Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 13
MIÐSTJÓRN Sjálfstæðis- flokksins samþykkti á fundi sín- um sl. fimmtudag að gerð yrði tillaga að sérstökum starfs- reglum fyrir kjörnefndir Sjálf- stæðisflokksins. Á sama fundi ákvað miðstjórnin að Kristjáni Pálssyni alþingismanni yrði ekki heimilað að bjóða fram lista við kosningarnar í vor undir lista- bókstöfunum DD eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, að miðstjórn flokksins hefði afgreitt það mál með sama hætti og áður hefði verið gert í slíkum tilvikum en sagði jafn- framt að „miðstjórn samþykkti um leið að samhliða þeirri end- urskoðun prófkjörsreglna, sem þegar hefur verið samþykkt, yrði gerð tillaga að sérstökum starfsreglum fyrir kjörnefndir Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvær aðferðir við val á fram- boðslistum; prófkjör og kjör- nefnd. Val á framboðslista er meðal mikilvægustu verkefna flokksins og þeirra sem í honum starfa og þess vegna er nú talið að um leið og prófkjörs- reglurnar eru endurskoðaðar verði líka settar skýrar reglur um hina aðferðina við val á lista,“ sagði Kjartan. Ekki áfellisdómur yfir starfi kjörnefnda Kjartan sagði að í þessari ákvörðun miðstjórnar fælist enginn áfellisdómur yfir starfi kjörnefnda flokksins í neinu af kjördæmum landsins. Þær hefðu staðið sig vel og stillt upp sigurstranglegum listum, bæði þær kjörnefndir, sem gengu frá lista að loknu prófkjöri og einn- ig hinar, þar sem ekki var hald- ið prófkjör. Þrátt fyrir þetta hefði miðstjórn talið að það mundi styrkja starfs flokksins og auðvelda starf þeirra, sem í framtíðinni munu sitja í kjör- nefndum hans, að kjörnefndun- um flokksins yrðu settar skýrar reglur til að vinna eftir í fram- tíðinni. Starfsreglur fyr- ir kjörnefndir Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 13 SJÁLFSAGT er að gera lágmarkskröfur til hefðbundins laganáms á Íslandi og allir há- skólar verða að sitja við sama borð hvað varð- ar réttindi og fjármagn. Um þetta eru Há- skóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Viðskiptaháskólinn á Bifröst sammála en þá greinir á um leiðir og hversu langt skuli ganga í samræmingu laganámsins í háskól- unum. Á fundi sem Lögfræðingafélag Íslands hélt í fyrradag var rætt um kröfur til háskóla- náms í tengslum við nýlegt frumvarp dóms- málaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að fleiri skólar en Háskóli Íslands, HÍ, geti út- skrifað með embættis- eða meistarapróf lög- fræðinga sem geti öðlast réttindi sem héraðs- dómslögmenn. Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar HÍ, sagði ekki tímabært að breyta lögum um lögmenn og taka þyrfti inn í umræðuna, sem væri of skammt á veg komin, fjármagn til kennslu sem væri mjög misskipt. Lagði hann til að tekið væri upp samræmt próf í almennri lögfræði. Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, HR, var ósammála Eiríki og sagði að í frum- varpinu væri að mati HR sett fram skyn- samleg viðmiðun varðandi menntunarkröfur til lögmanna. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, sagði samræmt próf í lögfræði úr takti við atvinnulífið og þá fjölbreytni sem lögfræðinám væri að taka á sig. Aðhyllist strangar samræmdar kröfur til lagadeilda háskóla Eiríkur sagðist í erindi sínu aðhyllast strangar samræmdar kröfur til þeirra há- skóla sem heimild fengju til að útskrifa lög- fræðinga með embættis- eða meistarapróf í hefðbundinni lögfræði. Varpaði hann fram þeirri hugmynd að tekin yrðu upp samræmd próf við háskólana í almennri lögfræði. „Það er óhjákvæmilegt að settar verði reglur eða staðlar þar sem gerðar verði tilteknar lág- markskröfur til slíks náms.“ Bar Eiríkur saman stundafjölda í inngangsfræðum að lög- fræði í HÍ og HR en mun fleiri kennslu- stundir eru í þeim fræðum við HÍ. „Af þess- um samanburði er augljóst að Háskólinn í Reykjavík gerir ekki sambærilegar kröfur og gerðar eru til náms í hefðbundinni lögfræði við norræna háskóla,“ sagði Eiríkur. „Af þessum sökum er ekki aðeins nauðsynlegt að kveða á um það hvaða grunngreinar skuli kenndar í hefðbundnu laganámi hér á landi heldur einnig hvaða námsefni skuli lagt til grundvallar og hvaða vægi hver grein skuli hafa að lágmarki.“ Þórður Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, benti á að ekki væri eðlilegt að meta gæði kennslu út frá stundafjölda eingöngu. Margt af því efni sem kennt væri í inngangs- fræðum lögfræði í HÍ væri kennt síðar í nám- inu við HR. Þá væru kennsluaðferðir aðrar í HR, t.d. væri mikil áhersla lögð á rannsókn- arverkefni. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða það hér að sú kennsla sem við erum að bjóða upp á í þessum svonefndu kjarnagreinum er að minnsta kosti að umfangi jafnmikil og sú sem lagadeild Háskóla Íslands býður upp á,“ sagði Þórður. „Námið okkar er mjög erfitt og við erum að gera meiri kröfur til nemenda okkar en tíðkast hefur í laganámi hingað til.“ Eftirlit hins opinbera Ingibjörg tók í sama streng og Þórður og sagðist ekki telja fyrirlestrafjölda segja til um gæði námsins. Þá sagði hún eftirlit stjórn- valda nauðsynlegt. „Það er til staðar að ákveðnu leyti. Það eru gerðir samningar við háskóla um hverju þeim ber að skila. Mennta- málaráðuneytinu ber að gera gæðaúttekt á háskólum með reglulegu millibili en ég er samþykk því að það mætti gerast oftar.“ Þórður sagði HR starfa eftir lögum um há- skóla þar sem væri að finna margvíslegar kröfur til háskólakennslu. Í lögunum eru einnig ákvæði um innra eftirlit háskólanna og eftirlit menntamálaráðuneytisins. „Þetta kerfi er að okkar mati fullnægjandi og það gefur lagadeildunum það svigrúm sem þær þurfa að hafa til að þróa laganámið innan sinna vébanda. Það kann vel að vera að þær komi til með að hafa sambærilegar áherslur en þær verða nokkuð mismunandi.“ Sagði Eiríkur að ef ekki ætti að slaka á námskröfum sem gerðar hefðu verið til dóm- ara og lögmanna væri rétt að ganga út frá þeim kröfum sem gerðar hefðu verið við HÍ. „Þessar kröfur þurfa að sjálfsögðu að vera samræmdar í þeim háskólum sem bjóða upp á nám í hefðbundinni lögfræði.“ Þórður benti hins vegar á að hinn dæmi- gerði lögmaður væri vandfundinn. „Mér er það til efs og byggi það á langri reynslu minni af lögmannsstörfum, að til sé einhver ein formúla fyrir menntun góðra lögmanna,“ sagði Þórður. „Störf lögmanna eru mjög margvísleg og spanna oft á tíðum breitt svið en sérhæfing er þó vaxandi innan stéttarinn- ar.“ Hann sagði að með skipulagi laganámsins við HR væri verið að svara óánægju með laganámið í HÍ. „Það hefði ekki haft nokkurn einasta tilgang að fara af stað með laga- kennslu sem hefði í öllum meginatriðum verið sniðin að laganáminu vesturfrá.“ Ingibjörg sagði atvinnulífið gera kröfur til aukinnar sérhæfingar lögfræðinga. „Afleiðing af þessu er sú að það verður meiri breidd eða fjölbreytileiki í hæfni og þekkingu lögfræð- inga. Það er þessi þróun sem verið er að svara með auknu framboði á námi í lögfræði.“ Sagði hún þetta aftur leiða af sér að erfiðara yrði að ákveða í hvaða greinum nauðsynlegt væri að hafa víðtæka þekkingu í upphafi lög- mannsstarfs. „Í þessu ljósi eru hugmyndir um samræmt lagapróf algjörlega á skjön við þessa þróun.“ Sagði hún ekki þjóna neinum tilgangi fyrir viðskiptavini lögmanna að þeir yrðu allir steyptir í sama mótið. Umræða um kröfur til hefðbundins laga- náms er á byrjunarreit að sögn Eiríks. Fram þarf að fara ítarleg umræða m.a. með tilliti til fjárveitinga ríkisins til kennslu og rannsókna. „Því er algjörlega ótímabært að breyta nú lögum um lögmenn, slíkt er fyrst hægt þegar umræðunni er lokið,“ sagði Eiríkur. Ekki bundin við einn skóla Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður tók til máls á fundinum og benti á það væri lögfræðinni til framdráttar ef fleiri kæmu að kennslu hennar. Sagði hann eðlilega kröfu að lögfræðingar sem útskrifuðust frá öðrum skóla en HÍ gætu starfað sem lög- menn. „Er það ekki krafa sem við eigum? Er hægt að binda þessi réttindi við tiltekinn skóla?“ Páll Hreinsson, varadeildarforseti laga- deildar HÍ, sagði frumvarpið slæmt fyrir þær sakir að engin umræða hefði farið fram í laga- samfélaginu áður en það var sett fram. Kröfur til laganáms og breytingar á lögum um lögmenn ræddar á fundi Lögfræðingafélags Íslands Lágmarkskröfur sjálfsagðar en fjöl- breytni æskileg Morgunblaðið/Kristinn Eiríkur Tómasson lagði til að tekin yrðu upp samræmd próf í almennri lögfræði. Fram kom ágreiningur um leiðir varðandi skipan laga- náms meðal fulltrúa þriggja háskóla sem kenna lög- fræði. Annars vegar eru hugmyndir um samræmt laga- nám en hins vegar bent á kosti fjölbreyttari náms. LÍNUBÁTURINN Eiðsvík er far- inn aftur á veiðar eftir að hafa lagt fram tryggingu en í fyrradag sekt- uðu norsk yfirvöld áhöfnina, skipið um 50 þúsund norskar krónur og skipstjórann um 10 þúsund. Norska strandgæslan stöðvaði Eiðsvík á þriðjudag og færði skipið til hafnar í Harstad í Norður-Noregi. Andrés Kolbeinsson, útgerðar- maður hjá Eiðsvík ehf., segist ekki vita fyrir hvað áhöfnin var sektuð en í norskum fjölmiðlum hefur ver- ið fjallað um grun um að afladag- bók hafi verið vanrækt og að hlut- fall meðalafla hafi verið of hátt. Andrés segir að miðað við fyrstu fréttir geti hann ekki séð að nokkuð hafi verið að, hann bíður nú upplýs- inga frá norskum yfirvöldum um á hvaða forsendum sektin hafi verið lögð fram. Eiðsvík hefur andmæla- frest í tvær vikur til að fara yfir málsskjöl, en þar sem trygging fyr- ir sektinni hefur verið lögð fram hefur Eiðsvík getað farið aftur á miðin. Skipið er á þorsk- og ýsu- veiðum. Norsk yfirvöld sektuðu Eiðsvík FORSETI Íslands sæmdi þá Kjell Hanson, ræðismann Íslands í Lysekil, og Thorsten Thörnblad, ræðismann Íslands í Kungshamn, riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Afhending orðunnar fór fram í sendiherrabústaðnum í Stokk- hólmi og það var Svavar Gestsson sendiherra sem afhenti ræðis- mönnunum orðuna fyrir hönd for- seta Íslands. Þeir Kjell Hansen og Thorstein Thörnblad voru um áratugaskeið mikilvirkir kaup- endur á Íslandssíld til Svíþjóðar; annar fyrir Abba og hinn fyrir samkeppnisaðilana í Lysekil. Svo vill til að samkeppnisfyrirtækið sem Kjeld Hansen starfaði fyrir er nú í eigu Bakkavarar. Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, afhenti nýlega þeim Kjell Hanson, ræðismanni Íslands í Lysekil, og Thorsten Thörnblad, ræðismanni Íslands í Kungshamn, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Íslenska fálkaorðan veitt í Svíþjóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.