Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 61

Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 61
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 61 SÄVEHOF, andstæðingur Gróttu/ KR, þykir eitt sigurstranglegasta liðið af þeim átta sem eftir eru í Áskorendabikar Evrópu í hand- knattleik. Grótta/KR sækir sænska liðið heim til Gautaborgar í dag en það er fyrri viðureign liðanna og hefst í Scandinavium-höllinni klukkan 14 að íslenskum tíma. Sú síðari verður á Seltjarnarnesi um næstu helgi. Sävehof er í öðru sæti sænsku úr- valsdeildarinnar, sjö stigum á eftir toppliðinu, Redbergslid. Liðið hef- ur ekki tapað leik eftir áramótin. Í Áskorendabikarnum sló það Gunn- ar Berg Viktorsson og félaga í Par- ís SG út í fyrstu umferðinni, vann 30:27 í Gautaborg en tapaði 29:27 í París. Síðan vann Sävehof yf- irburðasigra á Reval Sport frá Eist- landi, 35:16 og 34:15, og vann síðan Bosna frá Bosníu, 28:20, á heima- velli eftir tap í Sarajevo, 26:25. Skytturnar Kim Andersson og Anders Eliasson, fyrirliði, eru lyk- ilmenn í liði Sävehof. Andersson þykir einn efnilegasti leikmaður Svíþjóðar og var maðurinn á bak- við nauman sigur Svía á Íslend- ingum í upphitunarleik fyrir HM í janúar. Einn besti leikmaður liðs- ins, Jonas Larholm, verður fjarri góðu gamni en hann meiddist í deildaleik gegn Hammarby á mið- vikudaginn. Sävehof talið líklegt til afreka VALSMENN, nýliðarnir í úrvals- deildinni í knattspyrnu, unnu góðan sigur á bikarmeisturum Fylkis, 2:0, í deildabikarnum í Egilshöll í gær- kvöld. Fyrri hálfleikur var markalaus, Fylkir sótti meira framan af en leik- urinn jafnaðist þegar á leið. Í seinni hálfleik voru Valsmenn sterkari að- ilinn og skoruðu tvö mörk um hann miðjan. Sigurbjörn Hreiðarsson það fyrra, fékk háa sendingu frá hægri, sneri á varnarmenn og skor- aði. Það síðara gerði Sigurður Sæ- berg Þorsteinsson með hörkuskoti frá vítateig eftir snögga sókn. „Þetta var sannfærandi sigur og mikilvægur fyrir okkur. Við höfum leikið vel í undanförnum leikjum en tapað samt, okkur fannst við vera rændir þegar við töpuðum fyrir Fylki í Reykjavíkurmótinu og gegn Víkingi fengum við á okkur mark á síðustu mínútu,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið. Íslandsmeistarar KR unnu öruggan sigur á KA, 4:0, í síðari leik kvöldsins og gerðu út um leik- inn með þremur mörkum á síðustu 20 mínútum fyrri hálfleiks. Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, Sigurvin Ólafsson og Veigar Páll Gunn- arsson voru þar á ferð. KA-menn skoruðu sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Valur lagði Fylki og KR skoraði fjögur FÓLK  BJARKI Sigurðssson hornamað- urinn knái í liði Vals var óvænt í leik- mannahópi Hlíðarendaliðsins gegn HK í gær. Bjarki sleit krossband í janúar og var búið að afskrifa að hann léki meira með á tímabilinu.  BJARKI vildi hins vegar láta á það reyna hvort hann gæti spilað enda sagði Stefán Carlsson, læknir Vals- liðsins, að Bjarka héldu engin bönd, ekki einu sinni krossbönd. Bjarki kom inná þegar 12 mínútur voru eft- ir. Hann byrjaði á því að fiska víta- kast en þegar rúm mínúta var eftir hné hann niður, hnéð gaf sig og var hann studdur af leikvelli. Geir Sveinsson þjálfari Vals sagði eftir leikinn að hann reiknaði ekki með því að Bjarki spilaði meira í vetur.  VALUR féll í gærkvöldi úr úrvals- deildinni í körfuknattleik karla, án þess að spila. Þar sem Hamar vann Tindastól getur Valur aðeins náð Hamri að stigum og Hvergerðingar hanga þá uppi á betri stöðu innbyrð- is. Skallagrímur getur hinsvegar enn bjargað sér og sent Hamar nið- ur, með því að vinna báða sína, gegn Hamri og Val, ef Hamar tapar líka í síðustu umferðinni, gegn Grindavík.  TEITUR Örlygsson skoraði fimm stig í einni sókn fyrir Njarðvík á móti Grindavík í gærkvöldi. Hann skoraði fyrst úr tveimur af þremur vítaskotum en fékk síðan boltann og skoraði þá úr þriggja stiga skoti.  MIKIL rekistefna var í lokin á leik Njarðvík og Grindavík í gærkvöldi þegar dómararnir tóku eftir því að tímaverðir stöðvuðu ekki klukkuna fyrr en nokkrum sekúndum eftir að búið var að flauta. Dómarar bættu við þremur sekúndum en áhorfend- ur og blaðamenn tóku eftir því að þetta var ekki í fyrsta sinn. Hvort þetta hafi verið mistök eða ekki er erfitt að fullyrða um.  TIGER Woods virðist til alls lík- legur á HM í holukeppni, hann komst í gær í átta manna úrslit og hefur leikið af mikilli fetu það sem af er móti, en hann féll út í fyrstu umferð í fyrra. Kappinn hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og aðeins þurft að leika 44 holur, vann Carl Pettersson á 17. holu í fyrstu umferð, K.J. Choi á 15. holu í annari umferð og í gær lagði hann Stephen Laney á 12. holu.  ROSENBORG sigraði á La Manga mótinu í knattspyrnu sem lauk í gærkvöldi, lagði Odd Grenland 1:0 í síðasta leiknum og gerði Harald Brattbakk markið. Rosenborg var sterkari aðilinn en Odd-verjar sýndu tennurnar undir lokin en Árni Gaut- ur Arason markvörður sá til þess að Odd skoraði ekki.  ÁRNI Gautur og Espen Johnsen, markverðir Rosenborg, fengu ekki á sig eitt einasta mark í mótinu.  JONATHAN Woodgate leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Newcastle í dag þegar lið hans tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu. Chelsea leikur án fyrirliða síns, Marcel Desailly, sem er enn meiddur. Það er óhætt að segja að mikiðhafi gengið á í Valsheimilinu á lokamínútunum. Valsmenn virtust vera að tryggja sér sigur þegar Snorri Steinn Guðjónsson stakk sér í gegnum HK-vörnina og kom sínum mönnum í 23:21 einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. HK minnkaði muninn þegar Elías Már Halldórsson skoraði úr horninu en HK-ingar voru þá orðnir tveimur mönnum fleiri. Valsmenn lögðu upp í sókn, fjórir á móti sex en misstu knöttinn 50 sek. fyrir leiks- lok. HK-menn freistuðu þess að jafna metin en þegar Elíasi brást bogalistin úr horninu virtist sig- urinn í höfn hjá Val. En svo reynd- ist ekki. Valsmönnum urðu á hrikaleg mistök þegar sending geigaði úr innkasti. Boltinn rataði í hendur Kópavogsmanna 17 sek- úndum fyrir leikslok og þegar um 8 sek. voru eftir af leiktímanum skoraði Alexander jöfnunarmarkið af línunni. „Ég er mjög stoltur af drengjunum og þeir lögðu sig gríð- arlega vel fram. Það var í raun synd að við skyldum ekki taka bæði stigin en það er erfitt að vera 12 mínútum meira en andstæðing- urinn einum færri inni á vellinum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals, við Morgunblaðið, en hann var mjög ósáttur við frammistöðu dómara leiksins og fannst dóm- gæslan halla mjög á sitt lið. Það er hægt að taka undir orð Geirs hvað þetta varðar. Oftar en ekki fengu Valsmenn að hvíla í tvær mínútur fyrir brot sem HK- menn fengu ekki refsingu fyrir og tveir brottrekstrar sem orkuðu mjög tvímælis á lokamínútunum bitnuðu harkalega á Valsmönnum. Valsmenn höfðu undirtökin meira og minna allan leikinn. Vörn þeirra var sterk og Roland Eradze öflugur á milli stanganna. Jaliesky Garcia byrjaði með miklum látum í HK-liðinu, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum liðsins en eftir það náðu Valsmenn að halda honum í skefjum. Það varð til þess að sókn- arleikur HK var á köflum frekar bitlaus og ekki bætti úr skák að Vilhelm Gauti Bergsveinsson náði sér ekki á strik auk þess sem Vals- menn höfðu góðar gætur á Ólafi Víði Ólafssyni. Valur náði fjögurra marka for- skoti í byrjun síðari hálfleiks en með seiglu og baráttu neituðu HK- ingar að gefast upp. Þeir gripu til þess ráðs að taka Snorra Stein úr umferð og við það riðlaðist leikur Vals. HK minnkaði muninn í eitt mark, 16:15, en aftur komust Vals- menn í fjögurra marka forskot, 21:17, og héldu þá flestir að sigur þeirra væri í höfn nema þá helst Árni Stefánsson, þjálfari HK. Hann hvatti sína menn til dáða og minnti þá óspart á að leikurinn væri ekki búinn. Lokakaflanum er áður lýst en HK-mönnum tókst að krækja í stig sem virtist vera gengið þeim úr greipum. Vel er hægt að skilja gremju Valsmanna yfir úrslitum leiksins því leikurinn var í höndum þeirra nær allan tímann en klaufaskapur á örlagaríkum augnablikum undir lokin og hæpnir brottrekstrar komu illa niður á liðinu. Snorri Steinn og Markús Máni Mich- aelsson voru ásamt Roland Eradze bestu leikmenn Vals og þá var Freyr Brynjarsson mjög drjúgur framan af leik. Brendann Þor- valdsson átti fínan leik í vörninni á meðan hans naut við en hann fékk sína þriðju brottvísun í upphafi síðari hálfleiks. Arnar Freyr Reynisson var besti maður HK-inga en hann varði jafnt og þétt allan leiktím- ann. Alexander Arnarson lék sömuleiðis vel. Hann var sterkur í vörninni og nýtti færi sín vel á lín- unni. Ólafur Víðir var óheppinn með skot sín en var annars í góðri gæslu og Garcia náði sér ekki á strik gegn sterkri Valsvörninni nema þá á upphafskaflanum. „Valsmennirnir skoruðu mörg hraðaupphlaup á okkur framan af leik og ég lagði áherslu við strák- ana í hálfleik að stöðva það. Það tókst og við erum þannig lið að við gefumst aldrei upp þótt á móti blási. Ég hef sagt að HK standi fyrir hugrekki og kjark og það kom berlega í ljós í leiknum,“ sagði Árni Stefánsson, þjálfari HK. Vonir Aftureldingar að engu orðnar Veik von Aftureldingar um aðkomast í átta liða úrslita- keppnina er endanlega úr sögunni eftir tap gegn ÍR, 35:30, í Austurbergi í gærkvöld. Reynd- ar geta bjartsýn- ustu Mosfellingar enn reiknað sig inn í áttunda sætið en til þess þurfa keppinautar þeirra að tapa fyrir botnliðum deildarinnar, Víkingi og Selfossi. Á það er varla hægt að veðja miklu. ÍR-ingar komust í annað sætið á ný með sigrinum og þeir geta enn látið sig dreyma um að hampa deildarmeistaratitlinum. Eins og oft áður í vetur var lengi vel ekki að sjá að Afturelding stæði andstæðingum sínum neitt að baki. Mosfellingar voru með undirtökin nær allan fyrri hálfleik- inn og höfðu forystu að honum loknum, 15:13. Góður varnarleikur og frábær markvarsla Reynis Þórs Reynissonar lagði grunninn að þeirri stöðu en Reynir varði 12 skot í hálfleiknum, þar af tvö víta- köst. Þrjú slík fóru forgörðum hjá ÍR á fyrstu 15 mínútum leiksins. Horfurnar vænkuðust enn hjá Aftureldingu í upphafi síðari hálf- leiks. Liðið náði þá þriggja marka forystu og að auki fékk Júlíus Jón- asson, þjálfari og lykilmaður í varnarleik ÍR, rauða spjaldið á klaufalegan hátt. Hann fékk sína þriðju brottvísun fyrir að vera of fljótur inn á völlinn þegar brott- vísun eins lærisveina hans var að renna út. Að auki höfðu ÍR-ingar látið slaka dómgæslu fara mjög í taugarnar á sér í fyrri hálfleiknum en við þetta mótlæti efldust þeir til muna. Hreiðar Guðmundsson hrökk í gang í markinu og fór á kostum í seinni hálfleik, varði þá alls 15 skot. Reynir fann sig hins vegar ekki fyrir aftan hnignandi vörn Mosfellinga og í stöðunni 20:20 fór hann af velli, meiddur á auga. Þegar hann mætti aftur til leiks var forskotið orðið of mikið. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, sem var tæpur vegna meiðsla, kom til leiks eftir hlé, og þá í skyttustöð- una hægra megin. Hann tók af skarið þegar staðan var 26:24, skoraði þrjú mörk í röð, og þar með var mótspyrna gestanna end- anlega úr sögunni. ÍR náði sex marka forystu og bæði lið leyfðu varamönnum óspart að spreyta sig eftir það. ÍR-ingar eru ekki jafn ógnandi í sóknarleik sínum og fyrr í vetur á meðan Einar Hólmgeirsson var heill en þeir bæta það upp með baráttu og stemningu. Auk Hreið- ars í markinu áttu Fannar Þor- björnsson, sem var sterkur í vörn og krækti í fjögur vítaköst, Sturla Ásgeirsson í vinstra horninu, eink- um í síðari hálfleik, og Ingimundur Ingimundarson góðan leik. Breidd- in í liði ÍR er góð, það veiktist ekki að sama skapi og lið gestanna við innáskiptingar og það hafði sitt að segja þegar leið á leikinn. Skortur á breidd er hins vegar Akkílesarhæll Aftureldingar. Liðið notar sömu átta mennina eins lengi og hægt er og lykilmenn liðs- ins þurfa að sýna heilsteyptari frammistöðu en í gærkvöld til að innbyrða sigra gegn sterkum mót- herjum. Sverrir Björnsson og Atli Steinþórsson voru atkvæðamiklir framan af en hurfu síðan að mestu. Miklu munaði að Bjarki Sigurðs- son komst aldrei í gang í sókn- arleiknum – þegar hann skorar ekki mark á Afturelding ekki mikla möguleika. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur V. Ólafsson á hér skot að marki og Alexander Arnarson er viðbúinn á línunni en varnarmaður Vals er ekki langt undan. Alexander hetja HK ALEXANDER Arnarson var hetja HK á Hlíðarenda í gærkvöldi, er honum tókst fáeinum sekúndum fyrir leikslok að jafna metin fyrir Kópavogsliðið. Úrslitin, 23:23, og geta HK-menn prísað sig sæla með þá niðurstöðu því nær allan leiktímann voru Vals- menn skrefinu á undan og höfðu þriggja marka forskot þegar skammt var eftir. Guðmundur Hilmarsson skrifar Víðir Sigurðsson skrifar Björgvin til Dan- merkur BJÖRGVIN Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr Fylki, er genginn til liðs við danska 1. deildar liðið Hellerup IK frá Kaup- mannahöfn. Liðið er í næst- neðsta sæti deildarinnar þegar keppnin er hálfnuð en fyrsti leikur eftir vetrarfríið er hinn 16. mars. Björgvin er 23 ára varnarmaður og lék 8 leiki með Fylki í úr- valsdeildinni í fyrra en áður spilaði hann með ÍR og KR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.