Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 47

Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 47 ar er 3. mars kl. 20.00 í safnaðar- heimilinu. Erindið fjallar um Jó- hannes Don Bosco og safnbæn heilagrar messu: Oremus – Vér skulum biðja. Æskulýðsdagurinn í Seljakirkju SUNNUDAGINN 2. mars er dagur unga fólksins í kirkjunni. Selja- kirkja tekur virkan þátt í þeim degi og mikið verður um að vera. Dag- skrá dagsins verður sem hér segir: Kl. 11 Barnaguðsþjónusta. Sköp- un Guðs verður í hávegum höfð í svokallaðri sköpunarmessu. Við syngjum Guðs góðu sköpun lof og fjöllum um hana í máli og myndum. Kl. 14 Æskulýðsguðsþjónusta. Ungt fólk úr æskulýðsfélaginu SELA tekur virkan þátt í athöfn- inni. Unglingakór SELA mun leiða söng undir stjórn Gróu Hreins- dóttur og öll munum við taka þar vel undir. Unga fólkið sér um lestur og leiðir bænagjörð ásamt presti. Guðlaugur Eyjólfsson og Margrét Reynisdóttir flytja samtalsprédik- un og þátttakendur í starfi KFUM og K í Seljakirkju syngja og flytja helgileik. Kl. 20 Kvöldvaka. Hljómsveitin Sálarkraftur spilar auk þess sem Guðmundur Guðmundsson og fé- lagar flytja sigurlagið úr Samfés keppninni. Eldri deild barnakórs Seljakirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur og hugvekju flytur Árni Þór Jónsson. Eftir kvöldvöku verða kaffi og kökur í boði æskulýðsfélagsins SELA. Verið velkomin og tökum virkan þátt í æskulýðsdeginum. Seljakirkja. Æskulýðsdagurinn í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 2. mars er hinn árlegi Æskulýðsdagur þjóðkirkj- unnar. Dagskrá Hallgrímskirkju verður öll helguð börnum og ung- lingum. Á fræðslumorgni kl. 10.00 mun Þorsteinn Helgason dósent fjalla um ferminguna í fortíð og nútið, en þar gefst einnig tækifæri til að spyrja spurninga og ræða málin þar til messa hefst. Fjölskyldumessa hefst kl. 11.00, en þar mun Barnakór Hallgríms- kirkju syngja undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugs- dóttur. Kirkjutrúður mætir á svæðið. Börn úr barnastarfi kirkj- unnar aðstoða með upplestri o.fl. undir stjórn Magneu Sverrisdóttur. Sr. Sigurður Pálsson hefur hug- vekju og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Organisti verður Hörður Áskelsson. Eftir messu verður opnuð sýning á verkum Þorbjargar Þórðardóttur í forkirkjunni. Um kvöldið verður Kvöldvaka sem hefst kl. 20.00. Fermingarbörn vorsins sýna helgileik. Jón úr hljómsveitinni „Í svörtum fötum“ syngur. Danshópurinn Eldmóður, sig- urvegarar úr Free Style keppni Tónabæjar dansa. Nemendur úr Listdansskólanum sýna dans. Ung- lingakór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Dansatriði úr Kramhúsinu. Þá verður einnig hljóðfæraleikur, almennur söngur, hugvekja og bænastund. Hildur Heimisdóttir leikur á selló. Við- stöddum gefst kostur á að tendra bænakerti. Eftir kvöldvökuna verð- ur boðið upp á svaladrykk í safn- aðarsalnum. Fjölskylduguðsþjón- usta og harmonikku- ball í Laugarnesi Á ÆSKULÝÐSDEGI kirkjunnar er orðin hefð fyrir tvennu góðu í Laugarnessöfnuði. Fyrst er guðsþjónusta kl. 11:00 um morguninn, þar sem ungir og aldnir koma saman til að rifja upp hvað lífið er dásamlegt. Þar verður flutt samtalsprédikun eldri borgara og unglings, forspilið verður í hönd- um fermingardrengs, börn úr TTT- starfinu flytja frumsamdar bænir og brúðubörnin Sólveig og Karl spjalla og spekúlera við yngsta fólk- ið. Gunnar Gunnarsson leikur á flygilinn og kór kirkjunnar leiðir hressilega sunnudagaskólasöngva. Um kvöldið kl. 18:30 er svo hið ár- lega harmonikkuball þar sem sam- an koma fjölskyldur ferming- arbarna, eldri borgarar og fatlaðir. Ballið er haldið í þjónustumiðstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12 (Dagvist- arsalnum) Þar leikur Reynir Jón- asson á Harmonikku en hjónin Ragnar Jónasson og Eva Örnólfs- dóttir leiða dansinn. Auk þess munu nokkur fermingarbörn koma fram með skemmtiatriði. Bjarni Karlsson sóknarprestur stýrir samkomunni ásamt Sigurvini Jónssyni ferming- arfræðara, þjónustuhópi kirkjunnar og fjölda sjálfboðaliða úr hópi ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Æskulýðsdagurinn í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Af því tilefni verð- ur mikið um að vera í Hafnarfjarð- arkirkju. Dagurinn hefst með fjölskyldu- guðsþjónustu kl.11.00 . Þar leikur hljómsveit leiðtoga í sunnudaga- skólastarfinu að venju. Báðir krakkahóparnir koma saman, en rúta fer frá Hvaleyrarskóla kl.10.50 og heim aftur eftir stund- ina. Auk þess ekur kirkjurútan. Í fjölskylduguðsþjónustunni syngur barnakórinn undir stjórn Helgu Loftsdóttur en prestur er sr. Þór- hildur Ólafs. Eftir guðsþjónustuna er öllum boðið upp á nammi í safn- aðarheimilinu. Um kvöldið heldur hátíð dagsins áfram en þá verður haldin popp- messa í umsjón ÆSKÓ-Æskulýðs- félags Hafnarfjarðarkirkju. Krakk- arnir í æskulýðsfélaginu annast alla messuna, en hljómsveit leiðtoga leikur undir söng. Eftir poppmess- una bjóða fermingarbörn öllum kirkjugestum til veislu í safn- aðarheimilinu. Þessi veisla hefur ætíð verið ákaflega vegleg og glæsileg og verður hún það efalaust aftur núna. Fjölmennum í kirkjuna og tökum þátt í hátið æskulðýðs- dagsins með börnunum og ungling- unum okkar. Hljómsveitin Heroglymur í Bústaðakirkju Á ÆSKULÝÐSDEGI þjóðkirkj- unnar nk. sunnudag mun hljóm- sveitin Heroglymur, sem er skipuð nemendum úr Réttarholtsskóla, leika í í messu kl. 14:00. Ræðumaður verður Birgir Ás- geirsson, nemandi í Verzlunarskóla Íslands og fyrrverandi formaður nemendafélags Réttarholtsskóla. Kammer- og stúlknakórar kirkj- unnar syngja undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Organisti verður Guðmundur Sigurðsson, sem leikur á orgelið, tónlist í anda dagsins. Yfirskrift æskulýðsdagsins er; Lífið er okkar mál. Þetta er yf- irskrift frá Landsmóti æskulýðs- félaganna, sem bar heitið; Ekkert mál. Þar kom í ljós að lífið er meira mál og sannarlega okkar mál. Ungmenni munu aðstoða í mess- unni með lestri bæna og ritning- arlestra. Foreldrar eru sérstaklega hvatt- ir til þess að fylgja unglingunum til messu þennan dag og taka þátt í messuflutningi, sem nú er sniðinn sérstaklega eftir þeirra óskum. Lífið er mál okkar allra en ekki einhverra annarra. Komum saman ung sem eldri og þökkum lífið og gjafir þess. Pálmi Matthíasson. Kópavogskirkja – nýr sálmur SKÓLAKÓR Kársness frumflytur, undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur, nýjan sálm í fjölskylduguðs- þjónustu kl. 11 á æskulýðsdegi. Höfundur lagsins er Þuríður Jóns- dóttir og ljóðs Hjörtur Pálsson. Þetta er þriðji nýi sálmurinn sem frumfluttur er í kirkjunni á skömm- um tíma en sálmarnir og lögin voru samin í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá vígslu Kópavogskirkju. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Morgunblaðið/Jim SmartSeljakirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.