Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 52
MINNINGAR
52 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku vinur. Okkur
finnst skrítið að vera
sestir fyrir framan
tölvuna að skrifa
minningargrein um
þig. Þú sem varst allt-
af svo lífsglaður, hress og fjörugur.
Við áttum vel saman og gátum
spjallað um allt milli himins og
jarðar. Þú varst einstakur dreng-
ur, jarðbundinn og tryggur. Þú
munt skilja eftir þig stórt skarð í
hjarta okkar. Þegar við lygnum
aftur augunum og rifjum upp sam-
verustundirnar með þér, stekkur
okkur jafnan bros á vör. Eins og
þegar þú sagðir svo oft: „Yndi,
yndi lakkrísbindi,“ eða þegar þú
baðst um mjólk og sykur. Þú varst
hvers manns hugljúfi og gleðigjafi
hvar sem þú komst. Þegar við fé-
lagarnir skemmtum okkur saman
varstu jafnan hrókur alls fagnaðar
og grillmeistarinn eins og við köll-
uðum þig. Þú sast ósjaldan á spjalli
við foreldra okkar vinanna og oft
var erfitt að slíta þau frá þér. Þú
settir markið hátt og varst alltaf
duglegur, hvort sem var í vinnu
eða leik. Með dugnaði þínum
varstu okkur fyrirmynd sem við
munum stoltir reyna að lifa eftir.
Minningarnar eru ómetanlegar og
munu alltaf ylja okkur um hjarta-
rætur. Við stóðum þétt saman og
þökkum fyrir að hafa fengið að
vera partur af þínu lífi. Þín verður
sárt saknað. Við sendum fjölskyldu
Davíðs okkar dýpstu samúðar-
kveðjur og biðjum Guð að styrkja
þau í sorginni. Minningin um þig
mun lifa í hjarta okkar að eilífu.
Egill Fannar Kristjánsson,
Helgi Einar Karlsson,
Rólant Dahl Christiansen,
Arnar Benjamín Ingólfsson.
Ég kynntist Dabba í haust þegar
við vorum settir saman í herbergi
á Bifröst. Ég man þegar fólk
spurði mig: „Finnst þér ekki
DAVÍÐ FANNAR
MAGNÚSSON
✝ Davíð FannarMagnússon
fæddist í Reykjavík
27. maí 1980. Hann
lést á Bifröst í Borg-
arfirði 21. febrúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Grafarvogskirkju
28. febrúar.
óþægilegt að vera með
öðrum í herbergi sem
þú þekkir ekki neitt?“
Ég var fljótur að
svara að svo væri
ekki, þar sem við
hefðum náð strax
mjög vel saman. Við
töluðum lítið um lífið
og tilveruna, en okkur
tókst að hlæja og fífl-
ast saman og njóta
þeirra stunda sem við
áttum í herberginu
okkar í Ásgarði.
Dabbi var jákvæður,
traustur og upplífg-
andi enda þekktur undir nafninu
Dabbi klettur í litla sveitalífinu á
Bifröst. Dabbi var ekki bara
traustur, hann var með svo smit-
andi hlátur að hann gat komið öll-
um í gott skap í kringum sig. Ég
hélt að ég myndi aldrei segja það,
en ég sakna hrotanna á nóttunni
þar sem ég er núna einn í her-
bergi. Ég trúi því að þú hafir það
gott þar sem þú ert núna, Dabbi
minn. Það eru forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér.
Ég bið Guð að styrkja foreldra
Davíðs, systur og hans nánustu.
Takk fyrir allan stuðninginn.
Ingimundur.
Við kvöddumst með bros á vör
og glaðir í bragði eftir yndislega
kvöldstund á þorrablóti hjá pabba
þínum í byrjun þorra. Ekki renndi
mig grun í að þetta yrði í síðasta
sinn sem við sæjumst hérna megin
tilverunnar. Ég mun alla ævi muna
samræður okkar þetta kvöld.
Brandara sem hlegið var að, frá-
sagnir um námið á Bifröst og
bjarta framtíðarsýn. Þú lékst á als
oddi eins og vanalega, við hlógum
og skemmtum okkur konunglega.
Allar minningar mínar um sam-
verustundir okkar eru á þennan
veg. Gleði, hamingja, kátína,
skemmtun, dýrðlegar samveru-
stundir. Hvort sem tilefni funda
okkar voru ættarmót, fjölskyldu-
veislur eða við hittumst á förnum
vegi, – ætíð var gaman að vera í
návist þinni. Því kvelur það mig
óskaplega að við munum ekki hitt-
ast aftur fyrr en í næsta heimi.
En ég veit að þú ert á góðum
stað, elsku frændi. Í himnaríki, að
stunda þína eftirlætis iðju. Að
renna fyrir laxi í kyrru, mildu
veðri, við lygnan hyl á góðum stað,
þar sem bestu laxarnir halda sig.
Og þeir bíta á hjá þér í hrönnum,
frændi. Stórir og þrautseigir.
Guð blessi þig og geymi, Davíð
minn. Guð styrki fjölskyldu þína og
vini. Við sjáumst síðar. Adieu.
„Blóm eru ódauðleg, sagði hann
og hló. Þú klippir þau í haust og
þau vaxa aftur í vor, – einhvers
staðar.“ (Halldór Laxness.)
Sigurjón Sveinsson.
Elsku Davíð minn. Það er svo
óraunverulegt að þú sért farinn frá
okkur, þú sem varst alltaf svo
hress og kátur en eftir á að hyggja
þá hefur þú sett þá grímu á þig til
að láta okkur hinum líða vel. Þann-
ig varst þú, alltaf að passa að öll-
um liði vel.
Nú er ég glöð yfir öllum minn-
ingunum sem ég á um þig og þeim
tíma sem við áttum saman. Kynni
okkar hófust þegar þið Erik Brynj-
ar bróðir minn urðuð vinir þegar
við fluttum í Kleifarásinn og upp
úr vinskap ykkar myndaðist vin-
skapur á milli fjölskyldna okkar
sem er enn til staðar í dag. Það var
ætíð mikill samgangur á milli og
ykkar heimili varð okkar og öfugt.
Dýrmætasti tíminn sem við átt-
um öll saman var þegar við fórum
fjölskyldan út í heimsókn til ykkar
í Harrisburg. Þið tókuð öll svo vel
á móti okkur og við áttum góðan
tíma saman.
Eftir að þið komuð heim til Ís-
lands og fluttuð aftur í Kleifarás-
inn minnkaði sambandið á milli
ykkar Eriks Brynjars eins og
gengur og gerist hjá unglingum en
þá tókum við Maríanna systir þín
við af ykkur og urðum óaðskilj-
anlegar og erum enn vinkonur í
dag.
Þú gerðir nú ekkert lítið grín að
okkur vinkonum þegar við vorum
að reyna að spila hafnabolta tvær í
garðinum hjá ykkur. Þú stóðst í
glugganum og hlóst að okkur, al-
veg þangað til þú fékkst nóg og
ákvaðst að kenna okkur þetta í eitt
skipti fyrir öll. Mér varð óneit-
anlega hugsað til þín í sumar þeg-
ar ég fór í fyrsta skiptið á alvöru
hafnaboltaleik úti í Bandaríkjun-
um. Ég sagði stelpunum að þetta
kynni ég nú alveg, hannDaddi vin-
ur minn hefði kennt mér þetta
þegar ég var 12 ára.
Ég er ekki mjög trúuð mann-
eskja, Davíð minn, en ég trúi að þú
sért kominn núna á betri stað þar
sem þér líður betur og að afarnir
þínir hafi tekið vel á móti þér og
hugsi um þig fyrir okkur.
Elsku Sigrún, Magnús, Marí-
anna, Aldís og Aníta Björk, ég
votta ykkur samúð mína á þessum
erfiðu tímum og ég vona að trú
ykkar veiti ykkur styrk til að kom-
ast í gegnum þennan mikla missi.
Þín vinkona
Erna Dís Sch. Eriksdóttir.
Mig langar að minnast Davíðs
vinar míns sem er látinn langt fyr-
ir aldur fram.
Ég kynntist Davíð í haust þegar
við hófum bæði nám í Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst. Ég var svo
heppin að fá að deila með þér íbúð
ásamt þremur öðrum. Fljótt mynd-
uðust sterk tengsl milli okkar sam-
býlinganna og áttum við margar
góðar stundir saman. Þú gerðir allt
sem í þínu valdi stóð til að hafa
heimilisaðstöðuna okkar sem
besta. Eftir einungis viku dvöl
varstu búinn að redda þeim hlutum
sem vantaði upp á íbúðina þannig
að við gætum haft það notalegt í
sameiginlegu aðstöðunni okkar.
Mér leið alltaf vel í návist þinni og
minnist ég sérstaklega þess þegar
við spjölluðum saman. Þá vildir þú
hafa umhverfið sem notalegast,
slökktir ljósin og kveiktir á fullt af
kertum og svo gátum við talað um
allt milli himins og jarðar. Áhuga-
sviðin þín voru mörg og því voru
umræðuefnin oft mjög fjölbreytileg
og skemmtileg. Þú varst mikill
karakter, hjálpsamur við alla og
vildir allt fyrir mann gera. Fólk
laðaðist að þér og þú eignaðist
stóran og góðan vinahóp hér á Bif-
röst. Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst þér og fengið að vera part-
ur af lífi þínu þó að það hafi verið í
allt of stuttan tíma.
Það verður erfitt að halda áfram
án þín en minning um yndislegan
dreng mun lifa með mér um
ókomna framtíð.
Ég vil senda foreldrum þínum,
systrum og öðrum aðstandendum
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi guð styrkja þau í þessari
miklu sorg.
Ég veit að þér líður vel þar sem
þú ert nú og kveð ég þig að sinni,
elsku Davíð minn.
Ragnheiður Kristinsdóttir.
✝ Gísli Júlíus Stef-ánsson fæddist
31. júlí 1915 í Brók
(nú Hvítanesi) í
Vestur-Landeyjum.
Hann lést á Grund í
Reykjavík miðviku-
daginn 19. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar Gísla voru
Stefán Jónsson,
bóndi og smiður í
Ystakoti í Vestur-
Landeyjum, f. 1. okt.
1875, d. 14. maí
1923, og kona hans
Sigurbjörg Gísla-
dóttir, f. 16. mars 1887, d. 4. júní
1973. Systur Gísla voru Margrét
húsfreyja í Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum, f. 17. jan.
1918, d. 1. jan. 1992, gift Guð-
mundi Péturssyni og Marta bú-
stýra í Ystakoti, f. 9. mars 1921,
d. 6. febr. 1993. Nánustu ætt-
ingjar Gísla eru afkomendur
Margrétar systur hans.
Gísli átti heima í Ystakoti frá
1916. Hann vann allt sem hann
mátti búi móður sinnar í ára-
tugi. Ungur maður
fór hann á vertíð í
Vestmannaeyjum.
Einnig var hann á
stríðsárunum í
Bretavinnunni í
Reykjavík m.a. við
gerð Reykjavíkur-
flugvallar. Frá 1973
bjuggu hann og
Marta systir hans
félagsbúi í Ystakoti
meðan heilsa henn-
ar leyfði. Gísli átti
heimili í Ystakoti
eins lengi og hann
gat – allt til þess að
hann fór sjúklingur á aðvent-
unni 1998 til lækninga á Sjúkra-
hús Suðurlands á Selfossi en síð-
an til dvalar á elliheimili, fyrst
fáar vikur á Sólvöllum á Eyr-
arbakka og síðan nokkra mánuði
á Ási í Hveragerði en loks á
Grund í Reykjavík. Gísli var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Gísla verður gerð frá
Akureyjarkirkju í Vestur-Land-
eyjum í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Að kvöldi miðvikudagsins í síð-
ustu viku lést frændi minn, Gísli
Júlíus Stefánsson lengi bóndi í
Ystakoti en síðast vistmaður á
Grund í Reykjavík. Nú á kveðju-
stund langar mig að minnast hans
nokkrum orðum og jafnframt
heimilisins í Ystakoti sem var ein-
stakt í öllu tilliti.
Ég var svo lánsamur að koma í
heimsókn með foreldrum mínum
að Ystakoti og dvelja þar í viku
nánast á hverju sumri frá barn-
æsku og síðan að vera þar sum-
arstrákur frá 1960 til 1963. Á þeim
árum bjó Sigurbjörg í Ystakoti
með þeim Gísla og Mörtu. Einnig
var þar í heimili föðursystir Gísla,
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir lausa-
kona (1878-1967). Ystakot er lítil
jörð, grasgefin og sléttlend – ein
af Kotabæjunum svonefndu næst
sjávarsíðunni. Hlunnindi eru reki.
Rafmagn frá Rafmagnsveitum rík-
isins kom á flesta bæi í Vestur-
Landeyjum sumarið 1957.
Húsakynnin voru þá lítil á nú-
tímamælikvarða, aðeins baðstofa,
eldhús og bæjargöngin en hins
vegar var hjartarúmið margfalt
meira – enda alltaf mikill gesta-
gangur. Hreinlæti var í fyrirrúmi
og vel var gert í mat og öllu atlæti
við alla. Tveir sumarstrákar voru
yfirleitt en það kom fyrir að þeir
væru þrír. Sumarstrákarnir í Ysta-
koti tóku flestir miklu ástfóstri við
heimilisfólkið og segir það sína
sögu. Oft var mikið unnið virka
daga en frí tekið á sunnudögum.
Gísli stjórnaði allri vinnu úti en
Sigurbjörg hafði nú samt alltaf
síðasta orðið ef leitað var eftir
hennar ráðum við búskapinn sem
byggðist á hefðbundnum búsmala.
Góðar mjólkurkýr voru lengi í
Ystakoti, flestar afkomendur Síðu
frá Litlu-Hildisey. Konurnar í
Ystakoti kunnu sannarlega að
hirða vel kýrnar og ná hámarks-
afurðum. Fjárhúsin voru og eru
enn í svokölluðum Kuðungi norð-
austur af bæjarhúsunum. Merarn-
ar voru hins vegar fram á Bökk-
unum fyrir ofan Gljána sem er
milli fjöru og lands. Síðasti drátt-
arhesturinn, Brúnn gamli, var
felldur haustið 1960 en venjulega
voru til einn eða tveir reiðhestar
sem voru hafðir til taks á beit
norður í mýri. Við búskaparlok
Gísla í Ystakoti var óræktað land
aðeins áðurnefndir Bakkar, allt
annað land jarðarinnar eru slétt,
vel ræktuð tún. Gísli og Marta
byggðu myndarlegt íbúðarhús úr
steinsteypu sem þau fluttu í sum-
arið 1979.
Gísli var í meðallagi hár og
nokkuð þrekinn og miklu sterkari
en allur þorri manna. Vínmaður
var hann enginn en töluverður nef-
tóbaksmaður. Hann hafði mikið
dálæti á hefðbundnum íslenskum
mat, annars vegar söltu, reyktu
og/eða feitu kjöti og hins vegar á
öllum mjólkurmat, sérstaklega
skyri og rjóma. Búhugur var í hon-
um langt fram á elliár. Hann var
vel greindur, fróðleiksfús og minn-
ugur og fylgdist vel með öllu í
fréttum í blöðum, útvarpi og sjón-
varpi. Lengi las hann allt sem
hann komst yfir um landbúnað. Öll
vinna lék í höndunum á honum og
smiður var hann bæði á tré og
járn. Átakalaust var fyrir hann að
skipta sumarið 1955 úr dráttar-
hestunum og hestavélunum yfir í
dráttarvélar og allar nútíma land-
búnaðarvélar – enda meira sinn-
aður fyrir tæki og tækni en drátt-
arhesta. Öðru máli gegndi með
reiðhesta. Gísli mundi til síðasta
dags að Lýsingur hans bar af þeim
öllum.
Sem ungur maður reri hann úr
Kotafjöru á árabáti sem Þorgeir
Tómasson (1897-1971) bóndi á Arn-
arhóli var formaður á. Þorgeir á
Arnarhóli reri síðast úr Kotafjöru
um eða rétt fyrir 1950 en líklega
var Gísli ekki með í þeim róðri.
Einnig fór Gísli eins og margir
Sunnlendingar á vertíð til Vest-
mannaeyja til þess að vinna í fisk-
aðgerðinni – á þeim árum var allur
fiskur flattur og saltaður.
Í Vestmannaeyjum veiktist Gísli
illa af mislingum. Afleiðingar misl-
inganna fylgdu Gísla það sem hann
átti eftir ólifað og heftu hann alltaf
félagslega fyrir utan það að hann
var að eðli nokkuð þverlyndur.
Gísli var einn síðustu árin í Ysta-
koti. Einsemdin var honum kvöl en
það bjargaði miklu að stutt er á
milli bæja í Vestur-Landeyjum og
hann átti góða nágranna í Miðkoti
og Skipagerði sem litu til með hon-
um. Einnig voru Hrefna og Jón
sem þá bjuggu í Sigluvík dugleg að
liðsinna honum. Hér er þessu góða
fólki sérstaklega þakkað.
Gísla leið hins vegar ákaflega vel
á Grund enda kunni hann svo
sannarlega að meta matinn sem
þar er á boðstólum og gott viðmót
starfsfólksins. Að vísu var hugur-
inn alltaf við búskapinn fyrir aust-
an. Eitt sinn þegar við frændurnir
heimsóttum Gísla á Grund spurði
ég hann um gömlu dagana. Sér-
staklega langaði mig að vita hvaða
rekamark tilheyrði Ystakoti. Þessu
svaraði hann hiklaust: „Það er
fuglsfótur.“ Sumarið 1999 gengum
við frændur og vinir Gísla í það að
rífa niður úr sér gengin útihús og
koma ónýtum landbúnaðarvélum í
brotajárn. Mörg gömul verkfæri og
áhöld í góðu ásigkomulagi voru
hins vegar til í Ystakoti og eru þau
núna á Þjóðminjasafninu í Reykja-
vík og á Byggðasafninu í Skógum.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Gísla fyrir góð kynni gegnum árin.
Guð blessi minningu Gísla Stef-
ánssonar í Ystakoti.
Þorgils Jónasson.
GÍSLI JÚLÍUS
STEFÁNSSON
Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, systur,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR MARGRÉTAR EINARSDÓTTUR,
Akurgerði 24,
Reykjavík.
Þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Skjóls
4. h. í Reykjavík fyrir frábæra umönnun, hjúkrun og elsku í hennar garð.
Þorgeir H. Jónsson,
Borghildur Þorgeirsdóttir, Arnar S. Andersen,
Jón H. Þorgeirsson, Jana Hansen Þorgeirsson,
Vilhjálmur Þorgeirsson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir,
Þorgeir Þorgeirsson, Valdís Sveinsdóttir,
Ólafur Þorgeirsson, R. Linda Eyjólfsdóttir,
systkini, barnabörn
og barnabarnabörn.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningargreina