Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 72

Morgunblaðið - 01.03.2003, Side 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 AÐ MATI Fjármálaeftirlitsins braut Bún- aðarbankinn gegn þagnarskylduákvæðum bankalaga þegar hann ásamt Fjölmiðla- félaginu tók þátt í því að búa til yfirlýsingu um yfirtöku á lánum Norðurljósa hjá bank- anum. Fjármálaeftirlitið hefur einnig kom- ist að þeirri niðurstöðu að Búnaðarbankinn hafi brotið gegn heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum í fjármálastarfsemi, sam- kvæmt skilningi laga, með þátttöku í við- ræðum um ráðagerðir Fjölmiðlafélagsins um yfirtöku á Norðurljósum. Kært til ríkislögreglustjóra Fjármálaeftirlitið varð ekki við kröfu Norðurljósa um að greina ríkislögreglu- stjóra frá niðurstöðum sínum að aflokinni rannsókn. Ragnar Birgisson, aðstoðarforstjóri Norðurljósa, segir að málið verði kært til ríkislögreglustjóra. Bankastjórar Búnaðar- bankans, Árni Tómasson og Sólon Sigurðs- son, segjast hins vegar vera ósammála nið- urstöðu FME en að bankinn muni gaumgæfa þær athugasemdir sem FME gerir við starfsaðferðir, verkferla og verk- lagsreglur bankans. Tryggt verði að hlutir af þessu tagi endurtaki sig ekki. Búnaðar- bankinn braut bankalög  Tók þátt/14 DELOITTE & Touche (D&T) end- urskoðunarfyrirtækið hefur í svari við fyrirspurn Jóns G. Tómasson- ar, stjórnarformanns SPRON, að- lagað verðmat sitt á Frjálsa fjár- festingarbankanum (FFB) frá því í desember síðastliðnum að forsend- um sem byggðar eru á rauntölum staðfests ársreiknings bankans fyrir árið 2002 og með hliðsjón af rekstraráætlun fyrir árið 2003. Niðurstaða verðmatsins er sú að verðmæti Frjálsa fjárfestingar- bankans sé á bilinu 3,5 til 4,1 millj- arður kr. og er það 1,1 til 1,2 millj- arða króna hærra en niðurstaða verðmatsins á FFB frá því í des- ember sl. en það var 2,4 til 2,9 millj- arðar kr. Kaupverð á miðju verðbili Kaup SPRON á FFB af Kaup- þingi banka hafa sætt gagnrýni að undanförnu en kaupverð bankans var 3,8 milljarðar kr. Er sú upp- hæð á miðju verðbilsins samkvæmt þessari niðurstöðu D&T. Stjórnarformaður SPRON lagði fjórar spurningar fyrir endurskoð- unarfyrirtækið og óskaði eftir mati á því hvaða áhrif rauntölur stað- fests ársreiknings fyrir síðasta ár og áætlun fyrir árið 2003 hefðu á verðmatið á bankanum í stað áætl- ana sem gengið var út frá í for- sendum verðmatsins í desember sl. Í bréfi Jóns til D&T segir m.a: „Í verðmati Deloitte & Touche hf., 27. desember 2002, á Frjálsa fjárfest- ingarbankanum hf. kemur fram á bls. 10, að sá vaxtamunur sem gengið er útfrá byggi á niðurstöð- um, sem fram koma í 9 mánaða uppgjöri bankans. Við nánari skoð- un virðist útreikningur verðmats ekki vera í samræmi við þessar for- sendur sem leiðir til grundvallar- skekkju í niðurstöðu verðmatsins.“ Í svarbréfi Birgis Finnbogason- ar fyrir hönd D&T, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, segir m.a. að nákvæmni verðmats á fyrirtækjum byggist ávallt á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem liggja fyrir á hverjum tíma og mati á forsendum um ytri aðstæður og innri gerð fyr- irtækja. Verðmæti bankans 3,5 til 4,1 milljarður króna Í niðurlagi bréfs D&T segir: „Með því að taka saman niðurstöðu af svörum við spurningunum og laga forsendur verðmatsins að áætlun FFB um þjónustutekjur er verðmat okkar á FFB 3.506,7 millj- ónir króna miðað við að vaxtamun- ur lækki úr 4,4% árið 2003 í 3,2% árið 2007. Sé hins vegar gert ráð fyrir því að vaxtamunurinn fari ekki niður fyrir 3,5% árið 2007 væri verðmæti FFB 4.080,4 millj- ónir króna. Miðað við þær forsendur sem hér hafa verið raktar er verðmæti FFB 3,5–4,1 milljarður króna.“ Deloitte & Touche um virði Frjálsa fjárfestingarbankans í bréfi til SPRON Verðmat bankans hækk- ar um rúman milljarð  Verðmat/12 Morgunblaði/Árni Sæberg SPRON keypti Frjálsa fjárfestingarbankann af Kaupþingi banka á 3,8 milljarða kr. Í bréfi D&T er virði bankans metið á 3,5–4,1 milljarð. BORGARBÚAR hafa margir orðið varir við fækk- un á dúfum í miðborginni. Meindýraeyðir Reykja- víkurborgar, Guðmundur Björnsson, segir að ekki séu viðhafðar aðgerðir til að halda dúfum í skefj- um á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir aðeins brugðist við sé um kvartanir íbúanna að ræða. Berglindi Ágústsdóttur, dýrahirði í Hús- dýragarðinum, finnst ekki skrýtið að dúfum hafi fækkað í miðborginni þar sem þær leiti í auknum mæli í Húsdýragarðinn í fæði. Dýrahirðar í garð- inum fæða fuglana þar og því sækja dúfurnar þangað og segir Berglind að ekki sé reynt að halda þeim frá. Að hennar mati eru dúfur í borg- inni ekki of fáar. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir fjölda dúfna svipaðan og undanfarin ár. Hann hef- ur ánægju af þeim litla dúfnastofni sem er við Tjörnina. Hann bendir á að dúfan sé aðkomufugl í Reykjavík og segist ekki vita til þess að þær beri með sér sjúkdóma. Fjölgi þeim hins vegar of mikið geti þó fylgt þeim sóðaskapur. Hann segist mundu sakna þeirra hyrfu þær alfarið af Tjarnarsvæðinu. Halldór Guðbjörnsson er í Bréfdúfufélagi Ís- lands og hefur haft dúfur síðastliðin 50 ár. Hann segist sakna þess að sjá ekki jafn mikið af dúfu og áður fyrr. Hann segir menninguna hafa breyst. Áður fyrr hafi verið hægt að finna dúfnakofa um alla borg en nú leiki börn sér í öðrum leikjum. „Ég fer ein- stöku sinnum niður að Tjörn að fylgjast með dúf- um og þar er sem betur fer svolítið af þeim,“ segir Halldór. Hann bætir því við að of mikið hafi verið af dúfum hér á árum áður og því taki fólk eftir fækkun nú. Morgunblaðið/Kristinn Fleiri dúfur leita ætis í Húsdýragarðinum NEFND Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins sem fjallar um mat á samningsforsendum kjara- samninga skilaði niðurstöðu sinni í gær, að lokinni árlegri yfirferð sem kveðið er á um í kjarasamningum. Er niður- staðan sú að samningsfor- sendur hafi staðist. Skv. ákvæðum í flestum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðinum leggur endurskoðunarnefnd samn- ingsaðila mat á hvort sú for- senda sem samningarnir hvíla á, að verðbólga hafi farið minnkandi, hafi staðist. Hafi hún brugðist er launaliður samninganna uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrir- vara. Verðbólga var 1,5% síðustu 12 mánuði „Verðbólgan var 1,5% síð- ustu 12 mánuði og 2,3% síð- ustu 6 mánuði. Er verðbólga því á báða þessa mælikvarða vel innan þeirra markmiða sem samningsaðilar settu sér. Nefndin skal jafnframt fara yfir og meta til kostnaðar þá samninga sem gerðir hafa verið á samningssviði aðila frá síðustu skoðun. Í ljósi þess að engir kjarasamningar hafa verið gerðir á umræddu tímabili reynir ekki á þetta ákvæði. Samningsforsendur hafa því staðist og er því ekki heimild til uppsagnar launa- liðar samninganna,“ segir í greinargerð með niðurstöð- unni. Nefnd ASÍ og SA Samnings- forsendur hafa staðist DÆMI eru um að fólk hafi beðið í fjög- ur ár eftir píanókennslu hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali í Lesbók við Þorstein Gauta Sigurðsson, sem ný- verið setti á laggirnar píanóskóla. „Það er gríðarlegur áhugi á píanó- námi,“ segir Þorsteinn. „Ég er með nemendur sem eru byrjendur, sem eru lengra komnir og svo fullorðið fólk sem hefur lært á píanó en vill koma sér í betri æfingu. Sem dæmi um áhugann, þá er ég með nemendur sem hafa verið í allt að fjögur ár á biðlista eftir að komast inn í tónlistarskóla.“ Fjögurra ára bið eftir píanókennslu  Prelúdíur/Lesbók 16 BALDUR Ragnarsson, fyrrverandi mennta- skólakennari, hefur þýtt Njáls sögu á esper- anto og kemur þýðingin út hjá belgísku forlagi næsta sumar. Þýðing Baldurs á Snorra-Eddu er í handriti og um þess- ar mundir er hann að ljúka við þýðingu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Baldur segir gott að þýða fornsögurnar á esperanto. „Hinn hreini tónn er svo tær í málinu. Það er hægt að komast mjög knappt að orði í því. Sem dæmi mætti nefna orð Gunnars á Hlíðarenda: Fögur er hlíðin. Í ensku Penguin-útgáfunni er þetta þýtt „How lovely the slopes are“ sem mér finnst dálítið flatt. Ég þýði þetta knappt eins og íslenskan er: Belas la deklivo.“ Njála gefin út á esperanto „Belas la deklivo“  Belas/Lesbók 7 Baldur Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.