Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BESTU MEÐMÆLIfær okkar
„Lykillinn að árangri í okkar
rekstri felst í markvissri vöru-
stjórnun. Lausnin tryggir fagleg
vinnubrögð. Verkferlar eru vel
skilgreindir og afhendingar bæði
nákvæmari og hraðari. Nýting
vöruhússins er auk þess betri.
Þar sem stór hluti af vörum okkar
eru dagstimplaðar matvörur
skiptir miklu að vita aldur þeirra.
Kerfið leiðir okkur alltaf til þeirrar
vöru sem á að fara næst út úr
húsi.
Starfsmenn á lager nota þráð-
lausar handtölvur við alla vörumeð-
höndlun og reikningagerð. Upplýs-
ingarnar eru uppfærðar jafnóðum í
Axapta.
Lausnin hefur fyllilega staðið
undir væntingum okkar og
starfsmenn sáu strax ávinning af
notkun hennar. Við gefum Axapta
okkar bestu meðmæli.“
Sverrir Egill Bergmann
framkvæmdastjóri Bergdal ehf.,
heildverslun
Microsoft Business
Solutions–Axapta
BILL Gates er áfram ríkasti mað-
ur heimsins ef eitthvað er að
marka árlegan lista bandaríska
tímaritsins Forbes. Sömu menn
eru í efstu sætum listans og und-
anfarin ár, en auður þeirra er þó
öllu minni en áður vegna sam-
dráttar í efnahagsmálum. Raunar
fækkaði milljarðamæringum um
21 á milli ára, skv. úttekt blaðsins,
og eru þeir nú 476 – voru 497 í
fyrra og 538 fyrir tveimur árum.
Forbes segir Bill Gates, eiganda
og stofnanda Microsoft-tölvufyr-
irtækisins, eiga 40,7 milljarða
Bandaríkjadala, eða um 3.200
milljarða íslenskra króna. Hann er
þó öllu eignaminni en fyrir ári,
þegar hann trónaði á toppi Forbes-
listans með 52,8 milljarða dollara,
og er samdrætti á hlutabréfamark-
aði kennt um tapið.
Bandaríski fjárfestirinn Warren
Buffett, sem er í öðru sæti yfir rík-
ustu menn heims, tapaði einnig
fjármunum á árinu; á nú eignir
sem nema 30,5 milljörðum dollara,
sem er 4,5 milljörðum minna en
fyrir ári. Í þriðja sæti eru þýsku
bræðurnir Karl og Theo Albrecht,
eigendur Aldi-verslunarkeðjunnar.
Þeir eiga 25,6 milljarða Banda-
ríkjadala, áttu 26,8 milljarða í
fyrra.
Fimm meðlimi Walton-fjölskyld-
unnar bandarísku er að finna í ell-
efu efstu sætum listans en fjöl-
skyldan á og rekur Wal-Mart-
verslanirnar í Bandaríkjunum.
Rússum fjölgar úr 7 í 17
222 Bandaríkjamenn og 134
Evrópumenn eru á listanum yfir
milljarðamæringa heimsins. Fjölg-
ar evrópskum milljarðamæringum
um 13 á meðan þeim bandarísku
fækkar um 30. Meiri athygli vekur
þó að rússneskum milljarðamær-
ingum fjölgar úr sjö í sautján en
ríkastur Rússanna er Míkhaíl
Khodorkovsky, yfirmaður Yukos-
olíurisans.
Athygli vekur einnig að fjöl-
miðlakonan Oprah Winfrey tekur
stökk inn á listann, eignir hennar
nema nú um einum milljarði
Bandaríkjadala, en hún er þar með
fyrsta blökkukonan sem kemst á
listann yfir milljarðamæringa.
Til glöggvunar og gamans má
nefna að talið er að það muni
kosta rúmlega einn milljarð
Bandaríkjadala að reisa Kára-
hnjúkavirkjun, sem gert er ráð
fyrir að verði dýrasta framkvæmd
Íslandssögunnar.
Reuters
Bill Gates ásamt japönskum börnum í Tókýó í vikunni.
Oprah Winfrey er fyrsta blökkukon-
an á lista yfir milljarðamæringa.
Bill Gates rík-
astur – en var
ríkari í fyrra
New York. AFP, AP.
Morðárás
í Pakistan
Karachi. AFP.
ÞRÍR lögreglumenn, sem
gættu bandarísku ræðismanns-
skrifstofunnar í Karachi í Pak-
istan, voru skotnir í gær og sjö
aðrir særðir. Var þetta önnur
morðárásin við skrifstofuna á
átta mánuðum.
Árásin átti sér stað um miðj-
an dag þegar manni, vopnuðum
skammbyssu, tókst að ná hríð-
skotabyssu af einum varðanna.
Lét hann síðan kúlnahríðina
dynja á þeim. Lögregluvarð-
stöðin var ein af þremur við
ræðismannsskrifstofuna en
gæsla við hana var stóraukin
eftir sprengjuárás um miðjan
júní í fyrra en hún varð 12
manns að bana auk árásar-
mannsins.
Vaxandi óvild er í garð
Bandaríkjanna í Pakistan
vegna yfirvofandi árásar á Írak
auk þess sem talið er, að margir
liðsmenn al-Qaeda, hryðju-
verkasamtaka Osama bin Lad-
ens, séu í Karachi. Hefur hún
verið kölluð „hreiður hryðju-
verkamanna“.
Hvergi er meira um ofbeld-
isverk í Pakistan en í Karachi.
Þar hefur verið ráðist á kristna
Pakistana og vestrænt fólk auk
þess sem morð og mannvíg í
átökum milli pólitískra fylkinga
eða sunni- og shíta-múslíma
eru algeng.
Kýpurbúar
fá aukafrest
Nikosiu. AFP.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, gaf í gær leið-
togum Kýpur-Grikkja og Kýpur-
Tyrkja aukinn frest til 10. mars til að
finna málamiðlun um sameiningu eyj-
arinnar og lausn á deilum þjóðarbrot-
anna. Frestur sem hann hafði áður
gefið þeim rann út í gær.
Annan vill að haldin verði þjóðarat-
kvæðagreiðsla um sameiningartillög-
ur SÞ samtímis í báðum ríkjunum 30.
mars. Evrópusambandið hefur boðið
Kýpur aðild að sambandinu en takist
ekki samningar um að Kýpur verði
eitt ríki er ljóst að einvörðungu
grískumælandi hlutinn gengur í sam-
bandið 16. apríl.
Eyjan, sem er fyrir austurbotni
Miðjarðarhafs og með alls nær millj-
ón íbúa, klofnaði í tvö ríki 1974 er
Tyrkir sendu her til norðurhlutans til
að vernda þjóðbræður sína en þeir
eru mun færri en grískumælandi eyj-
arskeggjar. Leiðtogi Kýpur-Tyrkja
er hinn aldni Rauf Denktash sem er
andvígur mörgum þáttum í tillögum
SÞ og segir þær „varasamar“.
NÝ ríkisstjórn sór embættiseið í
Vínarborg í gær, nærri hálfu ári eftir
að sú síðasta féll og boðað var til
kosninga. Síðan þá hefur gamla
stjórnin setið til bráðabirgða og nýja
stjórnin verður ekki mikið breytt: að
henni standa sömu flokkarnir og áð-
ur, hinn íhaldssami Þjóðarflokkur
Wolfgangs Schüssels kanzlara og
hinn umdeildi Frelsisflokkur, FPÖ.
Gamla stjórnin, sem setið hafði í
31 mánuð er hún féll vegna klofnings
í röðum FPÖ í september sl., gengur
í endurnýjun lífdaga með stjórnar-
sáttmálanum sem var undirritaður í
gær. Er flokkarnir tveir gerðu fyrsta
stjórnarsáttmála sinn fyrir þremur
árum olli það miklu fjaðrafoki þar
sem ráðamenn í mörgum Evrópu-
sambandslöndum töldu Frelsisflokk-
inn of hægrisinnaðan til að verð-
skulda að eiga aðild að ríkisstjórn í
ESB-landi og lögðu Austurríki í póli-
tíska „sóttkví“ í hálft ár.
Kom sá orðstír flokksins aðallega
til af stjórnmálastíl þáverandi for-
manns hans, Jörgs Haider, sem á
ferli sínum hafði látið falla ýmis um-
mæli sem hægt var að túlka sem lof á
vissa þætti stjórnarhátta nazista.
Haider sagði af sér formennskunni
áður en stjórnarsamstarfið hófst á
sínum tíma, en hann hefur haldið
miklum áhrifum í flokknum og það
var hann sem leiddi innanflokksupp-
reisn gegn ráðherraliði flokksins í
fyrra, sem leiddi til falls stjórnarinn-
ar.
Í kosningunum í nóvember jók
Þjóðarflokkurinn mjög fylgi sitt en
Frelsisflokkurinn tapaði miklu. Eftir
mánaðalangar stjórnarmyndunar-
þreifingar, sem Schüssel lét einnig
ná til stjórnarandstöðuflokka jafnað-
armanna og græningja, varð niður-
staðan sú að halda samstarfinu við
FPÖ áfram.
Systir Haiders í
ráðherraliðinu
Í nýju stjórninni munu sitja sex
ráðherrar úr Frelsisflokknum, ellefu
úr Þjóðarflokknum. Fyrir FPÖ-ráð-
herrunum fer Herbert Haupt, nú-
verandi flokksformaður. Hann gegn-
ir embætti varakanzlara auk þess að
stýra ráðuneyti félagsmála. Einnig
stendur til að Ursula Haubner, syst-
ir Jörgs Haider, verði í stjórninni.
Ennfremur mun Karl-Heinz Grass-
er, sem gekk úr FPÖ eftir deilurnar í
fyrrahaust, gegna áfram embætti
fjármálaráðherra.
Hægristjórnin í
Austurríki endurnýjuð
AP
Wolfgang Schüssel, kanzlari Austurríkis (t.v.), ásamt nýjum varakanzlara
sínum, Herbert Haupt, núverandi formanni Frelsisflokksins.
Vínarborg. AFP.