Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Rose Bruford College LEIKLISTARNÁM Rose Bruford College, sem var stofnaður árið 1950, er einn helsti leik- listarskóli Evrópu og býður upp á nám á öllum sviðum leiklistar og skyldra listgreina. Hæfnispróf og viðtöl fara fram í Reykjavík 5. og 6. apríl vegna eftirfarandi greina, en kennsla hefst í september 2003: Einnig munum við veita viðtöl vegna meistara- og doktorsnáms, sumar- skóla og eins árs alþjóðlegs undirstöðunáms. Komið og ræðið við okkur um starfsferil í leikhúsi. Nánari upplýsingar og viðtalstíma má fá: Sue McTavish, Rose Bruford College, Lamorbey Park, Sidcup, Kent, DA15 9DF. Sími +44 (0) 20 8308 2637. Fax: +44 (0) 20 8308 0542. Netfang:sue.mctavish@bruford.ac.uk Skoðið heimasíðu okkar: www.bruford.ac.uk Tónlist leikara Evrópsk leikhúslist Lýsingarhönnun Leiklist Búningar Leikmynd Tónlistartækni Sviðstjórnun Leikstjórn Bandarísk leikhúslist Hljóð- og myndhönnun Bresk háskólastofnun Skólastjóri: Prófessor Alastair Pearce BÚNAÐARBANKI Íslands braut gegn þagnarskylduákvæðum laga um viðskiptabanka og sparisjóði með viðræðum við Fjölmiðlafélagið ehf. (FF) á síðasta ári og með gerð yf- irlýsingar félagsins um yfirtöku lána Norðurljósa hjá bankanum. Bankinn braut einnig gegn heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum í fjár- málastarfsemi, samkvæmt skilningi laga, með þátttöku í viðræðum um ráðagerðir Fjölmiðlafélagsins um yf- irtöku á Norðurljósum. Þetta eru niðurstöður Fjármálaeftirlitsins (FME) vegna kæru Norðurljósa samskiptafélags hf. vegna samninga- viðræðna Búnaðarbankans og FF frá því í júlí 2002. Eftirlitið varð hins veg- ar ekki við kröfu Norðurljósa um að greina ríkislögreglustjóra frá niður- stöðum sínum að aflokinni rannsókn. FME kemst að þeirri niðurstöðu að Búnaðarbankinn hafi tekið þátt í fyrirætlunum samkeppnisaðila við- skiptavinar síns um leiðir til þess að yfirtaka rekstur hans. Þá segir FME að bankinn hafi ennfremur tekið að sér skjalagerð til undirbúnings þess- um fyrirætlunum. Jafnframt hafi að- gerðir bankans, sem fylgdu í kjölfar- ið, verið í samræmi við þessar fyrirætlanir. Upphaf þessa máls er það að Norð- urljós óskuðu eftir því með bréfi 19. júlí 2002 að FME tæki til rannsóknar „þá fyrirætlun starfsmanna Búnað- arbanka Íslands hf. að knýja Norður- ljós í gjaldþrot í þágu þriðja manns,“ eins og það var orðið í bréfinu. Þá var þess krafist að FME beitti viðeigandi ráðstöfunum gagnvart Búnaðar- bankanum og þeim starfsmönnum bankans, sem „tóku þátt í að skipu- leggja aðförina að Norðurljósum og stjórna henni“. Lokst var þess krafist að FME greindi ríkislögreglustjóra frá niðurstöðum sínum að aflokinni rannsókn þar sem telja yrði brot Búnaðarbankans og starfsmanna hans gegn Norðurljósum mjög alvar- leg og þess eðlis að þau væru refsi- verð. Búnaðarbankinn óskaði þess með bréfi 29. júlí 2002 að FME tæki til skoðunar með hvaða hætti trúnaðar- sköl hafi borist til Norðurljósa úr bankanum, og þá sérstaklega hvort félagið hafi átt þátt í að stuðla að því að þagnarskylduákvæði laga um við- skiptabanka og sparisjóða væri brot- ið. Þá krafðist Búnaðarbankinn þess að FME hafnaði öllum kröfum Norð- urljósa á hendur bankanum og starfsmönnum hans. Norðurljós tóku lán að fjárhæð 350 milljónir króna hjá Búnaðarbankan- um 24. júlí 2001. Lánið skyldi end- urgreiða með einni greiðslu 5. júní 2004. Vextir skyldu reiknast frá út- borgunardegi og greiðast á sex mán- aða fresti miðað við 5. desember sem fyrsta vaxtagjalddaga. Í lánssamn- ingi er að finna ítarlegar gjaldfelling- arheimildir. Heildarlán Norðurljósa hjá Búnaðarbankanum námu um 450 m.kr. á miðju síðasta ári. Fram kom á sínum tíma að þeir sem stóðu að Fjöl- miðlafélaginu voru Björgólfur Guð- mundsson, Árni Samúelsson, Jón Pálmason, Kristinn Þór Geirsson, Einar Sigurðsson, Tryggingamið- stöðin, Hjörtur Nielsen og Gunnar Jóhann Birgisson. FME tekur fram að ekki séu efni til að verða við beiðni Búnaðarbank- ans um skoðun á því með hvaða hætti trúnaðarskjöl hafi borist í hendur forsvarsmanna Norðurljósa. Athug- un á þessu myndi falla utan verksviðs FME, að öðru leyti en því sem við komi vörslu bankans á trúnaðarupp- lýsingum. Þá hafi bankinn þegar kært þennan þátt málsins til lögregl- unnar. Tveir þættir teknir til skoðunar Í greinargerð FME segir að þau álitaefni sem athugun hafi sætt séu tvíþætt. Annars vegar hafi athugun FME lotið að því hvort þagnarskylda laga um viðskiptabanka og sparisjóði hafi verið brotin af hálfu Búnaðar- bankans, þegar unnin voru drög að yfirlýsingu væntanlegra hluthafa fyrir hönd óstofnaðs einkahluta- félags, FF, og viðræður og samskipti þeim tengdum áttu sér stað. Hins vegar hafi athugun FME beinst að því hvort framganga Búnaðarbank- ans í málinu stangist á við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti í banka- starfsemi, samanber lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Í niðurstöðum FME segir að starfsmenn viðskiptabanka séu bundnir þagnarskyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutað- eigandi stofnunar og um önnur atriði sem þeir fái vitneskju um í starfi sínu og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Jafnframt segir FME að fyrir liggi af hálfu Búnaðarbank- ans að bankinn hafi sett upp drög að yfirlýsingu talsmanna FF og átt í við- ræðum við þá um atriði er tengdust efni yfirlýsingarinnar. Þá liggi fyrir að starfsmenn bankans hafi sett skjalanúmer krafna Búnaðarbank- ans á hendur Norðurljósum inn í drögin. Einnig hafi komið fram að yf- irlögfræðingur bankans, sem þekkti lánasamninga Norðurljósa og þær gjaldfellingarheimildir sem þar er að finna, hafi sett drög yfirlýsingarinnar upp. Segir FME að handritaðar at- hugasemdir við drög að yfirlýsingu FF bendi til þess að talsmönnum þess hafi verið kunnugt um gjaldfell- ingarheimildir Búnaðarbankans á hendur Norðurljósum. „Rétt er þó að taka fram að við meðferð málsins hef- ur ekki komið fram hver vitneskja þeirra um gjaldfellingarheimildirnar var, né heldur hvaðan þær upplýs- ingar voru fengnar,“ segir í greinar- gerð FME. Þá segir að ljóst sé að ekki beri saman fullyrðingum og ályktunum kvartanda, þ.e. Norður- ljósa, annars vegar, og fullyrðingum og skýringum bankans, hins vegar. Niðurstaða FME er að þátttaka Búnaðarbankans í gerð yfirlýsingar FF hafi brotið gegn ákvæðum laga um viðskiptabanka og sparisjóði. Með viðræðum við talsmenn FF ásamt vinnu við skjalagerð fyrir fé- lagið, þar sem lánanúmer voru felld inn í skjölin af hálfu bankans, og upp- lýsngar um fjárhæðir og stöðu lána komu fram, hafi Búnaðarbankinn upplýst þriðja aðila um hagi við- skiptamanns sem leynt áttu að fara, samkvæmt ákvæðum laga. FME bendir á að ekki verði séð hver til- gangur Búnaðarbankans með þátt- töku í gerð yfirlýsingarinnar og vörslu hennar að henni frágenginni hefði átt að vera ef ekki hafi að mati bankans verið hægt að byggja á yf- irlýsingunni og efni hennar. Brotið gegn heilbrigðum viðskiptaháttum Hinn þátturinn sem FME skoðaði var hvort starfshættir Búnaðarbank- ans í máli þessu hafi verið með þeim hætti að bankinn hafi brotið gegn heilbrigðum og eðlilegum viðskipta- háttum. Í greinargerð FME segir að fyrir liggi að Búnaðarbankinn hafi gengið til viðræðna við talsmenn FF sem lyktaði með yfirlýsingu sem tryggði kröfur bankans gagnvart Norðurljósum. Þessar viðræður hafi hafist um miðjan maí 2002 og hafi yf- irlýsing verið undirrituð 31. maí 2002. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi að fjárhagslegar skuldbindingar Norðurljósa gagnvart Búnaðarbank- anum hafi verið í skilum þegar bank- inn hóf viðræður við FFog setti upp yfirlýsingu þá sem undirrituð var 31. maí sl. Hins vegar hafi orðið dráttur á skilum á upplýsingum sem Búnaðar- bankinn hafði krafist á grundvelli skilmála lánasamninga aðila, auk þess sem skuldbindingar Norður- ljósa gagnvart öðrum hefðu verið til opinberrar umfjöllunar. FME segist ekki hafa ástæðu til að draga í efa þau sjónarmið Búnaðar- bankans, sem bankinn lýsti fyrir FME, um að bankinn hefði verið uggandi um fjárhagsstöðu Norður- ljósa. FME tekur hins vegar ekki af- stöðu til þess hvort bankanum hafi verið heimilt samkvæmt ákvæðum lánasamninga að gjaldfella lán Norð- urljósa hjá bankanum, enda sé sá þáttur málsins rekinn fyrir dómstól- um. Fram kemur í niðurlagi umfjöllun- ar FME, að þau skjöl sem því hafi borist um viðræður FF og bankans, sýni að viðræður aðila lutu m.a. að yf- irtöku FF á lánum Norðurljósa hjá Búnaðarbankanum og jafnframt skil- málum fyrir slíkri yfirtöku. Sam- kvæmt yfirlýsingunni frá 31. maí sl. hafi FF stefnt að yfirtöku á rekstri Norðurljósa, eftir atvikum í kjölfar gjaldþrots Norðurljósa. Búnaðar- bankinn hafi fengið skuldbindingu af hálfu FF um yfirtöku lánanna með yfirlýsingunni. Þá segir FME að Búnaðarbankinn hafi því átt í viðræð- um við samkeppnisaðila Norðurljósa, félag sem hafði það að markmiði að yfirtaka rekstur Norðurljósa. Við- ræðurnar og yfirlýsingin hafi grund- vallast á upplýsingum um fjárhags- stöðu Norðurljósa gagnvart Búnaðarbankanum. Með þessu segir FME að Búnaðarbankinn hafi tekið þátt í fyrirætlunum samkeppnisaðila viðskiptavinar síns um leiðir til þess að yfirtaka rekstur hans og brotið gegn heilbrigðum og eðlilegum við- skiptaháttum í fjármálastarfsemi. Fjármálaeftirlitið segir Búnaðarbankann hafa brotið bankalög vegna Norðurljósa Morgunblaðið/Kristinn Árni Tómasson og Sólon Sigurðsson, bankastjórar Búnaðarbankans, greindu í gær frá niðurstöðum FME vegna kvörtunar Norðurljósa. Tók þátt í fyrirætlun- um samkeppnisaðila VALGERÐUR Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, segist ekki vilja tjá sig um niðurstöðu Fjármálaeftirlits- ins í málefnum Búnaðarbankans og Norðurljósa. Það sé eftirlitsaðila að fjalla um málið og það hafi Fjármála- eftirlitið gert. Heyrir undir eftirlitsaðila BANKASTJÓRAR Búnaðarbanka Íslands segjast vera ósammála niður- stöðu Fjármálaeftirlitsins (FME) varðandi kvörtun Norðurljósa vegna samningaviðræðna bankans og Fjöl- miðlafélagsins ehf. (FF) frá júlí sl. Fram kom í máli Árna Tómassonar og Sólons Sigurðssonar, bankastjóra Búnaðarbankans, á fréttamannafundi í gær, þar sem þeir kynntu niðurstöðu FME, að bankinn muni gaumgæfa þær athugasemdir sem FME gerir við starfsaðferðir, verkferla og verk- lagsreglur bankans. Tryggt verði að hlutir sem þessir endurtaki sig ekki og bankinn liti svo á að að öðru leyti sé málinu lokið af hálfu bankans. Árni sagði að FME taki ekki undir þau gífuryrði sem felist í umkvörtun- um Norðurljósa. Hann sagði að fyrsta umkvörtunarefni Norðurljósa hafi verið að Búnaðarbankinn hafi tekið þátt í því að knýja Norðurljós í gjald- þrot. Önnur kvörtun Norðurljósa hafi verið að Búnaðarbankinn hafi tekið þátt í að skipuleggja aðför að Norður- ljósum. Í þriðja lagi hafi Norðurljós óskað eftir því að FME vísi málinu til Ríkislögreglustjóra til frekari rann- sóknar. „Niðurstaða Fjármálaeftir- litsins að því er varðar þessi þrjú um- kvörtunarefni Norðurljósa er sú að þeim er öllum hafnað,“ sagði Árni. Hann sagði að þó þetta sé megin- niðurstaða FME hafi bankinn verið brotlegur á tveimur sviðum, annars vegar varðandi þagnarskyldu og hins vegar heilbrigða viðskiptahætti. Árni sagði að bankastjórn Búnað- arbankans hafi mikið velt því fyrir sér, og tekið það upp í viðræðum við FME, hvort stjórnendum beri ekki skylda til að hlusta, þegar aðilar koma til fundar við stjórnendur bankans og ekki er vitað um fundarefnið, en mál er reifað með nákvæmum hætti. Í þessu máli hafi komið fram að það væru rekstrarerfiðleikar á sjónvarps- markaði. Talsmenn FF hafi lýst þeirra sýn á því hvernig þetta muni koma til með að þróast. „Okkur í Bún- aðarbankanum fannst við ekki vera að sinna okkar skyldum nema við reyndum að ígrunda hvað bankinn gæti best gert til að tryggja hagsmuni sína. Markmiðið með þessum samtöl- um og þeim skjölum sem voru útbúin, var að tryggja sem best hagsmuni bankans ef eitthvað gerðist.“ Sólon sagði að allar ásakanir um að bankinn fari ekki að lögum séu alvar- legar. Bankinn telji hins vegar að ásakanir sem fram komi í greinargerð FME séu ekki réttmætar. Bankinn hafi engu að síður miklar áhyggjur af þeim og því verði verkferlar og verk- lagsreglur skoðaðar. Mál af þessu tagi sé slæmt fyrir bankann. Bankastjórar Búnaðarbanka Íslands Ósammála niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins NORÐURLJÓS samskiptafélag mun óska eftir að Ríkislögreglustjóri rannsaki þær ávirðingar sem fram koma í greinargerð Fjármálaeftir- litsins varðandi kvörtun Norðurljósa vegna samningaviðræðna Búnaðar- bankans og Fjölmiðlafélagsins. Ragnar Birgisson, aðstoðarfor- stjóri Norðurljósa samskiptafélags hf., segir að félagið fagni sigri vegna niðurstaðna Fjármálaeftirlitsins varðandi kvörtun félagins vegna samningaviðræðna Búnaðarbankans og Fjölmiðlafélagsins. „Við lítum á að þetta sé mjög alvarlegt mál fyrir bankann og mjög ótraustvekjandi fyrir Búnaðarbankann sem auglýsir sig sem traustan banka, að vera fundinn sekur um að brjóta lög um þagnarskyldu og að hafa brotið gegn heilbrigðum og eðlilegum viðskipta- háttum. Og þar sem Fjármálaeftir- litið segir það ekki vera í þess verka- hring að vísa þessu til Ríkis- lögreglustjóra, þá munum við vísa því þangað til rannsóknar.“ Aðstoðarforstjóri Norðurljósa Verður kært til Ríkislög- reglustjóra ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.