Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 05.02.2003, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Hestnesvélstjóri fæddist á Ísafirði 30. júní 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 28. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jo- han Martin Pettersen Hestnes, f. 1869 í Grimsöy í Noregi, d. 1936, og Guðlaug Ingibjörg Guðmunds- dóttir, f. 1874 á Gísla- stöðum á Völlum í S-Múl., d. 1933. Eldri bræður Gunnars voru Sverre, f. 909, d. 1975, og Erling, f. 1912, d. 1996. Gunnar var þríkvæntur: 1) 1948 kvæntist hann Magnhildi Lyngdal, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra er Guðlaug Gunnþórunn tónlistar- kennari, f. 1951, gift Erni Arnar- syni vélstjóra. Þau eru búsett á Höfn í Hornafirði. Dóttir þeirra er Svanfríður Eygló tónlistarkenn- ari, f. 1976. 2) 1959 kvæntist Gunnar Karlottu Kristjáns- dóttur, hún lést 1963. 3) 1968 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Þor- björgu Bjarnadóttur frá Bakka í Bakka- firði. Gunnar lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands 1940. Hann var vélstjóri á ýmsum fraktskipum og fiskiskipum fram til 1972. Eftir það vann hann um tíma í Kassagerð Reykjavíkur. Útför Gunnars fór fram frá Ás- kirkju 4. febrúar. Mig langar að minnast Gunnars Hestness með nokkrum orðum, en amma mín, Þorbjörg Bjarnadóttir, kynnti þennan myndarlega og glæsi- lega mann fyrir börnum sínum og af- komendum þegar ég var smástelpa, búsett norður í landi. Á þeim tíma var Gunnar vélstjóri á togaranum Júpíter og því langtímum úti á sjó, við veiðar og í siglingum. Enda var Gunnar sigldur maður og kunni frá ýmsu að segja. Hafið heillaði hann og hann heillaði ömmu með því að bjóða henni í siglingu hringinn í kringum landið með strandferðaskipi. Ég heyrði oft vitnað í þá ferð. Ferming- arárið mitt fékk ég að fara með þeim hjónum í ferðalag til Danmerkur í heimsókn til móðursystur minnar og fjölskyldu hennar og dvöldum við þar í góðu yfirlæti. Gunnar naut þess að sýna okkur merka staði sem hann hafði komið til eða þekkti. Með tím- anum fór Gunnar að vinna í landi, hjá Kassagerð Reykjavíkur, og vann hann þar um tíma eða þar til hann lenti í slysi og átti ekki afturkvæmt á vinnumarkaðinn eftir það. Síðar kynntist ég Gunnari betur eftir að hann og amma buðu mér að búa á heimili sínu í Stóragerði á mennta- skólaárum mínum í Reykjavík. Það var gott að búa hjá þeim. Gunnar var rólyndismaður, viðræðugóður og hlýr. Hann var barngóður maður. Það hefur örugglega ekki verið auð- velt fyrir þau að fá óharðnaðan ung- ling inn á heimilið en hann tók öllu með æðruleysi eins og hann var van- ur á hverju sem gekk. Gunnar var snillingur í eldhúsinu og hann naut þess virkilega að dunda við matseld, hvort heldur var hvunn- dags eða til hátíðabrigða. Vegna vaktavinnu ömmu taldi Gunnar það vera í sínum verkahring að sjá til þess að ætíð væri eitthvað gott að hafa við eldhúsborðið þegar ég kom heim á daginn og lærdómurinn tók við. Létt spjall um daginn og veginn, nýjustu fréttir eða veðrið. Gunnar fylgdist vel með fréttum og las dag- blöðin vel, enda hafði hann skoðun á mönnum og málefnum. Lífið leikur mannfólkið misjafnlega og heilsu Gunnars hrakaði, en það varð til þess að hann flutti á dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík og bjó þar í um áratug. Eftir að Gunnar var orð- inn of heilsuveill til að geta farið heim hélt amma jólin hjá honum og fór þangað eins oft og hún gat. Hún sá alltaf til þess að hann fengi ný föt fyrir jólin, því hún vildi hafa hann fínan, enda var honum sjálfum um- hugað um útlitið, klæðnaður og klipping ævinlega óaðfinnanleg. Ég kveð Gunnar með þakklæti fyrir allar góðar stundir. Blessuð sé minning hans. Helga Pálmadóttir. Ég kynntist Gunnari Hestnes barn að aldri, þegar hann kvæntist ömmu minni Þorbjörgu Bjarnadótt- ur. Gunnar var hæglátur maður og afar myndarlegur, hávaxinn, dökk- hærður og með brún augu. Hann var prúðmannlegur í framkomu, ávallt fallega búinn og bar föt sín vel. Hann var góður og hjartahlýr maður sem gumaði ekki af gjöfum sínum eða góðmennsku. Lofsyrðum sínum stillti hann í hóf en hrósaði þó af slíkri einlægni að jafnvel áratugum síðar minnist ég þess með hlýhug og þakklæti hvernig hann blés mér í brjóst sjálfstrausti og gleði á ferm- ingardaginn minn. Gunnar kom jafnan færandi hendi úr siglingum til annarra landa með amerískt sælgæti, falleg föt eða leik- föng og sögur úr erlendum höfnum og af svaðilförum á sjó. Þessum sög- um er ég búin að gleyma en sam- verustundirnar gleymast aldrei. Er ég var enn á barnsaldri varð Gunnar fyrir bíl og slasaðist illa á höfði. Alla tíð síðan var hann fatl- aður, einkum vegna áverka á innra eyra. Með árunum hrakaði Gunnari stöðugt og háði honum mest hve erf- itt hann átti með mál og heyrði illa. Af þessum sökum varð Gunnar enn hlédrægari en áður og olli það hon- um oft miklum særindum að geta ekki tjáð sig svo vel væri, en hann bar harm sinn í hljóði og henti jafn- vel gaman að. Á námsárum mínum bjó ég vetur- langt hjá ömmu og Gunnari og varð okkur Gunnari þá vel til vina enda var hann heima á daginn meðan amma dró björg í bú. Gunnar sá þá um eldhúsverkin og innkaupin og gerði það af einskærri alúð enda var eldhúsið ævinlega hreint og snyrti- legt eins og Gunnar sjálfur. Gunnar átti alltaf heitt á könnunni enda var oft gestkvæmt á heimilinu. Ég hjálp- aði honum oft við uppþvottinn á kvöldin og var þá ýmislegt skrafað og skeggrætt og oft glatt á hjalla. Þá gerðist það stundum ef Gunnar var mjög þvoglumæltur og ég gat í eyð- urnar að samtalið tók hina undarleg- ustu stefnu, þegar Gunnar svo hrist- ist allur af innibyrgðum hlátri vissi ég að ég hafði getið rangt. Ég hætti því fljótlega þessum tepruskap og spurði og endursagði oft nær hvert einasta orð. Það er óþarft að orð- lengja um það að Gunnar efndi ekki oft til orðræðna við ókunnuga að fyrra bragði. Þegar ég heimsótti Gunnar síðast á Hrafnistu með dóttur mína korna- barn ljómuðu augu hans þótt hann þekkti hana ekki og raunar ekki mig. Þá var hann löngu hættur að reyna að tjá sig við aðra en ömmu en hann naut þess að vera samvistum við barnið. Ég lærði margt af Gunnari Hest- nes, einkum þó mikilvægi þess að taka örlögum sínum af æðruleysi. Ég þakka Gunnari samfylgdina í lífinu og votta ömmu, Guðlaugu, Halldóri og öðrum aðstandendum samúð mína. Þorbjörg Erla Ásgeirsdóttir. GUNNAR HESTNES Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, TÓMASAR JÓNSSONAR fyrrverandi brunavarðar, Hafnarstræti 21, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Jón Tómasson, Þórey Bergsdóttir, Skjöldur Tómasson, Björk Nóadóttir, Hreinn Tómasson, Þórveig B. Káradóttir, Guðbjörg Tómasdóttir, Axel Guðmundsson, Svala Tómasdóttir, Rafn Herbertsson, Helga Tómasdóttir, Gústaf Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar og frænda, KARLS GEORGS GUÐMUNDSSONAR frá Svarthamri. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og starfsfólks Fjórðungssjúkrahússins á Ísa- firði fyrir góða umönnun. Stella Guðmundsdóttir, Andrea Guðmundsdóttir, Kristinn Jónsson, Ingimar Guðmundsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Róbert Sigurjónsson, Ásta Guðmundsdóttir, Viktoría Guðmundsdóttir og frændsystkin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við and- lát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Melahvarfi 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir til allra, sem önnuðust hana á hjúkrunarheimilinu Sjóli. Guð blessi ykkur öll. Auður Pedersen, Valdimar K. Jónsson, Gunnar Valdimarsson, Anna María Valdimarsdóttir, Bjarni Brandsson, Sigrún Valdimarsdóttir, Þórir Ásmundsson, Guðrún Valdimarsdóttir, Hörður Harðarson, Jón Valdimarsson, Guðrún Indriðadóttir, Valdimar Valdimarsson, Ólöf Jóhannsdóttir, langömmubörn, Ágústa Jónsdóttir, Kristinn Óskarsson. Okkar hjartkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGGEIRSDÓTTIR húsfreyja, Skaftahlíð 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum Landakoti föstudaginn 3. janúar sl. Innilegar þakkir til vina hennar fyrir trausta samfylgd og okkur auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall hennar. Kolfinna Gunnarsdóttir, Sigurður H. Friðjónsson, Jón G. Friðjónsson, Herdís Svavarsdóttir, Ingólfur Friðjónsson, Sigrún Benediktsdóttir, Friðjón Örn Friðjónsson, Margrét Sigurðardóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar og afa, INGÓLFS ÓLAFSSONAR frá Patreksfirði, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11E, Landspítalanum við Hringbraut, Heimahlynningar Krabbameins- félags Íslands og Strætisvagna Reykjavíkur. Auður Marísdóttir, Ásdís Ingólfsdóttir, Auðunn Ingólfsson, Inga Þóra Böðvarsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts GUÐMUNDU ÁSGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun. Aðstandendur. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REIDARS VILHELMS ÍSAKSEN, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sigríður Fanney Isaksen, Viktoría Isaksen, Valdimar Steinþórsson, Vilhelmína Isaksen, Erling Guðmundsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.