Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bolla og kaffi
195,-
REGLUR um afkomutengda kaup-
auka eru í gildi hjá forstjórum og öðr-
um æðstu stjórnendum bæði Eim-
skips og Flugleiða. Þriðji forstjórinn
sem Morgunblaðið hafði samband við,
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Sím-
ans, vildi ekki tjá sig um laun eða
launakjör að sinni, eða þar til nýjar
reglur um slíkt taka gildi 1. júlí nk.
Í ársskýrslu Flugleiða segir að laun
stjórnar, forstjóra og fjögurra fram-
kvæmdastjóra móðurfélagsins hafi
numið samtals 83 milljónum króna á
árinu 2002 en þar af nemur áunninn
afkomutengdur launaréttur forstjóra
og fjögurra framkvæmdastjóra um 20
milljónum króna sem greiddur verður
á árunum 2003 og 2005.
Eins og nýlega var greint frá í
Morgunblaðinu nam afkomutengdur
kaupauki Sigurðar Einarssonar, for-
stjóra Kaupþings, 58 milljónum
króna á síðasta ári en laun hans á
árinu voru alls 70 milljónir króna.
Í ársskýrslu Flugleiða kemur fram
að gerðir voru kaupréttarsamningar
við nokkra stjórnendur félagsins og
dótturfélaga þess í júnímánuði 2002
sem fólu í sér kauprétt á hlutabréfum
í félaginu samtals að nafnverði 66
milljónir króna. Kaupréttargengið
var miðað við markaðsverð á þeim
tíma, eða 1,8, en kauprétturinn hefur
verið nýttur að fullu. Kaupendurnir
hafa þó ekki ráðstöfunarrétt yfir
hlutabréfunum. Óheimilt er að selja
hlutabréfin fyrr en að tveimur árum
liðnum frá gerð kaupréttarsamnings-
ins og hefur félagið halds- og for-
kaupsrétt á þeim tíma.
Þetta þýðir að stjórnendurnir hafa
borgað 118,8 milljónir fyrir bréfin en í
dag er markaðsvirði þeirra 356 millj-
ónir sem þýðir að virði bréfanna hefur
næstum því þrefaldast á hálfu ári.
Enn er í gildi frysting á launum
æðstu stjórnenda Flugleiða og hafa
þau ekki hækkað í 2–3 ár að sögn Sig-
urðar Helgasonar, forstjóra félagsins.
Þessi launafrysting verður áfram í
gildi á þessu ári að hans sögn.
Afkomutengd laun
samkvæmt formúlu
Í ársreikningi Eimskips kemur
fram að laun forstjóra, Ingimundar
Sigurpálssonar, vegna starfa fyrir fé-
lög innan samstæðunnar hafi numið
samtals 22 milljónum króna á síðasta
ári og laun fimm framkvæmdastjóra
samtals 58 milljónum króna.
Jafnframt segir að samkvæmt
kaupréttarsamningi við forstjóra hef-
ur hann rétt til kaupa á hlutabréfum í
félaginu að nafnverði 1,6 milljónir
króna á árununum 2003 og 2004 á
genginu 5,0. Framkvæmdastjórarnir
fimm hafa hliðstæðan rétt til kaupa á
hlutabréfum að nafnverði samtals 5,7
milljónir króna á sama gengi. Í gær
var lokagengi á bréfum félagsins 6,05.
Ingimundur sagði að þótt félagið
sýndi mikinn hagnað, þýddi það ekki
endilega að um miklar fjárhæðir væri
að ræða í afkomutengd laun þar sem
kaupaukarnir taka mið af þremur
mismunandi afkomutölum; rekstrar-
hagnaði fyrir fjármagnsliði, rekstrar-
hagnaði fyrir afskriftir og svo heildar-
afkomu. „Þetta er ákveðin formúla en
ég veit ekki nákvæmlega hvað hver
liður vigtar í dæminu,“ sagði Ingi-
mundur. „Þetta eru örugglega ekki
stórar upphæðir, sérstaklega í ár þar
sem hagnaður myndast aðallega í
fjármagnsliðum.“
Afkomutengd laun hjá
Eimskipi og Flugleiðum
Virði hlutabréfa stjórnenda
fyrirtækjanna hefur þrefaldast
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN
Íslands sagði sjö starfsmönnum
upp á fimmtudag, þar af fimm fé-
lögum í Félagi íslenskra náttúru-
fræðinga (FÍN). Þá var einum
starfsmanni Veiðimálastofnunar
sagt upp störfum nýlega auk þess
sem fleiri starfsmenn voru færðir
til í starfi. Ína Björg Hjálmars-
dóttir, formaður FÍN, segir að
uppsagnirnar hafi komið sem
þruma úr heiðskíru lofti þar sem
ríkisstjórnin hafi tilkynnt að veittir
yrðu 6 milljarðar króna í baráttu
við atvinnuleysi.
Ína Björg segist aldrei hafa
kynnst jafnmiklu atvinnuleysi hjá
náttúrufræðingum og nú, á annan
tug náttúrufræðinga hafi verið á
skrá þegar Íslensk erfðagreining
sagði 200 starfsmönnum upp. Þeir
náttúrufræðingar sem þá misstu
vinnuna og eru enn atvinnulausir
séu nú að bætast á skrána.
Barist gegn atvinnuleysi
FÍN hefur sent tilkynningu frá
sér þar sem segir að ríkisstjórn Ís-
lands hafi brugðist við með mynd-
arlegum hætti við atvinnuleysinu
sem aðallega stafi af samdrætti hjá
fyrirtækjum á einkamarkaði. „En
á sama tíma hefur orðið vart við
samdrátt á ríkisstofnunum án þess
að við sé brugðist eins og fram
kemur hjá fyrrnefndum stofnunum
sem heyra undir umhverfisráðu-
neyti annars vegar og landbúnað-
arráðuneyti hins vegar. Ríkis-
starfsmennirnir sem fengu
uppsagnirnar í [fyrradag] voru að-
allega háskólamenntaðir starfs-
menn í Félagi íslenskra náttúru-
fræðinga og er það áfall eftir fjölda
uppsagna félagsmanna hjá fyrir-
tækjum á einkamarkaði.
Félag íslenskra náttúrufræðinga
lýsir furðu sinni á þessum upp-
sögnum og því misræmi sem fram
kemur af hálfu stjórnvalda,“ segir í
tilkynningunni.
FÍN undrast að
ríkisvaldið segi upp fólki
Náttúru-
fræðistofn-
un segir sjö
manns upp
VAKA hélt meirihlutanum og bætti
við sig einum manni í stúdentaráð
Háskóla Íslands í kosningum, en
talið var í fyrrakvöld. Vaka hlaut
1.883 atkvæði og 5 fulltrúa, Röskva
1.312 atkvæði og 3 fulltrúa og Há-
skólalistinn 397 atkvæði og einn
fulltrúa. Auðir seðlar og ógildir
voru 55 atkvæði.
Yfirburðir Vöku voru mun meiri
nú en í fyrra þegar aðeins fjögur
atkvæði skildu framboðin að.
Röskva hafði þá farið með meiri-
hluta í Stúdentaráði í mörg ár.
„Þetta var stórkostleg stund. Við
höfum aldei sigrað svona stórt. Það
brutust út mikil fagnaðarlæti og
fólk komst í mikið uppnám. Kosn-
ingin er ákveðin viðurkenning á
okkar verkum í vetur. Það er frá-
bært að fá endurnýjað umboð frá
stúdentum til að halda þessari upp-
byggingu áfram,“ sagði Jarþrúður
Ásmundsdóttir sem skipar fyrsta
sæti framboðslista Vöku.
Valgerður B. Eggertsdóttir, sem
skipar fyrsta sæti á framboðslista
Röskvu, bjóst ekki við að tapa
manni. „Það er auðvitað svekkjandi
að tapa manni en maður verður
bara að taka því og halda áfram.“
Þá hlaut Vaka 1.827 atkvæði og 4
fulltrúa á háskólafund, Röskva
1.326 atkvæði og 2 fulltrúa og Há-
skólalistinn 431 atkvæði og engan
mann.
Vaka
bætti við
sig manni
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra vígði í gær
með táknrænum hætti húsnæði Vöruhótelsins
ehf. á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn að
viðstöddum gestum. Húsnæði Vöruhótelsins
er alls 23.500 fermetrar að gólffleti og um
300.000 rúmmetrar að stærð. Grunnflötur
hússins samsvarar um þremur meðalstórum
knattspyrnuvöllum og lofthæð er allt að 18
metrum. Geymslugeta þess er um 21.000
brettapláss.
Þjónusta Vöruhótelsins felst í því að taka
við vöru sem kemur til landsins, skrá hana og
tollafgreiða og annast síðan ástandsskoðun
vörunnar, pökkun í viðeigandi umbúðir og
geymslu á öruggu svæði eins lengi og þörf
krefur. Vöruhótelið tekur síðan við pöntunum
og afgreiðir vöruna í því magni sem þarf
hverju sinni til smásöluaðila eða annarra mót-
takenda og gengur jafnframt frá reikningum
og öðrum gögnum sem fylgja hverri af-
greiðslu.
Í tilefni af opnuninni er landsmönnum boðið
til opnunarhátíðar fyrir alla fjölskylduna í
húsnæði Vöruhótelsins á morgun, sunnudag,
milli kl. 13 og 17.
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson vígði húsnæðið með því að sækja fyrstu pallettuna. Eggert Antonsson stýrði lyftaranum.
Húsnæði
Vöruhótelsins
tekið í notkun
♦ ♦ ♦
SÝNING með ljómyndum frá för Þorkels Þorkelssonar til Afganistan í
desember í fyrra verður opnuð á mbl.is á sunnudag en sama dag birtist í
Morgunblaðinu ferðasaga Þorkels í blaðinu ásamt myndum. Guðni Ein-
arsson blaðamaður skráði ferðasöguna.
Þorkell dvaldi í um tvær vikur í hinu stríðshrjáða landi og ferðaðist
víða til að fylgjast með uppbyggingarstarfi Rauða krossins og Rauða
hálfmánans. Þá var ekki liðið nema um ár frá falli talibanastjórnarinnar.
Á síðustu 10 árum hefur Þorkell ferðast víða um heim til að taka myndir
af venjulegu fólki við óvenjulegar aðstæður, m.a. í Sómalíu, Palestínu,
Síberíu og Súdan. Hægt er að skoða sýninguna á forsíðu mbl.is með því
að smella á tengilinn Afganistan undir hausnum Nýtt á mbl.is.
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Myndir frá Afganistan á mbl.is