Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.03.2003, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 57 TVÆR þokkalega áberandi fréttir sama daginn sem varða áfengismál hafa vonandi orðið fleirum en mér umhugsunarefni, ekki hvað sízt í ljósi þeirrar umræðu um áfengisaug- lýsingar og áfengi í matvöruverzlun- um, sem hefur enn einu sinni skotið upp kollinum og er furðu ágeng, enda sterk öfl ærins auðs að baki. Enn er sótt á af þeim öflum er annars vegar vilja gefa öllu lausan taum án minnstu ábyrgðar og ekki síður af þeim gróðaöflum sem ekki víla fyrir sér að hirða ómældan gróða af áfengissölu án tillits til afleiðinga allra, hvað þá ábyrgðar. Önnur fregnin var í Ríkisútvarp- inu og greindi frá vandaðri athugun á þeim fórnarkostnaði sem af vímu- efnaneyzlu stafar í heiminum og var þó varlega í allar tölur farið og hinn óbeini fórnarkostnaður ekki inni í myndinni. Þar var frá því greint að rúmlega 7 milljónir manna létu lífið af völdum þessara vímuefna á ári hverju og sundurgreint var þetta á þann veg, að 71 % létust af völdum reykinga eða tæpar 5 milljónir, af völdum áfengis 26 % eða rúmlega 1,8 millj. manna og af völdum annarra vímu- efna 3 % eða þá meira en 200 þús. Mín fyrsta hugsun var sú, hvort ekki mætti nú a.m.k. staldra hér við tölur þessarar dauðans alvöru og hugleiða, hvort neyzla þessara efna væri svo góð og sjálfsögð eins og allt- of oft heyrist, að fórnarkostnaður 7 milljóna árlega væri svo sem ekkert til að tala um. Og næsta hugsun mín sú, að við höfum þó spyrnt rækilega við fótum þegar reykingar eiga í hlut og þeim augljósa árangri ber að fagna alveg sérstaklega. En í ljósi hinna nær tveggja millj- óna sem látast af völdum áfengis, og er þá hvergi að himinháum tölum óbeinna afleiðinga vikið, mætti þá ekki hugsa eilítið um kröfurnar um áfengisauglýsingar og áfengi við hlið mjólkur í matvöruverzlunum. Mætti ekki í þessu ljósi líta ásælnina í að auka þessa neyzlu s.s. með því að leyfa auglýsingar á áfengi óhindrað, en sannað er að slíkar auglýsingar höfða fyrst og síðast til aldurshóps- ins 12–20 ára, nú eða þá að leyfa sölu þessarar „hollustu“vöru sem allra víðast. Svari hver fyrir sig, en grát- broslegastar alls eru þó fullyrðing- arnar um að auglýsingar á áfengi auki ekki neyzluna, svo sem alltof oft heyrist og ég hlýt að spyrja með Árna frænda mínum Helgasyni: Til hvers vilja menn auglýsa, ef árang- urinn á að verða í núlli? Mín tak- markaða markaðsfræði segir mér einfaldlega allt annað. Hin fregnin var á forsíðu Frétta- blaðsins og fjallaði um áfengisbann við Kárahnjúkavirkjun. Hvers konar skerðing á persónufrelsi var nú hér á ferð, nauðgun á frelsinu sjálfu, tján- ingarfrelsinu meðtöldu? Hvað gengur eiginlega á hjá Frið- rik Sophussyni og Co, boðberum hins eina sanna frelsis? Er mögulegt að menn telji þennan heilsudrykk eitthvað varasaman fyr- ir þá sem þarna vinna, að hann geti virkilega sljóvgað og gjört menn ófærari um þau eflaust vandasömu verk sem þarna á að framkvæma? Ég hlýt að spyrja í ljósi þess kalda kæruleysis um líf fólks og heilsu, sem alltof áberandi er þegar um áfengismál er rætt, svo sem eins og þegar einhver spekingurinn sagði, að áfengisauglýsing gerði engan að róna og þóttist hafa þar með svarað fyrir ágæti þeirra, einkum fyrir börn og unglinga að sjálfsögðu í ljósi vitn- eskjunnar um aðalmarkhópinn. Tvær fregnir til ærinnar umhugs- unar ef menn vilja ekki fljóta sofandi að feigðarósi, segja báðar mikla sögu ef menn kunna að lesa og skilja. Og þarfnast ekki fleiri orða. HELGI SELJAN, form. fjölmiðlanefndar IOGT. Til ærinnar umhugsunar Frá Helga Seljan flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.