Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 58

Morgunblaðið - 01.03.2003, Síða 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Atl- antica Hav, Irena og Arctica, Northern Larsnes koma í dag. Svanur fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Rán kemur í dag. Mannamót Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30, 10.15og 11,10 leikfimi, kl. 12.15 Leir „skúlpt- úr“, kl. 13 Postulíns- málun og handsnyrti- námskeið. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10-12. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á mánudög- um og föstudögum kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, á þriðjudög- um kl. 13. boccia. Allar upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Karlakórinn Kátir karlar, æfingar á þriðjudögum kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri er Úlrik Ólason. Tekið við pönt- unum í söng í s. 553 2725 Stefán, s. 553 5979 Jón eða s.551 8857 Guðjón. Breiðfirðingafélagið félagsvist í Breiðfirð- ingabúð morgun sunnudag kl. 14. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Aðal- fundurinn verður laug- ardaginn 8 mars, í hús- næði sveitarinnar að Flatarhrauni 14 Hafn- arfirði og hefst kl 10. Dagskrá er samkvæmt lögum sveitarinnar. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Íþróttadagur aldraðra verður á Öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars kl. 13-15 í Laugardals- höllinni, aðalsal, leikir, söngur, leikfimi dans. Allir velkomnir. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Gönguferð verður um Laugardalinn í dag, Mæting við hús Gigt- arfélagsins í Ármúla 5 kl. 11. Klukkutíma ganga í fylgd sjúkra- þjálfara. Allir velkomn- ir. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Fundur verður í Gerðu- bergi á þriðjudag kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við Tólf spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðju- dag og fimmtudag frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudags- fundurinn verður á morgun í félagsheimili LR í Brautarholti 30, kl. 10. Félagar fjöl- mennið. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62, Grinda- vík, s. 426 8787 Penn- inn - Bókabúð Kefla- víkur, Sólvallagötu 2, Keflavík, s. 421 1102 Ís- landspóstur hf., Hafn- argötu 89, Keflavík, s. 421 5000 Íslandspóstur hf., c/o Kristjana Vil- hjálmsdóttir, Garð- braut 69, Garður, s. 422 7000 Dagmar Árna- dóttir, Skiphóli, Skaga- braut 64, Garður, s. 422 7059 Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minn- ingarkort Grafarvogs- kirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Minningakort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. Í dag er laugardagur 1. mars, 60. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlut- um, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. (Fil. 4, 12.)     Í RÆÐU sinni um utan-ríkismál á Alþingi á fimmtudag fjallaði Hall- dór Ásgrímsson utanrík- isráðherra um áform- aðar breytingar á fríverzlunarsamningi við Færeyjar. Ráðherra sagði m.a. í ræðu sinni: „Ekki er öllum ljóst að Færeyjar eru á meðal mikilvægari viðskipta- landa Íslands. Þrátt fyr- ir smæðina er reyndin sú að viðskipti Íslands við Færeyjar eru mun meiri en við margfalt fjölmennari ríki […] Á síðustu árum hafa ýmis tæknileg vandkvæði ris- ið vegna viðskipta með landbúnaðarvörur til Færeyja. Unnið hefur verið að lausn þessara vandamála og ljóst er að nauðsynlegt er að styrkja lagalegan grund- völl viðskiptatengsla landanna. Af þessum sökum ákváðu rík- isstjórn Íslands og lands- stjórn Færeyja að hefja viðræður um að útvíkka fríverslunarsamninginn sem í gildi er. Ætlunin er að samningurinn verði í raun víðtækari en EES-samningurinn með því að hann nái einnig yfir viðskipti með landbúnaðarvörur.“     Það er auðvitað dálítiðmerkilegt að frí- verzlunarsamningur við Færeyjar verði víðtæk- ari að þessu leytinu en EES-samningurinn. En hver skyldi vera ástæð- an fyrir því að íslenzk stjórnvöld, sem alla jafna styðja fríverzlun í orði, treysta sér til að semja um fríverzlun á sviði landbúnaðarvara við Færeyjar, en treystu sér alls ekki til slíks þegar gengið var frá EES-samningnum?     Ætli svarið liggi ekki ítölum um viðskipti landanna tveggja. Árið 2001 fluttu Færeyingar engar landbúnaðar- afurðir sem heitið gátu til Íslands. Íslendingar seldu hins vegar til Fær- eyja kindakjöt fyrir 131 milljón króna og aðrar landbúnaðarvörur fyrir 24 milljónir. Í nýjum frí- verzlunarsamningi sjá menn ný markaðstæki- færi fyrir íslenzkar landbúnaðarvörur. „Ég tel að [útvíkkun á frí- verzlunarsamningnum] myndi fljótt þýða mikla stækkun á markaði fyrir landbúnaðarvörurnar,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hér í blaðinu 29. nóv- ember sl.     Það er nú það. Þegarþað þjónar hags- munum íslenzkra bænda, er fríverzlun með landbúnaðarvörur sjálfsagt mál. En hvað þegar „tæknilegir örð- ugleikar“ koma upp í innflutningi landbún- aðarvara hingað til Ís- lands og gera þær dýrar eða ófáanlegar fyrir ís- lenzka neytendur? Þá virðast menn síður til í útvíkkun á fríverzl- unarsamningnum. STAKSTEINAR Fríverzlun með búvörur – í orði og á borði Víkverji skrifar... VÍKVERJI lenti í því um daginn aðólag komst á ADSL-tengingu sem hann er með heimavið. Brá hann þá á það ráð að hringja í bilanaþjón- ustu Landssímans til að athuga hvort ekki væri hægt að kippa þessu í lag. Víkverja svaraði símsvari sem bauð hann velkominn í þjónustuver Símans og í framhaldinu var honum boðið upp á ýmsa valmöguleika, sem tíundaðir voru með yfirvegaðri rödd: „Tjús fæf for íngliss. Veldu einn fyrir heimilissíma og breiðband, tvo fyrir farsíma, þrjá fyrir …“ Víkverji fylgdist með af athygli og þegar loksins vall upp úr símsvar- anum: „ …fjóra fyrir ADSL- tengingar og ISDN …“ var hann ekki seinn á sér að velja það númer. Hélt nú símsvarinn áfram og bauð Víkverja að velja einn fyrir ADSL og tvo fyrir ISDN og þegar því var lokið upphófst enn ein flokkunin þegar símsvararöddinn huggulega bað Vík- verja að velja númer eftir því hvort hann vildi almennar upplýsingar, reikninga eða bilanir. Víkverji valdi að sjálfsögðu bilanir og kippti sér ekkert upp við það þótt símsvararöddin, sem honum var næstum því farið að þykja vænt um, héldi áfram ræðuhöldunum og upp- lýsti að allir þjónustufulltrúar væru uppteknir en símtöl yrðu afgreidd í réttri röð enda hlaut hann að vera í þann mund að fá samband við sér- fræðing Landssímans í bilunum á ADSL-línum, miðað við undan- gengna flokkun. x x x BIÐIN tók nokkrar mínútur ogmeð reglulegu millibili gaukaði símsvarinn alúðlegi að Víkverja ýms- um fróðleik um þjónustu Landssím- ans. Innan skamms kom þó langþráð- ur sérfræðingur í símann og Víkverji rakti vandræði sín. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sérfræðingurinn sagði glaðlega: „Ég ætla að gefa þér samband við mann sem getur hjálpað þér.“ Og áður en Víkverji vissi var bú- ið að gefa honum samband, ekki þó við hinn hjálplega mann heldur sím- svarann góðkunna sem gat deilt þeim fróðleik með Víkverja að allir þjón- ustufulltrúar væru uppteknir. Víkverji verður að játa að þarna rann honum pínulítið í skap en ein- setti sér þó að bíða enda gat hann illa verið án tengingarinnar góðu. Hann hefði þó kannski hugsað sig tvisvar um ef hann hefði vitað að þessi bið átti eftir að taka um kortér. Símsvarinn, vinur Víkverja, reyndi þó eftir bestu getu að létta honum lund- ina á meðan með því að benda honum reglulega á að enn væru allir þjón- ustufulltrúar uppteknir en hann gæti sótt sér upplýsingar á Netið. „Elsku vinur,“ muldraði Víkverji. „Þar stendur hnífurinn í kúnni!“ Víkverji var orðinn nokkuð siginn þegar fulltrúinn langþráði losnaði en reyndi þó að hemja skap sitt þegar hann útskýrði vandamálið. „Ætli það þurfi ekki að athuga línuna hjá þér,“ sagði þá þjónustan á hinum enda lín- unnar, „ég skal gefa þér samband …“ Og áður en Víkverji gat rönd við reist var kunningi hans símsvarinn kominn í símann til að færa honum þau gamalkunnu tíðindi að allir þjón- ustufulltrúar væru uppteknir. Víkverji skellti á! Í stað þess að sinna erindi sínu á Netinu valdi hann þann kost að láta renna í heitt bað á meðan hann beitti slakandi jógaönd- un til að róa taugarnar. Og hann sór með sjálfum sér að næst þegar hann legði í að leita eftir þjónustu Lands- símans myndi hann hafa kippu af bjór og koníaksflösku við höndina. Morgunblaðið/Jóra ÞAÐ er ótrúlegt að fyrir- tæki sem óska eftir starfs- fólki sýni umsækjendum ekki þá almennu kurteisi að endursenda umsóknirnar til þeirra aftur, ef þeir ætla ekki að ráða viðkomandi. Ég er búin að sækja um nokkrar stöður í gegnum Morgunblaðið og DV en fæ hvorki svör né heldur um- sókn mína, með meðmæl- um og oft með mynd af mér, endursenda. Mér finnst þetta ókurteisi af starfsmannastjóra eða þeim sem sér um ráðningar hjá viðkomandi fyrirtæki. Ég veit ekkert hvert ég er að senda upplýsingar um mig, þegar ég sæki um starf í gegnum blöðin og veit þess vegna ekki hvar persónulegar upplýsingar um mig liggja. Ég er hætt að sækja um störf í gegnum auglýsingar í blöðunum og held mig við ráðningar- skrifstofurnar. Með von um að þeir taki þetta til skoðunar sem ráða starfsfólk, því þeir gefa sjálfir sem fæstar upplýs- ingar um fyrirtækið, en ætlast til að umsækjendur sendi sem flestar upplýs- ingar um sjálfan sig, sem veit svo ekkert hvar þær lenda. Sigrún. Er til of mikils mælst? HINN 19. febrúar átti Hannes Hólmsteinn Giss- urarson 50 ára afmæli og greinir Fréttablaðið frá þeim merku tímamótum í lífi prófessorsins og hefst reyndar greinin á eftirfar- andi orðum hans sjálfs: „Ég byrja daginn á að kenna námskeið í stjórnmála- heimspeki.“ Að mínu viti hefði farið betur á því að orða þetta einfaldlega svona: Ég byrja daginn á því að kenna stjórnmála- heimspeki. Eins og undir- ritaður benti fyrst á fyrir nokkrum árum í Morgun- blaðsgrein undir fyrirsögn- inni: Það er hægt að kenna hestum skeið en ekki nem- endum námskeið. Þá getur það því aldrei talist gjaldgeng íslenska að segja að kenna eða læra námskeið enda þótt ensku- mælandi fólk geti leyft sér að segja To teach a Course sem heppilegast er að ís- lenska svona: Að kenna námsgrein. Íslendingar með alíslensk eyru eða óbrenglaða málkennd eru á námskeiðum, halda þau eða sækja. Eftir vill gera menn sér ekki fyllilega grein fyrir því hvernig orðið er sam- sett. Síðari liðurinn skeið samanber ævi-, menning- ar-, hnignunarskeið er í órjúfanlegum tengslum við tímalengd. Væri ef til vill ekki ráð fyrir prófessorinn að láta innrita sig á ís- lenskunámskeið í Háskóla Íslands. Hæg eru heima- tökin. Það er aldrei of seint að bæta kunnáttuna í móð- urmálinu. Lærir svo lengi sem lifir. Er til of mikils mælst að prófessorar í Há- skóla Íslands kunni ís- lensku? Halldór Þorsteinsson, Rauðalæk 7. Tapað/fundið Barnakuldagalli í óskilum BARNAKULDAGALLI er í óskilum í Þverbrekku í Kópavogi. Upplýsingar í síma 554 0113. Tapaður eyrnalokkur GULLEYRNALOKKUR tapaðist 25. febrúar 2003 á leiðinni Kringlan-Fossvog- ur eða í Blásölum Kópa- vogi. Skilvís finnandi vin- samlega hringið í síma 568 5238 eða 569 2500 Pál- ína eða pg@sjova.is. Dýrahald Kettlingar fást gefins í Hveragerði TVEIR kettlingar fást gef- ins, gulur og hvítur. Upp- lýsingar í síma 483-4906. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Tillitsleysi Fyrir utan Fjarðarkaup, Hafnarfirði. Morgunblaðið/Kristinn LÁRÉTT 1 notandi, 8 búa til, 9 megnar, 10 ílát, 11 skrika til, 13 hefur undan, 15 vel verki farinn, 18 lítið, 21 umfram, 22 dreng, 23 eldstæði, 24 ímyndunar- afl. LÓÐRÉTT 2 víðan, 3 ífæra, 4 ganga hægt, 5 kvendýrið, 6 dá- lítið súr, 7 þrjóskur, 12 tölustafur, 14 tek, 15 jó, 16 ávöxt, 17 hund, 18 labbakút, 19 héldu, 20 verkfæri. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 grýla, 4 skæra, 7 lúinn, 8 örlar, 9 ill, 11 unnu, 13 frár, 14 gilda, 15 haug, 17 róma, 20 bak, 22 rabba, 23 íhald, 24 koðna, 25 aktar. Lóðrétt: 1 guldu, 2 ýtinn, 3 asni, 4 spöl, 5 ætlar, 6 aðrar, 10 lilja, 12 ugg, 13 far, 15 horsk, 16 umboð, 18 ósatt, 19 andar, 20 bana, 21 kíma. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.