Morgunblaðið - 01.03.2003, Page 65
Holdi klæddar sagnahetjur: Geir goði (Arnar Jónsson), Gissur hvíti (Pétur
Einarsson) og Skammkell (Benedikt Erlingsson).
GUNNAR á Hlíðarenda, Njáll, Hall-
gerður og Bergþóra lifna við á skján-
um innan tíðar en holdgervingar
þessa mæta fólks úr Njálssögu verða
Hilmir Snær Guðnason, Ingvar Sig-
urðsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og
Halldóra Geirharðsdóttir.
Tökum er lokið á fyrsta þættinum
en í heild áætlar Njálssaga ehf. að
framleiða tíu þætti í leikstjórn Björns
Br. Björnssonar.
„Það er óvinnandi vegur að ætla að
gera öllum til hæfis í því,“ segir Þor-
geir Gunnarsson, framleiðandi sjón-
varpsþáttaraðarinnar, um leikaraval-
ið. „Það hefur hver sína hugmynd um
þessar persónur, jafnmargar hug-
myndir og lesendur eru margir.“
Leikararnir eru allir þekktir af ís-
lensku sviði og bíómyndum. Auk fjór-
menninganna fer Ólafur Darri Ólafs-
son með hlutverk Skarphéðins,
Bergur Þór Ingólfsson leikur Kol-
skegg og Helgi Björnsson Otkel svo
einhverjir séu nefndir.
Kvikmyndatökur þessa fyrsta þátt-
ar fóru fram á Njáluslóðum, á Þing-
völlum og víðar. Tekið var upp í ágúst
í fyrra og svo í síðustu viku við Þjóð-
veldisbæinn í Þjórsárdal, en hann fer
m.a. með „hlutverk“ Hlíðarenda í
myndinni.
Snjór fluttur í vörubílum
„Snjórinn lét bíða eftir sér en við
ákváðum að láta slag standa um síð-
ustu helgi. Mættum í Þjórsárdal í
kafsnjó en svo smám saman fjaraði
hann undan okkur. Það endaði með
því að við þurftum að keyra hann í
vörubílum á staðinn. Á sama tíma
klofa menn snjóinn í Jerúsalem,“ seg-
ir Þorgeir hlessa.
„Þetta er í rauninni fjórði þátturinn
í tíu þátta seríu. Okkur fannst hann
passa best því hann getur staðið einn
og sér ef dráttur verður á því að hinir
þættirnir verði framleiddir. Hann er
ágætis kynning á þessum persónum,
Gunnari og Njáli,“ segir Þorgeir en
þættirnir eru teknir upp á íslensku.
Þátturinn tilbúinn eftir mánuð
Þátturinn verður tilbúinn eftir um
mánuð, að sögn Þorgeirs, sem segir
að verkefnið hafi fengið góðar viðtök-
ur. Auk RÚV hafa ríkissjónvarps-
stöðvar hinna Norðurlandanna
tryggt sér sýningarrétt. „Þá hafa allir
kvikmyndasjóðir sem við höfum leit-
að til samþykkt að styrkja gerð
myndarinnar þar á meðal Kvik-
myndasjóður Íslands (nú Kvik-
myndamiðstöð Íslands), Norræni
kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn,
Media-Evrópusjóðurinn og Menning-
arsjóður útvarpsstöðva.“
Til greina kemur að sýna þennan
fyrsta þátt strax, en það fer allt eftir
viðkomandi sjónvarpsstöðvum, út-
skýrir Þorgeir. Áætlað er ef allt geng-
ur upp að hinir þættirnir níu verði
teknir upp 2004-5. „Það er draumur-
inn,“ segir hann og bætir við: „Þetta
er mjög stórt verkefni á íslenskan
mælikvarða. Okkur reiknast til við
fyrstu sýn að þáttagerðin gæti kostað
um 450 milljónir króna.“
Markmið þáttanna er að gefa sem
gleggsta mynd af þessari þekktu Ís-
lendingasögu og vekja áhuga jafnt
leikra sem lærðra, útskýrir Þorgeir.
Barátta góðs og ills
„Þessi saga virðist vera sígild og
geta kallast á við alla tíma. Það eru
einhver svona sammannleg element í
sögunni sem skiljast alls staðar og á
öllum tímum. Þessi spurning um vin-
áttuna og baráttu góðs og ills. Heiðn-
in og kristnin takast á en kristnin fer
með sigur af hólmi að lokum.“
Tímasetningin virðist að minnsta
kosti vera góð. Sögur og kvikmyndir
um baráttu góðs og ills eins og
Hringadróttinssaga og Harry Potter
njóta mikilla vinsælda um þessar
mundir og aldrei að vita hvort Njáls-
saga bætist í þeirra hóp.
Leikstjórinn Björn Br. Björnsson við tökur í Þjórsárdal.Ljósmynd/Carsten Lehmann
Gunnar og menn hans. F.v. Kolskeggur (Bergur Þór Ingólfsson), Gunnar á Hlíðarenda (Hilmir Snær Guðnason),
Lambi Sigurðsson (Víglundur Kristjánsson), Þráinn Sigfússon (Pálmi Gestsson) og Lambi Sigfússon (Kjartan Hearn).
Njálssaga kvikmynduð
Fögur er hlíðin í sjónvarpi
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 65
Háskólakórinn - Vox Academica
Tónleikar
Langholtskirkja sunnudaginn 2. mars kl. 16.
Gloria eftir Vivaldi og verk eftir Allegri, Rachmaninov,
Tavener, Caccini og Kuran (frumflutningur).
Hljómsveit Jóns Leifs – Cametra.
Einsöngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sesselja Kristjánsdóttir.
Stjórnandi: Hákon Leifsson.
Miðasala hefst í kirkjunni tveimur tímum fyrir tónleika.
Dúndrandi harmonikuball í ÁSGARÐI,
Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík, laugardagskvöldið 1. mars
frá kl. 22:00. Fyrir dansi leika fimm hljómsveitir.
Söngkonur: Corina Cubid og Ragnheiður Hauksdóttir.
STÓRDANSLEIKUR
Fjölbreytt dansmúsík. Dansleikur fyrir alla.
Miðaverð kr. 1.200. Harmonikufélag Reykjavíkur.