Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 54
FRÉTTIR
54 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VUR
V I
ÐS
K IP
TAÞJÓNUSTA
U
TA
N
R Í K I S R Á Ð U N
E Y
T I
S
I N
S
í verki með íslenskri útrás
www.vur.is
Alpan í nýrri
markaðssókn
erlendis
„Útflutningur á pottum og pönnum til
um 30 landa hefur staðið fyrir 99% af
tekjum Alpans hf. í nær 30 ár. Í mark-
vissri sókn okkar inn á nýja markaði
og við endurskoðun á nokkrum stórum
markaðssvæðum leituðum við í smiðju
hjá VUR og Útflutningsráði. Í fyrstu
virtust báðir aðilar bjóða sömu
þjónustu, en reynslan leiddi í ljós að
hvor um sig var að skila okkur því sem
hann kunni best.
Með aðstoð Útflutningsráðs hefur
Alpan tekið þátt í viðskiptasendi-
nefndum inn á ný markaðssvæði
erlendis sem gefist hafa vel.
Viðskiptafulltrúar VUR í sendiráðum
erlendis hafa hins vegar skilað okkur
dýpri þekkingu á því hvernig einstakir
markaðir virka og skapað aðgengi að
aðilum sem okkur hefði annars reynst
örðugt að ná til. Í sameiningu vinna
VUR og ÚÍ þýðingarmikið starf
fyrir okkur.“
Guðmundur Ö. Óskarsson,
framkv.stjóri Alpan
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
V
U
R
6
0
4
-0
3
PETER Leko (2.736) náði for-
ystunni á ofurskákmótinu í Lin-
ares í fimmtu umferð með sigri á
Francisco Vallejo Pons (2.625).
Leko er með 3 vinninga eftir 4
skákir. Kramnik sat yfir, en Kasp-
arov (2.847) sigraði hinn unga
FIDE-heimsmeistara Ponomariov
(2.734) og skildi hann þar með eftir
á botninum. Með sigrinum mjakaði
Kasparov sér hins vegar upp eftir
töflunni og er nú í fimmta sæti með
2 vinninga eftir fjórar skákir. Úr-
slit 5. umferðar:
Radjabov - Anand ½-½
Leko - Vallejo Pons 1-0
Kasparov - Ponomariov 1-0
Staðan á mótinu er þessi þegar
það er tæplega hálfnað:
1. Leko 3 v. af 4
2.-3. Kramnik og Anand 2½ af 4
4. Radjabov 2½ v. af 5
5. Kasparov 2 v. af 4
6. Vallejo Pons 1½ v. af 4
7. Ponomariov 1 v. af 5
Tefld verður tvöföld umferð, eða
alls 14 umferðir. Mótinu lýkur 9.
mars.
Sparisjóðurinnn sigraði
í firmakeppni TK
Firmakeppni Taflfélags Kópa-
vogs 2003 er nýlokið. Alls tók 61
fyrirtæki þátt í mótinu að þessu
sinni. Eftir spennandi keppni bar
Sparisjóður Kópavogs sigur úr
býtum, en fyrir hann tefldi alþjóð-
legi meistarinn Stefán Kristjáns-
son sem hlaut 16 vinninga af 17.
Sparisjóðurinn hefur lengi stutt
við skák- og íþróttalífið í Kópavogi
og þetta er í annað sinn sem spari-
sjóðurinn sigrar í keppninni. Í öðru
sæti eftir stigaútreikning varð
Toyota en fyrir þá tefldi Magnús
Örn Úlfarsson. Hann hlaut 15½
vinning. Í þriðja sæti varð Íslands-
banki í Kópavogi og tefldi Arnar
Gunnarsson fyrir þeirra hönd og
fékk hann einnig 15½ vinning.
Fyrstu tíu sætin hrepptu:
1. Sparisjóður Kópavogs (Stefán
Kristjánsson) 16 v.
2. Toyota (Magnús Örn Úlfars-
son) 15½ v. (118,75 stig)
3. Íslandsbanki, Kópavogi (Arnar
Erwin Gunnarsson) 15½ v.
(117,25 stig)
4 Hitaveita Suðurnesja (Davíð
Kjartansson) 14 v.
5. Kópavogsbær (Bragi Þorfinns-
son) 11½ v.
6.-7. MP Verðbréf (Ingvar Þór
Jóhannesson), Sjónvarpsmið-
stöðin (Hlíðar Þór Hreinsson)
11 v.
8. Búnaðarbankinn, Kópavogi
(Tómas Björnsson) 10½ v.
9. Goldfinger (Haraldur Baldurs-
son) 9½ v.
10. Kópavogsblóm (Magnús Sigur-
jónsson) 8 v.
Atkvöld hjá Helli
á mánudag
Taflfélagið Hellir heldur atkvöld
mánudaginn 3. mars og hefst mótið
kl. 20. Fyrst verða tefldar 3 hrað-
skákir þar sem hvor keppandi hef-
ur 5 mínútur til að ljúka skákinni
og síðan 3 atskákir, með tuttugu
mínútna umhugsun. Meistaramót
Hellis hefst 10. mars, þannig að at-
kvöldið er tilvalin upphitun fyrir
það.
Sigurvegarinn fær verðlaun,
mat fyrir tvo frá Dominos. Þá verð-
ur annar keppandi dreginn út af
handahófi, sem einnig fær máltíð
fyrir tvo hjá Dominos. Þar eiga all-
ir jafna möguleika, án tillits til ár-
angurs á mótinu.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé-
lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og
yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300
fyrir 15 ára og yngri). Allir vel-
komnir.
SKÁK
Spánn
LINARES-SKÁKMÓTIÐ
22. feb. – 9. mars 2003
Leko efstur en Kasparov
sigraði Ponomariov
AP
Daði Örn Jónsson
dadi@vks.is
Í TILEFNI opnunar Vöruhótelsins
við Sundahöfn í Reykjavík er lands-
mönnum boðið til opnunarhátíðar
fyrir alla fjölskylduna, sunnudaginn
2. mars kl. 13–17. Vöruhótelið er hið
stærsta á Íslandi, en fimm og hálf
Laugardalshöll gætu rúmast í hót-
elinu.
Kynnar hátíðarinnar verða leik-
konurnar Halldóra Geirharðsdóttir
og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Meðal
skemmtiatriða eru: brot úr HONK –
ljóta andarunganum, gamansöngleik
Borgarleikhússins, Jóhanna Guðrún
syngur, Eldmóður, nýbakaðir sigur-
vegarar Freestyle 2003, dansa sig-
urdansinn, sigurvegarar úr Söngva-
keppni Samfés 2003, Guðmundur
Óskar Guðmundsson og Hjörtur
Ingvi Jóhannsson taka sigurlagið og
Íslands- og Norðurlandameistarar í
suður-amerískum og standard-döns-
um, Jónatan Arnar Örlygsson og
Hólmfríður Björnsdóttir sýna suður-
ameríska sveiflu. Birgitta Haukdal
syngur og Stuðmenn skemmta gest-
um.
KSÍ verður með fótboltaþrautir
og Kvennalandsliðið mun árita
plaggöt. Léttar veitingar, getraun
og ýmsar aðrar uppákomur verða í
nýja húsinu að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Vöruhótelið
býður til opn-
unarhátíðar STJÓRN Félags framhaldsskóla-
kennara hefur sent frá sér ályktun
„vegna vanefnda ríkisins á samningi
við Hallgrím Hróðmarsson, fram-
haldsskólakennara,“ eins og segir í
ályktuninni. Þar segir m.a:
„Framganga fjármálaráðuneytis
og menntamálaráðuneytis gagnvart
Hallgrími Hróðmarssyni er fyrir
neðan allar hellur. Þannig gerði fjár-
málaráðuneytið strax ráðstafanir til
að fella Hallgrím út af launaskrá en
sendi á sama tíma samninginn til
skoðunar í menntamálaráðuneyti
sem fyrir sitt leyti tók það til bragðs
að senda hann ríkislögmanni til
skoðunar varðandi það hvort hann
væri skuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Enginn þeirra ráðuneytisstarfs-
manna er um málið véluðu sá ástæðu
til þess að gera Hallgrími viðvart um
þessa málsmeðferð og því gafst hon-
um ekkert færi á að rifta samningn-
um sjálfur og afstýra þannig þeirri
ólánlegu stöðu sem upp er komin í
málinu.
Stjórn Félags framhaldsskóla-
kennara telur að yfirvöld fjármála og
menntamála hafi gróflega misbeitt
valdi sínu gagnvart Hallgrími og að
málið í heild hafi valdið honum miklu
persónulegu tjóni sem líklega verður
aldrei að fullu bætt. Stjórnin álítur
einnig að fyrrverandi skólameistari
Menntaskólans á Laugarvatni og
skólanefnd hafi beðið álitshnekki af
málinu og að þessir menn hafi með
framgöngu yfirboðaranna í áður-
nefndum ráðuneytum verið gerðir
ómerkir orða sinna og gerða í mál-
inu.
Stjórn Félags framhaldsskóla-
kennara skorar á fjármálaráðherra
og menntamálaráðherra að leiða
málið til lykta með þeim hætti að öll-
um sé sómi að og hlutur Hallgríms
verði réttur.“
Saka ríkið um
vanefndir
Herferdin.tk
Rangt var farið með nafn á heima-
síðu Herferðar gegn heimilis- og
kynferðisofbeldi í viðtali við tvo af
forsprökkum samtakanna í Daglegu
lífi í gær. Rétt er herferdin.tk. Morg-
unblaðið biðst velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
KVENFÉLAGIÐ Heimaey er 50
ára um þessar mundir.
Félagið var stofnað 9. apríl 1953 af
brottfluttum Eyjakonum og á stofn-
fundinn, sem haldinn var í VR-hús-
inu í Reykjavík, mættu 38 konur. Fé-
lagið hefur starfað óslitið síðan og
reynt eftir mætti að styrkja sjúka og
aldraða Vestmanneyinga.
Í tilefni af afmælinu ætlar félagið
að efna til afmælishátíðar 14. mars
nk. í sal Akóges í Sóltúni 3, Reykja-
vík.
Kvenfélagið
Heimaey 50 ára
VINNUMIÐLUN skólafólks (VMS)
verður opnuð mánudaginn 3. mars
kl. 13. Þeir sem eru fæddir 1986 eða
fyrr, hafa sótt skóla á árinu og eru
með lögheimili í Reykjavík geta sótt
um hjá Vinnumiðlun skólafólks. Í
boði eru sumarstörf hjá stofnunum
Reykjavíkurborgar og eru störfin
fjölbreytt.
Einungis er hægt að sækja um á
netinu á heimasíðu Hins hússins
www.hitthusid.is/vinnumidlun. Ef
umsækjendur hafa ekki aðgang að
netinu geta þeir komið í vinnumiðl-
unina en þar eru tölvur með netað-
gangi. Starfsfólk vinnumiðlunar að-
stoða þá umsækjendur sem ekki eru
netvanir.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl en
umsóknarfrestur um störf hjá Jafn-
ingjafræðslu og Götuleikhúsi Hins
hússins er til 31. mars nk.
Vinnumiðlunin er á 1. hæð Hins
hússins, Pósthússtræti 3-5 (við hlið
Íslandspósts í miðbænum), netfang-
ið er vinnumidlun@hitthusid.is.
Vinnumiðlun
skólafólks
opnuð
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15.
Upplýsingar í s. 563 1010.
BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða
543 1000 um skiptiborð.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um
helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í
Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og
slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–
16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl.
í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–
24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl.
9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími
585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232.
Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar.
NEYÐARÞJÓNUSTA
NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar-
hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000.
EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring-
inn. S. 525 1111 eða 525 1000.
ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar-
hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð.
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum
trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr.
Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til
að tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir utan skrifstofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir
allt landið - 112
Þjónusta
UNDIRFATAVERZLUNIN
Ólympia hefur stækkað og flutt sig
um sel í Kringlunni. Verzlunin hef-
ur verið starfrækt í sömu fjölskyldu
síðan 1938 og mun áfram selja und-
irfatnað og náttfatnað fyrir dömur
sem og herra á aldrinum 14 ára og
upp úr.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólympia á nýjum stað
SÝNINGIN Jeppar 2003 hefst hjá
B&L um helgina og verður af því til-
efni opnunarhátíð hjá fyrirtækinu í
dag, laugardaginn 1. mars, og sunnu-
daginn 2. mars kl. 12-16. Alls verða
15 4X4 farartæki á hátíðinni af öllum
stærðum og gerðum, auk þess sem
fullbúinn 38" Hyundai Terracan
verður frumsýndur ásamt 38"
Discovery og 44" Defender frá Land
Rover. Af öðrum 4X4 farartækjum
má nefna Hyundai Starex DVD, sem
búinn er fullkomnum DVD búnaði og
sportjeppana Hyundai Santa Fe,
Freelander og RX4 frá Renault, en
BMW x5 og Range Rover úr flokki
lúxusjeppa. Sýningunni Jeppar 2003
lýkur 22. mars nk.
Sum farartækjanna, s.s. 44" De-
fender, verða aðeins til sýnis á opn-
unarhátíðinni. Jafnframt verður á
hátíðinni kynning og skráning í 1.000
jeppaferðina, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Jeppar
2003 hjá
B&L