.
Reyndar – ef vel er að gáð –
er í raun ótrúlegt að við höfum
ekki náð lengra í átt til jafn-
réttis á ýmsum sviðum ef mið
er tekið af því hvenær við öðl-
uðumst hin ýmsu réttindi. Nú
eru til dæmis bráðum 85 ár frá
því konur fengu kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis til jafns
við karlmenn. Þrátt fyrir það
hefur hlutur kvenna á Alþingi
ekki náð því að verða jafn hlut
karla. Og í ríkisstjórn eru kon-
ur enn í miklum, miklum minni-
hluta. Ef miðað er við þá fram-
boðslista sem nú liggja frammi
eru litlar líkur á breytingum,
konum í hag, eftir komandi al-
þingiskosningar. Því miður.
Fleiri dæmi mætti nefna.
Konur hér á landi eru til dæmis
duglegar að mennta sig eins og
konurnar í Katar en það hefur
ekki skilað sér til fullnustu í
æðstu stjórnunarstöður at-
vinnulífsins. Ekki ennþá að
minnsta kosti. Þá segja ítrek-
aðar launakannanir okkur að
störf kvenna eru ekki metin til
jafns við störf karla. Óút-
skýrður launamunur kynjanna
er enn til staðar.
Þegar allt kemur til alls eig-
um við því kannski meira skylt
með konunum í Katar en okkur
grunar. Þar eru karlar ráðandi
við stjórnun landsins. Það sama
er í reynd upp á teningnum hér,
sé m.a. litið til stjórnmála og at-
vinnulífs. Ég ber þó þá von í
brjósti að það eigi eftir að
breytast innan tíðar, bæði hér
og í Katar. Ekki síst vona ég að
konurnar þar þurfi ekki að bíða
eins lengi og við, kynsystur
þeirra á Íslandi.
Í orði og
á borði
„En um leið og flugvélin hætti að snerta
jörðina fjarlægðu þær andlitsblæjuna
og „settu upp“ varalitinn.“
VIÐHORF
Eftir Örnu
Schram
arna@mbl.is