Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.02.2003, Qupperneq 52
HÁRGREIÐSLUMAÐURINN Ásgeir Hjartarson opnaði eigin stofu í nóvember síðastliðnum en áður hafði hann verið hjá Rauð- hettu og úlfinum og Toni & Guy. Stofan heitir Supernova og stend- ur við Pósthússtræti. Ásgeir er m.a. þekktur fyrir að hafa umbylt útliti Steinunnar Ólínu þegar hún stjórnaði þætt- inum Á milli himins og jarðar. Klippingin sú varð umdeild og skálínurnar í hári hennar ekki allra. „Ég var orðinn hundleiður á því að vinna fyrir aðra. Vinir mínir og kúnnar hvöttu mig líka til að opna eigin stofu,“ segir hann um hvata þess að stofna eigin stofu. Ásgeir er ánægður með að hafa tekið þessa ákvörðun. Hann segir að það hafi mikið verið að gera í desember en í byrjun árs sé ró- legra eins og endranær. Hugað að hönnun Hann innréttaði og hannaði stofuna sjálfur með aðstoð vina. „Mig langaði ekki að vera með steríl húsgögn. Vinur minn, sem er stálsmiður, hannaði rúlluborð fyrir mig. Ég er með eitt stórt og tvö lítil,“ segir Ásgeir og bætir við að það setji svip á stofuna. Hann fékk sér einnig óvenjuleg ljós og setti loks gæru á af- greiðsluborðið. „Þetta er allt mjög stílhreint en samt töff,“ segir Ás- geir og bætir við að hann hafi sett glimmer í lakkið á gólfinu. „Og svo eru ljóð hérna frá litla bróður mínum,“ segir hann og er greini- legt að margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera þetta mögu- legt. Starfaði í Mílanó Ásgeir vann í tvö ár á hár- greiðslustofu í einni af háborgum tískunnar, Mílanó, en þangað flutti hann árið 1998. „Ég vann þar á stofu og var líka í sjónvarp- inu, vann fyrir tvær stærstu sjón- varpsstöðvarnar. Þetta var mjög skemmtilegur tími. Gaman að læra tungumálið og kynnast nýrri menningu.“ Mílanó er mikil tískuborg, að sögn Ásgeirs, og eru íbúar þar oft framarlega á sínu sviði. „Maður sér fólk þarna sem lifir bara fyrir tískuna. Það er nauðsynlegt að vera mjög vel vakandi til að fylgj- ast með og mikill hraði er þarna hvað tískuna varðar,“ segir Ás- geir. „En það er allt annað tempó hvað varðar þjónustuna í bönkum og pósthúsum,“ segir hann og hlær. Hann tekur undir það að starf hárgreiðslumannsins sé vissulega trúnaðarstarf, að því leyti að við- skiptavinir ræða öll lífsins mál þegar þeir sitja í stólnum. „Það verður oft náið samband þarna á milli. Þetta er persónu- legt starf. Það er ekkert lítill hlutur sem verið er að fást við, þetta er hárið á þér. Ef fólk er óánægt með hárið á sér er það óánægt með sjálft sig þótt það sé í nýjum jakkafötum eða dragt,“ segir Ásgeir, sem segist samt þurfa að passa sig á því að hleypa fólki ekki of nálægt sér. „Ég er rosagóður hlustandi,“ bætir hann við og segir hjálpa í sínu starfi að hafa hæfileika í mannlegum samskiptum. Hárgreiðsla og list Listrænir hæfileikar skipta máli. „Annaðhvort ertu listamað- ur eða ekki. Fólk er með mjög mismunandi auga fyrir formi. Það er enginn með sama hand- bragðið,“ segir Ásgeir um starf sitt. Hann segir að alltaf þurfi að taka tillit til persónuleika fólks þegar klippt er og að flestir hafi nokkuð góða hugmynd um hvað þeir vilji þegar sest er í stólinn. Hann segir að þeir sem biðji hann um „að ráða“ þegar sest er í stólinn meini það sjaldnast. „En ég vil hafa toppinn svona og síddina hinsegin,“ segir Ás- geir, sem dæmi um athugasemd- ir frá fólki sem biður hann um að ráða för. Ásgeir er ekki hræddur við að gera eitthvað nýtt. „Ég hika ekki við að breyta fólki. Margir vilja breyta til eftir að hafa verið lengi með sömu klippinguna. Þá skerst ég ekki undan þeirri áskorun,“ segir hann og gefur ekki mikið fyrir að vera með sömu klippinguna í tíu ár. „Maður þarf að kunna að sjokkera á réttum tímapunkti og réttum stöðum. Það má vera pínu „rebel“.“ Tískustraumar frá rokkinu Ásgeir fylgist vel með og er vel til þess fallinn að spá í spilin hvað hárið varðar. „Síðir toppar verða ábyggilega eitthvað áfram og þetta Chrissie Hynde-útlit,“ segir Ásgeir og er að vísa til þess að stíllinn sem fylgir glys- rokkinu sé loksins aftur í náð- inni. „Mér finnst herratískan blandast svolítið inn í dömutísk- una,“ segir hann og er tíska kynjanna því líkari en oft áður. Gott að hafa það til hliðsjónar áður en sest er næst í stólinn, allavega fyrir þá sem treysta sér til. Hika ekki við að breyta fólki Morgunblaðið/Ómar Ásgeir Hjartarson með hendur í hári viðskiptavinar í nýju stofunni sinni, Sup- ernova við Pósthússtræti. Chrissie Hynde er ein af fyrirmyndunum sem eru ráðandi núna. Karen O., söngkona í hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs frá New York, er fyrirmyndartöffari. Hún sækir í brunn Hynde þó hún sé með eigin stíl. Á sg e ir H ja rt ar so n m e ð n ýj a há rg re ið sl u st o fu 52 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10 b.i. 14 ára. / Sýnd kl. 10 b.i. 14 ára. / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK / / / ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Monica Bellucci Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 14. Sýnd kl. 10. B.i. 14. Sýnd kl. 10.05. B.i.16. 2 vinsælustu myndir frönsku kvikmyndahátíðarinar DV MBL SV MBL DV MBL ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8.. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8.15 og 10.40. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is Misstu ekki af vinsælustu mynd síðasta árs í bíó Tilboð 2 fyrir 1 H.L MBL FJÖGUR hundruð unglingar skemmtu sér konunglega í Höllinni í Vestmannaeyjum á dögunum en þá voru haldnir stórtónleikar ungs tónlist- arfólks frá Vestmannaeyjum, Kópavogi og Akureyri sem nefndust Allra veðra von. Áhugamenn um framgang tónlistarlífsins í Vest- mannaeyjum stóðu að tónleik- unum. Tónsmíðafélagið og Gullrót, félag eldri poppara, hafa haft veg og vanda af þessum tónleikum unga fólks- ins annað árið í röð og þar fer fremstur í flokki Óðinn Hilm- arsson sem séð hefur um skipulag tónleikanna. Á tónleikunum Allra veðra von komu fram 10 hljóm- sveitir; frá Vestmannaeyjum hljómsveitirnar Made in China, Drifskaft, Hugarástand, Liana Creepeers, Stigmata og Brút- al, frá Akureyri kom Anubi, frá Kópavogi Heimskir synir, Búdrýgindi og stórsveitin Url endaði tónleikana á eft- irminnilegan hátt. Hljómsveitin Heimskir synir úr Kópavogi, sem er eðal rappband, var valin til að leika á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í ágúst og Brútal var valin til að koma fram í Rokklandi hjá Óla Palla á Rás tvö auk þess sem sú sveit fær fría upptöku í stúdíói Rásar tvö. Aðstandendur tónleikanna eiga heiður skilinn fyrir fram- takið og gerðu unglingarnir góðan róm að frammistöðu hljómsveitanna. Ólafur Páll Gunnarsson Rokklandskon- ungur var skipuleggjendum innan handar, auk þess sem hann var kynnir á tónleik- unum Allra veðra von. Morgunblaðið/Sigurgeir Unglingarnir tróðust við sviðið í hita leiksins. Allra veðra von í Eyjum Tónleikar ungs fólks takast vel Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. Á föstudaginn frumsýndi nem- endaleikhúsið Tattú, sem er nýtt verk eftir Sigurð Pálsson. Verkið samdi höfundurinn sérstaklega handa útskriftarárgangi leiklistardeildar LHÍ sem skipa að þessu sinni Björn Thors, Bryndís Ás- mundsdóttir, Dav- íð Guðbrandsson, Esther Talía Cas- ey, Ilmur Krist- jánsdóttir, María Heba Þorkelsdótt- ir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arn- arsson. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nemendaleikhúsið frumsýnir Tattú Áttavillt í eigin heimi Leikurunum var vel fagnað að sýningu lokinni. Morgunblaðið/Þorkell Sigurður Pálsson tekur í hönd Björns Thors, eins leikaranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.