Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 41
EINKAREKSTUR hentar ekki
fyrir nýja tækni eða starfsemi á int-
ernetinu. Ekki eyða kröftum og
fjármunum í slíka nýsköpun. Fáið
bara vinnu hjá ríkinu.
Ráðuneytisstjóri fjármálaráðu-
neytis hefur eftir 10 mánaða til-
raunir fengist til að tala við for-
svarsmenn fyrirtækis sem telur
ráðuneytið brjóta á sér, ekki í eigin
persónu, heldur í gegnum Morgun-
blaðið með greininni „staðreyndir
um Starfatorgið“. Áður en stað-
reyndirnar eru krufnar til mergjar
er rétt að rifja upp örstutta kafla úr
stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og
innkaupastefnu ríkisins.
„Það sem öðru fremur einkennir
skoðanir sjálfstæðisfólks er trú á
frelsi einstaklingsins og efasemdir
um að ríkisvaldið geti leyst öll
vandamál.“
„Komi fram hugmyndir af hálfu
einkaaðila um að leysa verkefni
með hagkvæmari hætti verður við-
komandi ríkisaðili að sýna fram á
kostnað hans af verkefninu og
gaumgæfa hvort það sé örugglega
leyst með hagkvæmari hætti af
hálfu hans en einkaaðilans.“
Greinin „Nýsköpun fjármálaráð-
herra í ríkisrekstri“ vakti athygli á
að fjármálaráðuneytið væri að fara
gegn stefnu Sjálfstæðisflokks og
ríkisstjórnar með því að stofna til
ríkisrekstrar í samkeppni við starf-
andi fyrirtæki. Ráðuneytisstjórinn
svarar með fyrrnefndri grein þar
sem hann fyrir hönd ráðuneytisins
gefur þau skilaboð að ríkið fylgi
ekki stefnu sinni eða Sjálfstæðis-
flokksins og ber við að ný tækni lúti
öðrum lögmálum en gömul. Hér
koma „staðreyndir“ ráðuneytis-
stjórans ásamt athugasemdum:
„Starfatorgið er vefur sem geym-
ir laus störf hjá ráðuneytum og rík-
isstofnunum. Starfræksla þess mið-
ar að því að auðvelda þeim sem eru
í atvinnuleit, að nálgast upplýsingar
um þau störf sem eru í boði hjá rík-
inu.“ „Starfatorgið er hvorki vinnu-
miðlun né ráðningarþjónusta.“
Job.is er nákvæmlega þetta, að-
eins fullkomnari og betri þjónusta
sem tengir saman allan atvinnu-
markaðinn og einstaklinga. Job.is
er hvorki vinnumiðlun né ráðning-
arfyrirtæki heldur auglýsinga- og
upplýsingamiðill sem getur flokkað
störf hjá ríkinu sérstaklega. Aug-
lýsingar á job.is ná beint til mark-
hópsins án þess að auglýsa í prent-
miðli vegna þess að hjá job.is eru
yfir 80.000 skráningar rúmlega
12.000 einstaklinga sem fá auglýs-
ingar um áhugaverð störf sendar
beint til sín.
„Framfarir í upplýsingamiðlun
eru þannig nýttar til þess að hafa
tiltækar á einum stað upplýsingar
um laus störf hjá ríkinu.“ „Ríkis-
stofnunum er ekki skylt að birta
starfsauglýsingar á Starfatorginu.“
Það er ráðgáta hvernig getur far-
ið saman, að allar upplýsingar um
laus störf eigi að vera á Starfatorg-
inu og að ríkisstofnunum sé ekki
skylt að auglýsa þar.
„Starfræksla Starfatorgsins er
ekki atvinnustarfsemi, heldur af-
mörkuð upplýsingamiðlun um laus
störf, starfskjör og starfsumhverfi
hjá ríkinu sjálfu, en ekki hjá öðr-
um.“
Þessi skilgreining á atvinnustarf-
semi er mjög óvenjuleg. Að safna
saman auglýsingum frá sjálfstæð-
um aðilum og koma þeim á fram-
færi er auðvitað atvinnustarfsemi.
Ef starfsemin væri verðlögð í sam-
ræmi við kostnað bæri ráðuneytinu
að innheimta og greiða virðisauka-
skatt óháð því hvort ráðuneytið
beinir starfseminni að markaðinum
öllum eða að hluta.
„Þótt ríkið sé stór vinnustaður og
mannaskipti nokkur, nær fjöldi
starfa sem losna í viku hverri yf-
irleitt ekki tölunni 20.“ „Með
Starfatorginu hefur tekist að draga
stórlega úr kostnaði vegna starfs-
auglýsinga ríkisins.“
Á fjárlögum var samþykkt 15
mkr. framlag til Starfatorgsins.
Miðað við 20 ný störf á viku er aug-
lýsingakostnaður á hvert starf kr.
14.423. Verðlistaverð job.is er kr.
9.800 á hvert auglýst starf. Með
heildarsamningi getur job.is leyst
verkefnið fyrir brot af kostnaði rík-
isins.
„Ríkinu er einum aðila, lögum
samkvæmt, skylt að auglýsa laus
störf og gilda sérstakar reglur þar
um.“ „En hjá skyldunni til þess að
segja frá lausu starfi í blaðaauglýs-
ingu komast ríkisstofnanir ekki.“
Samkvæmt lögunum ber ríkinu
að auglýsa laus störf í opinberum
miðli. Fjármálaráðherra setur síð-
an reglugerð um framkvæmd lag-
anna og skilgreinir hvað er opinber
miðill. Fjármálaráðherra er í lófa
lagið að sníða reglugerðina að starf-
semi Starfatorgsins og það hefur
hann einmitt gert nýlega.
„Í nýlegri ákvörðun samkeppn-
isráðs kemur fram að ráðið telur að
starfsemi Starfatorgsins falli ekki
undir gildissvið samkeppnislaga.
Líkja megi Starfatorgi við safnvef
fyrir auglýsingar um störf hjá hinu
opinbera sem kynnu að birtast á
vefsíðum einstakra ráðuneyta og
stofnana. Starfatorg sé nýtt birt-
ingarform upplýsinga.“
Á hvaða öld lifir samkeppnisráð?
Hvað er safnvefur? Er til safnsjón-
varp eða safndagblað? Það þarf
starfsemi og sérstakan vef til að
safna auglýsingunum saman. Það
að birtingarform sé nýtt getur
varla þýtt að það falli ekki undir
samkeppnislög. Ég vona að sam-
keppnisráð og ríkið geri sér grein
fyrir að upplýsinga- og samskipta-
tækni eru orðin hluti af rekstri og
starfsemi fyrirtækja.
Eftir samtöl mín við fjölda aðila
úr atvinnulífinu og Sjálfstæðis-
flokknum er ljóst að ráðuneytis-
stjórinn á mjög fáa skoðanabræður
í þessu máli. Mönnum er það hulin
ráðgáta að hann komist upp með að
brjóta á þennan hátt grundvallarat-
riði í stefnu Sjálfstæðisflokksins og
gefa þannig slæman höggstað á
flokknum fyrir væntanlega kosn-
ingabaráttu.
Ég sem sjálfstæðismaður taldi að
flokkurinn myndi ekki ganga gegn
eigin sannfæringu. Ég skora því á
fjármálaráðherra að bjóða starf-
semi Starfatorgsins út á frjálsum
markaði þannig að einkamarkaður-
inn fái tækifæri til að sanna að hann
geti gert þetta á hagkvæmari hátt.
Skilaboð sjálfstæðis-
manna á kosningaári!
Eftir Kolbein
Pálsson
„Starfsemi
Starfatorgs-
ins verði
boðin út á
frjálsum
markaði.“
Höfundur er framkvæmdastjóri
job.is.
Jöfn sveitakeppni hjá
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélagi kvenna
Nú er lokið Aðalsveitakeppni
2003. 10 sveitir tóku þátt. Spilað var
eftir Monrad útreikningi. Úrslit
urðu eftirfarandi:
1. sv. Önnu Guðlaugar Nielsen 109
Guðlaugur Nielsen, Gísli Tryggvason,
Heimir Tryggvason
2. sv. Guðrúnar Jörgensen 109
Guðlaugur Sveinsson, Jón Stefánsson,
Magnús Sverrisson
Það voru úrslit úr innbyrðis leik á
milli sveitanna sem réðu röðinni.
3. sv. Smárinn 104
Þessum sveitum verða afhent
verðlaunin mánudaginn 3. mars.
Mánudaginn 3. mars nk. verður
spilaður eins kvölds tvímenningur.
Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor
bæði í N/S og A/V. Þátttaka er öllum
heimil.
Greifa-
tvímenningur
Nú er búið að spila eitt kvöld af
fjórum í Greifatvímenningnum. Spil-
aður er Barómeter, allir við alla,
tvær umferðir og er staðan eftir
fyrstu lotu þannig:
Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson/
Kolbrún Guðveigsdóttir 38
Árni Bjarnason - Ævar Ármannsson 38
Gissur Jónsson - Hjalti Bergmann 24
Páll Þórss. - Stefán Sveinbjörnsson 23
Björn Þorláksson - Stefán G. Stefánss. 23
Önnur lota verður spiluð næst-
komandi þriðjudag, 4. mars, stund-
víslega kl. 19.30.
Sunnudaginn 23. febrúar var spil-
aður eins kvölds tvímenningur að
venju. 10 pör tóku þátt og var staða
efstu manna þessi:
Sverrir Haraldss. – Kristján Guðj.ss. 123
Frímann Stefánss. – Ragnheiður Har. 122
Reynir Helgas. – Gissur Gissurars. 120
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Bessastaðasókn
Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í sam-
komusal íþróttahússins sunnudaginn 9. mars
2003 að lokinni æskulýðsguðþjónustu í Bessa-
staðakirkju sem hefst kl. 14.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kosning í aðal- og varasóknarnefnd.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
og varamanna þeirra.
Umræður um húsnæðismál sóknarinnar.
Boðið verður upp á kaffi og kökuhlaðborð að
hætti Álftanesskórsins.
Sóknarnefnd.
HÚSNÆÐI Í BOÐI
Íbúð til sölu
3ja herbergja íbúð á efri hæð til sölu
í hverfi 108
Upplýsingar í síma 893 5916.
HÚSNÆÐI ERLENDIS
Barcelóna — Menorca
Íbúð til leigu í Barcelóna og
á Menorca. Vetrarfrí/sumarfrí.
Uppl. gefur Helen í síma 899 5863.
TILKYNNINGAR
Förgun sorps
á Suðurnesjum
Sorpbrennslu-, móttöku- og flokkunar-
stöð í Helguvík, Reykjanesbæ og urðun
á Stafnesi, Varnarsvæðinu á Keflavíkur-
flugvelli
Mat á umhverfisáhrifum — athugun
Skipulagsstofnunar
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hefur tilkynnt
til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu
um förgun sorps á Suðurnesjum, sorp-
brennslu-, móttöku- og flokkunarstöð í Helgu-
vík, Reykjanesbæ og urðun á Stafnesi, Varnar-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla
um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur
frammi til kynningar frá 28. febrúar til 11.
apríl 2003 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrif-
stofum og bókasafni Reykjanesbæjar, í Þjóðar-
bókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Mats-
skýrslan er aðgengileg á heimasíðu Sorpeyð-
ingarstöðvar Suðurnesja sf.: www.sss.is/ss/
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
eigi síðar en 11. apríl 2003 til Skipulagsstofn-
unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást
ennfremur nánari upplýsingar um mat á um-
hverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000.
Skipulagsstofnun.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF MÍMIR 6003030211 III
Fræðslufundur
Svölur
Munið félagsfundinn í Borgar-
túni 22, 3. hæð, þriðjudaginn
4. mars kl. 20.00.
Gestur fundarins er Steinunn
Harðardóttir, þjóðfélagsfræðing-
ur og leiðsögumaður göngu-
hópa á fjarlægum slóðum.
Mætum allar og tökum með okk-
ur gesti.
Stjórnin.
www.fi.is
Dagsferð 2. mars
Fornar hafnir á Suðvestur-
landi II, Básendar - Þórshöfn -
Kirkjuvogur
Gengið frá Stafnesi að Básenda,
Þórshöfn og í gamla Kirkjuvog
undir handleiðslu heimamanns.
Ferðin tekur u.þ.b. 4 klst.
Fararstjóri er Pétur Brynjarsson
sagnfræðingur. Lagt verður af
stað frá BSÍ kl. 10.00 með við-
komu í Mörkinni 6.
Verð kr. 1.700 fyrir félagsmenn,
en kr. 1.900 fyrir aðra.
2. mars. Dagsferð, Kolviðar-
hóll — Litla kaffistofan
Gengið frá Kolviðarhóli með
Húsmúla að Draugatjörn og
síðan að Litlu kaffistofunni. Kjör-
in ferð fyrir fjölskylduna. Brott-
för kl. 10:30 frá BSÍ. Verð kr.
1.700/1.900.
2. mars. Skíðaferð á Hengils-
svæðið
Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Farar-
stjóri: Reynir Þór Sigurðsson.
Verð kr. 1.900/2.300.
3. mars. Myndakvöld
Myndakvöld verður haldið í
Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20:00.
Gunnar S. Guðmundsson sýnir
myndir úr skíðaferð um páska í
Landmannalaugar og myndir úr
hvítasunnuferð á Snæfellsjökul
2002. Verð er 700 kr. og innifalið
er glæsilegt kökuhlaðborð kaffi-
nefndarinnar.
7.—9. mars. Jeppaferð í
Strút
Farið í Strút, í nýjan skála Úti-
vistar á Mælifellssandi með
gönguskíðin á toppnum. Strút-
söldur, Veðurháls og Kaldaklof
eru lítt kannaðar og áhugaverð-
ar slóðir. Verð kr. 4.700/5.900.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12,
Bolungarvík, á eftirfarandi eignum miðvikudaginn 5. mars
kl. 15.00:
Holtastígur 11, þingl. eig. Ingibjörg Vagnsdóttir, gerðarbeiðendur
Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Bolungarvíkur.
Traðarland 8, þingl. eig. Snorri Hildimar Harðarson, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Þjóðólfsvegur 9, þingl. eig. Soffía Vagnsdóttir og Roelof Smelt,
gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
28. febrúar 2003.
Jónas Guðmundsson.
NAUÐUNGARSALA