Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 31

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 31 Happdrætti Húsnæðisfélagsins SEM Dregið 24. febrúar 2003 Vinningaskrá Bifreið að eigin vali frá Heklu kr. 1.690.000 85650 Ferðavinningar frá Flugleiðum kr. 150.000 2592 12330 23382 29618 36775 51654 72091 79868 96286 113024 2844 13586 26330 30391 39627 52854 72250 80162 101454 113266 4808 17886 27652 34307 40320 57122 73134 82217 103305 114561 6301 18870 28236 34833 49434 59560 78562 90533 104802 117439 10928 21077 29150 36324 51558 70606 79158 93199 109946 118703 Utanlandsferð frá Flugleiðum kr. 50.000 197 14995 28546 41593 55857 67773 74952 87298 97464 108229 678 15025 28893 42731 57852 67819 75176 87667 97892 108822 3868 15857 30439 42909 57959 67979 76621 88702 98721 109570 5243 16838 33864 43874 58072 68409 77228 89456 101278 111576 8854 17013 34360 44908 59929 68560 78185 89537 101875 111971 8942 18524 34542 45606 61572 69599 78340 89656 103062 112330 9172 21733 35790 46529 62703 70523 79587 91213 103424 113639 9227 22729 37377 47551 62711 70630 81458 91841 103957 114116 9295 22918 37406 47985 63246 70957 81661 92208 104788 114459 9537 23328 37938 48168 63758 71090 82969 93435 104898 116725 10195 24980 38033 50925 64083 71304 83975 94273 105727 117010 11316 26463 38223 51994 64949 72387 84068 95435 105942 117927 12473 26483 39024 55094 65469 73519 85126 95616 107064 118154 12884 26570 39500 55185 65549 73575 86000 96275 107304 119463 13743 27346 40734 55638 65847 74052 86273 97452 107348 119929 Vöruúttekt frá Heklu kr. 50.000 1512 15239 28840 40992 50007 57197 71545 84979 96687 110434 2286 15356 29562 41193 51463 58408 72142 85506 97075 110441 2602 15651 30939 41635 51857 58457 72427 85616 97888 111423 3038 16142 31208 41662 52667 58651 75325 85634 98822 113086 3129 16683 33719 42604 53562 58870 75444 86854 100542 114507 3663 16817 35550 43185 53659 59802 75787 87320 102450 114910 5262 18186 36428 43905 54276 62939 77515 88083 102589 115827 6195 18675 36497 44882 54310 64495 79952 89223 102985 116674 7120 19480 36899 45211 54400 65391 80020 91340 103090 117279 7325 20752 37441 45897 54508 66198 80907 91508 105389 117421 9788 23821 37608 47213 54613 69156 81001 92098 109720 117491 10700 26291 37884 47426 55521 70580 81506 93375 109759 118088 12187 26307 38914 47991 55821 70998 81527 93879 110002 119469 14589 28491 39234 48170 56648 71285 82167 94426 110137 119552 15101 28545 40900 49727 56909 71373 83779 95203 110381 119946 Þökkum veittan stuðning. Birt án ábyrgðar LANDIÐ SAMNINGUR milli Grindavíkur- bæjar og Verkfræðistofu Suðurnesja (VS) um tækniþjónustu hefur verið undirritaður en á eftir að hljóta stað- festingu í bæjarstjórn Grindavíkur- bæjar. Felur samningurinn í sér að Benedikt Ingi Sigurðsson, bygginga- tæknifræðingur hjá VS, gegni hlut- verki byggingafulltrúa og að verk- fræðistofan annist einnig tækni- og verkfræðiþjónustu fyrir bæjarfélagið. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yf- irstandandi ár ákvað meirihluti bæj- arstjórnar Grindavíkur að gera breytingar á skipulagi byggingaeftir- lits og tækniþjónustu. Núverandi byggingafulltrúa var sagt upp störf- um og ákveðið að ganga til samninga við Verkfræðistofu Suðurnesja um að taka að sér það hlutverk og aðra tækni- og verkfræðivinnu fyrir Grindavíkurbæ á ákveðnum taxta. Kom það fram af hálfu meirihlut- ans að með þessari breytingu yrði unnt að draga úr kostnaði við þjón- ustuna og rætt um 2–3 milljónir á ári í því sambandi. Nú hefur verið gengið frá þessum samningum, að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs og tekur nýi byggingafulltrúinn til starfa á mánu- dag. Hann mun hafa aðstöðu á bæj- arskrifstofunum. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri segir að jafnframt muni Verkfræðistofa Suðurnesja taka á leigu húsnæði sem Grindavíkurbær hefur á jarðhæð ráðhússins og opna þar útibú frá verkfræðistofunni. Nýr bygginga- fulltrúi til starfa Grindavík MYNDVERKIÐ „Í sátt og sam- lyndi“ var afhjúpað á sal Njarðvík- urskóla í byrjun vikunnar sem er kurteisisvika í skólanum. Verkið var unnið af nemendum í myndlistarvali í 9. bekk eftir hug- mynd eins nemandans, Valbjargar Ómarsdóttur. Eins og heitið ber með sér sýnir hún stúlkur og drengi að leik í sátt og samlyndi. Í sátt og samlyndi Njarðvík Hljómsveitin Flugan spilar á veit- ingastaðnum Mamma mia í Sand- gerði í kvöld, laugardag. Staðurinn var opnaður um síðustu helgi eftir miklar breytingar. Það er því kjörið tækifæri til að skella sér í fjörið með Flugunni um leið og ný og breytt Mamma Mía er skoðuð, segir í fréttatilkynningu. Það er 18 ára ald- urstakmark. Í DAG Félagar í Ættfræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar mánudagskvöldið 3. mars nk. kl. 20. Allt áhugafólk um ættfræði er vel- komið, segir í fréttatilkynningu frá bókasafninu. Vísað er á Einar Ingi- mundarson um nánari upplýsingar. Á NÆSTUNNI HELGA Jóhanna Oddsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu starfsþróunarstjóra hjá Reykjanesbæ og mun hún hefja störf hinn 17. mars næstkomandi. Helstu verkefni starfsþróun- arstjóra, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjanesbæjar, eru þátttaka í almennri stefnumótun bæjar- ins og markmiðssetningu, stýra stefnu hans í starfsþróunarmál- um og daglegri vinnslu launa, samræma starfsmannastefnu ásamt upplýsingagjöf til stjórn- enda og starfsmanna bæjarins. Helga Jóhanna er 29 ára gömul, borin og barnfæddur Keflvíkingur. Hún er viðskipta- fræðingur að mennt og stundar nú nám til MA-prófs. Ráðin í stöðu starfsþróun- arstjóra Reykjanesbær Helga Jóhanna Oddsdóttir STJÓRN Sparisjóðs Keflavíkur hefur ákveðið að leggja til hliðar tillögur um að breyta sjóðnum í hlutafélag. Jafnframt hefur stofn- fjáraðilum verið kynnt sú skoðun stjórnarinnar að ákvörðunin verði endurskoðuð þegar aðstæður verða réttar. Aðalfundur sparisjóðsins á síð- asta ári fól stjórn félagsins að und- irbúa breytingu hans í hlutafélag. Þegar undirbúningur var langt kominn ákvað stjórnin að fresta því að leggja tillögur sínar fyrir, meðal annars vegna óvissu sem skapaðist vegna hins svokallaða SPRON- máls og fyrirhugaðar breytingar á lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði. Í tilkynningu til stofnfjáraðila gerir stjórn sparisjóðsins grein fyrir því, að þótt það sé enn álit stjórnarinnar að hlutafélagaformið sé heppilegasta félagsformið fyrir fjármálastofnanir af þessu tagi, þegar til lengri tíma er litið, hafi verið ákveðið að fresta breyting- unni að svo stöddu. Nefndar eru nokkrar ástæður fyrir þessu, með- al annars frestun sambærilegrar ákvörðunar hjá SPRON og óvissa um ýmsa þætti í starfsumhverfi sparisjóða og í bankaheiminum í heild. Áform um hluta- félag lögð til hliðar Keflavík SAMEINAÐAR hafa verið þrjár lögmanns- stofur á Norður- og Austurlandi. Eru það Lögmannsstofa Berglindar á Húsavík, Lög- menn Austurlandi á Egilsstöðum og Hraun á Hornafirði. Mun nýja stofan bera nafnið Regula lögmannsstofa og eru eigendur þau Berglind Svavarsdóttir, lögmaður á Húsa- vík, Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður á Eg- ilsstöðum og Sigríður Kristinsdóttir, lög- maður á Höfn í Hornafirði. Tilgangur sameiningarinnar er fyrst og fremst að auka þjónustuna við viðskiptavini og gera fyrirtækinu kleift að taka við stærri verkefnum. Hið nýja fyrirtæki verður með öfluga innheimtudeild, auk hefðbundinnar lögmannsþjónustu. Sjálfstætt starfandi fasteignasölur verða reknar samhliða hinni nýju lögmannsstofu á öllum þremum skrif- stofunum. Starfsstöðvar lögmannsstofunnar verða á Húsavík, Egilsstöðum og Höfn en hagnýt- ing nýjunga á sviði upplýsingatækni gerir fyrirtækinu kleift að starfa sem ein heild. Starfsmenn Regula lögmannsstofu eru sjö, þar af fjórir lögmenn og mun lögmanns- stofan taka til starfa 3. mars næstkomandi. Lögmannsstofur sameinast Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Starfsfólk hinnar nýju Regula-lögmannsstofu, auk starfsmanna á fasteignasölunum sem reknar eru á öllum stöðunum. Neðri röð f.v.: Harpa Högnadóttir innheimtufulltrúi Höfn, Sigríður Kristinsdóttir lögmaður Höfn, Hilmar Gunnlaugsson lögmaður Egilsstöðum, Berglind Svavarsdóttir lögmaður Húsavík og Unnur Guðjónsdóttir bókari Húsavík. Efri röð f.h.: Guðrún Gísladóttir starfsmaður Fast- eigna og skipasölu Austurlands Egilsstöðum, Ragnar Þór Jónsson starfsmaður Fasteignasölunnar Eignaþings Húsavík, Snorri Snorrason starfsmaður Fasteignasölunnar Hrauns Höfn, Friðbjörn E. Garðarsson lögmaður Egilsstöðum og Aðalbjörg Hermannsdóttir innheimtufulltrúi Egilsstöðum. Húsavík ÞAÐ var sannarlega líf og fjör á veglegri árshátíð Flúðaskóla sem fór fram í Félagsheimilinu á Flúðum 22. febrúar. Hátíðinni var tvískipt, nemendur í yngri bekkjunum byrj- uðu sína dagskrá kl. 11 og eftir skemmtiatriði á sviði dunaði diskó- dansinn í nokkurn tíma á eftir. Nem- endur í 8. til 10. bekk hófu sína dag- skrá kl. 20 með borðhaldi en þetta er þriðja árið með slíku fyrirkomulagi. Sá Hótel Flúðir um veislukostinn. Hver nemandi má bjóða með sér tveimur fullorðnum og allir eru prúðbúnir. Mikill fjöldi skemmtiatriða í tón- list og leiklist ber sannarlega vott um þróttmikið og fjölbreytt skóla- starf. Hugmyndaauðgi nemenda er mikil sem sást best í fjölbeyttum skemmtiþáttum sem nemendur sömdu sjálfir og æfðu af kostgæfni með ágætri aðstoð kennara sinna. Mátti sjá hjá sumum leikhæfileika sem vafalaust gætu nýst þeim vel með slíku námi og reynslu. Eftir þriggja tíma borðhald og sýningu á fjölda skemmtiatriða var stiginn dans. Nemendur í Flúðaskóla eru nú 183 en kennarar eru 24, þó ekki allir í fullu starfi. Skólastjóri Flúðaskóla er Jóhanna S. Vilbergsdóttir en Valgarður L. Jónsson aðstoðarskólastjóri gegnir störfum Jóhönnu um tíma í veik- indaforföllum hennar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Diskódans á árshátíð Flúðaskóla Hrunamannahreppur MOGGABÚÐIN mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.