Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 43

Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 43 GLÚMUR Baldvinsson ritar í Morgunblaðið grein hinn 21. febrúar sl. og beinir orðum sínum til fyrsta þingmanns Norðurlandskjördæmis eystra af þvílíkri fyrirlitningu að undrun vekur. Það er dálítið sárt fyrir okkur fá- vísa kjósendur norður við ysta haf að fá algera og óafturkræfa falleinkunn frá svo vel lesnum manni. Því mörg okkar bera ábyrgð á kjöri Halldórs Blöndals til Alþingis. Brátt verðum við tekin til prófs á ný og ég velti því fyrir mér hvort handhafi sannleikans, hinn hvatvísi dómari, kynni að sjá aumur á okkur og veita af viskubrunnum sínum þó ekki væri nema í stuttu tiltali. Mikilvægt væri ef þessi mikli gáfumaður sæi sér fært að heim- sækja Norðausturhornið og segja okkur fákunnandi hvernig við getum nútímavætt atvinnulífið. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnmálamanna á hverjum tíma að búa svo um hnútana að nútímavæð- ing eigi sér jafnan stað með sem mestri samfellu. Málflutningi, sem gengur út á að ætla stjórnmála- manni í stærsta landsbyggðarkjör- dæmi landsins að berjast gegn fram- förum og þar með hagsmunum umbjóðenda sinna, má auðvitað segja að þurfi ekki að andmæla. Slík- ur málflutningur dæmir sig sjálfur Ég get þó ekki orða bundist. Fyrir allnokkrum árum fór Alþýðuflokkur- inn með iðnaðar- og umhverfismál í ríkisstjórn. Málefni Kísiliðjunnar við Mývatn voru í brennidepli. Í mínum augum er Kísiliðjan lýsandi dæmi um vistvænt iðnfyrirtæki í besta falli, og þess eðlis að hver nútíma- lega þenkjandi stjórnmálamaður hlýtur að vilja standa vörð um slíkan rekstur. Hvers vegna? gæti einhver spurt. Kísiliðjan vinnur úr innlendu hráefni en selur á erlenda markaði. Hún notar til framleiðslunnar raf- magn framleitt með jarðgufu við verksmiðjuvegg og einnig jarðgufu beint til þurrkunar hráefnisins. Rekstur Kísiliðjunnar hefur að mestu gengið vel í á fjórða áratug. Veitir mikla atvinnu og skilaði eig- endum, ríki og sveitarfélögum sem og erlendum samstarfsaðilum góð- um arði. Afturhaldssemi ráðherra Alþýðuflokksins olli því hins vegar að innan tíðar verður fyrirtækið lagt niður. Í dag hillir sem sagt undir lok- un Kísiliðjunnar vegna ákvörðunar ráðherra Alþýðuflokksins. Halldór Blöndal beitti sér hins vegar manna harðast fyrir áfram- haldandi rekstri Kísiliðjunnar, sem þá eins og hún er í dag er nútíma- legri starfsemi. Hvað er nútímavæðing atvinnulífs? Í mínum huga er fátt brýnna af þeim verkefnum sem koma á borð stjórnmálamanna en nútímavæðing samgangna landsmanna. Ég held satt best að segja að á engan stjórn- málamann sé hallað þótt fullyrt sé að Halldór Blöndal hafi beitt sér af meiri einurð en flestir aðrir þing- menn fyrir lagningu vega sem svo sannarlega marka tímamót. Í því sambandi má nefna Hvalfjarðar- göngin og nýjan veg á þjóðvegi núm- er 1 sem tengir saman Norðaustur- og Austurland. Ég ætla að láta duga að nefna aðeins til sögunnar þessi tvö stórverkefni en af nægu er að taka ef út í það er farið. Það þekkjum við sem fáumst við atvinnurekstur í þessu stóra landsbyggðarkjördæmi, sem og aðrir kjósendur sem biðja þess hátt og í hljóði að okkur verði lyft af drulluvega-menningarstiginu. Er hugsanlegt að starfsmaður EFTA í Brussel hafi ekki áttað sig á þessum staðreyndum? Fáheyrður hroki meistaragráðumanns Eftir Hörð Sigurbjarnarson „Það er dá- lítið sárt fyr- ir okkur fá- vísa kjós- endur norður við ysta haf að fá algera og óafturkræfa fall- einkunn frá svo vel lesnum manni.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og býr í Mývatnssveit. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. www.nowfoods.com undirfataverslun Síðumúla 3-5, sími 553 7355 OPIÐ mán.-fös. frá frá kl. 11-18, lau. frá kl. 11-15. Glæsilegar vorlínur frá Ath. baðfötin komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.