Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Reynir fæddist í Reykjavík 1934,ólst upp á Njálsgötunni – við
Frakkastíg og segist Reynir eiga
mjög hlýjar og skemmtilegar minn-
ingar frá uppvaxtarárunum. „Í
þessu hverfi ólust upp margir góðir
knattspyrnu- og handknattleiks-
menn, sem síðar áttu eftir að bera
merki Íslands á lofti í landsliðsbún-
ingnum. Það var leikin knattspyrna í
hverju húsasundi – flestir strákarnir
gengu til liðs við Fram og fóru gang-
andi eða á reiðhjólum á æfingar á
Framvöllinn, í grjótnámu norðan við
Sjómannaskólann. Ég gerðist liðs-
maður Knattspyrnufélagsins Fram
og æfði bæði knattspyrnu og hand-
knattleik, auk þess að taka þátt í fé-
lagsstarfinu. Ég var til dæmis for-
maður handknattleiksnefndar Fram
aðeins átján ára, var knattspyrnu-
þjálfari yngri manna og sat í aðal-
stjórn Fram.“
Reynir sagði að knattspyrnuferill
hans í meistaraflokki hafi ekki verið
langur þar sem hann hélt til náms í
Íþróttaháskólanum í Köln í Þýska-
landi haustið 1957. „Ég náði að leika
þrjá landsleiki – fyrst gegn Finnum í
Helsinki 1956, þar sem við máttum
þola tap, 2:1. Síðan tvo leiki í und-
ankeppni heimsmeistarakeppninnar
1958 – á Laugardalsvellinum árið
1957 – gegn Frökkum og Belgum.
Ég er mjög stoltur yfir að hafa feng-
ið að leika fyrir hönd Íslands,“ sagði
Reynir, sem fékk góða dóma í blöð-
um fyrir framgang sinn í leikjunum.
Reynir sagði að fyrst eftir að hann
hóf nám í Köln hafi hann æft með að-
alliði borgarinnar – hinu fræga FC
Köln, en fljótlega varð hann að gera
það upp við sig hvort hann myndi
helga sig knattspyrnunni eða ljúka
námi. „Ég hugsaði um framtíðina og
valdi að ljúka námi, sem ég gerði á
rúmlega þremur árum – kom aftur
heim 1960.“
Reynir sagði að hann hafi búið
fyrst um sinn í bragga, sem var
gististaður þeirra sem sóttu knatt-
spyrnunámskeið við skólann og út-
skrifuðust sem knattspyrnu-
þjálfarar sem hann gerði einnig.
„Það var og er enn þann daginn í
dag mjög erfitt að komast á þessi
þjálfaranámskeið. Þau eru afar eft-
irsótt og menn utan Þýskalands eiga
erfitt með að komast að. Það eru
reglur í Þýskalandi að menn geta
ekki orðið knattspyrnuþjálfarar að
atvinnu – stjórnað atvinnumannalið-
um, nema eftir að hafa sótt þjálf-
aranámskeið við Íþróttaháskólann í
Köln.“
Lék listir með
heimsmeisturunum
„Ég var því svo heppinn að kynn-
ast mörgum gamalkunnum lands-
liðsmönnum Þýskalands sem sóttu
þjálfaranámskeið við skólann í Köln.
Í þeim hópi voru nokkrir leikmenn
sem hömpuðu heimsmeistaratitlin-
um með Þýskalandi í Sviss 1954. Ég
fékk einnig tækifæri til að spreyta
mig með þeim á knattspyrnuvellin-
um þar sem knattspyrnulið
Íþróttaháskólans í Köln var mjög
eftirsótt og það mjög oft fengið til að
leika ýmsa leiki við hátíðleg tæki-
færi víðs vegar um Þýskaland. Ég
var svo heppinn að komast í fimm
manna úrvalslið skólans í innanhúss-
knattspyrnu, þar sem leikið var með
böttum í kringum völlinn eins og
tíðkast enn í Þýskalandi, en innan-
hússknattspyrna er mjög vinsæl þar
yfir háveturinn – í janúar. Liðið
ferðaðist nánast um allt Þýskaland
til að leika. Þegar ég lék með liðinu
var það orðið eins og vel smurð vél.
Leikmenn þekktu orðið hver annan
svo vel – vissum yfirleitt hvert menn
færu í næsta skrefi. Já, þetta var
eins og að tefla skák.
Ég komst einnig í keppnislið skól-
ans í sundi. Ég var öflugur í bringu-
sundi og það kom mér til góða þar
sem Þjóðverjarnir lærðu fyrst og
fremst skriðsund á skólaárum sín-
um.“
Reynir sagðist hafa búið víðar en í
bragganum meðan á námi stóð. „Ég
bjó einnig á stúdentagarði og þá bjó
ég um tíma í garðhúsi – úti í garði
hjá gamalli konu í útjaðri borgarinn-
ar.“
Reynir sagði að það hafi seinna
komið honum vel að hafa stundað
nám í Þýskalandi og hann hafi sam-
band við ýmsa sem hann kynntist á
skólaárum sínum í Þýskalandi.
„Ég hafði lengi samband við
knattspyrnuþjálfarann kunna,
Hannes Weisweiler, og í starfi mínu
sem íþróttafulltrúi ríkisins, er ég var
um tíma í íþróttanefnd Evrópuráðs-
ins, fékk ég mjög góð tækifæri til að
hafa samband við fjölmarga menn
sem ég kynntist í Köln – þegar við
hittumst á ýmsum ráðstefnum eða
sátum jafnvel saman í nefndum.“
Atvinnuboð frá Ghana
Þegar Reynir var spurður hvort
hann hafi ekki fengið atvinnutilboð í
Þýskalandi að loknu námi sagði
hann að svo hafi verið. „Við námslok
varð ég að gera upp við mig svo
margt. Ég fékk tvö atvinnutilboð.
Annað þeirra var frá Ghana þar sem
Ghanamenn óskuðu eftir því að ég
tæki við þjálfun landsliðs þeirra í
knattspyrnu. Hitt var að gerast fim-
leikaþjálfari í þýska hernum. Ég
væri eflaust í dag liðsforingi í þýska
hernum í Rínarhéruðunum ef ég
hefði tekið atvinnuboðinu,“ sagði
Reynir og brosti.
Tilboðið frá Ghana. Hvernig kom
það til? „Ég kynntist fólki frá ýms-
um heimshlutum við námið í Köln en
boðið kom þó beint frá Ghana. Það
hefði eflaust verið gaman að víkka
sjóndeildarhringinn og taka boðinu
en þar sem ég og unnusta mín, Svan-
fríður Guðjónsdóttir, sem var með
mér í Köln síðasta námsárið, vorum
búin að ákveða að gifta okkur, drif-
um við okkur heim.“
Fékk starf við Vogaskóla
Það má með sanni segja að á
námsárum Reynis í Köln hafi hann
lagt grunninn að framtíðarstarfi
sínu – að starfa að íþróttamálum
með ungu fólki. Þegar hann kom
heim frá Þýskalandi 1960 hóf hann
kennslu við Vogaskóla og kenndi
íþróttir í eina stóra íþróttahúsinu
sem var í boði á þeim tíma – Háloga-
landsbragganum, sem stóð við
hringtorg Suðurlandsbrautar og
Skeiðarvogs. „Ég var svo heppinn að
kynnast þar mjög stórum hópi af
nemendum sem áttu síðan eftir að
verða miklir afreksmenn í íþróttum
– í knattspyrnu, handknattleik,
körfuknattleik, frjálsíþróttum og
öðrum íþróttum.“
Haustið 1964 var Reynir ráðinn
framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs
Reykjavíkurborgar og 1971 var
hann skipaður æskulýðsfulltrúi í
menntamálaráðuneytinu. Áratug
síðar var Reynir skipaður æskulýðs-
fulltrúi ríkisins og jafnframt deild-
arstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar.
Reynir sagði að starf hans sem
æskulýðs- og íþróttafulltrúi ríkisins
hafi veitt honum mjög mikla ánægju.
„Ég hef fengið tækifæri til að fara
um allt land, til að ræða við fólk og
halda ýmis námskeið í rekstri félaga
og hvernig best væri að standa að
íþróttanámskeiðum og keppni.
Ég hef upplifað hvað íþróttir og
æskulýðsstarf hafa mikið að segja á
fámennum stöðum, þar sem oft er
um fimmtíu ára aldursmunur á þeim
sem eigast við. Já, þá hefur það ver-
ið afar ánægjulegt að sjá hvað nýbú-
ar taka þátt í starfsemi sem veitir
mönnum gleði, heilbrigði og stuðlar
að góðum félagsskap. Öll starfsemi
íþróttahreyfingarinnar er mjög þýð-
ingarmikil í baráttunni um jafnvægi
og uppbyggingu í byggð landsins.
Einnig sá ég um erlend samskipti
sem voru lærdómsrík og skemmti-
leg. Síðustu ferðir mínar voru til
dæmis til Grænlands, Færeyja,
Svalbarða og Varsjár í Póllandi, þar
sem ég sótti fundi og ráðstefnur um
samstarf Norðurlanda og Evrópu-
landa,“ sagði Reynir.
Reynir sagði að hann hafi hvað
mestar áhyggjur af sundíþróttinni á
Íslandi – hann óttast að sundíþrótt-
inni fari aftur í sambandi við kennslu
í skólum. „Ástæðan fyrir því er að nú
eru skólar landsins miklu sjálfstæð-
ari en áður, með sjálfstæðan fjárhag.
Það er óneitanlega nokkuð dýrt að
þurfa að aka nemendum á sundstaði
sem eru teknir á leigu, einnig þarf að
kalla á kennara á fullum launum til
að koma á staðina. Þar með reyna
menn að verja það að hætta sund-
kennslu – með því að segja; „Við höf-
um einfaldlega ekki efni á þessu!“
Það verður að stöðva þennan
hugsunarhátt og þessa þróun sem
skaðar sundkennsluna. Ef það er
ekki hægt nema með auknu fjár-
magni frá ríki til skóla, þá verður
það að gerast. Það verður að vera
meiri eftirfylgni um kennslu í sundi.
Nú er Evrópuráðið og Evrópu-
sambandið að undirbúa ár íþrótta
sem verður 2004 og mun heita:
Kennsla ungmenna í gegnum íþrótt-
ir. Það verður lagt til töluvert fjár-
magn í verkefnið, vel yfir milljarður
íslenskra króna, og ég vona að Ís-
land verði með í því átaki í verkefni
sem er mjög spennandi og kemur
upp vegna þess að Evrópuþjóðirnar
hafa áhyggjur af íþróttum í skólum –
að þeim fari aftur.
Sund er afar ríkt í okkur Íslend-
ingum og það má með sanni segja að
sund sé þjóðaríþrótt Íslands,“ sagði
Reynir, sem saknar þess að Nor-
ræna sundkeppnin sé ekki lengur
keppni þar sem Norðurlandabúar
leiða saman hesta sína í 200 m sundi
á öllum stöðum landanna.
Skemmtilegir strákar
í Keflavík
Reynir starfaði sem knattspyrnu-
þjálfari samhliða áðurnefndum
störfum þegar hann kom heim, hjá
Fram og víða. „Þegar ég kom heim
var runninn upp sá tími að menn
voru byrjaðir að taka þjálfun knatt-
spyrnumanna fastari tökum – æfa
einnig á veturna. Besta dæmið um
það er þegar ég tók við þjálfun
Keflavíkurliðsins 1966. Þá var rætt
um að ég myndi koma til Keflavíkur
annan hvorn dag en það endaði með
því að ég var þar á hverjum degi.
Reynir G. Karlsson, sem lét af störfum sem íþróttafulltrúi ríkisins á dögunum, var í liði með
Hafnaði boði
um að verða
landsliðs-
þjálfari Ghana
„Ég væri eflaust í dag liðsforingi í þýska
hernum í Rínarhéruðunum ef ég hefði tekið
atvinnuboðinu frá þýska hernum um árið,“
sagði Reynir G. Karlsson, fyrrverandi
íþróttafulltrúi ríkisins, í viðtali við Sigmund
Ó. Steinarsson, sem komst að því að honum
var boðið landsliðsþjálfarastarf knatt-
spyrnumanna í Ghana og Reynir hefur ekki
gleymt tapinu fyrir Dönum á Idrætsparken
í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1967, 14:2.
Fæddur: 27. janúar 1934.
Menntun
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1954 lauk Reynir almennu
kennaraprófi frá Kenn-
araskóla Íslands 1955 og
prófi í forspjallsvísindum við
Háskóla Íslands.
Reynir útskrifaðist frá
Íþróttakennaraskóla Íslands
1956 og sótti þýskukennslu
við Háskóla Íslands veturinn
1956–1957.
1960 lauk hann prófi frá
Íþróttaskólanum í Köln eftir
þriggja ára nám en próf frá
þeim skóla var metið hér á
landi sem BA-próf í uppeld-
isfræði.
Samhliða lauk hann námi í
knattspyrnuþjálfaraskóla
tengdum skólanum í Köln,
einn af örfáum Norður-
landabúum sem það hafa
gert.
Starfsreynsla
Reynir kenndi við Austur-
bæjarskóla í Reykjavík vet-
urinn 1956–1957.
Kenndi við Vogaskóla í
Reykjavík 1960–1064.
Í nokkur ár hafði Reynir
með höndum stundakennslu
sem aukastarf, fyrst við
Álftamýrarskóla í Reykjavík
og síðan við Kennaraháskóla
Íslands og Íþróttakenn-
araskóla Íslands.
Á árunum 1961–1964 vann
Reynir að ýmsum nefndar-
og þróunarstörfum fyrir
kennarasamtökin.
Haustið 1964 var hann ráð-
inn framkvæmdastjóri Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkurborgar.
1. september 1971 var
Reynir skipaður æskulýðs-
fulltrúi í menntamálaráðu-
neytinu.
1. september 1981 var
Reynir ráðinn íþróttafulltrúi
ríkisins og jafnframt deild-
arstjóri íþrótta- og æskulýðs-
deildar.
Samhliða störfum Reynis
tók hann virkan þátt í félags-
og íþróttastarfi og hefur ver-
ið stjórnarmaður í félögum,
átt sæti í stjórnum og nefnd-
um héraðssambanda, sér-
sambands og heildarsamtak-
anna ÍSÍ og UMFÍ.
Þá var hann um tíma
knattspyrnuþjálfari.
Reynir lék knattspyrnu og
handknattleik með Fram í
Reykjavík. Lék þrjá lands-
leiki í knattspyrnu 1956–
1957.
Reynir G.
Karlsson