Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!"
#
$%&%'
(
*
+ BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FLESTIR landsmenn eru orðnir
mjög þreyttir á umræðunni um fyr-
irhugaðar virkjunarframkvæmdir á
hálendinu, þótt
undir niðri
kraumi mikil
reiði. Margir hafa
mótmælt bæði í
ræðu og riti og
með mótmæla-
stöðum við Al-
þingishúsið, Ráð-
húsið og víðar,
svo ekki sé
minnst á mót-
mælasvelti. Þrátt
fyrir öll þessi mótmæli hvika stjórn-
völd ekki frá stefnu sinni um að gera
landið að orkunýlendu erlendra auð-
hringa.
Íslenska þjóðin fær engu að ráða,
ekki frekar en frumstæðir þjóðflokk-
ar í fjarlægum heimsálfum, þar sem
svipaðir harmleikir eiga sér stað.
Hinn almenni skattborgari gagnrýn-
ir að ekki hafi verið færð fullnægj-
andi rök fyrir því hver raunveruleg-
ur ávinningur gæti orðið af
framkvæmdinni eða hvað muni tap-
ast. Með orkuverðið hefur verið farið
eins og hernaðarleyndarmál. Hjá
siðmenntuðum þjóðum telst það
réttur almennings að vera upplýstur
um kosti og galla svo áhættusamra
stórframkvæmda frá byrjun, áður en
hafist er handa. Veltur þá mest á
góðum og gildum rökstuðningi um að
fjárfestingin sé arðbær og umhverf-
isspjöll ekki óafturkræf. Er hugsan-
legt að að virkjunarsinna skorti rök?
Hin fleygu orð Rósu Luxemburg,
um að lýðræði sé aðeins við lýði ef
fólki leyfist að vera á öndverðum
meiði, eru enn í fullu gildi. En greini-
lega ekki hjá ríkisstjórninni. Al-
menningi berast bara tilkynningar í
fjölmiðlum um að nú sé búið að semja
við Alcoa eða að nú sé byrjað að
sprengja göng o.s.frv.Vegagerð á há-
lendinu er löngu hafin. Og hvað verð-
ur um hreindýrin og heiðagæsina?
Vopnaframleiðsla byggist að
miklu leyti á áliðnaði. Eiga Íslend-
ingar að gerast aðilar að stríðsátök-
um í heiminum, hvort sem þeim líkar
betur eða verr og bera ábyrgð á þeim
hörmungum sem þau leiða af sér, af
því að valdhafar eru á góðri leið með
að gera landið að vöggu vígbúnaðar?
Vegna vaxandi vélvæðingar þarf
stöðugt minni mannafla í álverum
Vitað er að erlent vinnuafl verður
flutt inn til að vinna í fyrirhugaðri ál-
verksmiðju á Reyðarfirði. Og álver á
að bjarga byggðinni þar! Á svo að
frysta allar framkvæmdir í öðrum
landshlutum? Gróðinn fer á hendur
fárra, ekki í þjóðarbúið. Hann fer
m.a. til verktaka á meðan fram-
kvæmdir standa yfir. Þeir eru þegar
lagðir af stað og byrjaðir að sprengja
og álrisinn sjálfur græðir mest.
Ef einhvern tímann hefur verið
hægt að finna hliðstæður við atburði
líðandi stundar í Hringadróttinssögu
Tolkiens er það hér og nú á okkar
fögru fósturjörð. Í þeirri perlu
heimsbókmenntanna er burðarásinn
barátta góðs og ills.
Á að fórna einu fegursta svæði af
ósnortinni náttúru til þess eins að
selja álrisum ódýra orku? Slíkt væri
ófyrirgefanlegur glæpur gagnvart
náttúrunni, þjóðinni og komandi
kynslóðum. Hefur Sarúman spunnið
þetta allt upp til að grynnka á
skuldasúpunni hjá Landsvirkjun á
kostnað skattborgaranna? Eðlilega
er hann gramur yfir því hve náttúru-
verndarsinnar hafa barist ötullega
við að endurheimta náttúrudjásnin
úr klóm drekans, eins og gerðist með
Eyjabakka.
Þegar gullgrafaraæðið er liðið hjá,
fjárfestar farnir á hausinn og viður-
styggð eyðileggingarinnar blasir við;
hvað gera þau þá sem svifust einskis
til að berja þessar framkvæmdir í
gegn? Í örvæntingu sinni munu þau
grátbiðja Guð um að hjálpa sér. Og
hverju skyldi Guð þá svara?: Hvern-
ig í ósköpunum á ég að geta hjálpað
ykkur nú? Þið breyttuð paradísinni
sem ég hafði trúað ykkur fyrir í hel-
víti. Nú er það sá sem þar ræður sem
þið heyrið undir.
Í heimi Tolkiens hrynur veldi
Saurons. Hið góða sigrar. Hér held-
ur baráttan áfram. Nazgúlarnir eru
lagðir af stað. En ætli Gandalfur
lumi ekki á trompspili?
ÞÓRGUNNUR JÓNSDÓTTIR,
Birkihlíð, Stokkseyri.
Nazgúlarnir eru
lagðir af stað
Frá Þórgunni Jónsdóttur
Þórgunnur
Jónsdóttir
EKKI fyrir löngu var rætt við Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra í
Kastljósi um hugsanlega innrás í
Írak. Þar sagði hann m.a. að Sadd-
am Hussein hefði látið myrða barna-
börn sín. Í Morgunblaðinu 24. febr-
úar er þetta endurtekið af Kristni
Péturssyni frá Bakkafirði í bréfi
hans: „Er hægt að semja við Sadd-
am?“
Hinn 17. nóvember sl. var sýnd
nýleg heimildarmynd í Ríkissjón-
varpinu, Saddam - A Warning From
History. Höfundur þáttarins er John
Simpson, yfirmaður erlendra frétta
á bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Í
þættinum var ævi Íraksforseta rak-
in og fjallað var um hans helstu
glæpi, þar á meðal að hann hafi látið
myrða a.m.k einn tengdason sinn.
Ekkert var minnst á myrt barna-
börn. Segi utanríkisráðherra þetta í
sjónvarpi hljóta að vera til áreiðan-
legar heimildir um málið. Ég hef t.d
reynt að finna upplýsingar um efnið
með aðstoð erlendra leitarvéla á net-
inu, en finn ekkert. Getur utanrík-
isráðherra bent á upplýsingar eða
áreiðanlegar heimildir um efnið?
ÞÓRDÍS BJÖRK
SIGURÞÓRSDÓTTIR,
Dofrabergi 9, Hafnarfirði.
Saddam og
barnabörnin
Frá Þórdísi Björk
Sigurþórsdóttur