Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 59

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 59 DAGBÓK ÁRNAÐ HEILLA KRISTÍN LITLA Kristín litla komdu hér með kalda fingur þína; ég skal bráðum bjóða þér báða lófa mína. Eitthvað tvennt á hné ég hef, heitir annað Stína. Hún er að láta lítið bréf í litlu nösina sína. Fuglinn segir bí, bí, bí, bí, bí segir Stína. Kveldúlfur er kominn í kerlinguna mína. Sveinbjörn Egilsson LJÓÐABROT 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 3. mars, verður áttræður Pétur Kristjánsson, Suðurgötu 14, Keflavík. Eiginkona hans er Bergþóra Eide Eyj- ólfsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Fé- lagsmiðstöðinni Hvammi, Suðurgötu 15, Keflavík, á morgun, sunnudag, milli kl. 15 og 19. STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er sköpunarglatt og listfengið og sum tækni leikur í hönd- um þess. Fegurðarskyn þess er annálað. Það er blátt áfram og skapgott svo eftir er tekið. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Allt frá árinu 1996 hefur þú verið að endurreisa sjálfan þig og þú munt ljúka því verki í ár. Heimilið er ankeri í þeim efnum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú munt íhuga alvarlega á árinu að skipta um húsnæði eða starf. Því er um að gera að gera áætlanir fram í tímann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú fórst inn á nýjar brautir sjálfsræktar árið 2001. Íhug- aðu hvaða gildi skipta mestu máli og notaðu tímann vel. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Síðustu ár hafa verið erfið en brátt birtir verulega til. Þú ættir að endurnýja í fata- skápnum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Á næstu tveimur árum munt þú segja skilið við margt. Breytingatímar eru fram- undan og þú skalt undirbúa þig undir eitthvað nýtt á árinu 2005. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér er orðið fullljóst hvað gengur og hvað ekki. Því ber að halda sig við það sem gagnast og láta hitt lönd og leið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Árið framundan er einkar spennandi. Þú munt afreka eitt og annað á næstu tveimur árum og uppskera þá allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig frá árinu 1996. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Margt ykkar losaði sig við stuðning förunauta eða ein- hverra annarra á liðnu ári. Í ár mun það heyra sögunni til og gleymast. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Mörg ykkar hafa gengið í gegnum erfiðleika í samlífi eða samstarfi að undanförnu. Óttastu ekkert því traust sambönd standa af sér ágjöf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Allt þitt mikla harðfylgi á undanförnum árum ber ávöxt í ár. Þú stígur fram á nýtt svið svo eftir verður tekið, svo þú mátt búast við frelsi og fjöl- miðlaathygli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Starf þitt og heilsa batnaði stórum undanfarið ár og þú getur horft fram á betra sam- band við ástvini og einnig aðra sem þú þarft að eiga samskipti við. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er margt sem þú getur hlakkað til í ár vegna mikillar uppörvunar sem þú öðlast á vinnustað. Þar mun allt verða á betri veg. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SÚ úrspilstækni að henda tapspili í tapspil er vel þekkt í brids, enda gefst oft tilefni til þess við spila- borðið. Hitt er sjaldgæf- ara að nauðsynlegt sé að endurtaka þann leik mörgum sinnum í sama spilinu. Það gerðist þó hjá BR fyrir skömmu: Vestur gefur; enginn í hættu. Norður ♠ D102 ♥ ÁD4 ♦ D842 ♣842 Vestur Austur ♠ 8 ♠ Á965 ♥ G10952 ♥ 7 ♦ 1093 ♦ ÁKG76 ♣DG73 ♣K65 Suður ♠ KG743 ♥ K863 ♦ 5 ♣Á109 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 tígull 1 spaði Dobl 2 spaðar Pass Pass Pass Sagnir eru á eðlilegum nótum, nema hvað dobl vesturs er neikvætt og sýnir hjarta, minnst fjór- lit. Útspil vesturs er tíg- ultía. Fátt virðist einfaldara en að taka átta slagi – fjóra á tromp, þrjá á hjarta og einn á laufás. En styttingurinn í tígli er ógnandi og víða fóru menn niður eftir ógætilega spila- mennsku. Vestur fékk að eiga fyrsta slaginn á tíg- ultíu, en suður trompaði næsta tígul og fór í spað- ann. Austur drap strax og spilaði enn tígli og nú er samningurinn tapaður ef suður trompar! Ástæðan er einfaldlega sú að hjartaslagirnir fara fyrir lítið. Til að tryggja sér átta slagi verður suður að henda tveimur laufum og einu hjarta heima í alla tígla austurs! Með því móti heldur hann valdi á trompinu og nær í þá átta slagi sem honum voru gefnir í upphafi. Þetta gæti hann líka gert strax í upphafi. Spilið er óneitanlega forkostulegt – þrisvar sinnum þarf að henda tap- spilum af suðurhendinni til að halda valdi á tromp- inu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 g6 4. Bb5 Rd4 5. Ba4 Bg7 6. O-O a6 7. Rxd4 cxd4 8. Re2 b5 9. Bb3 Bb7 10. d3 d5 11. f3 e6 12. De1 Re7 13. Dh4 h6 14. a4 e5 15. Bd2 g5 16. Dh5 Rg6 17. Rg3 Rh4 18. axb5 axb5 19. exd5 Bxd5 20. Hxa8 Dxa8 21. Re4 Dc6 22. Bxd5 Dxd5 23. f4 exf4 Staðan kom upp á Aeroflot mótinu sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Alexander Mor- ozevich (2678) hafði hvítt gegn SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Stanislav Savchenko (2539). 24. Hxf4! Rg6 25. Hf5 Dd7 og svartur gafst upp um leið enda annað peð að fara for- görðum eftir 26. Hxb5. 6. og 7. umferð Íslandsmóts skák- félaga fara fram í húsakynn- um MH í dag. MEÐ MORGUNKAFFINU          Auðvitað hefurðu rétt á að hafa þína skoðun á hlutunum, en þarf ég endilega að vita af því?! Nú, síðan hann fór á eftir- laun þá sest hann á hverj- um morgni við ritvélina og skrifar lista yfir það sem hann þarf ekki að gera … 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 2. mars, verður sjötugur Sverrir Traustason, Breiðuvík 35, Reykjavík. Í tilefni þess tekur hann og eiginkona hans, Þorbjörg Ingibergsdóttir, á móti gestum í kvöld, 1. mars, frá kl. 19.30 í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13a, Kópavogi. Stangveiði til leigu Búnaðarsamband Suðurlands óskar eftir tilboðum í stangveið- ina á Stóra Ármóti í Hraungerðishreppi sumarið 2003. Um er að ræða 3 stangir og u.þ.b. 5 km strandlengju að Hvítá og Ölfusá. Á svæðinu veiðast lax og sjóbirtingur. Veiðihús sem stendur á bökkum Hvítár fylgir með. Húsið er 30 m², A bústaður með svefnlofti. Nánari upplýsingar í síma 480 1801. Tilboð merkt „Stangveiði Stóra Ármóti“ berist fram- kvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands fyrir 15. mars 2003. Laugavegi 45 • sími 561 6660 25% frá 26. feb. - 4. marzafsláttur 10 Gullkúnst á 10 ára afmæli 10 ára10 ára Rauðagerði 26, sími 588 1259 Nýtt — Nýtt Vor — Sumar 2003 Eldri vörur seldar með góðum afslætti. Verið velkomin Opið í Rauðagerði 26 frá kl. 10—18 í dag, laugardag. Glæsilegur dömu- og herrafatnaður Nýtt á Íslandi Léttir, mjúkir og liprir heilsuskór frá Portúgal. Góðir fyrir þreytta fætur Opið í Rauðagerði 26 þriðjudaga frá kl. 13-19, laugardaga frá kl. 10-14 Ásta Kjartansdóttir, sími 897 7484. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.