Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 33

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 33 Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Finnbogi Pét- ursson verður með lista- mannaspjall kl. 15 á 2. hluta sýning- arinnar Kúlan. Hildur Mar- grétardóttir myndlistarkona verður í gapastokk kl. 14-16 á sýn- ingu sinni, Rythmi, sem stendur yfir í Listasafni ASÍ. Gestir geta sýnt vanþóknun sína á gjörðum listakonunnar og dæmt hana augliti til auglitis. Sýningunni lýkur 9. mars. Borgarleikhúsið Sýning á verkum tveggja listamanna verður opnuð kl. 15 fyrir framan innganginn að Nýja sviðinu. Ilmur Stefánsdóttur sýnir verk er hún hefur unnið í tengslum við leiksýninguna: Maðurinn sem hélt að konan hans væri hattur. Steingrímur Eyfjörð er með innsetn- ingu sem hann nefnir Vörpun. Gallerí Hlemmur Opnir umræðu- fundir í hugmyndasmiðju Óskar Vil- hjálmsdóttur, sem hún nefnir Eitt- hvað annað, verða í dag kl. 16 og á sunnudag, en þá lýkur sýningunni. Magnús Diðrik Baldursson heimspek- ingur kemur í heimsókn í dag og Rósa G. Erlingsdóttir stjórnmálafræð- ingur á morgun, sunnudag, kl. 16. Richard Wagner-félagið heldur að- alfund í Norræna húsinu kl. 13. Að honum loknum, kl.13.30, verður dag- skrá tileinkuð Lúðvík II konungi af Bæjaralandi. Selma Guðmunds- dóttir, formaður félagsins, heldur er- indi um Lúðvík II og Wagner og sýn- ir af myndbandi úr kvikmyndinni Ludwig II eftir ítalska kvikmynda- gerðarmanninn Luchino Visconti. Salur Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi Hópur nemenda úr Tónlistarskóla Akureyr- ar, ásamt nemendum úr Tónskóla Sigursveins, halda tónleika kl. 17. Auk eftirlætisverka úr meginstraumi klassískra tónbókmennta flytja þau m.a. verk eftir Lars Erik Larsson, Emil Mlynarski, Bernard Andres og Hjálmar H. Ragnarsson. Listasafn Borgarness Benedikt S. Lafleur opnar myndlistarsýningu kl. 15 sem ber yfirskriftina: Öld Vatns- berans – minni konunnar. Listamað- urinn sýnir myndskúlptúra sem eru tileinkaðir konunni og einnig verða glerverk til sýnis og sölu í Safnahús- inu. Listasafnið er opið virka daga kl. 13-18 og til kl. 20 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Sýningin stendur til 26. mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Finnbogi Pétursson SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri Kópa- vogs, opnar hina árlegu samkeppni og sýningu Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands, Mynd ársins 2002, í Gerðarsafni, kl. 15 í dag. Sýningin verður bæði í Austur- og Vestursal og segir sýning- arstjórinn, Jón Svavarsson, sýninguna eina þá stærstu og veglegustu sem haldin hefur verið af blaðaljósmynd- urum til þessa. Á sýningunni eru 48 fréttamyndir, 33 íþróttamyndir, 48 portretmyndir, 56 myndir í opnum flokk, en þar eru nokkrir undirflokkar og sjö myndraðir með 38 myndum alls. Á sjötta hundrað myndir voru í forvali fyrir dómnefnd, sem valdi úr 223 myndir, en 225 myndir eru á sýningunni eftir 30 ljósmyndara Morgunblaðsins, DV, Fróða og lausráð- inna ljósmyndara. Samkeppnin skiptist í fjóra aðalflokka, fréttir, íþróttir, mannamyndir og opinn flokk. Undir opna flokkinn falla landslagsmyndir, tískuljósmyndir, skoplegar myndir, myndraðir og myndir úr daglega lífinu, þjóðlegasta myndin. Að venju verða veitt verðlaun fyrir Mynd ársins 2002 og bestu myndir í hverjum flokki. Til heiðurs Ólafi K. Magnússyni Ólafur K. Magnússon – fyrstu 20 árin á Morgunblaðinu heitir sýningin á neðri hæð safnsins. Hún er kostuð af Morgunblaðinu og haldin til heiðurs þessum merka ljósmyndara sem starf- aði hjá blaðinu í hálfa öld og var fyrsti Íslendingurinn sem gerði fréttaljós- myndun að ævistarfi. Á sýningunni eru 20 myndir sem Einar Falur Ingólfsson, myndstjóri Morgunblaðsins, valdi. Sýningin stendur til og með 30. mars og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. Blaðaljósmyndarar sýna á þriðja hundrað mynda Morgunblaðið/Kristinn Unnið að uppsetningu á sýningu blaðaljósmyndara í Gerðarsafni. Sýn- ingarstjórinn, Jón Svavarsson, til vinstri, veltir myndunum fyrir sér. Mannlífið/Lesbók 14 UNGIR óperusöngvarar flytja perlur úr þekktum óperum í Sel- tjarnarneskirkju kl. 17 í dag, laug- ardag. Það eru þau Stefán Helgi Stefánsson tenór, Inga Stefáns- dóttir mezzo-sópran,Valgerður Guðnadóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzo-sópran, Alex Ashworth baríton og Gunnar Kristmannsson baríton, ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleik- ara. Á efnisskrá tónleikanna verða dúettar, tríó, kvartettar, kvintettar og sextettar úr Töfraflautunni, Brúðkaupi Fígarós, Cosi fan tutte, Il Trovatore og La traviata svo eitthvað sé talið upp. Tónleikarnir verða svo endur- teknir í Grindavíkurkirkju kl. 20 á mánudagskvöld. Morgunblaðið/Jim Smart Rósa Lind Gísladóttir, Gunnar Kristmundsson, Stefán Helgi Stefánsson, Inga Stefánsdóttir, Valgerður Guðnadóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Ungir söngvarar flytja óperuperlur FRANSKI myndlistarmaðurinn Serge Comte opnar fyrstu einka- sýningu sína á Íslandi í Nýlistasafn- inu í dag kl. 16. Sýningin er á 3. hæðinni og samanstendur af mynd- bandsverkum, ljósmyndum, perlu- verkum og ýmiss konar innsetn- ingum. Serge er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, eink- um í París þar sem hann hefur átt velgengni að fagna, segir í kynn- ingu. Hann hefur á undanförnum árum haldið fjölda einkasýninga er- lendis og tekið þátt í samsýningum. Sýningin er opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 13-17 og lýkur 6. apríl. Morgunblaðið/Kristinn Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte: Verk með blandaðri tækni. Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.