Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 56

Morgunblaðið - 05.02.2003, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AFKOMENDUR Sverris Sigurðs- sonar listaverkasafnara færðu í gær Listasafni Háskóla Íslands að gjöf 894 myndir eftir Þorvald Skúlason listmálara. Flest verk- anna eru smámyndir, meðal ann- ars skissur að stærri verkum en einnig sjálfstæð verk, teikningar og fleira. Safnið á nú á tólfta hundrað verka eftir Þorvald en Listasafn HÍ er stærsta safn á landinu af verkum eftir lista- manninn. Spanna verkin allan fer- il Þorvaldar, ríflega sextíu ár, en Sverrir og Þorvaldur voru miklir vinir. Auður Ólafsdóttir, for- stöðumaður safnsins, segir að gjöf þessi sé mikill vegsauki fyrir safn- ið og að hún sé ómetanleg heimild fyrir þá sem leggja stund á rann- sóknir í íslenskri listasögu. Gjöfin hefur ekki verið metin til fjár. Á myndinni skoða Páll Skúla- son háskólarektor, Áslaug Sverr- isdóttir, dóttir Sverris Sigurðs- sonar, Auður Ólafsdóttir og fleiri valin verk úr gjöfinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fá tæp 900 verk Þorvaldar Skúlasonar að gjöf  Listasafni/23 ALLS fengu 835 manns ráðgjöf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna árið 2002 og hafa þeir aldrei verið fleiri, en ársskýrslan liggur ekki enn fyrir. Markmið Ráðgjafarstofu er meðal annars að aðstoða fólk með fræðslu og ráðgjöf við að minnka greiðslubyrði og koma í veg fyrir frekari skuldasöfnun. Hún starfar á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins í samstarfi við Íbúðalánasjóð, Reykjavíkurborg, Landsbanka Ís- lands, Íslandsbanka, Búnaðar- banka Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband íslenskra sparisjóða, Neytendasamtökin, Þjóðkirkjuna, Landssamtök lífeyr- issjóða, ASÍ og BSRB, en Mar- grét Westlund er forstöðumaður. Ráðgjafarstofan var sett á lagg- irnar 1996 sem tilraunaverkefni til tveggja ára, en frá 1996 til 2001 voru afgreiddar 3.372 umsóknir um ráðgjöf, þar af 667 árið 2001, 534 árið 2000 og 599 árið 1999. Margrét segir að svo virðist sem fleiri atvinnulausir hafi leitað til Ráðgjafarstofunnar nú en áður en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en uppgjör liggur fyrir. Hins vegar segir hún að atvinnu- leysi skili sér ekki strax til stof- unnar. „Fólk leitar sér ekki ráð- gjafar bara við það að missa vinnu,“ segir hún og bætir við að reynslan sýni að fólk sé komið lengra í vanskilaferlinu þegar það komi til stofunnar. Árið 2001 voru tæplega 54% umsækjenda með at- vinnu, um 11% atvinnulausir, um 30% örorku- og ellilífeyrisþegar, um 3% nemar og um 2% heima- vinnandi. Skipting fyrir árið 2002 liggur ekki fyrir. Margrét segir að umsækjendur séu í raun úr öllum stéttum og einn hópur sé ekki meira áberandi en annar. Fólkið komi úr öllum launaþrepum alls staðar að af landinu enda geti allir lent í greiðsluerfiðleikum vegna ýmissa þátta, en svo virðist að því hærri sem ráðstöfunartekjurnar séu þeim mun hærri séu skuldirnar. „Við reynum að gefa fólki heild- arsýn yfir sín fjármál og leiðbeina því hvernig það geti komið sér út úr erfiðleikunum með samningum og öðru.“ Ráðgjafarstofa um fjármál heimila veitti 835 manns ráðgjöf í fyrra Aldrei fleiri fengið ráðgjöf 3     !  0 !  "     *    5  **7 8 " $"!    9 !     7 4  (7 :;7 (7 , < !      VERÐ á húsnæði hér á landi hefur hækkað um 63% á síðastliðnum sex ár- um, þrefalt á við al- mennt verðlag að öðru leyti sem hefur hækkað um 21% á sama tímabili. Þetta kemur fram þegar breyt- ingar á vísitölu neysluverðs eru skoðaðar á ofangreindu tímabili. Í heild hækkaði vísitala neysluverðs um 25,9% frá því í marsmánuði árið 1997 þegar vísitalan var sett á 100 til janúar í ár, en þar er um að ræða bæði hækkanir á almennu verðlagi og húsnæði á tímabilinu. Hluti eigin húsnæðis í vísitölu neysluverðs hækkaði hins vegar á tímabilinu um 63,2% og vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði á sama tíma um 21,3%. Verðlagshækkun síðasta árs fyrst og fremst vegna húsnæðis Verðlagshækkun síðasta árs, sem var mjög lítil, má einnig að langmestu leyti rekja til hækkunar á verðlagi húsnæðis. Þannig hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 7,1% síðustu tólf mánuði á sama tíma og annað verðlag hækkaði um 0,3% samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs. Vísitala neysluverðs í heild hækkaði um 1,4% á sama tíma, þannig að um eitt prósent af hækkun vísitölunnar á síðasta ári má rekja til hækk- unar á verðlagi húsnæðis á tímabilinu. Í mælingum vísitölu neysluverðs á hús- næðisverði er leiðrétt fyrir breytingum á stærð húsnæðis þannig að það á ekki að hafa áhrif á mælingarnar. Mikil sala á litlum íbúðum, þar sem fermetraverð er mun hærra en í stórum húsum, hefur þannig ekki áhrif á mælingarnar. Fram hefur komið að nær 20% veltu- aukning varð á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári hvort sem litið er til fjölda kaupsamninga eða upphæðar þeirra. Þannig var heildarupphæð kaup- samninga um fasteignir á höfuðborgar- svæðinu rúmir 100 milljarðar kr. 2002 en var 84 milljarðar árið áður, sem er aukning um 19,5 % milli ára. Þá var 7.189 kaupsamn- ingum um fasteignir þinglýst í fyrra sam- anborið við 6.141 árið áður sem er fjölgun um 17,1%. Meðalupphæð kaupsamnings var 14 milljónir króna, en 13,7 milljónir króna árið áður. Verð á íbúðarhúsnæði síðustu sex árin Þreföld hækkun á við almennt verðlag BÓNUSVERSLUN mun verða opnuð í verslunarhúsnæði því sem verslunin Hag- kaup hefur notað í Njarðvík eftir einn til tvo mánuði. Bónusbúðin í Reykjanesbæ verður með stærri verslunum keðjunnar eða svip- uð að stærð og Bónus í Holtagörðum. Verslunin Hagkaup tilkynnti í síðasta mánuði lokun í Njarðvík og að öllu starfs- fólki yrði sagt upp störfum. Unnið verður að endurbótum á húsnæðinu og mun Bón- usverslun verða opnuð þar þegar þeirri vinnu er lokið, í síðasta lagi 1. apríl, að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmda- stjóra Bónuss. Bónusversl- un opnuð í Njarðvík  Bónus/21 ♦ ♦ ♦ MIKIÐ álag hefur verið undanfarna mánuði á starfsmönnum sýklafræði- deildar Landspítala – háskólasjúkra- húss. Stafar það einkum af stórlega aukinni tíðni á svonefndum fjölónæm- um klasakokkasýklum og rannsókn- um tengdum þeim. Segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, að fjöldi nýgreindra tilfella hafi aukist úr 8 árið 2000 í 46 í fyrra og rann- sóknum á sjúklingum og starfsmönn- um vegna þessara sýkla hafi fjölgað úr 232 árið 1999 í 6.277 í fyrra. Segir hann að aðeins í janúar hafi 1.888 slík sýni verið tekin til ræktunar. Karl segir að svonefndir MÓSA sýklar (methisillín ónæmir Staphylo- coccus aureus) hafi í auknum mæli borist hingað til lands erlendis frá. „Okkur stafar síaukinn vandi af ónæmum bakteríum og ég tel þetta vera eitt stærsta vandamál sjúkra- húsa í dag,“ segir Karl og bætir við að í Bretlandi stafi um helmingur klasa- kokka blóðsýkinga af fjölónæmum klasakokkum. „Það er mjög mikilvægt að upp- ræta þessi smit og þar sem þau hafa komið upp getur þurft að loka deild- um svo hægt sé að sótthreinsa þær. Þetta kostar peninga og fyrirhöfn en samt er ódýrara að ráðast gegn þessu smiti af hörku strax í þeirri von að takast megi að uppræta það,“ segir Karl og telur að enn hafi starfsmenn sýkingavarna- og sýklafræðideildar yfirhöndina. Fjöldi klasa- kokkatil- fella hefur stóraukist Mikið álag á smit- sjúkdómadeild LHS VEÐURSTOFAN gaf í gærkvöld út stormviðvörun sunnan- og vestan- lands í nótt og fram eftir degi eða meira en 20 metrum á sekúndu. Ná- lægt hádegi snýst í suðvestanátt með rigningu eða slyddu og ört hlýnandi veðri. Draga á úr vindi síðdegis en hiti getur farið upp í 8 stig suðvest- anlands. Spáð er hvassara veðri norðaustan- og austanlands upp úr hádegi og fer að snjóa undir kvöld í þessum landshlutum. Spáð stormi og hlýnandi veðráttu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.