Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 33
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
SIGURLEIFUR GUÐJÓNSSON,
Safamýri 48,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
3. febrúar.
Sigríður Gísladóttir,
Unnar Þór Sigurleifsson,
Margrét Sigurleifsdóttir, Elías Hartmann Hreinsson,
Elísa Sirrý Elíasdóttir
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 33
✝ Svava Ólafsdótt-ir fæddist í
Reykjavík hinn 24.
nóvember 1918. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli
hinn 27. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ólafur Guðmunds-
son skipstjóri, f. 22.
september 1884, en
hann fórst með
norska flutninga-
skipinu Ulf í janúar
1931, og Guðrún
Friðfinnsdóttir, f. 9.
október 1887, d. 27. apríl 1949.
Systkini Svövu eru Gísli loft-
skeytamaður, f. 8.
janúar 1916, d. 10.
október 1974, og
Fjóla, f. 4. desember
1919.
Svava giftist
Bjarna M. Karlssyni
málarameistara, f.
8. september 1911,
d. 5. desember 1999.
Svava ólst upp í
Reykjavík og vann
lengstan hluta
starfsævi sinnar í
gjaldeyrisdeild
Landsbanka Íslands.
Útför Svövu verð-
ur gerð frá Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Nú þegar komið er að kveðjustund
langar okkur að minnast frænku
okkar Svövu, en hún var systir móð-
ur okkar. Svava ólst upp við Fram-
nesveg í Reykjavík. Þegar við vorum
að alast upp var hún mikið á heimili
okkar og passaði okkur oft. Hún var
mjög trúuð og kenndi okkur systk-
inum margar bænir. Það sem við
minnumst helst er glaðværð hennar,
góða skapið og gjalfmildi hennar var
einstök. Oft fengum við systkinin að
gista hjá henni og þá fengum við að
vaka frameftir og gjarnan útbjó hún
þá uppáhaldsmatinn fyrir okkur.
Svava og mamma voru afar sam-
rýmdar og miklar vinkonur og hitt-
ust daglega á uppvaxtarárum okkar.
Þegar Svava fór til útlanda kom hún
alltaf færandi hendi og biðum við
alltaf spennt eftir heimkomu hennar.
Hún hafði gaman af því að gleðja
aðra bæði með gjöfum og eins með
glaðlegu viðmóti og smitandi hlátri.
Þegar eitthvert okkar bjó í útlöndum
var spennandi að fá bréf frá henni
bæði voru þau skemmtileg og svo
var alltaf einhver glaðningur í um-
slaginu. Svava var berdreymin Við
stelpurnar vissum oftast hvaða kyn
barnið var sem við gengum með því
hana hafði dreymt það. Oft fór hún
niður að Tjörn á morgnana áður en
hún fór til vinnu og virtust fuglarnir
þekkja hana þegar hún mætti.
Margar skemmtilegar sögur eru til
af Svövu, hún var alltaf svo kát og
hafði á orði að það væri gott að hlæja
og líka gráta, manni liði svo vel á eft-
ir. Svava var glæsileg kona og lagði
áherslu á að vera alltaf vel tilhöfð og
lét okkur stundum vita á mjög vin-
samlegan hátt að við gætum nú litið
betur út.
Ferðin sem við fórum allar saman
til London, Svava, mamma og við
systurnar þrjár er eftirminnileg en
Svava þekkti London mjög vel en
hún hafði verið í skóla í London á
sínum yngri árum. Svava giftist
Bjarna Karlssyni árið 1967, en hann
var ekkjumaður og átti fyrir tvær
stálpaðar dætur.
Viku eftir 65 ára afmælidag sinn
fékk hún heilablóðfall. Þetta var
mikið áfall fyrir alla og var hún
bundin við hjólastól eftir það. Í 15 ár
var hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli
og leið henni vel þar og er starfsfólk-
inu færðar bestu þakkir fyrir frá-
bæra umönnun öll þessi 15 ár. Gunna
systir annaðist hana öll þessi ár af
einskærri alúð og heimsótti hana
nær daglega og eru henni og hennar
fjölskyldu færðar bestu þakkir fyrir.
Ólöf, Ólafur, Snorri, Guðrún
Svava og Fjóla.
Jafnvel þó að Svava hafi verið búin
að vera veik í mörg ár og eflaust
hvíldinni fegin þá fer ekki hjá því að
sorgin og söknuðurinn sitji í hjarta
okkar sem kveðjum hana í dag.
Svava frænka var alltaf mjög pjöttuð
og þegar við fórum í heimsókn til
hennar í Skjól með mömmu máttum
við helst ekki vera í gallabuxum og
ekki féllu henni í geð óburstaðir
skór. Hildi fannst það ekki leiðinlegt
þegar hún var yngri því þegar það
var of kalt til að vera í kjól, sagði hún
við mömmu „Svava frænka er alltaf í
kjól, af hverju má ég ekki vera í
kjól?“ Þegar við vorum í heimsókn
sungum við oft fyrir hana og þótti
henni það mjög skemmtilegt. Svava
var mjög gjafmild og vildi alltaf vera
að gefa okkur eitthvað. Nú er komið
að kveðjustund en minningin um þig
mun ávallt lifa í hjarta okkar.
Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á
lifi og verð mínum lausnara hjá –
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Þýð. Lárus Halldórsson.)
Þínar
Svava og Hildur.
Svava ömmusystir okkar er látin
eftir löng veikindi. Við systkinin vor-
um mjög ung þegar hún veiktist fyr-
ir tuttugu árum. Þegar við minn-
umst Svövu koma í hugann
heimsóknir til hennar á hjúkrunar-
heimilið Skjól þar sem hún dvaldi
síðustu fimmtán ár. Skemmtilegast
þótti henni þegar við sungum fyrir
hana um litlu stúlkuna með ljósu
flétturnar tvær. Hún vildi líka alltaf
vera hugguleg og í hverri heimsókn
var tekið fram snyrtidótið og hún
máluð og gerð fín. Svava var mjög
gjafmild og blíð og streymdi frá
henni hlýja.
Við systkinin kveðjum Svövu
frænku með söknuði en við vitum að
núna líður henni betur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Kveðja,
Áslaug, Eva og Halldór.
Þegar ég kveð Svövu frænku mína
í dag mun ég minnast hennar fyrir
margt. Ég mun minnast hennar sem
ömmusysturinnar sem brosti og hló
þrátt fyrir erfið veikindi í tæp tutt-
ugu ár. Sem frænkunnar sem þótti
svo sannarlega sælla að gefa en
þiggja og var svo þakklát fyrir allt
sem fyrir hana var gert. Sem kon-
unnar sem var í gríni sögð pjöttuð
því hún var alltaf vel til höfð. Sem
frænkunnar sem minnti okkur alltaf
á að skála yfir hátíðarmatnum. Það
verður skrítið að skála ekki við hana
um páskana og næstu jól og áramót.
Jafnframt mun ég minnast hennar
sem frænkunnar sem ég hefði viljað
kynnast miklu betur. Sögurnar sem
mamma hefur sagt mér af Svövu lifa
þó áfram með okkur sem og minn-
ingar um gleðilegar stundir með
henni. Guð geymi góða konu.
Ég vil í Drottni sofna sætt,
samviskustríðið allt er bætt,
dauðahaldi ég Drottin þríf,
dýrstur gef þú mér eilíft líf.
Lúinn anda ég legg nú af,
lífinu ráði sá, sem gaf,
í sárum Jesú mig sætt innvef,
sálu mína ég Guði gef.
Láttu mig, Drottinn, lofa þig,
með lofi þínu hvíla mig,
ljósið í þínu ljósi sjá,
lofa þig strax sem vakna má.
(Hallgrímur Pétursson.)
Björn Gíslason.
Svava, elsku góða, gjafmilda og
fallega móðursystir mín, er látin.
Síðustu tuttugu árin hafa verið henni
erfið. Hún hefur verið í hjólastól og
ekki getað talað sökum heilablóð-
falls. Hjúkrunarheimilið Skjól hefur
verið hennar heimili sl. 15 ár og er
starfsfólki þar þökkuð frábær
umönnun.
Að leiðarlokum langar mig til þess
að minnast samtals sem við áttum
fyrir um fimmtíu árum. Mér hefur
oft dottið þetta samtal í hug í gegn-
um árin. Það voru að koma páskar og
Svava var með poka fullan af páska-
eggjum. Þau voru fleiri en við systk-
inin svo ég spurði hvað hún ætlaði að
gera við aukapáskaeggið, hvort hún
ætlaði að borða það sjálf. Hún sagð-
ist ætla að gefa það fátæku barni
sem hún vissi að fengi ekki neitt, og
maður ætti að gefa þegar maður
hefði nóg sjálfur. Þetta lýsir Svövu
móðursystur mjög vel. Hún var allt-
af að hjálpa og gefa.
Svava hafði gaman af að vera fín
og hafði fólk orð á því hve vel til höfð
hún var alltaf.
Mig langar að kveðja Svövu með
bæn sem hún og mamma kenndu
mér þegar ég var lítil telpa.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott
og hyggja’ að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett á brott,
er býr í huga mínum.
(Valdimar Briem.)
Þessi bæn varð til þess að ég fór
oft út á tröppur og leit til himins til
að athuga hvort ég sæi ekki Guð að
stjórna stjörnunum.
Ólöf.
SVAVA
ÓLAFSDÓTTIR
Faðir okkar og bróðir,
JÓN G. ÓSKARSSON,
Kolgerði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið-
vikudaginn 29. janúar.
Útför hans fer fram frá Grenivíkurkirkju laugar-
daginn 8. febrúar kl. 14.00.
Guðrún Birna Jónsdóttir,
María Sigurlaug Jónsdóttir
Jóhanna Óskarsdóttir.
Móðir mín og systir,
STEINUNN ÞORSTEINSDÓTTIR
HENRETTE,
lést í Houston í Texas fimmtudaginn
30. janúar 2003.
Helga Jónsdóttir Rice,
Þórir Þorsteinsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, bróðir, afi og langafi,
LÚÐVÍK REIMARSSON
frá Heiðatúni,
Vestmannaeyjum,
sem lést miðvikudaginn 22. janúar, verður
jarðsunginn frá Landakirkju föstudaginn
7. febrúar kl. 16.00.
Kristín H. Sveinsdóttir
og fjölskylda.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi,
bróðir og mágur,
GÍSLI BJARNASON,
Orrahólum 7,
Reykjavík,
áður Þórólfsgötu 12a,
Borgarnesi,
lést á heimili sínu laugardaginn 1. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Sigurður Valur,
Gunnþórunn Birna, Ólafur Waage,
Jón Valgeir, Guðbjörg Björnsdóttir,
Elías Bjarni, Halla Margrét Tryggvadóttir,
Magnús Þorkell, Rósa Rögnvaldsdóttir,
Guðmundur Bjarnason, Kristín H. Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
AUÐUNN JÓHANNESSON
húsgagnameistari,
Fannborg 8,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu-
daginn 3. febrúar.
Sigríður Guðný Sigurðardóttir,
Ingibjörg Auðunsdóttir,
Sigríður Auðunsdóttir,
Anna Auðunsdóttir,
Aðalheiður Auðunsdóttir,
Þórir Ólafsson,
Arthúr Ólafsson.
Móðir okkar,
BJARKEY GUNNLAUGSDÓTTIR,
Langholti 5,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 7. febrúar kl. 13.30.
Erla Ívarsdóttir,
Haukur Ívarsson,
Ásdís Ívarsdóttir
og fjölskyldur.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.