Morgunblaðið - 05.02.2003, Page 46

Morgunblaðið - 05.02.2003, Page 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna. SS-bikarinn, undanúrslit: Kaplakriki: FH – Haukar..........................20 Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan........19.30 Í KVÖLD FÓLK  HEIMIR Örn Árnason, fyrrum KA-maður, skoraði 9 mörk í óvænt- um útisigri Haslum á Kristiansand, 28:23, í norsku 1. deildinni í hand- knattleik. Með sigrinum styrkti Haslum stöðu sína í millikeppni deildarinnar verulega og flest bendir nú til þess að liðið nái öðru tveggja efstu sætanna og fari þar með í úr- slitakeppni um norska meistaratitil- inn. Fjögur efstu liðin vinna sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir næsta tímabil.  DANÍEL Ragnarsson var líka at- kvæðamikill með Haslum í leiknum og skoraði 5 mörk og Theódór Hjalti Valsson gerði eitt. Íslendingarnir þrír skoruðu því meira en helming marka liðsins.  GUNNAR Pettersen, landsliðs- þjálfari Noregs, segir að hann og sínir menn séu óhræddir við að mæta landsliði Portúgals – í keppni um réttinn að leika á EM í Slóveníu 2004. „Portúgal var eitt af liðinu sem við vildum fá sem mótherja. Nú er það okkar að klára dæmið,“ sagði Gunnar. Norðmenn mæta Portúgal heima og heiman í byrjun júní.  FORRÁÐAMENN stóru liðanna í Evrópu hafa sent inn kæru til Al- þjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna þess að Brasilíumenn hafa kallað á nítján leikmenn frá lið- um í Evrópu til að leika vináttuleik við Kína á miðvikudaginn kemur. Mörg liðanna eru að leika þýðing- armikla leiki í deildarkeppni í heima- löndum sínum. Forráðamenn lið- anna telja tímasetninguna á vináttuleiknum afar slæma.  LEIKMENN sem hafa verið kall- aðir frá Evrópu í leikinn, eru Dida (AC Milan), Cafu (Roma), Belletti (Villarreal), Roberto Carlos (Real Madrid), Junior (Parma), Edmilson (Lyon), Roque Junior (AC Milan), Juan (Leverkusen), Emerson (Roma), Gilberto Silva (Arsenal), Ze Roberto (Bayern München), Flavio Conceicao (Real Madrid), Juninho Pernambucano (Lyon), Adriano (Parma), Amoroso (Dortmund), Denilson (Betis), Rivaldo (AC Mil- an), Ronaldinho (París St. Germain) og Ronaldo (Real Madrid)  NÝRÁÐINN landsliðsþjálfari Carlos Alberto Parreira, sem var þjálfari heimsmeistaraliðs Brasilíu 1994 í Bandaríkjunum, valdi ekki markvörðinn úr heimsmeistaraliðinu – Marcos. Markverðir eru Dida hjá AC Milan og nýliðinn Julio Cesar, leikmaður Flamengo.  GIOVANE Elber, sem skoraði þrjú mörk í bikarleik með Bayern München gegn Köln í gærkvöldi, 8:0, fær ekki tækifæri hjá Parreira, frekar en fyrri daginn.  BRASILÍUMAÐURINN Wam- berto, 28 ára, útherji hjá Ajax í Hol- landi, verður frá keppni í tvo mán- uði, eftir fótbrot á æfingu í gær. CLIVE Wilkes, knattspyrnudómari, hefur neitað að afturkalla rauða spjald- ið sem hann sýndi Hermanni Hreið- arssyni í leik Ipswich við Bradford í ensku 1. deildinni á laugardaginn. Ips- wich óskaði eftir því að Hermann þyrfti ekki að taka út leikbann þar sem um óviljaverk hafi verið að ræða. Wilkes stendur hins vegar fast á sínu, telur að Hermann hafi slegið Simon Francis, leikmann Bradford, viljandi og Her- mann á því yfir höfði sér þriggja leikja bann og væntanlega einnig sekt sem nemur tveggja vikna launum. Hermann getur leikið gegn Sheffield United um næstu helgi en missir vænt- anlega af leikjum gegn Crystal Palace, Wolves og Grimsby. Hermann í þriggja leikja bannDAGUR Sigurðsson, fyrirliði ís-lenska landsliðsins í handknatt- leik, hefur gert samning við aust- urríska liðið HB Bregenz um að þjálfa og leika með liðinu næstu tvö ár. Þetta er staðfest á heima- síðu félagsins á Netinu í gær, en Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að svo kynni að fara að Dagur flytti sig um set til Austurríkis á næstu leiktíð. Dag- ur hefur undanfarin þrjú ár leikið með japanska liðinu Wakunaga í Hirosima. HB Bregenz hefur orðið aust- urrískur meistari undanfarin tvö ár og er á góðri leið með að tryggja sér þriðja meistaratit- ilinn því liðið er með ríflega for- ystu í efsta sæti 1. deildarinnar um þessar mundir. Þá er liðið einnig ríkjandi bikarmeistari. Núverandi þjálfari er Króatinn Bruno Gudelj og hefur hann stýrt liðinu undanfarin þrjú ár. Greint er frá því að á heimasíðu HB Bregenz að það hafi verið sam- eiginleg ákvörðun Gudelj og stjórnar félagsins að endurnýja ekki samninginn í vor. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær ekkert geta sagt um hvort þetta hefði einhverjar breytingar í för með sér varðandi framtíð Dags með íslenska lands- liðinu. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn,“ sagði Guðmundur. Á síðustu árum hafa spilandi þjálfarar ekki í miklum mæli leik- ið með íslenska landsliðinu. Dagur þjálfar HB Bregenz í Austurríki Barátta Gróttu/KR var ágæt íbyrjun en Bjarki Sigurðsson hélt Aftureldingu inni í leiknum með hnitmiðuðum skot- um. Á 5. mínútu urðu gestirnir fyrir skakkaföllum þegar Jón Andri Finnsson fékk rautt spjald fyrir að skjóta í vítakasti í andlit Hlyns Morthens markvarðar, sem hafði þrívegis varið glæsilega en Jón Andri skoraði 8 mörk í fyrri leik liðanna í deildinni. Mosfellingar voru samt fljótir að ná sér, náðu upp góðri vörn og í sókn- inni gat Bjarki skorað að vild. Það skilaði gestunum forystu í leikhléi er staðan var 15:13 fyrir Aftureldingu. Í leikhléinu fínstilltu leikmenn Gróttu/KR strengi sína í vörninni, sem skilaði sér strax er 7 af fyrstu 8 sóknunum þeirra lauk með marki. Hinsvegar var Afturelding aftur fyr- ir áfalli þegar Bjarki datt illa og kom ekki meira við sögu. Leikmönnum hans tókst samt að ná upp baráttu og forystu í nokkrar mínútur en þegar staðan var 23:22 fyrir Aftureldingu og 12 mínútur eftir tók Ágúst Jó- hannsson, þjálfari Gróttu/KR, leikhlé. Lagt var á ráðin og þau reyndust góð því næstu fimm mörk voru heimamanna meðan sóknir gestanna voru vanhugsaðar. Tíu mínútum síðar voru úrslit ráðin því Mosfellingar áttu ekkert svar. „Við ræddum um í hálfleik að það væri góð barátta í liðinu en samt ætt- um við 5% inni í græðgi og þegar það skilaði sér gekk okkur allt í haginn,“ sagði Páll Þórólfsson, leikmaður og aðstoðarþjálfari Gróttu/KR, eftir leikinn. „Það hefur verið nokkuð um breytingar hjá okkur og menn í meiðslum svo að undirbúningurinn hefur ekki verið eins og við vildum svo að ég er ánægður með þessi tvö stig. Þetta var má segja fjögurrra stiga sigur hjá okkur því Afturelding hefði annars saxað á forskot okkar. Við eigum erfiða leiki framundan og erum í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina.“ Hlynur markvörð- ur stóð sig með prýði og Aleksandrs Petersons nýtti sér til hins ítrasta ef mótherjarnir misstu takið á honum. Sverrir Pálmason var einnig drjúgur í horninu og Páll átti góða spretti en það var fyrst og fremst baráttan sem skilaði sigrinum. „Við héldum haus í 45 mínútur en duttum svo niður á hælana,“ sagði Reynir Þór Reynisson, markvörður Aftureldingar, sem var besti maður liðsins. „Það eru batamerki á leik okkar síðan fyrir frí en óskynsemi í lok síðari hálfleiks reyndist okkur dýr þegar við fórum að skjóta ótíma- bært og stóðum ekki vörnina eins vel og fyrir hlé. Það eru margir efnilegir strákar að koma upp hjá okkur og stíga sín fyrstu skref og stóðu sig ágætlega. Við ætlum að taka stigin sem eftir eru og einnig bikarleikinn í næstu viku.“ Sem fyrr segir var Bjarki atkvæðamikill á meðan hans naut við og Haukur Sigurvinsson og Daði Hafþórsson voru drjúgir. Nokkrir ungir drengir fengu að spreyta sig og stóðu sig ágætlega en vantaði reynslu og klókindi á ögur- stund í lokin. Seiglan lengi að skila sínu ÞRAUTSEIGJAN var lengi að skila sér hjá Gróttu/KR þegar liðið fékk Aftureldingu í heimsókn á Seltjarnarnesið í gærkvöld er deild- arkeppnin í handknattleik hófst að nýju hjá körlum eftir heims- meistaramótið í Portúgal. Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mín- útum leiksins og að sama skapi misstu Mosfellingar móðinn og máttu sætta sig við 28:24 tap eftir að Grótta/KR skoraði 6 mörk á móti einu. Fyrir vikið komst Grótta/KR í 8. sæti deildarinnar og er því enn í baráttu um sæti í undanúrslitum en Mosfellingar verða að spýta duglega í lófana. Stefán Stefánsson skrifar NILS Johan Semb, landsliðs- þjálfari Noregs, valdi í gær landsliðshóp sinn, sem mætir Grikkjum í vináttulandsleik á miðvikudaginn í næstu viku. Markverðir eru þeir Erik Holtan (Odd Grenland) og Frode Olsen (Viking). Varn- armenn eru Christer Basma (Rosenborg), André Berg- dølmo (Ajax), Ronny Johnsen (Aston Villa), Brede P. Hangeland (Viking), Torjus Hansén (Bielefeld) og Claus Lundekvam (Southampton). Á miðjunni og í sókn eru Trond Andersen (Wimbledon), Eirik Bakke (Leeds), John Carew (Valencia), Tore André Flo (Sunderland), Steffen Iversen (Tottenham), Tommy Svindal Larsen (Nürnberg), Petter Rudi (Beerschot), John Arne Riise (Liverpool), Sigurd Rushfeldt (Austria Wín) Ole Gunnar Solskjær (Manchester United) og Jo Tessem (South- ampton). Norðmenn gegn Grikkjum MANCHESTER United minnkaði forskot Arsenals á toppi ensku úr- valsdeildarinnar niður í þrjú stig í gærkvöld er liðið lagði Birmingham, 1:0, á St. Andrews-leikvanginum í Birmingham í fremur bragðdaufum leik. Eina mark leiksins skoraði Hol- lendingurinn Ruud van Nistelrooy á 56. mínútu. Þetta var 26. markið sem Hollendingsins á leiktíðinni fyrir Manchester-liðið. Manchester Unit- ed hefur unnið sér inn 53 stig í 26 leikjum, en Arsenal hefur 56 eftir jafnmarga leiki. Newcastle er síðan í þriðja sæti með 48 stig eftir 25 leiki. Birmingham er sem fyrr í fimmta neðsta sæti deildarinnar með 26 stig eftir 26 leiki, er tveimur stigum á Bolton sem í fjórða neðsta sæti. Nistelrooy skoraði MARK Bosnich, fyrrverandi markvörður Chelsea, tapaði í gær máli sem hann höfðaði á hendur félagi eftir að það sagði upp samningi sínum við hann skömmu fyrir áramót. Bosnich hélt því fram að um ólöglega uppsögn hefði verið að ræða en það var ekki tekið til greina af dómstólum því Chelsea sagði honum upp eftir að hann féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum í haust en í því kom fram að hann hafði brúkað eiturlyfið kókaín. Bosnich tapaði HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR – Afturelding 28:24 Íþróttamiðstöðin Seltjarnarnesi, 1. deild karla, Essodeild, þriðjud. 4. febrúar 2003. Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 3:3, 5:3, 5:6, 6:8, 9:8, 9:12, 11:14, 13:15, 15:15, 19:16, 20:17, 20:20, 21:22, 22:23, 27:23, 28:24. Mörk Gróttu/KR: Aleksandrs Petersons 11, Sverrir Pálmason 7, Páll Þórólfsson 6/2, Magnús Agnar Magnússon 2, Ingimar Jónsson 1, Alfreð Finnsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 13/1 (þar af fóru 6 aftur til mótherja), Guðmundur Jó- hannesson 4 (þar af fór 1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Aftureldingar: Haukur Sigurvinsson 8/2, Bjarki Sigurðsson 7, Daði Hafþórsson 5, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Ásgeir Jóns- son 1, Hrafn Ingvarsson 1. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 17/1 (þar af fóru 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 18 mínútur. Þar af fékk Ásgeir Jónsson rautt spjald fyrir þrjár brottvís- anir og Jón A. Finnsson rautt spjald fyrir að skjóta í andlit markvarðar í vítakasti. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 160. Staðan: Valur 17 12 3 2 466:366 27 ÍR 17 12 1 4 497:446 25 HK 17 11 2 4 476:446 24 Haukar 16 11 1 4 468:378 23 KA 16 10 3 3 436:402 23 Þór 17 10 0 7 481:446 20 FH 17 9 2 6 457:432 20 Grótta/KR 17 9 1 7 435:395 19 Fram 17 8 3 6 432:421 19 Stjarnan 17 5 2 10 441:477 12 Afturelding 17 4 2 11 400:442 10 ÍBV 17 4 2 11 386:482 10 Víkingur 17 1 2 14 422:514 4 Selfoss 17 0 0 17 410:560 0 Víkingur – Fylkir/ÍR 24:16 Víkin, Reykjavík, 1. deild kvenna, Esso- deild, þriðjudaginn 4. febrúar 2003. Mörk Víkings: Helga Birna Brynjólfsdóttir 5, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 5, Anna Kristín Árnadóttir 3, Gerður Beta Jó- hannsdóttir 3, Steinunn Þorsteinsdóttir 2, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Sara Guð- jónsdóttir 2, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Margrét Egilsdóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fylkis/ÍR: Hekla Daðadóttir 7, Sig- urbirna Guðjónsdóttir 4, Andrea Olsen 2, Tinna Jökulsdóttir 1, Lára Hannesdóttir 1, Hulda Karen Guðmundsdóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Ó. Pétursson. Staðan: ÍBV 19 16 2 1 526:388 34 Haukar 19 15 1 3 521:427 31 Stjarnan 19 13 4 2 436:363 30 Víkingur 19 10 3 6 419:366 23 Valur 19 11 1 7 406:396 23 FH 18 8 2 8 439:411 18 Grótta/KR 19 8 1 10 394:417 17 KA/Þór 20 3 0 17 405:495 6 Fylkir/ÍR 19 3 0 16 358:484 6 Fram 19 1 0 18 362:519 2 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla ÍS – Fjölnir.............................................73:84 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Miami – Atlanta .................................... 99:79 New Orleans – Boston ....................... 103:96 Utah – Dallas ........................................ 90:92 New Jersey – Seattle ....................... 109:108  Eftir framlengingu. Phoenix – Chicago ............................ 115:111  Eftir framlengingu. Golden State – Memphis.................... 101:91 KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Birmingham – Manch. Utd......................1:0 Ruud van Nistelroy 56. – 29.475. 1. deild: Brighton – Wimbledon .............................2:3 2. deild: Cheltenham – Tranmere ..........................3:1 Huddersfield – Plymouth .........................1:0 Mansfield – Brentford ..............................0:0 Northampton – Cardiff.............................0:1 Notts County – Crewe ..............................2:2 Bikarkeppnin, 4. umferð: Leeds – Gillingham ..................................2:1 Þýskaland Bikarkeppnin, 8 liða úrslit: Bayern München – Köln...........................8:0 Frakkland Mónakó – Lyon..........................................2:0 Skotland Deildabikarinn, undanúrslit: Hearts – Rangers......................................0:1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.