Morgunblaðið - 10.03.2003, Page 2

Morgunblaðið - 10.03.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 10. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 30 MANNS BJARGAÐ Allt að 30 manns var bjargað úr ofsaveðri á Hellisheiði í gær og sextán bifreiðir lentu í árekstri. Þrír voru fluttir á slysadeild Land- spítalans, en meiðsli þeirra voru ekki alvarleg. Loftleiðir hefja leiguflug Félag, sem sér um leiguflug á vegum Flugleiða, fær nafn Loft- leiða í dag. 59 ár eru liðin frá stofnun Loftleiða, annars af tveim- ur félögum sem Flugleiðir urðu til úr árið 1973. Ráðherra hótar afsögn Clare Short, ráðherra þróun- araðstoðar í bresku stjórninni, seg- ist ætla að segja af sér ef stjórnin ákveður að hefja hernað í Írak án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Búist er við að allt að tíu aðstoðarmenn ráðherra á breska þinginu fari að dæmi henn- ar. Aðild að ESB samþykkt Aðild Möltu að Evrópusamband- inu var samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu með 53,6% greiddra at- kvæða. Landið á að fá aðild að sambandinu í maí á næsta ári. Sjóðurinn greiði orlofslaun Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segir að Fæðingarorlofssjóði beri að greiða foreldrum orlofslaun vegna þess tíma sem þeir eru í fæðingarorlofi og njóta greiðslna úr sjóðnum. Jóhanna Sigurð- ardóttir alþingismaður segir líklegt að foreldrar, sem höfðu rétt til fæðingarorlofs frá árinu 2000 til dagsins í dag, eigi kröfu á hendur sjóðnum sem nemur 1.200 millj- ónum króna. Hyggst tvöfalda fylgið Guðjón A. Kristjánsson, nýkjör- inn formaður Frjálslynda flokks- ins, segir flokkinn stefna að því að tvöfalda fylgi sitt og fá 8% at- kvæða í komandi þingkosningum. Samið verði við Norðurál Stjórn Landsvirkjunar hefur samþykkt að ganga til samninga við Norðurál vegna stækkunar ál- versins á Grundartanga um 90.000 tonn. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir hugsanlegt að nú séu að hefjast virkj- unarframkvæmdir sem standi lát- laust frá árinu 2003 til 2009. 2003  MÁNUDAGUR 10. MARS BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALA SETTI ÍSLANDSMET Í FIMMTARÞRAUT /B12 HERMANN Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar að sögn lækna Ipswich-liðsins en hann meiddist á hné og var borinn af leikvelli í fyrri hálfleik í leik Ips- wich og Stoke á laugardaginn. Þar með lítur allt út fyrir að Her- mann geti ekki leikið með íslenska landsliðinu á móti Skotum á Hamp- den Park 29. þessa mánaðar líkt. Hermann lenti í samstuði við Ser- gei Shtaniuk með þeim afleiðingum að takkar á skó Hvít-Rússans stungust inn í fót Hermanns rétt fyrir ofan hné og opnaðist stór skurður á fæti Hermanns. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð og sauma þurfti til að loka sárinu auk þess sem vöðvi skaddaðist í hnénu. „Það tekur að minnsta kosti tíu daga fyrir saumana að gróa og svo verður maður bara að bíða og sjá. Eins og ég er í dag líst mér ekki vel á að ég geti leikið á móti Skotum en ég verð bara að vona það besta,“ sagði Hermann við Morgunblaðið. Hermann varla með gegn Skotum Aston Villa er með Jóhannes í láni frá spænska liðinu Real Betis og hefur Taylor sagt að hann hafi áhuga á að semja til frambúðar við íslenska landsliðsmanninn að því til- skildu að hann sjái ekki fleiri slík brot og þegar Jóhannes braut á Matthew Upson. „Svona brot eiga ekki að sjást á knattspyrnuvellinum eins og Joey gerði sig sekan um og líkt og Dion Dublin hefur hann enga afsökun fyrir því sem hann gerði. En kringumstæður Joey eru allt öðru- vísi. Hann er 11 árum yngri en Dublin, er í láni hjá okkur og er að reyna að fá samn- ing við Aston Villa. Ég veit að hann er harður í horn að taka og vill tækla en hon- um hefur verið sagt það skýrt að hann geri ekkert gagn fyr- ir liðið ef hann lætur Jóhannes Karl fékk sem kunnugter að fjúka útaf í grannaslagn- um í síðustu viku en leikurinn átti lítið skylt við knattspyrnu og var fé- lögum til vansa bæði innan sem utan vallar. Jóhannes fékk að líta tvö gul spjöld og þurfti því að fara af leik- velli en tæklingin sem varð til þess að dómarinn vísaði Jóhannsi í bað var ákaflega ljót og verskuldaði beint rautt spjald. reka sig útaf. Þetta verður Joey að skilja ef hann ætlar að eiga framtíð hjá félaginu. Við höfum fengið þrjú rauð spjöld á leiktíðinni og Joey á eitt þeirra en hann hefur aðeins spilað fimm leiki. Hann hef- ur fengið skýr skila- boð frá okkur og þau eru að bæta fram- komuna ef hann ætl- ar að tryggja það að fá samning við Villa,“ segir Taylor. Taylor aðvarar Jóhannes GRAHAM Taylor knattspyrnustjóri Aston Villa hefur varað Jóhannes Karl Guðjónsson við. „Ef þú hagar þér aftur eins og þú gerðir í leiknum við Birmingham þá átt þú enga framtíð hjá Aston Villa,“ eru skilaboðin sem Jóhannes Karl hefur fengið hjá stjóranum og greint er frá á heimasíðu Aston Villa. Jóhannes Karl Guðjónsson Morgunblaðið/Golli ÍA hafði betur á KR, 2:0, í Deildabikarkeppni KSÍ í knattspyrnu í Egilshöllinni í gærkvöldi. Skaga- maðurinn Unnar Valgeirsson er hér með knöttinn en KR-ingurinn Garðar Jóhannsson er til varnar. RÚNAR Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, vann til tvennra verðlauna á fimleikamóti sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina en Rúnar keppti þar í tveimur greinum. Rúnar vann gull fyrir æfingar á bogahesti en hann og Svíinn Michael Hjort deildu gull- inu en báðir hlutu þeir 8,6 í ein- kunn. Þá fékk Rúnar brons- verðlaun fyrir æfingar á hringjum en hann fékk einkunnina 8,8. Rúnar hlaut gull og brons Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 21/23 Viðskipti 11/12 Bréf 26/27 Erlent 12/13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Miðopna 18/19 Ljósvakar 34 Neytendur 25 Veður 35 * * * RÚÐUR brotnuðu og fjarskipta- og siglingatæki skemmdust um borð í íslenskum rækjuveiðiskip- um í ofsaveðri á Flæmingjagrunni eða Flæmska hattinum á laugardag. Engin meiðsl urðu á fólki. Nokkur íslensk skip eru við veiðar á svæðinu en þrjú þeirra fengu á sig brotsjó með fyrrgreindum afleiðingum. Skipin voru nýkomin á miðin þegar óveðrið skall á. Þegar verst lét var vindhraðinn yf- ir 40 metrar á sekúndu. Um borð í Eyborginni, sem útgerðarfélagið Borg í Hrísey gerir út, brotn- aði rúða og sjór komst að fjarskiptabúnaði með þeim afleiðingum að skipið var aðeins í fjarskipta- sambandi við nálæg skip og hafnir. Sjór flæddi um brúna og niður í vistarverur. Um borð í skipinu Merike skemmdust ratsjártæki vegna sjós þegar rúða brotnaði svo fylgja þurfti skipinu til hafnar í St. John’s á Nýfundnalandi þar sem gert verður við búnaðinn. Er skipið væntanlegt til hafnar í kvöld. Um borð í Lóminum urðu minniháttar skemmdir utandyra af völdum brotsins en skipið gat líkt og Eyborgin haldið áfram veiðum. Páll Kristjánsson skipstjóri segir veðrið ekki áður hafa verið svona svakalegt en vindhraðinn hafi ekki far- ið undir þrjátíu metra á sekúndu í meira en sólar- hring. „Þá er ekkert annað að gera en keyra und- an veðrinu. Það er mjög mikill veltingur þegar veðrið er svona slæmt.“ Skipin þrjú, líkt og fleiri íslensk rækjuveiðiskip á Flæmska hattinum, eru skráð í Eystrasaltslönd- unum og eru flestir í áhöfnum þeirra útlendingar, fyrir utan skipstjóra, vélstjóra og stýrimenn. Tvö íslensku skipanna á Flæmska hattinum sigla undir íslensku flaggi, Pétur Jónsson og Sunna. „Ég hef einu sinni lent í svona veðri hérna áður,“ sagði Pétur Stefánsson, skipstjóri á Pétri Jónssyni, á Flæmska hattinum í gær. Skipverjar sluppu með skrekkinn í veðrinu um helgina. „Þá var það fellibylur sem kom hér haustið 1999. En þetta er ekki algengt á þessum árstíma. Um mánaðamótin febrúar/mars gerði líka af- spyrnu veður hérna og þá var ekki veiðiveður í fjóra daga og það hefur ekki gerst síðan við byrj- uðum að veiða hérna. Það hafa komið undanfarið mjög hörð veður, aftakaveður.“ Pétur segir að veðrið hafi verið svipað og veð- urspár höfðu gert ráð fyrir. „Þetta var viðbúið, lægðin var þannig. Veðrið byrjaði á föstudags- morgun. Þetta var fárviðri þegar verst lét, 14–16 vindstig og mikið hafrót. Það er nú ekki hlaupið að því að fara í land, það eru 300 sjómílur í land svo menn verða bara að reyna að halda skipunum til eins og best er.“ Á Pétri Jónssyni eru 20 manns í áhöfn, allt Ís- lendingar. „Það eru ekki mörg skip á miðunum núna, fjögur eða fimm önnur íslensk skip við rækjuveiðar svo þetta er afskaplega rólegt. En það er góður afli ef vel viðrar.“ Þegar Morgun- blaðið ræddi við Pétur í gærkvöldi var ennþá leið- indaveður á miðunum, vindhraðinn um 19 metrar á sekúndu. Engin meiðsli er þrjú íslensk rækjuskip fengu á sig brotsjó                             TIL greina kemur að byggja hótel við veitingastaðinn Naustið á Vest- urgötu sem myndi tengjast starf- semi veitingastaðarins. Hótelið yrði byggt Tryggvagötumegin við Naust- ið. Að sögn Karls J. Steingrímssonar, eiganda Naustsins, er þetta ein af þeim hugmyndum sem í athugun eru í tengslum við framtíð reitsins. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í liðinni viku er deiliskipulagstillaga fyrir svokallaðan Naustareit, sem af- markast af Grófinni, Vesturgötu, Norðurstíg og Tryggvagötu, í kynn- ingu hjá skipulagsyfirvöldum. Karl er eigandi húsa við Vesturgötu 6, 8, 10 og 10a. Samkvæmt deiliskipulagstillög- unni yrði heimilt að byggja 3–6 hæða nýbyggingu Tryggvagötumegin á lóðinni og einnar hæðar tengibygg- ingu með flötu manngengu þaki milli Vesturgötuhúsanna og nýbygging- arinnar. Þá er lagt til að syðsti hluti lóðarinnar verði borgarstígur. Morgunblaðið/Kristinn Á þessu módellíkani sem unnið er af Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur sést hvar búið er að setja turn á hornhúsið, Vesturgötu 4, svo hægt sé að nýta þakið til útivistar. Húsið fyrir miðju, Tryggvagötumegin, er hugmynd að listagalleríi. Húsið á bak við Naustið gæti nýst sem hótelbygging. Hótel við Naustið? FJÖRUGT var í Boganum, hinu nýja fjölnota íþróttahúsi Akureyr- inga, um helgina þegar Þórsarar héldu þar fyrsta Goðamót sitt í knattspyrnu. Gott var að vera í skjóli fyrir veðri og vindum, sér- staklega í gær þegar kalt var og hvasst á Akureyri, en innandyra sýndu keppendur skemmtileg til- þrif. Þar voru samankomnir 280 drengir í 5. aldursflokki úr tólf fé- lögum, ÍR úr Reykjavík, Hvöt frá Blönduósi, Tindastóli frá Sauð- árkróki, Leiftri frá Ólafsfirði, Dal- vík, KS frá Siglufirði, Hetti frá Eg- ilsstöðum, Þrótti Neskaupstað, Völsungi á Húsavík, Magna frá Grenivík og Akureyrarfélögunum KA og Þór. Knattspyrnumót sem þetta hafa verið afar vinsæl að sumarlagi en þetta mun fyrsta mótið á landsvísu sem haldið er með þessum hætti í einhverju af nýju fjölnotahúsunum sem risið hafa á síðustu árum. Haft var á orði að Þórsarar hefðu ekki verið sérlega gestrisnir, því þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í keppni A-, B-, C- og D- liða – hirtu sem sagt þau gull- verðlaun sem keppt var um. Það sem skipti mestu máli var að allir skemmtu sér vel og góður rómur var gerður að mótinu, sem ætlað er að verði haldið árlega héðan í frá. Þórsarar halda reynd- ar samskonar mót fyrir 6. aldurs- flokk drengja eftir þrjár vikur á sama stað og stúlknamót bætist við á næsta ári. Meðal þess sem gert var til skemmtunar fyrir strákana sem tóku þátt í knattspyrnumótinu var að sýna þeim hið merka Nonnahús, þar sem Jón Sveinssson rithöf- undur bjó á sínum tíma. Hann er sem kunnugt er höfundur sagn- anna um Nonna og Manna. Nokkr- ir leikmanna KS frá Siglufirði heilsuðu upp á Nonna, sem var frekar fámáll en brosti þó í kamp- inn, enda strákarnir fullir orku og lífsgleði. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gleði í Boganum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.