Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 32
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Páll Pálsson úr Íþróttafélag- inu Hamri í Hveragerði var kosinn formaður HSK á þingi sambandsins í Þjórsárveri sl. laugardag. Árni Þor- gilsson á Hvolsvelli, sem verið hefur formaður Skarphéðins frá árinu 1995, gaf ekki kost á sér til endur- kjörs. Vigdís Guðjónsdóttir spjót- kastari úr Ungmennafélagi Skeiða- manna var kosin Íþróttamaður HSK árið 2002, annað árið í röð. Auk hennar fékk afreksfólk afhentar við- urkenningar. Gísli Páll er ekki ókunnur stjórn- arstörfum í Skarphéðni, en hann var kosinn ritari HSK árið 1995 og var gjaldkeri sambandsins frá 1996– 1999. Hann hefur einnig setið í körfuknattleiksnefnd HSK um ára- bil. Þá hefur hann verið virkur í starfi Hamars og fyrrverandi for- maður félagsins. Hann stóð að stofn- un körfuknattleiksdeildar Hamars og hefur setið þar í stjórn frá stofnun hennar árið 1992. Um 90 manns mættu á þingið frá 35 aðildarfélög- um HSK og einu sérráði sambands- ins, auk stjórnar og gesta. Nutu fulltrúar gestrisni félaga úr Umf. Vöku og Villingaholtshrepps og eru þeim þakkaðar frábærar móttökur. Þetta var í þriðja sinn sem þingið er haldið í Þjórsárveri, það var fyrst haldið þar árið 1964 og síðan 1982. Á þinginu var lögð fram skýrsla um starfsemi héraðssambandsins á liðnu ári. Í skýrslunni kemur fram að starfið var þróttmikið á árinu, bæði innan HSK og aðildarfélaga þess. Á þinginu var fjallað um fjölmörg mál. Í lok þess var kosin 8 manna stjórn og varastjórn sambandsins og 16 starfsnefndir HSK. Í lok þings voru Árna Þorgilssyni fráfarandi formanni þökkuð frábær störf fyrir HSK sl. 10 ár, en hann kom fyrst inn í varastjórn sambandsins árið 1993. Þá gaf Þórður Ólafsson úr Þór ekki kost á sér til endurkjörs í varastjórn. Ingvar Hjálmarsson var kosinn í hans stað. Stjórn HSK skipa: For- maður: Gísli Páll Pálsson, Íþrf. Hamri, gjaldkeri: Bolli Gunnarsson, Umf. Baldri, ritari: Guðríður Aadne- gard, Íþr.f. Hamri, varaformaður: Ragnar Sigurðsson, Umf. Þór, með- stjórnandi: Markús Ívarsson, Umf. Samhygð, varamenn: Þröstur Guðnason, Umf. Ingólfi, Yngvi Karl Jónsson, Íþr.f. Hamri, og Ingvar Hjálmarsson, Umf. Baldri. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Íþróttafólkið sem fékk viðurkenningar: Kjartan Lárusson, f.h. Lárusar Kjartanssonar glímumanns, Sveinn J. Sveinsson, f.h. Hlyns Geirs Hjartarsonar golfmanns, Ágúst Þór Guðnason, íþróttamaður fatlaðra, Stefán Jóhanns- son bridsmaður, Axel Sæland borðtennismaður, Reynir Guðmundsson badmintonmaður, Arna Hjartardóttir fim- leikamaður, Sæþór Pálmason júdómaður, Magnús Gunnarsson skákmaður, Jóhann Ó. Sigurðsson knattspyrnu- maður, Elín Sigurðardóttir, f.h. Sigurðar Sæmundssonar hestaíþróttamanns, Ívar Grétarsson handknattleiks- maður, Halldór Helgason, f.h. Péturs Gunnarssonar skotíþróttamanns, Lárus Jónsson körfuknattleiksmaður, Gróa Valgerður Ingimundardóttir og Magnús Kristinsson sundmaður. Fremst á myndinni er Vigdís Guðjóns- dóttir, frjálsíþróttakona og íþróttamaður HSK 2002. Gísli Páll Pálsson kjörinn formaður Skarphéðins Selfoss LANDIÐ BÚIÐ er að koma fyrir sendum í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þann- ig að nú er hægt að vera í þráðlausu sambandi við Internetið hvar sem er í skólahúsnæðinu. Í haust voru keyptar 10 nýjar fartölvur í skólann í viðbót við þær sem fyrir voru og má því segja að til sé færanlegt tölvuver. Halldór Sigurðsson skóla- stjóri sagði það koma sér mjög vel því tölvustofa skólans annar engan veginn þeirri þörf á tölvukennslu og tölvunotkun sem er fyrir hendi. ToppNet, nýlega stofnað tölvufyr- irtæki í Þorlákshöfn, hefur séð um uppsetningu á þessu þráðlausa kerfi í skólanum. ToppNet er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þráðlausum lausnum sem og hverskonar tölvu- viðskiptum, uppsetningum og við- haldi. Valdimar Jónsson, einn eigenda ToppNets, sagði að þeir hefðu lagt í miklar rannsóknir og tilraunir til að finna rétta búnaðinn til að koma á þráðlausu sambandi í fyrirtækjum og á heimilum í Þorlákshöfn og síð- ar nágrannabyggðum. „Við teljum okkur vera búna að finna fyrsta flokks tengingu,“ sagði Valdimar. Valin var sú leið að gera loftbrú, örbylgjusamband, úr bænum í ljós- leiðaranet Línu.Nets í Reykjavík. Með þessari loftbrú er komið á há- hraða Internet-samband sem gerir kleift að virkja gagnaumferð eins og um ljósleiðarasamband sé að ræða. Stór hluti húsa í Þorlákshöfn er nú kominn með háhraða sítengingu við Internetið. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Þráðlaust samband í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Þráðlaust tölvusam- band í grunnskólann Þorlákshöfn ÚTBOÐ á fyrsta áfanga að nýrri grunnskólabyggingu á Selfossi verður auglýst nú um helgina. Um mjög stóra fram- kvæmd er að ræða en heild- arkostnaður við byggingu skólans er um 1.200 milljónir. Kostnaður við fyrsta áfang- ann er áætlaður tæpar 500 milljónir króna. Tilboð í verk- ið verða opnuð 24. mars. Skólinn mun rísa í nýju hverfi, Suðurhverfi, sunnan núverandi byggðar og gert ráð fyrir að hann rúmi um 500 nemendur. Forval verktaka að bygg- ingu íþróttahúss Fjölbrauta- skóla Suðurlands stendur yf- ir. Gert er ráð fyrir að niðurstöður forvalsins liggi fyrir um miðjan mars, síðan verði útboðsgögn afhent, skilafrestur tilboða verður í lok apríl og gert ráð fyrir að verksamningur verði kominn á í lok maí. Áætlað er að að húsið verði fullbúið síðla sum- ars 2004. Íþrótta- hús og grunn- skóli í útboði Selfoss STARFSMANNAFÉLAG ríkis- stofnana hefur undanfarið verið með námskeiðröð á landsbyggðinni fyrir félaga sína þar. Nýlega var slíkt námskeið haldið á Egilsstöðum og sótti það þrjátíu og fimm manna hóp- ur sem valinn var með slembiúrtaki úr félagaskránni. „Við erum fyrst og fremst að brýna okkur fyrir kjarasamningana eftir eitt og hálft ár, en ekki síður að fara yfir þá þjónustu sem við veitum félagsmönnum og heyra ofan í þá hvað betur mætti fara. Það er ný- lunda hjá okkur að halda námskeið út um landið í stað þess að fá alla suður og það mælist afar vel fyrir,“ segir Jens Andrésson, formaður SFR. Jens segir kjara- og réttindamál brenna heitast á félögunum, en einn- ig vilji menn ræða misskiptingu þjónustunnar milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar. Alls eru nú um 5.500 félagar í SFR, en opinberir starfsmenn án há- skólamenntunar á Austurlandi eru um 400 talsins. Opinberir starfs- menn fara yfir kjaramálin Egilsstaðir NÚ stendur yfir ljósmyndasýning í Eden. Að sögn Braga Einarsssonar, eiganda Eden, er það Eyþór Sig- mundsson, eigandi Laxakorta, sem hafði veg og vanda af sýningunni. Eyþór er mikill laxveiðimaður og nefndi hann fyrirtækið sitt í stíl við það. Laxakort er eitt stærsta kortafyr- irtæki landsins. Á sýningunni eru landslagsmyndir víða af landinu sem Laxakort hefur m.a. gefið út á póst- kortum. Á sýningunni er að finna myndir eftir Ragnar Axelsson ljós- myndara og Óskar Andra, áhuga- ljósmyndara. Þarna má meðal ann- ars sjá mynd af Herðubreið, loftmyndir frá Mývatnssveit, frá Suðurlandi, Öræfum og af hálendi Íslands. Og norðurljósin skarta sínu fegursta og ýmislegt fleira. Sýningin mun standa til loka marsmánaðar. Ljósmyndasýning í Eden Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sýningargestur virðir fyrir sér myndir á ljósmyndasýningunni. Afmælissýning Laxakorta Hveragerði ÞAÐ var vor í lofti á dög- unum þegar Von ÞH 54 var að leggja að bryggju í Húsa- víkurhöfn. Sigurður Krist- jánsson rær einn á bátnum með nokkrar þorskanets- trossur og sagði hann aflann vera sáratregan þennan daginn. Rauðmaga átti Sigurður þó nokkra eftir róðurinn og bauð fréttaritara og fleirum að þiggja í soðið enda þykir það sjálfsagt í sjávar- plássum landsins að gauka honum að vinum og kunn- ingjum. Sigurður mun skipta yfir á grásleppunetin þegar þær veiðar hefjast 20. mars og verða þrír í áhöfn á Voninni. Grásleppusjómenn eru bjartsýnir á vertíðina hvað verð snertir og er útlit fyrir að mun fleiri bátar stundi veiðarnar frá Húsavík nú í ár en undanfarnar vertíðir. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Gunnar Hvanndal, t.v., þáði rauðmaga í soðið hjá Sigurði á Voninni. Rauðmagi gefinn í soðið á bryggjunni Húsavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.