Morgunblaðið - 05.02.2003, Page 41

Morgunblaðið - 05.02.2003, Page 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 41 Á TVEGGJA kvölda námskeiði sem hefst í kvöld kl. 20 fjallar Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur um Stephan G. Stephansson. Á nám- skeiðinu verða einnig gögn úr hand- ritadeild Landsbókasafns, sem not- uð voru við ritun Landnemans mikla. Námskeiðið hefst í kvöld og síðara kvöldið verður 12. febrúar. Nám- skeiðið er haldið í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Það er í samvinnu Þjóðarbókhlöðu og Reykjavíkurakademíunnar og verð- ur síðara kvöldið 12. febrúar. Nánari upplýsingar er m.a. að finna á heimasíðu Þjóðarbókhlöðu: www.bok.hi.is undir Fréttir. Námskeið um Stephan G. Ungt fólk með ungana sína. Ungu fólki er boðið að koma með börnin sín í Hitt húsið, Póst- hússtræti 3–5, alla fimmtudaga milli 13–15. Fimmtudaginn 6. febr- úar verður Harpa Guðmundsdóttir með kynnngu í Alexanderstækni. Kennslan er sérsniðin fyrir þenn- an hóp og eru allir velkomnir þeim að kostanaðarlausu. Áhugasamir eru beðnir að mæta með teppi og tvær bækur, sem nýtt verður í kennslunni. Fyrirtækjamenning og innri markaðssetning. Lektorar frá Háskólanum í Reykjavík fjalla um fræðilegar hliðar fyrirtækjamenn- ingar og innri markaðssetningar á ráðstefnu og verðlaunaafhendingu á Nýja sviði Borgarleikhússins fimmtudaginn 6. febrúar kl. 9.00–14.00 Þá verður flutt erindi úr íslensku viðskiptalífi þar sem forstjóri Öl- gerðarinnar upplýsir um leiðina frá framleiðslufyrirtæki til sölu- og markaðsfyrirtækis. Aðalerindi ráðstefnunnar fjallar um fyrirtækjamenningu alþjóðahugbúnaðarfyrirtækisins SAS Institute. Fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkj- unum, hefur verið í rekstri í 26 ár og hlotið alþjóðlega athygli vegna einstakrar fyrirtækjamenningar sem hefur skilað miklum árangri. Annar eigandi fyrirtækisins er nr. 53 á Forbes-listanum yfir ríkustu einstaklingana í Bandaríkjunum. Skráning fer fram með tölvupósti á fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð 5.500 kr. fyrir félaga FVH og 10.500 kr. fyrir aðra. Lagadeild Háskóla Íslands býð- ur alþjóðlegt MA-nám. Í haust verða þau nýmæli í háskólanámi hérlendis að lagadeild Háskóla Íslands býður alþjóðlegt MA- lögfræðinám á ensku. Námið stendur bæði til boða erlendum lögfræðingum er lokið hafa laga- prófi úr viðurkenndum háskólum, og íslenskum lögfræðingum. Á það jafnt við þá sem á liðnum árum hafa útskrifast úr lagadeild HÍ sem og þá er nú eru að ljúka námi þar. Alþjóðlegt lögfræðinám á meist- arastigi er stór áfangi í sögu laga- deildar Háskóla Íslands. Því er boðið til kynningar á þessari nýj- ung og helstu áherslum í náminu. Jafnframt verður hinn nýútkomni bæklingur kynntur. Á fundinum verða m.a. Páll Skúla- son rektor, Eiríkur Tómasson pró- fessor, deildarforseti lagadeildar, Karítas Kvaran, framkvæmda- stjóri Alþjóðaskrifstofu há- skólastigsins, Jónatan Þórmunds- son prófessor og Skúli Magnússon lektor, en þeir síðastnefndu hafa borið hitann og þungann af upp- byggingu námsins. Kynningin fer fram í fund- arherbergi Háskólaráðs, Að- albyggingu 1. hæð hinn 6. febrúar og hefst kl. 13.00. Erindi um fötlunarfræði. Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 20 mun Rannveig Traustadóttir halda erindi sem hún nefnir „Hvað er fötlunarfræði?“ Erindið er haldið hjá Þroskahjálp, Suðurlandsbraut 22. Þar rekur Rannveig þróun fötl- unarfræða sem fræðigreinar og gerir grein fyrir helstu átakalínum og álitamálum sem uppi eru innan fræðanna í dag. Allir velkomnir. Sjögrenshópurinn verður með kaffispjall á kaffi Mílanó í Faxa- feni í kvöld kl. 20. Á MORGUN Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, mið- vikudaginn 5. febrúar kl. 17.00. Gestur fundarins verður Bjarni Ei- ríkur Sigurðsson, skólastjóri Reið- skólans Þyrils í Víðidal. Bjarni ætlar að ræða um hestamennsku í Njálu. Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Kaffi verður á könnunni. Í DAG Heilsudagar hjá NLFÍ verða vikuna 23. febrúar til 2. mars. Heilsudögum er ætlað að hjálpa fólki til að koma í veg fyrir og losna við afleiðingar álags og streitu, með slökun, hvíld, fræðslu, hreyfingu og góðu fæði, seg- ir í fréttatilkynningu. Falin tækifæri í norrænu sam- starfi. Sigrún Stefánsdóttir, for- stöðumaður upplýsingaskrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráð- herranefndarinnar, er umsjón- armaður námskeiðs sem Endur- menntun HÍ heldur 21. febrúar um norrænt samstarf og möguleika sem innan þess felast, sérstaklega á sviði menningar og menntunar. Uppbygg- ing á norrænu samstarfi verður kynnt, sem og Norðurlandaráð, Nor- ræna ráðherranefndin og helstu sam- starfsstofnanir. Þá verða kynntar helstu leiðir til að sækja um norræna styrki, m.a. hjá Norræna menning- arsjóðnum og gefnar leiðbeiningar um gerð styrkjaumsókna. Aðrir fyr- irlesarar eru Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Norðurlandaskrif- stofu, Ragnheiður Þórarinsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneyt- inu, og Mats Jönsson, yfirmaður Nor- ræna menningarsjóðsins. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja vinna á norrænum vettvangi. Upplýs- ingar um öll námskeið er að finna á vef Endurmenntunar www.end- urmenntun.is. Þar er hægt að skrá sig á námskeið. Spákona á Kaffi Nauthól. Undanfarna mánuði hefur Lóa spá- kona spáð í tarotspil og bolla fyrir gesti og gangandi á Kaffi Nauthól í Nauthólsvík. Lóa hefur verið við mánudaga og miðvikudaga milli 14 og 17. Nú í upphafi árs þegar margir eru forvitnir um framtíðina verður Lóa einnig við á föstudögum milli 17–21. Unnt er að bóka tíma. Rannsóknastofa í kvennafræðum stendur fyrir málþinginu stjórnun, fagstéttir og kynferði í stofu 101 í Lögbergi, föstudaginn 7. febrúar. kl. 14 til 17. Fyrirlesarar eru: Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor í mennt- unar- og uppeldisfræði, Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í félagsráðgjöf, Þóra Margrét Pálsdóttir sálfræð- ingur, Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir hjúkrunarfræðingur og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum. Að erindunum loknum verða fyr- irspurnir og umræður. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Dagskrá og nánari lýsingar á fyrirlestrum er að finna á www.hi.is/stofn/fem. Á NÆSTUNNI Fundur um matarverð. Samfylk- ingin heldur fund í kvöld í fundaröð- inni „Mál á dagskrá“ þar sem leitað verður svara við spurningunum „Hvernig er hægt að lækka mat- arverð á Íslandi?“, „Hverju gæti aðild að ESB breytt fyrir neytendur?“ o.fl. Frummælendur og þátttakendur í umræðum verða Rannveig Guð- mundsdóttir alþingismaður, Guð- mundur Ólafsson hagfræðingur, Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, og Elías Þor- varðarson, verslunarstjóri Nettó í Mjódd. Fundurinn verður í Iðnó og hefst kl. 20. STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing stjórnar Land- verndar vegna úrskurðar um Norð- lingaölduveitu: „Stjórn Landverndar lýsir yfir ánægju með úrskurð Jóns Kristjáns- sonar, setts umhverfisráðherra, um mat á umhverfisáhrifum Norðlinga- ölduveitu og þakkar þá úttekt sem ráðherrann hefur látið gera á málinu í þeim tilgangi að finna leiðir til úr- lausnar. Að mati stjórnar Land- verndar er þessi úrskurður á margan hátt til fyrirmyndar. Úrskurðurinn sýnir að í mörgum tilvikum má bæði nýta orku íslenskra fallvatna og ná viðunandi verndun á náttúru ef ekki er einblínt of mikið á ódýrustu leiðina. Úrskurðurinn byggist á því að sér- stæða og viðkvæma náttúru beri að vernda og að framkvæmdir skuli ekki brjóta í bága við friðlýsingarákvæði og alþjóðlega samninga sem Ísland hefur gerst aðili að og staðfest. Úrskurðurinn staðfestir að taka ber tillit til verulegra umhverfis- áhrifa þegar ákvörðun er tekin um framkvæmdir. Úrskurðurinn sýnir að rökstuddar og réttmætar ábendingar frá þeim sem vilja að tekið sé meira tillit til verndunar náttúrunnar eiga rétt á sér og eru nauðsynlegar. Í úrskurðinum heimilar ráðherra gerð setlóns undir jökli austan Arn- arfells með miðlun vatns í Þjórsárlón með tilheyrandi leiðigörðum, stíflum og skurðum. Stjórn Landverndar minnir á að þessari framkvæmd fylgja fjölþætt umhverfisáhrif sem mikilvægt er að huga vel að. Það er nauðsynlegt að umfjöllun um nánari útfærslu á þessari framkvæmd verði opin og aðgengileg fyrir almenning og félagasamtök og að ekki verði ráð- ist í framkvæmdir fyrr en allir þættir málsins hafa verið vel rannsakaðir og kynntir. Þess má geta að Landvernd býður til kynningarfundar í Norræna hús- inu í Reykjavík miðvikudaginn 5. febrúar kl. 17. Á fundinum mun Viðar Ólafsson, verkfræðingur hjá VST, greina frá tæknilegri útfærslu fram- kvæmdarinnar. Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis.“ Landvernd lýsir ánægju með úrskurð STJÓRNENDASKÓLI Háskólans í Reykjavík stendur fyrir námskeið- inu „Nýr stjórnenda- og lífsstíll.“ Farið verður í hvernig stjórnend- ur geta náð fram æskilegu jafnvægi á milli atvinnu og einkalífs og hugað samtímis að bættri andlegri og lík- amlegri vellíðan. Námskeiðið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum með mannaforráð. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sérfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík og úr atvinnulífinu. Námskeiðið er alls 40 klst. og er kennt á þriðjudögum frá kl. 8:30 til 13:30 í 10 vikur. Námskeiðið hefst 11. febrúar og því líkur 15. apríl. Námskeiðið fer fram í Háskólan- um í Reykjavík, 3. hæð. Skráning á námskeiðið fer fram á vefsetri Stjórnendaskóla HR, www.stjornendaskoli.is Námskeið um nýjan stjórnenda- og lífsstíll DAGANA 5.–7. febrúar stendur Stúdentaráð fyrir atvinnulífsdög- um við Háskóla Íslands. Markmið daganna er að efla tengsl Háskól- ans og atvinnulífsins auk þess að gefa stúdentum tækifæri á að kynnast öllum þeim möguleikum sem bjóðast á atvinnumarkaðinum. Nokkur fyrirtæki og stofnanir munu kynna starfsemi sína og starfsmannastefnu auk þess sem boðið verður upp á bæði frum- kvöðlanámskeið og kynningu á Ný- sköpunarsjóði námsmanna. Dagskrá atvinnulífsdaganna er sem hér segir: Miðvikudagur 5. febrúar, Oddi, stofa 202: 12.20– 13.00 – Íslandsbanki – Vilborg Loftsdóttir, VRII, stofa 157: 12.20– 13.00 – Hugur – Erna Arn- ardóttir, Lögberg, stofa 101: 12.20–13.00 – Utanríkisráðuneytið – Hannes Heimisson, Árnagarður, stofa 301: 12.20 – 13.00 – Reykja- víkurakademían – Steinunn Krist- jánsdóttir, Oddi, stofa 101: 20.00– 22.00 – Frumkvöðlanámskeið – Jón Hreinsson frá Impru, fimmtudagur 6. febrúar, Oddi, stofa 101: 12.20 –13.00 – Þekkingarmiðlun – Ingrid Kuhlman, VRII, stofa 157: 12.20– 13.00 – Flaga – Berglind Hall- grímsdóttir Árnagarður stofa 301: 12.20–13.00 – Fróði – Aðalheiður Sigurðardóttir, föstudagur 7. febr- úar, Árnagarður, stofa 101: 12.20– 13.00 – Nýsköpunarsjóður náms- manna. Hanna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunar- sjóðs, kynnir starfsemi sjóðsins. Katrín Jakobsdóttir, nemi í ís- lensku, kynnir verkefni sitt og seg- ir frá samskiptum sínum við sjóð- inn. Atvinnu- lífsdagar í Háskóla Íslands PÁLMI Rafn Pálmason, knatt- spyrnumaður í Völsungi, var valinn íþróttamaður ársins 2002 á Húsavík, í öðru sæti varð Pálmar Pétursson, handknattleiksmaður í Val, og í þriðja sæti Gísli Haraldsson, hesta- maður og hrossaræktandi í Hesta- mannafélaginu Grana á Húsavík. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi stendur fyrir kjöri á íþróttamanni ársins á Húsavík í samstarfi við Völsung o.fl. íþróttafélög á Húsavík. Kjörinu var lýst við fjölmenna at- höfn í Íþróttahöllinni á Húsavík. Áberandi var hversu margir verð- launahafar voru fjarverandi vegna keppni eða æfinga. Pálmi Rafn Pálmason þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður sem eftir er tekið og þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára að aldri hefur hann leikið sl. þrjú ár með meistaraflokki Völsungs. Hann er þegar orðinn lyk- ilmaður í liðinu og einn af burðar- ásum. Hann hefur verið valinn í U-19 ára landslið Íslands og spilaði alla leiki þess á sl. ári. Pálmi Rafn hefur vakið athygli er- lendra liða og fór m.a til æfinga í haust hjá Arsenal og Groningen í Hollandi. Þeim hjá Groningen leist svo vel á pilt að hann er kominn þangað aftur og æfir með félaginu um þessar mundir. Björg Jónsdóttir, fyrrverandi handknattleikskona, tók við verðlaunum fyr- ir hönd sonar síns Pálma sem er við æfingar hjá Groningen í Hollandi. Pálmi og Pálmar bestir Húsavík. Morgunblaðið. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ísland verði heiðursþjóð í næsta Wash- ington-maraþonhlaupi sem fram fer 23. mars nk. en í því felst m.a. að kastljósinu verður varpað að Íslandi í dagskrá hlaupsins og á heimasíðu þess. Sendiráð Ísland í Washington D.C. og verkefnið Iceland Naturally munu bjóða til móttöku við marklínu hlaupsins og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum mun færa sigurveg- urum blómsveiga, í boði Reykjavík- urmaraþons. Talið er að allt að 100 þúsund manns hafi fylgst með Washington- maraþoninu í fyrra og voru skráðir þátttakendur á níunda þúsund, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu. Hlaupið er framhjá helstu minnismerkjum, byggingum og söfn- um borgarinnar og er þessi hlaupa- leið í höfuðborg Bandaríkjanna eitt helsta aðdráttarafl maraþonsins. Nánari upplýsingar eru á heima- síðu hlaupsins www.washingtondc- marathon.com. Dagana fyrir hlaupið, 21.-22. mars nk., fer fram í Washington DC vöru- sýningin „Sport and Fitness Expo“ þar sem fyrirtæki sem tengjast íþróttum og útivist kynna sína þjón- ustu. Gert er ráð fyrir að 15 til 20 þús- und manns sæki hana í ár. Fyrirtækj- um sem hafa áhuga á því að kynna þjónustu sína eða vörur á sýningunni er bent á að hafa samband við við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneytis- ins í New York, sími 001-212-593- 2700 eða petur.oskarsson@utn.- stjr.is. Ísland heiðursþjóð í Washington-maraþoninu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.