Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 01.03.2003, Qupperneq 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 43 GLÚMUR Baldvinsson ritar í Morgunblaðið grein hinn 21. febrúar sl. og beinir orðum sínum til fyrsta þingmanns Norðurlandskjördæmis eystra af þvílíkri fyrirlitningu að undrun vekur. Það er dálítið sárt fyrir okkur fá- vísa kjósendur norður við ysta haf að fá algera og óafturkræfa falleinkunn frá svo vel lesnum manni. Því mörg okkar bera ábyrgð á kjöri Halldórs Blöndals til Alþingis. Brátt verðum við tekin til prófs á ný og ég velti því fyrir mér hvort handhafi sannleikans, hinn hvatvísi dómari, kynni að sjá aumur á okkur og veita af viskubrunnum sínum þó ekki væri nema í stuttu tiltali. Mikilvægt væri ef þessi mikli gáfumaður sæi sér fært að heim- sækja Norðausturhornið og segja okkur fákunnandi hvernig við getum nútímavætt atvinnulífið. Það hlýtur að vera keppikefli stjórnmálamanna á hverjum tíma að búa svo um hnútana að nútímavæð- ing eigi sér jafnan stað með sem mestri samfellu. Málflutningi, sem gengur út á að ætla stjórnmála- manni í stærsta landsbyggðarkjör- dæmi landsins að berjast gegn fram- förum og þar með hagsmunum umbjóðenda sinna, má auðvitað segja að þurfi ekki að andmæla. Slík- ur málflutningur dæmir sig sjálfur Ég get þó ekki orða bundist. Fyrir allnokkrum árum fór Alþýðuflokkur- inn með iðnaðar- og umhverfismál í ríkisstjórn. Málefni Kísiliðjunnar við Mývatn voru í brennidepli. Í mínum augum er Kísiliðjan lýsandi dæmi um vistvænt iðnfyrirtæki í besta falli, og þess eðlis að hver nútíma- lega þenkjandi stjórnmálamaður hlýtur að vilja standa vörð um slíkan rekstur. Hvers vegna? gæti einhver spurt. Kísiliðjan vinnur úr innlendu hráefni en selur á erlenda markaði. Hún notar til framleiðslunnar raf- magn framleitt með jarðgufu við verksmiðjuvegg og einnig jarðgufu beint til þurrkunar hráefnisins. Rekstur Kísiliðjunnar hefur að mestu gengið vel í á fjórða áratug. Veitir mikla atvinnu og skilaði eig- endum, ríki og sveitarfélögum sem og erlendum samstarfsaðilum góð- um arði. Afturhaldssemi ráðherra Alþýðuflokksins olli því hins vegar að innan tíðar verður fyrirtækið lagt niður. Í dag hillir sem sagt undir lok- un Kísiliðjunnar vegna ákvörðunar ráðherra Alþýðuflokksins. Halldór Blöndal beitti sér hins vegar manna harðast fyrir áfram- haldandi rekstri Kísiliðjunnar, sem þá eins og hún er í dag er nútíma- legri starfsemi. Hvað er nútímavæðing atvinnulífs? Í mínum huga er fátt brýnna af þeim verkefnum sem koma á borð stjórnmálamanna en nútímavæðing samgangna landsmanna. Ég held satt best að segja að á engan stjórn- málamann sé hallað þótt fullyrt sé að Halldór Blöndal hafi beitt sér af meiri einurð en flestir aðrir þing- menn fyrir lagningu vega sem svo sannarlega marka tímamót. Í því sambandi má nefna Hvalfjarðar- göngin og nýjan veg á þjóðvegi núm- er 1 sem tengir saman Norðaustur- og Austurland. Ég ætla að láta duga að nefna aðeins til sögunnar þessi tvö stórverkefni en af nægu er að taka ef út í það er farið. Það þekkjum við sem fáumst við atvinnurekstur í þessu stóra landsbyggðarkjördæmi, sem og aðrir kjósendur sem biðja þess hátt og í hljóði að okkur verði lyft af drulluvega-menningarstiginu. Er hugsanlegt að starfsmaður EFTA í Brussel hafi ekki áttað sig á þessum staðreyndum? Fáheyrður hroki meistaragráðumanns Eftir Hörð Sigurbjarnarson „Það er dá- lítið sárt fyr- ir okkur fá- vísa kjós- endur norður við ysta haf að fá algera og óafturkræfa fall- einkunn frá svo vel lesnum manni.“ Höfundur er framkvæmdastjóri og býr í Mývatnssveit. Moggabúðin Músarmotta, aðeins 450 kr. www.nowfoods.com undirfataverslun Síðumúla 3-5, sími 553 7355 OPIÐ mán.-fös. frá frá kl. 11-18, lau. frá kl. 11-15. Glæsilegar vorlínur frá Ath. baðfötin komin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.