Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 28

Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Ósvinnur maður vakir um allar nætur og hyggur að hví- vetna. Þá er móður er að morgni kemur, allt er víl sem var. Góður svefn veitir þreyttum manni hvíld, frið og endur- næringu. Algeng or- sök streitu er sú að fólk vanrækir þörf líkamans fyrir svefn. Í erindi Hávamála hér að ofan er bent á að ekki sé viturlegt að vaka yfir vanda- málum á nóttunni. Maður vakni ein- ungis þreyttur og mæðan sé óbreytt eftir sem áður. Svefnþörf er mis- munandi sem nemur 1–2. klst en meðalsvefnþörf fullorðinna er talin sjö og hálf klst. Gæði svefnsins skipta einnig máli. Öruggasti mælikvarðinn á góð- an svefn er að vakna úthvíldur og líða vel yfir daginn. Dagsyfja þýðir alltaf svefnskuld. Börn og ungmenni þurfa meiri svefn en fullorðnir. En sjónvarp, myndbönd, tölvur og gemsar stela gjarnan svefntíma. Nemendur sem koma óhvíldir í skólann hafa skerta námsgetu. Auk endurnærandi áhrifa svefnsins er m.a. vitað að vaxtarhormón mynd- ast í djúpum svefni fyrri hluta nætur. Vaxtarhormónin stýra vexti þeirra sem ungir eru en einnig hraða endurýjunar á frumum í líkama þeirra eldri og hægja líklega á Elli kerlingu. Flestir vita að það er skaðlegt heilsunni að svipta fólk svefni. Athygli og einbeiting skerðist, líkamleg streitueinkenni koma í ljós, einbeiting, hugsun og tímaskyn brenglast, misskynjanir og ofskynjanir glepja fólk og endalaus vaka leiðir til dauða. Færri gera sér grein fyrir heilsufarslegum áhrifum þess að spara við sig svefn. Hægt og hljótt safnast fyrir þreyta sem fólk áttar sig ekki á að þurfi að leiðrétta. Þreytunni fylgir aukin spenna sem getur dulið þreytuna og fólk notar gjarnan örvandi efni til að þrauka dag- inn. Smám saman byggist upp streituástand; vítahringur spennu, svefn- skorts, þreytu og kvíða (sjá mynd). Streituástand birtist sem líkamleg einkenni, s.s. vöðvaspenna, verkir, meltingartruflanir, hjartsláttarónot og hækkaður blóðþrýstingur. Þau ein- kenni trufla svefn enn frekar. Draumar sem verða að martröðum vegna streitunnar vekja fólk upp með andfælum. Langvarandi streita lamar ónæmiskerfið sem aftur eykur líkur á sýkingum og fleiri sjúkdómum. Líkur aukast einnig á hjarta- og æðasjúkdómum af öllu tagi sem og ótímabærri elli.  Gefum okkur því tíma til að njóta nægrar hvíldar. Háttum snemma.  Skynsamlegir lífshættir, hreyfing og slökun greiða fyrir svefni.  Svefnlyf eiga rétt á sér í hrakningum þreytu og streitu. Mörg eru alls óskaðleg.  Gleymum ekki í leit okkar að góðu lífi að það eru lífsgæði að fá góðan svefn. Ingólfur Sveinsson geðlæknir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur Heilsan í brennidepli Svefn er næring Flestir vita að það er skaðlegt heilsunni að svipta fólk svefni Spurning: Hver eru áhrif kódeins á lifur? Ef teknar eru 6–8 töflur af t.d. parkódíni á dag, hvaða áhrif hefur það og hver eru einkennin? Hvað er lifrin lengi að jafna sig eftir að töku kódeinlyfja er hætt? Svar: Parkódín inniheldur tvö verkjastillandi lyf, paracetamól og kódein. Í parkódíntöflu eru 500 mg af paracetamóli og 10 mg af kódeini. Einnig eru á markaði lyf sem inni- halda 500 mg af paracetamóli og 30 mg af kódeini í hverri töflu og þau heita parkódín forte og panocod. Sum þessara lyfja eru einnig til sem endaþarmsstílar. Til eru nokkur lyf sem innihalda einungis paracetamól (t.d. panodil og paratabs) en engin lyf eru á markaði sem innihalda ein- ungis kódein. Paracetamól verkar svolítið svipað og magnýl eða aspirín og hefur verkjastillandi og hitalækk- andi verkun. Þetta lyf er mikið notað bæði fyrir börn og fullorðna og er það ýmist notað eitt sér eða í blönd- um. Kódein er skylt morfíni og breytist reyndar að hluta til í morfín í líkamanum. Kódein verkar í heil- anum og hefur verkjastillandi verk- un. Kódein er stundum misnotað sem fíkniefni og þekkt eru dæmi um að viðkvæmir einstaklingar verði háðir lyfinu eftir venjulega notkun í fáeina daga. Notkun kódeins í venju- legum verkjalyfjum er því talsvert áhyggjuefni og sérstaklega í ljósi þess að notkun þessara lyfja hefur vaxið mjög mikið á undanförnum ár- um. Um 15% þeirra sem taka verkjalyf af þessu tagi fá aukaverk- anir sem flestar eru af völdum kódeinsins. Þessar aukaverkanir eru einkum þreyta, ógleði og hægða- tregða og síðan hættan á ávana og fíkn eins og áður er getið en kódein er ekki talið hættulegt fyrir lifrina. Færri fá aukaverkanir af paraceta- móli en einstaka fá ofnæmi og útbrot og grunsemdir eru um að langtíma- notkun geti valdið nýrnaskemmd- um. Í ráðlögðum skömmtum er ekki talið að paracetamól hafi skaðleg áhrif á lifur og er þá verið að tala um skammta sem eru allt að 4 g á sólar- hring fyrir fullorðna (8 töflur á 500 mg hver). Ef svona stórir skammtar eru teknir daglega í nokkurn tíma getur þó verið hætta á ferðum sér- staklega ef viðkomandi misnotar áfengi, er með alvarlegan sjúkdóm eða tekur sum önnur lyf. Ef einhver sturtar í sig stórum skammti af paracetamóli (t.d. 10–15 g) má búast við alvarlegum veikindum með lifr- arskemmdum sem geta leitt til dauða. Við bráða paracetamóleitrun fara einkenni venjulega að gera vart við sig 12–48 klst. eftir inntöku yf- irskammts og má þá búast við slapp- leika, ógleði og uppköstum, kvið- verkjum og vaxandi gulu. Eiturverkanir á lifur ná síðan há- marki 4–6 sólarhringum eftir inn- töku lyfsins. Til er móteitur sem ver lifrina ágætlega ef það er gefið innan 10 klst. frá inntöku paracetamóls en eftir það dregur hratt úr gagnsemi þessa móteiturs. Sumir þeirra sem lifa af svona eitrun geta verið fljótir að ná sér að fullu en aðrir eru mjög lengi að ná sér og verða kannski aldrei jafngóðir. Dauðsföll af völdum yfirskammta af paracetamóli koma iðulega fyrir úti í heimi og eru einnig vel þekkt hér á landi. Hvaða áhrif hefur parkódín á lifur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. Notkun kódeins talsvert áhyggjuefni ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. ÚT ER komin starfsáætlun fræðslumála fyrir árið 2003 með áherslum Reykjavíkurborgar í skólamálum á árinu og framtíðar- sýn til næstu 10 ára. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að „stórkostleg bylting“ muni eiga sér stað í ár og á næstu tveim- ur árum í byggingarmálum skól- anna. Stefnt sé að því til að mynda að 3,4 milljarðar fari í stofnfram- kvæmdir og byggingaframkvæmdir á næstu tveimur árum. Meðal verkefna sem liggja fyrir á þessu ári er bygging mötuneytis- eldhúsa í tíu skólum. Slík eldhús eru nú í helmingi skóla og er stefnt að því að í lok árs verði þau í 75% grunnskóla borgarinnar og að verk- efninu ljúki á næsta ári. 100 millj- ónir króna fara í breytingar vegna eldhúsa á þessu ári og 150 milljónir á næsta ári. Lengja á skóladag nemenda í 2.–4. bekk í Grafarvogi og ÍTR mun hefja þar rekstur frí- stundaheimila fyrir nemendur í 1.–4. bekk. Þá verður á árinu lokið við við- byggingar Árbæjarskóla, Folda- skóla, Hlíðaskóla, Hólabrekkuskóla, Klébergsskóla, Laugalækjarskóla og Seláskóla. Lokið verður við byggingu Víkurskóla; nýs skóla í Víkurhverfi, og framkvæmdir hafn- ar við viðbyggingu Langholtsskóla, sem verður lokið á næsta ári og Ingunnarskóla; nýjan skóla í Graf- arholti. Þá verður á árinu bætt við húsnæði Hamraskóla og hefja á undirbúning að viðbyggingu og inn- anhússbreytingum í Breiðagerðis- skóla, sem á að ljúka á næsta ári og Seljaskóla, en ekki er ljóst hvenær þeim framkvæmdum lýkur. Staðaskóli tekinn í gagnið 2005 Þá verður farið í breytingar á bókasafni o.fl. í Réttarholtsskóla og unnið að hönnun viðbyggingar við Laugarnesskóla og nýs skóla í Staðahverfi, en hann á að vera kominn í gagnið árið 2005, að sögn Stefáns Jóns. Samkvæmt fjárhags- áætlun fyrir árið 2003 fara um 70 milljónir króna til Staðaskóla á þessu ári sem mun nýtast í hönn- unarvinnu og til að hefja fram- kvæmdir. Að sögn Stefán Jóns verður væntanlega farið í alútboð til að flýta fyrir framkvæmdinni. Hann segir að enn séu nokkrir óvissuþættir, eins og hversu stórt íþróttahús verði byggt og hvernig menn sjái skólastarfið fyrir sér í smáatriðum. „En viljinn er kominn og fyr- irheitið er þarna þannig að það verður bara gengið í þetta,“ segir hann. Samkvæmt starfsáætluninni eru heildarframlög til skólamála á veg- um Reykjavíkurborgar á árinu 10,2 milljarðar króna, þar af fara um 8,3 milljarðar til reksturs grunnskóla og 1,5 milljarðar til stofnfram- kvæmda. Til viðbótar hafa 225 milljónir verið settar í bygginga- framkvæmdir. Á næsta ári er áætlað að verja 1,7 milljörðum króna í stofnfram- kvæmdir og byggingaframkvæmd- ir, eða samtals 3,4 milljörðum á tveimur árum. Skimunarpróf í stærðfræði Að gerð starfsáætlunar koma auk fræðsluráðs og Fræðslumið- stöðvar, skólastjórnendur og for- eldra- og kennararáð allra skól- anna. Í henni er greint frá nokkrum meginmarkmiðum grunn- skóla til lengri tíma. Stefnt er að því að lesskimun fari fram í lok 2. bekkjar í öllum grunn- skólum eins og á síðasta ári til við- bótar við lesskimunarpróf í 4. og 7. bekk. Skimunarpóf eru notuð til að greina stöðu sérhvers nemanda í tilteknu fagi. Meginmarkmiðið er að 98% nemenda sem ljúki 10. bekk geti „lesið sér til gagns“ eins og það er orðað, þ.e. útskrifist læs úr grunnskóla. Þá er stefnt að því m.a. að leggja fyrir skimunarpróf í stærðfræði í lok 2. bekkjar auk þess sem skimunarpróf verða lögð fyrir í öllum skólum í upphafi 1. bekkjar, þ.m.t. hreyfiþroskapróf og kannanir á hugtakaskilningi. Útnefndir verða tveir móðurskól- ar, í listum og verkgreinum, sem eiga að veita öðrum skólum ráðgjöf á því sviði. Nokkrir móðurskólar í ólíkum greinum hafa starfað í Reykjavík á undanförnum árum, s.s. Austurbæjarskóli, sem er móð- urskóli í fjölmenningarlegum kennsluháttum og Grandaskóli sem er móðurskóli í upplýsingatækni. Þá á áfram að þróa fjarnám í ensku og dönsku fyrir nemendur á ung- lingastigi sem hafa forskot í þess- um tungumálum. Að sögn Stefáns verður áfram unnið að því að draga úr sérkennslu í sérskólum og færa þroskahamlaða nemendur í auknum mæli inn í skólana. Þá verður sjálfstæði skól- anna áfram aukið auk þess sem treysta á samstarf ólíkra skóla í sama hverfi. Þá á sömuleiðis að færa tónlist- arnám í auknum mæli inn í skólana, stuðla áfram að því að tónlistar- skólar bjóði upp á forskóla tónlist- arskóla sem val eftir skóladag í fleiri grunnskólum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, kynnti í gær starfsáætlun fræðslumála Reykjavíkurborgar fyrir árið 2003. 3,4 milljarðar í skólabyggingar á tveimur árum Reykjavík Hönnun og framkvæmdir við Staða- skóla munu hefjast á þessu ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.